Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGL'A, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 5 amerískrar heppni, þar sem dollarinn er fljótteknari eins- eyringnum heima, en ég vildi ekki vera atvinnuleysingi í New York eða sveitarómagi í Iowa. Ameríka dylur skort og neyð í sambýli við auð og gróða. Sú hörmung kennist á svipstundu, ef að er gáð. — Þess vegna skera stjórnar- völdin í Washington upp her- ör gegn fátækt, vankunnáttu og úrræðaleysi í ríkasta og voldugasta landi heimsins. — Þeim mun ljóst, að frelsi án sósíalisma sé álíka varhuga- vert og sósíalismi án frelsis. Hér heyrist sósíalismi raun- ar aldrei nefndur, enda kvað Ameríkumönnum s t a n d a sama ógn af honum og yfir- vofandi kommúnisma. — Því verður að blanda þeim hann gegn vilja og vitund. En bar- áttan fyrir atvinnu, menntun og öryggi er eigi að síður sósíalismi jafnaðarstefnunn- ar, sem hefur gert lítil, dreif- býli og hrjóstrug lönd að fyr- irmynd samtíðarinnar. Furðu- vélarnar og rafreiknarnir eru sannarlega undratæki, en þeim verður að stjórna með velferð og hamingju fólksins í huga en ekkj til ætlunar- semi ágjarnra auðjöfra, sem vilja mala allt í gróttakvörn- um. Maður sannfærist bezt um nauðsyn jafnaðarstefn- unnar í heimsveldi misnot- aðra allsnægta. Bandaríkjamenn fara smám saman að dæmi Norðurlanda- þjóðanna, þótt fámennar séu og fjarlægar, nú eins og á kreppuárunum. Og þeim mun takast að leysa vanda fjölda- framleiðslunnar og sjálfvirkn- innar með því að láta vélina þjóna manninum og sam- félagið einstaklingnum. — Þannig gefst kostur þess, að sérhver fái notið hæfileika sinna og vaxið af nytsömum verkefnum. Myndi ekki það einstaklingsframtak vitur- legra og farsælla en heimsk og ómennsk keppni, þar sem allir tapa nema svokallaður sigurvegari líðandi stundar? Á morgun er hann ef til vill úr sögu, gleymdur eða dauð- ur — og hefur ekkert gagn haft af verðlaunapeningnum. Gnýr borgarinnar minnir á brimhljóð við klettótta strönd, þar sem úthafið hníg- ur og rís, rís og hnígur. Samt er þetta helgidagur, en Ameríkumenn unna sér naumast hvíldar. Hvað liggur þeim á, hvert flýta þeir sér? Spurningunum skýtur upp í huga aðkomumannsins eins og kafgresi milli steina, en þeir eru ekki hér, aðeins hörð og traust steypa, sem hleðst hátt og vítt. Og fyrr en varir er gesturinn kominn heim áður en ferðin fellur, sér land sitt með fjöllum þess og fljót- um, byggðum og bæjum, körlum og konum og börnum í starfi og leik, þroskandi bar- áttu og hressandi gleði ís- lenzks þjóðlífs. Hann er miklu betur settur en hertog- inn af Windsor, útlaginn með milljónir dollara í götóttum vösum. Hvort annað sé í fréttum héðan? Varla nema ef vera skyldi, að leikkonan Judy Garland er skilin við þriðja mann sinn, Sid Luft. Hann var orðinn henni vondur! Helgi Sæmundsson. SELKIRK LUMBER COMPANY • Sash • Doors • Wollboard • Cement • Shingles ond Concrete Blocks, made at Selkirk For Prices Call Winnipeg Beach, Phone 72 Selkirk Phone 482-3141 Selkirk Manitoba Compliments of . . . MUNDY'S BARBER SHOP Air-conditioned for your comfort JOHN SLOBODIAN, Proprietor 1116 Portage Ave. Res. SPruce 5-3715 With the Compliments of . . . EINARSON REALTY TOWN PROPERTIES - FARM LANDS - RENTALS FIRE AND AUTOMOBILE INSURANCE 60-lst St., Gimli Phone 642-5585 COMPLIMENTS OF . . . RIVERTON CO-OP CREAMERY ASS#N LTD. CREAMERY GENERAL STORE Riverton Brand First-Grade Buttcr Groceries, Dry Goods, Hardware, Feed, Fertilizer, Oil, Grease PHONE 378-2251 RIVERTON, MAN. ÁLAGAB LETTI R Snemma á s.l. ári heimsótti ég ásamt fleirum Brynhildi Eyólfsdóttur, sem lá þá veik á sjúkrahúsi