Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 14
Sfyrkur til náms dvalar í Hollandi HOLLENSKUR maður, dr. J. E. Quintes Bosz, fyrrum ræðismaður fslands og Ban- merkur í Surabaya í Indónes- íu, er lézt árið 1954, lét eftir sig sjóð, sem ætlað er að styrkja hoílenska, danska og íslenzka menn tU náms eða rannsóknar starfa í lífefnafræði, lyfjafræði eða í næringarefnafræði hifa- beftislanda, og veita verðlaun fyrir vísindalegan árangur í þessum fræðigreinum. ísfenzkum aðilum hefur ekki verið kunnugt um sjóð þennan fyrr en nú í sumar. en I þá kom hingað ifulltrúi sjóðs- ! •stjórnar, F. H. Westerling,: fyrrum bankastjóri, frá Blar- icum í Hollandi. Átti hann við rseður við menntamálaráðu- neyti'ð um sjóðinn og ýmis frhmkvæmdaatriði í sambandi við styrkveitingar úr honum, til íslenzkra manna. í þeim við ræðum tók einnig þátt dr. Ní- els P. Dungal prófessor. Dr. Quintus Bosz stofnaði s-jóðinn til minningar um son sinn, Harald Quintus Bosz, og var stofnféð 100 þús. gyllini. Úthluta má úr sjóðnum þrem- ur styrkjum árlega hið mesta, er samtals 5 þús. gyllinum, en jþað- -jafngildir 50 000 íslenzk- run krónum. Sjóðsstjórn ákveð ur, hverjir styúki skuli hljóta eu hún er skipuð fjórum holl- enskum háskólamönnum auk auk F.H Westerling, sem er ri'í&ri^og gjaldkeri sjóðsstjórn ar, Áðetur sjóðsins er í Ut- rec.ht]í Hollandi. F.H. Westerling kvað eng- in fyrirmæli í stofnskrá sjóðs- ins um, hvernig styrkir skyldu skiptast milli landanna þriggja. Hingað til hefðu styrkirnir all ir runnið til Hollendinga, þar sem tækifæri hefði ekki gefizt til að ganga frá framkvæmda atriðum við íslenzka og danska aði'Ia, Kvað hann nú ráðgert, að ís- lendingar fengju í sinn hlut alla úthlutunina næsta ár, — Danir árið 1962, en síðan yrði hverju sinni valið úr umsókn- um frá öllum löndunum. Þar sem stofnskráin kveður svo á, að styrkir úr sjóðnum skuli veittir mönnum, sem stunda eða hafa stundað nám við holi- enska, danska eða íslenzka liá- skóla, er það skilyrði fyrir styrk til íslenzks umsækjanda, að hann hafi um eitthvert skeið stundað nám við Há- skóla íslands. Umsóknum um styrk úr minningarsjóði Harald Quintus Bosz, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 1, febr úar næstk. Umsókn fylgi upp- lýsingar um náms og starfsfer il, staðfest afrit af prófskír- teinum, meðmæli háskóla- kennara, og ýtarleg greinar- gerð um rannsóknarstörf, sem umsækjandi kann að hafa unnið. Æskilegt erð að um sóknir séu ritaðar á ensku. ong- skemmfun KETILL JENSSON hélt söng- skemmtun í Gamla Bíói í gær- kvöldi eftir fimm ára þögn. Á efnisskránni voru ítölsk og ís- lenzk lög og aríur. Ketlili er sýnilega ekki kominn í sömu æfingu og hann var í, áður en hann gerði þetta hlé á söng- ferli sínum, eftir söng sinn í Cavalleria Rusticana í Þjóðleik húsinu, en samt var skemmti- legt að heyra rödd hans á ný, og í þetta skipti gerðist það, að röddin naut sín bezt í veik- um söng. Kann þar að koma ((1 ofbeiting raddarinnar eftir hið íanga hlé. Ketill gerði mörg um lögunum mjög góð skil og ber þar fyrst og fremst að geta Fenestra Che Luci've,. sern hann söng mjög^ vel. Þá