Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 2
1 Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- •tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Gu'ðmundrson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýslngasími 14 906. — Aðsetur: Alþvðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Stjórnin og kaupib NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN lýsti því yfir er i hún tók við völdum, að jhún mundi ekki skipta J sér a'f vinnudeilum, heldur láta verkalýðshreyf- ) inguna og atvinnurekendur semja um þau mál. | Með þessari yfirlýsingu var fyrst og fremst átt ] við, að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að fara að ; dæmi margra fyrrverandi stjórna, sem gripu inn i í vinnudeilur til þess að tryggja atvinnurekendum j ihækkað vöruverð eða auknar uppbætur, svo að j þeiir fengjust til að samþykkja hærra 'kaup. Á | þann hátt var ár eftir ár samið um kauphækkan- 1 ir, sem skömmu síðar voru teknar af fóEkinu aftur ] í hærra verðlagi eða hærri sköttum og tollum. Hef I ur þessi verðbólguþróun verið verkalýð landsins | óhagstæð og þjóðarbúinu stóihættuleg. j Ríkisstjórnin er vissulega ekki mótfallin kaup J iiækkunum, ef atvinnurekendur geta greitt þær \ án þess að fá þær endurgreiddar í hærra verðlagi J eða uppbótum. Slíkar kauphækkanir, sem ekki eru | teknar aftur af fó'Ikínu, eru raunhæfar. Almenn J iiækkunaralda, sem velt er yfir í verðlagið, er folekking. | Undanfarin ár hefur það orðið að fastri venju, | að ríkisstjórnir önnuðust það hlutverk að velta kauphækkunum aftur yfir á fólkið sjá'lft. Þessi ! venja hefur skapað óhollan og hættulegan hugs- unarhátt, sem byggist á þeim grundvelli, að hér ; Mjóti alltaf að vera stanzlaus verðbólga. Það er ! nauðsynjamál fyrir þjóðina að losna við slíkan . hugsunarhátt, hætta að blekkja sjálfa sig hætta ! að velta málunum af einum yfir á annan enda- . laust. Þess Vegna er það þýðlngarmikið skref í áttina til heilbrigðari efnahagsmála, að ríkisstjórn • in 'hefur staðið við loforð sitt að þessu leyti og þar með stöðvað óheillaþróun liðinna ára á kaup- | gjáldssviðinu. [ Þ^ð hefur einmitt verið höfuðgalli á efnahags- l málum íslendfnga um árabil, að þjóðin hefur lagt 1 -hart að sér við gífurlega fjárfesitingu, en samt : hafa ekki fengizt raunhæfar kjarabætur. í þeirra !■ stað hafa komið kauphækkanir og dýrtíðarupp- 1 foætur, sem hafa stöðugt leitt af sér hærra verðlag : hærri opinber gjöld. Þetta er ein meginástæð t an fyrir viðreisn stjórnarinnar. Það varð að freista • þess að finna hina réttu leið, svo að fjárfestilngin : skili þjóðinni bættum lífskjörum, eins og gerzt hefur í öllum grannlöndum okkar. Og nýja efna- ! hagskerfið er einmitt byggt á sömu meginatrið- um og þar hafa gefizt svo vel. Áskriítarsiminn er 14900 Björgvin GuÖmundsson: f • X • % • f Litio mn a __ — m m í fund V ^ Norðurland aráð'. Kaupmannahöfn, 18. febrúar 1961. NOKKRU eftir að fundur NorSurlandaráðs hófst hér í Kaupmannahöfn í dag, renndi Viscount-vél frá Flugfélagi íslands sér niður á Kastrup- flugvöll og þegar vélin hafði stöðvað hreyflana, steig út fyrstur farþeganna, Ólafur Thors forsætisráðherra ís- lands. Var hann kominn til hafnar til þess að taka þátt í fundi Norðurlandaráðsins, Nokkuð