Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 1
cwrm 41. árg. — Miðvikutlagur 5. október 1960 — 225. tbl. ÞÓTT Alþýðublaðið viti, að allt eiits geti svo farið, að það verði að greiða einhverjar sekt ir til þeirra er hafa haft stó.rfé úi; úr rnönnum í bílaviðskipt- um, áf því íslenzk meiðyrða- löggjöf er harla viðkvæm, tel- ur blaðið ófært annað en birta hér á eftir og svo næstu daga . frásagnir manna, sem hafa selt bíla sína og fengið þá greidda að miklum hluta með víxlum, sem hafa síðan reynzt gagns- lausir pappírar, Er hér um að ræða stórfelld Pg víðtæk svik, og hefur ótrúlegur fjöldi nianna tapað frá þrjáitlíu upp í. hundrað þúsund krónum á við skiptum við tillitslausa bíla- braskara, sero hafa notað sér hrekkleysi seljanda út í yztu æsar# Síðan Alþýðublaðið birti fréttina af bílabraskinu síðast liðinn sunnpdag hafa stöðugt verið að berast upplýsingar til þess frá mönnuro, sem hafa tapað stórfé á því að taka ó- nýta víxla sem greiðslur f.vrír bíla. Blaðið þakkar þessum mönnum trúnaðinn, en frá- sagnir þeirra hljóta að vekja til alvarlegrar umhugsunar um það ófremdarástand, sem ríkir í þessuni málum. Þeir menn, sem blaðið hefur talað við, gera sér að vísu ljósltl, að fé þeirra er að öllum likindum tapað, en þeir vilja ekki láta sitt eftir liggja, að v;ekja at- hygli á svikunum, til þess að aðrir geti varað sig, og einnig ef frásagnir þeirra yrðu til þess lað löggjafinn rumskaði. Einn af þe»m fyrstu, sem snei'i sér til blaðsins, var mað ur hér í bæ, sem seldi bíl sinn fyrir þrem mánuðum. Hann skýrði Alþýðublaðinu frá eft- irfarandi: Bifreið mín var seld í bíla- sölunni Aðslfoð við Laugaveg fyrir hundroð tuttugu og fimm þúsund krónur. Ég fékk f jö.rU- tíu þúsund krónur greiddar út í bílnum, en áttatíu og fimm þúsund í víxlum. Gjaldáagj fyrsta víxilsins var eftir mán- uð frá söludegi bílsiiis, en gjalddagar síðan mánaðarlega unz upphæðin væri að fullu greidd. Nú eru þrír fyrstu víxlarnir fallnir í gjahldaga án þess að nokkur groiðsla hafi b 'rizf í mínar hendur. Samþykkjandi á víxlunum er Jón BenedikHUson, sem tcl- ur sig hafa skrifað á víxlana i einhverri vitleysu. Krefst hann þess nú að málið verðitek ið fyrir, svo hann geti hreins- að sig af samþykktinni. Sá sem keypti bílinn heitir Reynir Leósson, og mpn þetta, eftir því sem ég bezt veit, ckki vera fyrsAi bíllinn, sem hann kaupir með þessum hætti. Ég gaf Reyni afsal fyrir bíln um, sem er Ford Station, ár- gerð 1955, en bíllinn hefur aldrej verið skráður á nafn Reynis, og er nú í höndum annars nianns. ~r Víxlarnir eru gefnir út af tveim mönnum. Er annar þeirra hálfbróðir Reynis Leós- sonar, en hinn félagi. Eins og aðrir, sem í þéssu hafa lent, hefur seljanái þessa bíls, sem Aðstoð annaftlst sölu á með þessum hætti, snúið sér til sakadómarans í Reykjavík. Sakadómari hefur talið að hann geti ekki tekið málið fyr ir, þar sem þetta sé ekki saka- mál samkvæmt lögum, heldur skuldamál. í skuldamáli eru vixlar eins Oj, þessir ónýt plögg, nema annað tveggja að samþykkj- andi eða útgefendur eigi ein- hverjar eignir, eða einhver baktrygging, veð, hafi verið fyrir víxlunum. Þar sem um hvorugt mun vera að ræða í þessu tilfelli, eru ekki líkur á öðru en áttatdu og fimm þús- und krónur séu tapaðar. Og cnginn skyldi halda að þessir fuglar hafi ekkj vitað hvaða leik þeir voru að leika, því: Annar maöur sneri sér til Alþýðublaðsins í fyrradag og sagði eftirfarandi: Ég seldi bil í bílasölu Da- víðs Sigurðssonar við Ingólfs- stræti. Bílinn seldi ég á fjöru- tíu og sjö þúsund krónur og greiddi kaupandi lallt. verð bíls ins í víxlum, sem féllu mán- aðarlega í gjalddaga, og hljóð- aði hver þeirra upp á þrjú þús und krónur. Ég tók víxlana tryggingar- lausa og lét bílasöluna sjá um þcrtta. Nú . eru f jórir víxlar fallnir í gjalddaga og ekki ból- lar á greiðslum. Samþyklcjandi er Reynir Leósson. Alþýðublaðið vilf að lokum segja þetta: Við erum rétt að byrja. Næstu daga höldum við áfram tað birta frásagnir manna, sem hafa verið hhmn- farnir í viðskiptum með fyrr- greindum hætti. AlþÉðublaðið vill jafnframt hvetja alla R sem hafa verið sviknir mcð Framhald á 2. síSu. ÞEGAR fasteignasali selur íbúð, ber hann ábyrgð á, að þær greiðslutrygg ingar, sem seljandi tekur gildar, séu ekki verðlausir pappírar. Fasteignasalinn ábyrgist, að seljandinn sé ekki svikinn í kaupunum. Ástandið á bílamarkaðnum hefur mánuðum saman kallað eftir löggjöf um bílasölu. ÞAÐ ÞARF AÐ LÖGGILDA BÍLASALA. Alþýðublaðið segir: Málið þolir enga bið. Dómsmálaráðuneytið verður nú þegar að skipa nefnd, sem undirbýr löggjöf um bílasölu, til þess að sú lö ggjöf geti fengið gildi strax og þing kemur saman. Eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt, hefur blaðið í höndunum gögn um stórfellt misferli í bílasölu, m. a. vegna þess að bílasalarnir sjáKir eru ekki ábyrgir sem skyldi. Þessi plögg leggur blaðið á borðið í dag og næ stu daga. og almenn vixla- svik! bílabraskara

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.