Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 8
SPÖNSKU, hæðóttu veg- irnir hafa oft þau áhrif á ferðamenn, að þeir verða æstir og taugaóstyrkir. Þessu var á annan veg far- ið með Maríu. Hér fannst henni hlýlegra en annars staðar á leiðinni að heim- an. Nú neyddist hún líka til að einbeita huganum að akstrinum, —■ svo henni gafst ekki tóm til að binda hugann við Jac . . Jac. . . Hafði það svo náð til- gangi sínum að fara ein til þessa framandi lands? — Þetta var ekki venjuleg skemmtiferð í fríi. Með hendurnar á stýrinu drakk hún í sig í smásopum lyf- ið gegn óhamingjusamri ást, — fjarlægðina. Hún var fjarri símanum, sem sífellt bauð upp á freistingu. Nokkrir snún- ingar með vísifingrinum og pínulítill smellur, — áður en hún heyrði röddina, sem hún þekkti svo vel. Og samtalið, — hinar tilgangs lausu útskýringar. . . Nú var öllu lokið — og kross dreginn yfir ið liðna. Jac sjálfur hafði notað þetta orðtak. Eins og ástin væri postulín eða gler. — Henni hafði ástin alltaf verið eitthvað óbrjótanlegt — óbifanlegt eins og gran- leiðsviði grísks harmleiks. Hvað hefði Jac sagt um þetta? Jac var einn þeirra, sem alltaf segja eitthvað sérstakt við öll tækifæri. Ef til vill hefði hann far- ið með slagorð um þvotta- efni vegna hvíta litsins á húsunum. Hann var ekki auglýsingamaður fyrir ekkert. Slíkar uppáfinning ar streymdu upp úr hon- um. Oft sagði hann eitt- hvað mjög fallegt, — en alltaf skyldi einhver ekið löturhægt gegnum Evrópu. Hún reyndi að telja sér trú um, að hver hjólsnúningur gerði henni gott. En hún var ekki á hnotskóg eftir gleymsk- unni, — hún vildi gera hlutina upp fyrir sjálfri sér. Hún vissi, að hún unni Jac ekki lengur. Hún vissi, að hún ætti ekki að láta hann tala um fyrir sér og fara aftur til hans. En hún vissi ekki vel, hvers vegna ást þeirra á milli var ó- möguleg. Jú, hún vissi vit- anlega ofurvel, hvað ver- ið hafði byrjunin á endin- um. .... Hún fór fram hjá Alic- ante og skellihvítum hús- unum. Hér var tómt — og autt eins og öllu hefði ver- ið blásið burt. Það líktist að sársaukinn tekur huga manns allan. Nú var hún aftijr farin að hugsa um Jac. .. Nú veit ég, sagði hún við sjálfa sig. Nú veit ég! — Eg dróst að honum eins og hann væri segull en ég ve- sæll títuprjónn, — ég gat ekki hugsað, og dróst að honum, hvort sem ég vildi eða ekki. Þessi líking kom kunnug lega fyrir sjónir, hugsaði hún hæðnisliéga með sjálfri sér. Þannig var tal- að fyrr á tímum. Áður en ég hitti Jac. Þá þorði mað- ur að vera heimskulegur. Það var eins og líf hennar byggðist á orðavali. Hún og systir hennar höfðu ein att leikið sér að orðum og orðtökum. Hún reyndi að rif ja UPP fyrir sér málshættina, sem þær höfðu sett saman. Þær voru vanar að lesa þá há- tíðlega og öllum fannst þetta fíflalegt, — en þær sjálfar nutu þess í ríkum mæli. Eftir nokkra kílómetra mundi hún romsuna. Morgunstund gefur gull í mund, sá, sem yfirvinnur sjálfan sig, er meiri en sá, sem vinnur borgir, að tala er silfur, — að þegja er Nú mætti hún belgískum. bíl. Bústinn barnshnokki veifaði glaðlega. Það var á einhvern hátt þægilegt. Hún var ef til vill þegar heil heilsu. Bienvenido a Torremo- linos stóð á skilti við veg- arbrúnina. Hún var komin. YANINN er ekki annað eðli mannsins eins og sum- ir segja. Nei, það er sjúk- dómur, sem hrjáir mann- kynið öðru hvoru. Þegar ferð, skilnaður eða eitt- hvað slíkt brýtur vana okkar, stöndum við ráð- villt, en fyrr