var Adio aUa Madre úr Cavalleria Rusticana og vel flutt. Við hljóðfærið var Skúli Halldórsson tónskáld og lék smekklega og músíkalskt, en stundum full veikt fil að gefa söngvaranum þann stuðning, sem þurfti. G.G. Vilja kennararnir gefa skýringar ? Kosningin í Þrótti á Siglufirði Úrslitin í Alþýðusambands- kosningunum í Þrótti á Siglu- firði urðu þau, að listí komm- únista hlaut 212 atkvæði og alla fulltrúana kjörna, en listi andstæðinga kommúnista hlaut 164 atkvæði. í kosningunum vann starfsmaður félagsins af futlum krafti fyrir lista komm- únista. Vakti það kátínu, er hann kom eitt sinn með mann á kjörstað en ekki reyndist á kjörskrá. Átti starfsmaðurinn þó-að vera manna kunnugastur kjörskránni. — K.ommúnistar notuðu bíla óspart í kosning- unum. KENNARÁR við gagnfræða- skólann í Kópavogi eru enn í gær að fjargviðrast út af því, í Þjóðviljanum, að Oddi Sigur- jónssyni skuli hafa verið veitt skólastjórastaðan við gagn- fræðaskólann, en ekki Ingólfi Þorkelssyni. Vilja kennararnir ekki gefa skýringar á því, hvers vegna þeir vildu láta taka mann, sem hefur aðeins 10 ára starfsaldur sem kennari, fram yfir Odd, sem hefur 23 ára starfsaldur sem skólastjóri? Og vilja þeir ekki líka gefa skýringar á því, hvers vegna þeir vildu láta taka mann, sem hefur BA-próf frá háskólanum hér, fram vfir Jón R. Hjálmars- son, sem hefur embættispróf í sagnfræði frá háskólanum í Osló og hefur auk þess verið skólastjóri í 6 ár? Hvers vegna eru kennararnir að láta hafa sig til að verja þá dæmalausu hlutdrægni, sem kom fram í stuðningi komm- únista og framsóknarmanna í Kópavogi við Ingólf Þorkelsson, þegar á móti honum sóttu menn, sem bæði höfðu miklu lengri starfsaldur og miklu meiri menntun? Eftir að Jón R. Hjálmarsson tók umsókn sína aftur, átti menntamálaráðherra aðeins milli Odds og Ingólfs að velja. Það hefði verið hróplegt rang- læti að taka ungan kennara fram yfir reyndan skólastjóra. Kommúnistar og framsókn- armenn í Kópavogi verða að sætta sig við, að slíkt ranglæti sé ekki framið og kennararnir ættu að hætta að láta hafa sig til að halda því fram, að það hefði átt að fremja. ANDVÍGIR SAMNINGUM 77 NEMENDUR Sjómannaskól- ans undirrituðu í gærmorgun eftirfarandi yfirlýsingu, sem afhent var stjórnarráðinu síð- degis í gær; „Við undirritaðir nemendur Sjómannaskólans teljum mjög miður farið, að ríkisstjórnin skuli hafa léð máls á samning- um við Breta um landheigis- málið. Teljum við, að aldrei megi koma til neinna samninga um þetta mál við nokkra þjóð, og allra sízt við brezku ríkissfjjórn ina. vegna framkomu hennar við íslendinga á undanförnum árum í landhelgismálinu. Mótmælum við því eírjdreg-; ið, að hvikað sé í nokkrú frá fyrri ákvörðunum um 12 mílna fiskveiðilögse^u. Reykjavík, 3. október 1960.“ (Undirskriftir.) £4 5. okt. 1960 — Alþýðublaðið miðvikuddgur #mmí Fiugféiag íslands. Mi'Hilandaflug: * Gullfaxi fer til Oslóar, Khafn- ar og Hamborg- ar kl. 8.30 í dag. kl. 23.55 i kvöld. Flugvél- in fer til Glasgow og Khafn- ar kl. 8 í fyrramálið. