Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 3
Helsingfors, 4. okt. (NTB). BORGARAFLOKKARNIR unnu verulega á í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum, sem fram fóru í Finnlandi á Meðlimaríki SÞ 99 NÍGERÍA, fyrrum nýlenda Breta, sem hlaut sjálfstæði 1. október síðastliðinn, verður á föstudag tekin í samtök Sam- einuðu þjóðanna og eru aðild- arríkin nú 99. Öryggisráðið mun fjalla nm málið á næsta fundi sínum og búist er við að Allsherjarþingið samþykki Nígeríu á föstudag. sunnudag. Er eftir var að telja í um 30 sveitarfélögum, höfðu þeir bætt við sig 151 sæti. — Kommúnistar höfðu einnig unnið á, bætt við sig 136 sæt- um. Jafnaðarmenn höfðu tapað talsverðu fylgi, en nýr smá- bændaflokkur hafði lilotið 136 sæti. Kosningaþátttakan var mjög mikil, eða um 75 af hundraði, en það er meira en nokkru sinni áður í bæjarstjórnarkosn- ingum. Alls greiddu 1.835.000 manns atkvæði. Af þeim hlutu borg- aralegu flokkarnir 970.000 at- kvæði, þar með talin smá- bændaflokkurinn. Kommúnist- ar fengu 408.000 atkvæði, Jafn- aðarmen 394.000 atkvæði og klofningsflokkur úr Jafnaðar- mannaflokknum 63.000 at- kvæði Þingkosningar í Danmörku 15. nóv. Kaupmannahöfn, 4. okt, DANSKA þingið kom saman í dag og við það tækifæri upp- lýsti Viggó Kampmann, forsæt- isráðherra, að efnt yrði til al- mennra þingkosninga í Dan- mörku 15. nóvember næst kom- andi. Kampmpnn sagði, að Danir ætluðu að standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu, eda teldu þeir það tryggustu land- vörn Dana. Hann kvað Dani Á áttunda tímanum í gær- kvöldi varð árekstur á gatna- mótum Laugavegs og Skóla- vörðustígs. Bifreiðin G-99, var á leið niður Skólavörðustíg og er ökumaður ætlaði að stöðva bifreiðina við umferðáijós, reyndust hemlar óvirkir. Bif- reiðin rann út á Laugaveg og lenti á bifreiðinni R-1737 og dældaði hurð og aurbretti á R- 1737. Ökumaður G-99 mun hafa ætlað að forða árekstri og sveigði til vinstri og lenti á grindverki á gangstéttarbrún- inni og lagði það niður á nokk- urra metra svæði og skemmdi bifreið sína töluvert að fram- an. mundu beita sér fyrir því á yf- irstandandi Allsherjarþingi, að afvopnunarviðræður yrðu hafn- ar að nýju. Gleymir ekki verðandi kjósendum FRAMB J ÓDENDUR í Bandaríkjunum eru fræg- ir af því að kyssa börn og taka í hendur fólkSj þegar þeir eru í framboðsferð- um. Þeir sem nú eru í framboði til forsetakjörs, Nixon og Kennedy, gera með minna móti að bama- kyssingum og handsölum. Samt fylgja þeir hinum hefðbundnu háttum í fram boðsferðum, þegar lessið stendur þannig. Og hér á myndinni er Kennedy að taka í hönd á barni, sem rétt var að honum, er hann var á ferð nýlega í Nevv York fylki. SUÐUR-AFRIKA LÝÐVELDI ? ‘MMmWWMMMHHUMMV Jóhannesarborg, 4. okt. (NTB). HINIR hvítu íbúar Suður- Afríku munu á miðvikudag greiða atkvæði um það, hvort stofnað skuli lýðveldi eða hvort Elisabet Englandsdrottning -— skuli áfram vera þjóðhöfðingi ríkisins. Stjórnarflokkarnir, — undir forustu Vervoerd, for- sætisráðherra, vill stofna lýð- veldi, en stjórnarandstæðingar eru því mótfallnir af ýmsum á- stæðum. Það eru aðeins hinar 1,8 milljónir hvítra kjósenda, lands ins, sem ákveða þetta mál, en 14 milljónir innfæddra, Asíu- manna og litaðra (kynblend- inga) fá ekki að segja álit sitt SCARBOROUGH, 4. okt. NTB. Hugh Gaitskell, foringi brezka Verkamannaflokksins, beið mik inn ósigur á flokksþinginu í Scarborugh í dag, Var þar sam þykkt með yfh-gnæfandi meiri hlr/ía, að æðsta vald um öll málefnj Verkamannaflokksins skyldi vera hjá flokksþinginu, en ekki þingflokknum. Gaits- kell Iagðist gegn þessari tillögu, en var ofurliði borinn. Var samþykkt að þingflokkurinn skyldi stjórna daglegum rekstri flokksins, en æðsta valdið hjá flokksþinginu. Gaitskell er nu sagður mjög vialtur í sessi sem foringi flokksins. Vinstri' armur Verkamanna- flokksins vann annan stórsigur fyrr í dag, er Mikardo var kjör- inn í sjömanna póliiiska stljórn flokksins. Mikardo er formaður þess flokksbrots, er kallar sig „sigur sósíalismans11 og eru nú sex af sjö meðlimum þessarar stjórnar úr vinstri arminum. Auk Mi'kardo eru þar Green- wood, Barbara Gastle, Tom Dri berg, Richsrd Crossman, Har- old Wilson og Callaghan, ■ Mikardo er einn ákafasti tals maður einhliða afvopnunar Breta. Wedgwood Benn sagði sig úr flobksstjórninni í dag í mói- mælaskyni við að málamiðlun- arti'llaga hans í kjarnorkumál- um var felld. Deilan um hvort Bretar eigi að afsala sér vefnisvopnum eða ekki er helzta mál þingsins~Óg lítur út fyrir að ílokkurinn klofni og Gaitskell verði að segja af sér, en margt getur enn gerzt. í þessu máli frekar en öðrum. Stjórnarflokkurinn heldur því fram, að lýðveldisstofnunin muni binda enda á hinn djúp- stæða klofning Búa og manna af enskum ættum. Stjórnarandstaðan heldur því fram, að lýðveldisstofnun þýði alger yfirráð Búa og útilokun enskumælandi manna. Mac og K ræddusf enn viö New York, 4. okt. MACMILLAN forsætisráð- herra Breta og Kriistjov áttu með sér annan fund sinn í Naw York í dag. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli, en Macmillin hefur frestað brottför sinni frá Bandaríkjunum að sinni. Almennri umræðu var hald- ið áfram á Allsherjarþinginu í dag. Fulltrúi Líbanon réðst harkalega á Frakka fyrir af- stöðu þeirra í Alsírmálinu. Tító, forseti Júgóslavíu hélt frá New York í dag á ítölsku hafskipi. Hann kvaðst hafa orð- s ið fyrir vonbrigðum með þetta Allsherjarþing. SKÁKMÓT í KVÖLD hefst í Lido tafl- mót á vegum Skáksambands íslands og Taflfélags Reykja- víkur. Þetta verður 5 manna mót og þátttakendur verða Bobby Fisher, Friðrik, Frey- steinn, Ingi R. og Arinbjörn. — 5. okt. 1960 3' Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.