en okkur sjálf varir, höfum við orð- ið okkur úti um nýja vana, nýja dagskrá. Þannig hafði hún þegar daginn eftir fastákveðið hvernig dögunum skyldi varið. Bað kl. 10, blöðin kl. 11„ kl. 12 gengi hún heim frá strönd inni í fylgd Antonio og ösnunnar hans. Fyrsta dag inn hafði hún spurt hann til vegar og hann hafði sagt henni að fylgja sér. Nú var þetta þegar orðið að vana. — Buénos dias, Máría, sagði António virðulega. — Góðan dag, Antonio, sagði hún. Þetta var upphafið. Hitinn óx stöðugt, og um hádegið var hann orðinn næsta óþolandi. Hafið sleikti ströndina, hægt og mjúkt eins og þreyttur hundur. Antonio var þarna allan morguninn, hann hafði umsjón með •sólhlíf- um og stólum. Hann reik- aði frá einu sóltjaldinu til annars, en asnan hans stóð kyrr, bundin við eina pálmatréð þarna á strönd inni. Þegar líða tók á daginn1 var kominn vinnutími Joya. Antonio teymdi ösn- una margar ferðir milli strandarinnar og húsanna fyrir ofan. Og alltaf klyfj- aði hann Joya aftur með sandi, — tvær körfur sitt hvorum megin, fleytifull- ítbjarg. Eins og tröllatökin broddur kaldhæðni fylgja. heima á æskustöðvunum. Hvers vegna? Hún ergði Sagt var að risar hefðu sig yfir þessari kaldhæðni, kastað þeim til, og maður — og svo fór hún að hugsa ætti að vera varkár og um ýmislegt, sem hennf hljóðlátur í návist' þeirra, féll illa, — hvernig hann til að kalla ekki yfir sig hagaði sér á skemmtistöð- reiði risanna. um, hvernig hann talaði Ó, hugsanir, orð, sem stundum gamaldags. .. komu utan úr geimnum. Villur í útreikningi ásta í heila viku hafði hún eiga margt sameiginlegt EF þið komið til Torremolinos á Suður Spáni, hittið þið kannski Antonío, einn litlu sölumannanna á ströndinni. Asninn hans er með gull keðju um hálsinn, og hann er mjög hreykinn. Því að fyrir ekki alllöngu hvíldi þessi gullkeðja um háls ljóshærðrar stúlku . . . með tannpínu, m. a. það, gull, en ekki er allt gull, sem glóir, og þegar kött- urinn er að heiman, dansa mýsnar á borðinu, og margt smátt gerir eitt stórt, en litlir pottar hafa líka eyru, og betri er einn fugl í hendi en tíu í skógi, því enginn veit hvar hér- inn fer. ar. Antonio var aðeins tíu ára, en alvarleg svört augu hans voru eins og í full- orðnum manni, — og þannig leit hann út fyrir að vera eldri en hann var. Maríu tókst að gera sig skiljanlega á golspænsku sinni, og þannig töluðu þau saman frá ströndinni til þorpsins. Og þetta var hér um bil allt, sem dreif á daga Mar- íu. Þessi „samtöl“ þeirra dreifðu huga hennar frá Jac, — og minning hans fölnaði. Enn þegar hún var orð- in ein í herbergi sínu á kvöldin, þá komu minn- ingar um hann aftur frarn úr myrkrinu. Hún sá hann alltaf fyrir sér í veizlu eða á frumsýningu í leikhúsi, við hlið einhverrar frægr- ar persónu eða umtalaðs manns. Við hlið heims- konu .... þannig hafði það einmitt verig þetta kvöld. María sá hana mjög greinilega fyrir sér. Hún hafði verið í ljósleitum kjól, með hatt í dekkri lit, og á borðinu lá hand- taska úr krókódílaskinni. María og h a n n höfðu mælt sér mót þetta kvöld á fjölsóttum veitingastað. Þegar hún kom þangað, var þar margt mi var eins og allu hefði lagt leið sír hús þetta kvöli bjóst við að þurf; lengi, áður en h auga á hann. En legt, sem það m sá hún hann str; sat í veggsófa við arar konu. Hún ] gefa honum m hann tók ekki ef — Hún sagði: gengur það m vinkonuna þína? g 5. okt. 1960 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.