Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1963 Á jólaföstu Framhald frá bls. 1. eskju, og má (þá ætla, að jóla- hald hafi tekið að öðlast eitt- hvað af yfirbragði kristinnar hátíðar. Samt er ekki fyrir það að synja, að Islendingar voru og hafa alltaf verið fast- heldnir á fomeskju ýmiss konar. Kemur þetta ekki sízt fram í íslenzkum þjóðsögum, sem látnar eru gerast um jól og enn eru vinsælar meðal allra þeirra íslendinga, sem læsir eru á móðurmál sitt. I áðurgreindum þjóðsögum er kristinni jólahelgi skipað töluvert rúm, en að baki henn- ar hillir undir þau öfl, sem eru í ætt við skammdegið og þá vinda, sem fara um norður- slóð. Hér er sýnilega um að ræða heiðinn menningararf, sem er í innsta eðli furðu- lega blendinn og hefir að geyma hvort tveggja í senn afl hins illa og frækorn þess góða. Af tröllkonunni, sem nem- ur brott smalamenn Guð- mundar á Silfrúnarstöðum h v e r t aðfangadagskvöld, stendur mikill háski. Engu að síður er það á færi hinna gæfumeiri manna eins og Sig- urðar smalamanns að leysa úr læðingi hinar göfugri eigind- ir, sem búa nær hjarta tröll- kvendinu. Nátttröllið, sem guðar á glugga á aðfangadagskvöld jóla, eftir að kirkjufólk er komið í hvarf, býr yfir þeim ógnarmætti að geta firrt mennska menn bæði ráði og rænu með einu saman augna- tilliti. Engu að síður hefir þessi vágestur slíka ást á fjör- eggi íslenzkrar menningar, sjálfri tungunni, að hann gleymir sér við hrynjandi Ijóðsins, þangað til dagur ljómar í austri, en þá er allt um seinan. Hamrammir útilegumenn liggja í leyni bak við hól eða tóft að bíða þess, að heima- fólk haldi af stað til aftan- söngs, en þá er ekki beðið boð- anna, heldur knýja þeir dyra heldur ómjúklega og nema bóndadóttur, sem sett var til að gæta húsa, á brott með sér. Ytra borð þessara manna er álagahamurinn. Hið innra býr manngöfgin eins og fram kem- ur í fylling tímans. Sama má segja um Hildi álfakonu, sem fer gandreið á forvitnum vinnumanni á álfheima á sjálfa jólanóttina. I jólasögum þeim, sem að framan getur, er sem eigist við náttmyrkur og dagrenn- ing, og reynslan hefir sannað okkur, að dagrenningin sigrar nóttina að lokum. Þannig er það oftsinnis í sögunum, og þessar og þvílíkar voru hug- renningar fólks, sem á jóla- föstunni . bjó við mikið skammdegismyrkur og átti fá Ijós til þess að eyða því. Hátíðarhald á jólum hefir sennilega ekki tekið miklum stakkaskiptum á íslandi frá Siðaskiptum og fram yfir síð- ustu aldamót, þegar bæjar- menningar og nokkurrar vel- megunar tók að ,gæta í land- inu. Jólaminningar hinna elztu í hópi innfæddra íslend- fnga eru undantekningarlítið bundnar sveitinni, og sams konar minningar eiga einnig þeir, sem muna jól í íslenzkri sveit á fjórða tug þessarar aldar, en jafnvel þá fór því fjarri, að nútíðin væri búin að leggja undir sig öll héruð á Islandi. Á fjórða tug aldarinnar hrjáði vega-, • nitvarps- og símaleysi ennþá margar sveit- ir í landinu. Jólin komu samt, og ósjaldan var þeim heilsað af þeim yngstu sem væru þau eins konar persónugervingur, er færi fótgangandi milli landsfjórðunga og héraða. Þannig trúðu sumir Skag- firðingar því, að fyrst sæist til jólanna á Vatnsskarði. Á þeim tímum, sem hér um ræðir, hygg ég, að jólagjafir hafi átt sér náttúrulegri upp- runa en nú, enda voru jóla- sveinar þá oft fremur þiggj- endur heldur en gefendur, eins og nöfn þeirra báru með sér. Kirkjugöngur tíðkuðust ó- víða í íslenzkum sveitum á sjálft aðfangadagskvöld. Hins vegar lá það orð á, að ýmsar kirkjur væru betur sóttar fyrsta og annan dag jóla en endranær. Barnasamkomur voru víða haldnar í sveitum um jóla- leytið