Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Síða 1
Högberg - Jjetmsfmngla Slofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 79. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 NÚMER 29 FJÖLMENNIÐ Á ISLENDINGADAGINN Á GIMLI 2. ÁGÚST John Fisher, Sigurður Vopnford, Flyiur minni Canada. Flyiur minni íslands. 1 sinni ágætu grein um heimför Stephans G., sumarið 1917, flytur höfundurinn, dr. Finnbogi Guðmundsson, ýms kvæði Stephans sem urðu til í þessari för. Hann undanskil- ur þó það kvæði sem að mínu áliti er eitt það fegursta og um leið tilkomumesta sem hann orti, fyrr og síðar, og sem varð til er hann heimsótti fornar slóðir. Það er Bárðardalur dagsett 22. júlí. Ég legg því til að Lögberg-Heimskringla endurprenti það. — L. F. Slephan G. Siephansson: , BÁRÐARDALUR Þú dalur með þær trölla-trygðir, Að taka á þig Hans nafn, sem fyrst hér festi bygðir, En flutti sig. Sem sælu naut við sólskins-skaut Þitt sumar alt, En eiru þraut og bjóst á braut, Er bléstu kalt. Og fleiri þinna heima-haga Svo hjuggu bönd Og flúðu, að sækja sælli daga í suðurlönd. En færð var sein um fönn og stein Og fágóð kjör — Eg þekti svein með biluð bein í Bárðar för. En Bárður sá um, seint þó færi Hans sauða-val, Að sérhver kind sér bjargir bæri Úr Bárðardal. Með nesti gekk frá stofu og stekk Hver strok-skepnan — Og karl eg þekki, er þannig fékk í þverpokann. En gadd hefir syðra Bárður barið Og brugðist sól, Og þá í muna feginn farið 1 fyrri skjól, Og horft til skýs, er hríð var vís Og hörkuríkt — Eg kunni vísu, kveðna á ís, Sem kalsar slíkt. Þó Bárður flytti fjallavegi Sitt fé og mal, Hann flutti bæ en búsæld eigi, Úr Bárðardal: Af kvisti og skóg’ að krafsa snjó Á kuldabeit Og hafa þó af nesti nóg í næstu sveit. • 22. 7. ’17. íslendingadagurinn á Gimli 1 október í haust eru liðin rétt 90 ár frá því að íslenzkir landnemar komu til Manitoba og hófu landnám á svæðinu, er þeim hafði verið úthlutað á vesturströnd Winnipegvatns, sem þeir gáfu nafnið Nýja ísland. Ekki var efnt til veru- legrar íslendingadagshátíðar fyrr en 2. ágúst 1890, og verð- ur hátíðin í sumar 76. í röð- inni, og eru þó ekki taldir íslendingadagar í ýmsum öðr- um byggðum. En þessi fjöl- mennasta Islendingahátíð er Inga Stevens, hirðmey. nú orðin svo gömul að hún er farin að halda upp á merkis- afmæli sín — sextugusta, sjötugasta og svo í fyrra sjötugasta og fimmta afmæl- ið. — Samborgarar okkar sumir, af öðrum þjóðernum, rugluðust í ríminu í fyrra og héldu að íslendingar hefðu komið fyrst hingað fyrir 75 árum, þeir skyldu ekki að ís- lendingadagurinn var að halda upp á sitt eigið afmæli! Sjötugasta og sjötta íslend- ingadagshátíðin verður hald- Hulda Bjarnason, hirðmey. S. Aleck Thorarinson, L.L.B. Forseli dagsins. in í lystigarðinum á Gimli 2. ágúst og hefir íslendinga- dagsnefndin lagt á sig feikna mikið verk til að tryggja að hún verði uppbyggileg og skemmtileg, en nefndina skipa þessir: S. Aleck Thorarinson, forseti; Jakob F. Kristjánsson, ritari; Helgi Johnson, féhirðir; Theodor K. Árnason, Harald- ur Bessason, Barney Baldwin- son, Leifur J. Hallgrímson, Paul Hallson, Ingibjörg Jons- son, Kristján Kristjánson, L. Helgi Olsen, Eric Stefán- son, M.P., varaforseti; John J. Árnason, varaféhirðir; Jochum Ásgeirson, Ingólfur N. Bjarnason, Kjartan V. Geirhólm, Harold J. Johnson, Gustav Kristjánson, Wilhelm Kristjánsson, Baldur Sigurd- son. Auglýsingin um hátíðahald- ið birtist á 8. síðu blaðsins. Nöfnin gefa til kynna að þar koma fram valdir skemmtana kraftar — ræðumenn, skáld og söngfólk. — Ánægjulegt Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.