Akraness. Bryn- hildur er borgfirzk bónda- kona, og var þriggja barna móðir orðini þá, en er fædd og alin upp á Múla vestur í Kollafirði. Ég greip tækifærið til þess að spyrja hana um álagabletti og sögur, sem þjóðtrúin hefði skapað, ef hún kynni. Hún sagði mér frá álagabrekku einni. Ég spurði, hvort hún vissi um fleira. Jú, eftir á að hyggja. Hún lækkaði róminn, leit í kring um sig á sjúkrastofunni og næstum því hvíslaði orðun- um: -— Það er gríðarstór steinn vestanverðum Gufudals- hálsi, segir hún, rétt við veg- inn, eitt af þessum Grettis tökum, og hvílir á örlitlum fleti samanborið við alla stærð hans. Steinninn heitir Gullsteinn og undir honum á að vera grafið gull. Eitt sinn fóru nokkrir ung- ir menn úr Kollafirði upp þangað og ætluðu sér að velta steininum og ná gullinu. Þeir voru nokkra stund að bisa við steininn. Og loks, er þeir hugðu sig vera búna að koma steinum úr jafnvægi, varð þeim ltiið yfir Kollafjörðinn. Sýndist þeim þá hver einasti bær standa í björtu báli og bjarminn af eldinum taka upp á miðjan himin og breið ast að sama skapi út til beggja handa. Undir steininum voru nefnilega eigur Gull-Þóris, segir Brynhildur, gullkisturn- ar með fjársjóðnum, sem Þór- ir sótti forðum í Valshelli. Samstundis og þeir sáu eld- inn, slepptu þeir tökum á steininum, sem settist aftur í sama farið. Þeir þutu eins og kólfi væri skotið ofan í Kolla- fjörð. Og þótt þeir misstu af gullinu í þetta sinn, fannst þeim sér bættur skaðinn með því að eldarnir dvínuðu æ meir sem nær dró heimilum þeirra og hurfu loks alveg. — Þegar Brynhildur hóf frá- sögn sína og lækkaði um leið róminn, sló þeirri hugsun nið- ur í mig eins og eldingu, að Islendingar eru enn í dag að semja íslendingasögurnar, sem gerðust fyrir meir en þúsund árum, með hugmynda auðgi sinni og tilfinningahita. I hugum unga fólksins í Kollafirði er æfintýrið um Gullstein blandið ótrúlegu seiðmagni, dularfullri ógn og kyngi. Svona hafa þær verið svona eru þær og svona verða Is- lendingasögurnar allt af ný- ar, sterkar, ósviknar, lifandi og ferskar og endurnýast í hugmyndaheimi þjóðarinnar frá kynslóð til kynslóðar. Starkaður, hinn danski ráð- herra, ætti að koma í Kolla- fjörðinn. Hann ætti að tala við fólkið, ætti að bisa við Gretistakið á Gufudalshálsi og sjá eldana brenna. Þá myndi hann skilja það til fulls, að handritin eru okkur hjartfólgnir þjóðardýrgripir og sögurnar, sem þau segja frá ívaf og uppistaða í þjóð- arsál Islendinga. — Talaðu við Sigurð Jóns- son frá Skálanesi, sagði Bryn- hildur um leið og ég kvaddi. Hann fluttist hingað til Akra- ness fyrir tæpum 20 árum og býr á Skólabraut 24. Og hér á eftir fylgja svo tvær sögur, sem Sigurður sagði mér, önnur um Gull- stein, hin um Gunnstein á Klettshálsi. Það er almenn trú, að álög fylgi þeim stöð- um, þar sem gull er fólgið. Gullsteinn Efst í hálsbrúninni á Gufu- dalshálsi að vestan er stór steinn, er Gullsteinn heitir. Hann stendur þar framan í brattri skriðu upp af Munda- hjalla, situr þar á sléttri klöpp. Annars eru grjótskrið- ur allt í kring. Framhald á bls. 7. GREETINGS . . . from JENKINSON'S TOM-BOY STORE MEATS & GROCERIES Sastified Customers Our Best Recommendation Phone 482-3150 or 482-3151 Sclkirk, Man. MINNUMST íSLENZKU FRUMHERJANNA Á ISLENDINGADEGINUM Á GIMLI 2. ÁGÚST „Og munið/ að ekki var urðin sú greið til ófangans, þor sem við stöndum" J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance Specialists Representing Strong Board Companies MORTGflGES - REAL ESTATE - FARM LANDS 506 Power Bldg. PHONE WH 2-6561 Winnipeg T, Man. 478 Portage Ave.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.