við hinar erfiðustu að- stæður. Fór margur á þá mannfundi vafinn innan í hlýjan vaðmálssekk, þegar færð var talin of þung lítt hörðnuðum barnsfótum. Barnaskemmtanir hófust venjulega snemma kvölds og þeim lauk ekki fyrr en liðið var á nótt. Þær vpru með miklum menningarbrag, hvort tveggja í senn fræðandi og skemmtandi. Daginn eftir slíka vöku’var margur barns- kollurinn æði úfinn og úrillur, en glóð endurminninganna kulnaði þó ekki. Vegna fólks- fæðar hafa skemmtanir þess- ar nú víða lagzt af í íslenzk- um sveitum, og er að þeim hin mesta eftirsjá. Þegar útvarpið kom til sög- unnar, þótti það heldur en ekki nýjung í jólahaldi í sveit- um. Undirritaður mun að lík- indum seint gleyma jólaboði, sem efnt var til í Brimnesi í Viðvíkursveit skömmu fyrir. upphaf heimstyrjaldarinnar síðari. Brimnesbændur höfðu þá nýlega orðið fyrstir út- sveitarmanna til að eignast útvarp, og buðu þeir nú grönnum til sín á jóladag að hlýða messu, sem fólk sagði, að ætti upptök sín í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Undir- ritaður var meðal boðsgesta, en þegar á hólminn var kom- ið, bilaði kjarkur hans svo gjörsamlegaj að gestgjafi varð að taka hann undir handlegg sér og fara með hann á af- vikinn stað, þar sem ekki heyrðist í áðurnefndu galdra- tæki. Þar settust tveir menn að spilum, annar fjögra ára, en hinn fimmtugur, og spil- uðu þeir lönguvitleysu um kvöldið óhultir fyrir tækni nútímans, m e ð a n hinir þroskameiri meðal boðsgesta hlýddu útvarpsmessu frá R e y k j a v í k . Undirritaður hugði um skeið, að báðir hefðu spilamennirnir verið jafn- hræddir umrætt kvöld og því jafnfegnir að komast í spila- mennskuna, en sennilega hef- ir sú skoðun ekki verið á rök- um reist. Síðustu tvo áratugina hefir jólahald á íslandi tekið mikl- um stakkaskiptum. Meiri hluti þjóðarinnar hefir sópazt af útkjálkunum og fært bú sín í þéttbýlið í landnámi Ingólfs Arnarsonar og tendrar þar sín ljós í skammdeginu við vatnsorku Sogsins. í svip íslenzkra jólasveina er ekkert lengur, sem minnir á menn- ingararf frá heiðnum forfeðr- uin. Hins vegar má greina í andlitsfalli þeirra þær rúpir, sem fjármálaáhyggjur við- skiptalífsins eru furðufljótar að rísta skjólstæðingum sín- um. íslenzk jól eru ekki lengur skammdegishátíð birtusnauðr- ar þjóðar á norðlægu eylandi, heldur stórhátíð með ljósa- dýrð eins og í París, New York og Winnipeg. Sveitajólin munu þó enn lifa um skeið í minningum þess fólks, sem fyrst leit dagsins ljós á landi feðranna, áður en það komst inn í hringiðu tuttugustu ald- arinnar. Slíkt fólk getur látið sér það í léttu rúmi liggja, hvort það fæddist inn í þenn- an heim á fjórða tug aldar- innar, sem er að líða, eða þá einhverntíma á miðöld. Minn- ingar þess eru eins og þjóð- sögurnar um jólin. Það er eins og þær hafi þegið eitthvað af öllum jólahátíðum frá upp- hafi landsbyggðarinnar til þess dags, er allsnægtanna tók að gæta og jólahaldið glataði að fullu sambandinu við forneskjuleg ævintýri norðurhjarans. Haraldur Bessason. ROSE THEATRE SARGENT al ARLINGTON COMING SOON ROMY SCHNEIDER and KARL BOEHN in FOREVER MY LOVE — O — Slarling December 26lh for one week INNILEGAR JÓLA- OG NYÁRSÓSKIR til okkar íslenzku vina og viðskiptamanna Thorvaldson Nursing Homes Limited 5 AND 7 MAYFAIR PLACE — WINNIPEG 13, MAN. ''A Complete Nursing Service" • Competenl R.N.'s ond Stoff • Voriety of Accommodotion • Friendly Home-like Atmosphere • Lorge, Comfortoble Words ond Doy Room MRS. T. R. (LIUA) THORVALDSON, Matron PHONE GRover 5-4574 Centrolly Locoted Reasonoble Rotes KXJtSlkSi:

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.