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsa- víkur,víkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Leifur Eiríksson er vænt- anlegur kl. 23 frá Siíþvangri. Fer til New York kl. 0.30. Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Helsinki til Gdynia. Arnar fell er væntan- legt til Rvíkur á morgun frá Khöfn. Jökulfell losar á Húnaflóahöfnum. Dís arfell er í Borgarnesi. Litla-- fell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er í On ega. Hamrafell fór 2. þ. frá Hamborg áleiðis til Batum. Jöklar. Langjökull lestar á Aust- fjarðahöfnum. Vatnajökull er á leið tH Leningrad. Hafskip. Laxá er í Riga. Eimskip. DöHtifoss er í Rvík. Fjall- foss fór frá Gautaborg 3/10 til Antwerpen, Hull og Rvík ur. Goðafoss fór frá Siglu- firði í gær tif Norðfjarðar, Seyðisfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar og þaðan til Aber- deen, Bremen og Tönsberg. GuHfoss fór frá Khöfn í gær til Leith og Rvíkur. Lagar- foss fór frá Vestm.eyjum í gær til Keflavíkur og Rvík- ur. Reykjafoss fór frá Hel- sinki í gær til Ventspils og Riga. Selfoss fór frá Bremen í gær til Hamborgar. Trölla foss fer frá Siglufirði í dag til Akureyrar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Tungufoss fór frá Hull 2/10 t(.l Rvíkur. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík h/bldur fund fimmtudaginn 6. okt. kl. 8.30 i Iðnó uppi. Sýnd verður kvikmynd.frá 60 ára afmælis hófi safnaðarins. Bazar fé- lagsins er ákveðinn miðviku daginn 2 nóv. nk. Farfuglar: halda akemmti og kvik-' myndafund að Freyjugötu 27, föstudaginn 7. okt. 8.30 sd. Konur loftskeytamanna. Fundur í Bylgjunni að Bárugötu 11 kl. 8.30 annað kvöld (fimmtudagskvöld). —■ Hafið með ykkur handa- vinnu. Borgfirðingafélagið. Hin vinsælu s^ilakvöld fé- . lagsins hsfjast nú aftur fimmtudaginn 6. þ. m. kl. 21 a(/ondvíslega i Skátaheimi'l- inu við Snorrabraut. Húsið opnað kl. 20.15. Góð verð- laun — dans. Áheit á ungversku konuna, sem brann hjá í fyrra, kr. 100,00 frá Elínu J. Þórðar- dóttur. Þegar búfé er. slátrað, skal þess gætt, að ein skepnan horfi eigi á slátrun annarrar og að þær skepnur, sem til slátrunar eru leiddar, sjái ekki þær, sem þegar hefur verið slátrað. Skal í slátur- húsum vera sérstakur bana- klefi. Reglugerð um slátrun búfjár er númer 21 frá 13. apríl 1957. — Sambar.d Dýra- verndunarfél. íslands Minnlngarkort kirkjubyggingarsjóðs Lang holtssóknar fást á eftirtöld- um stöðum: Verzl. Anna Gunnlaugsson, Laugavegi 37. Langholtsvegi 20. Sólheimum 17. Vöggustofunni Hlíðar- enda. Bókabúð KRON, Banka stræti. Styrktarfélag vangefinna: — Minningarspjöld félagsina fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík; Bókabúð Æsk- unnar, Bókabúð Braga Bryn;. 12.55 „Við vinn una.“ 20.30 „í Svartaskóla hjá Indriða miðH“, greinaflokkur eftir Guðmund Hannesson pró- fessor. 1. kafli (Anna Guð- mundsd. ílyt- ur) 21 Pianó- tónleikar: Ignaz Friedman leik- ur verk eftir Chopin. 21.30 Upplestur: Baldvin Þ. Kristjánsson fiyti ur kvæði' eftir Halldór Krist jánsson frá Kirkjubóli. 21.40 Finnsk tónlist. 22.10 Kvöld- sagan; „Trúnaðarmaður í Havana“ 22.30 „Um sumar- kvöld.“ LAUSN HEILABRJÓTS: Talan 422.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.