síðbúinn að vísu, — Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra tók á móti Ólafi á flugvellinum én hann hafði farið utan fyrr í vik- unni. Voru nú allir forsætis- ráðherrar Norðurlandanna komnir til fundar Norður- landaráðs, nema Kampmann, forsætisráðherra Danmerkur, sem er á ferðalagi í Banda- ríkjunum, þegar þetta er skrif að. Það er milt og gott veður í Kaupmannahöfn í dag, á fyrsta fundardegi Norður- landaráðs. Fundurinn er hald- inn í gamla landsþingssalnum í Christiansborg þar sem á- kvörðunin um stofnun Norður landaráðs var tekin árið 1953. Ég leit þarna við í dag og hlust aði á umræðurnar um skeið. Fagerholm var í forsæti er ég Björgvin Guðmundsson gekk í blaðamannastúkuna eia hann er varaforseti. Hinsveg-. ar var Erik Eriksen fyrrver- andi forsætisráðherra kjörinn aðalfoseti þingsins og hélt hann setningarræðuna í morg un. Sagði hann, að Norður- landaráðið stæði nú á tíma- ■mótum og margt benti til þess, að norræn samvinna mundi fara ört vaxandi á næst unni. Krag, utanríkisráðherra Dana, var að tala, er ég korra og ræddi einkum um banda- lög 6- og 7-veldanna. Hanii sagði, að reynt hefði verið unci anfarið að koma á samstarfi með efnahagssbandalögum þessum en því miður hefðtl þær tilraunir ekki borið mik- inn árangur. En nýlega ræddn’ þeir Macmillan og de Gaulle saman um þessi mál, hélt Krag áfram og ef til vill munu þær viðræður opna leiðina fyu ir samstarfi. Krag ræddi mögn leikana fyrir því að Finnar gerðust aðilar að fríverzlun- arsvæði 7-ríkjanna. Kvað hann góðar horfur á því en þó yrði að veita Finnum ýmsar undanþágur vegna sérstakra ástæðna þeirra, Hefði t. d. Framhald á 12. síðu. Hannes á h o r n i n u ★ Bréf um skemmtana- lífið. ★ Enn um Hjartaklúbb inn. ★ Sjómaður skrifar um dagnótaveiðarnar. SIGRÚN sendir mér þessar línur af gefnu tilefni: ,,Þakka þér, Hannes minn, fyrir það, sem þú sagðir í pistli þínum um skemmtanir unga fólksins. Of sjaldan er minnt á þá hlið skemmtanalifsins, sem er góð, en of mikið básúnuð sú, sem markast af drykkjuskap og ó- reglu. Ég get fullvissað þig um, að það er alveg rangt að meiri- hluti ungs fólks geti ekki skemmt sér án áfengisnautnar. Mikill meirihluti þess skemmtir sér án hennar. Ég get líka sagt þér það, að það er miklu meira að hafa upp úr áfengislausum skcmmtunum en liinum. Afeng islausar skemmtanir skilja ekki cftir sárindi, kvíða og leiðindi, heldur aðeins gleði. Og er það ekki einmitt þessi gleði, sem við erum öll að leita að? ÉG ÞAKKA þér líka fyrir það, að hafa minnst á Hjartaklúbb- inn. Ég hef verið hjá honum og skemmt mér alveg prýðilega. — Það er líka til félagsskapur, sem heitir Unghjónaklúbburinn og mér er sagt, að þar sé sami hátt ur á og í ‘Hjartaklúbbnum. Þar sjáist aldrei vín á manni, enda slikum ekki leyfður aðgangur. Ég held að augu ungs fólks séu að opnast fyrir því hve mikill skaðvaldur áfengið er alltaf, að það geti ekki veitt gleði heldur aðeins sárindi og kvíða. Það er gott að blaðamenn skrifi meira um þetta, en minna um vandræð in, sem það unga fólk er í, sem hefur alltaf áfengið með í för- inni“. ÉG ÞAKKA þetta bréf. Það er sjálfsagt að minnast á hvort tveggja. En það er rétt, að al- rangt er að básúna út hinail dökku hliðar á líferni okkar. eia þegja um þær björtu. Í SJÓMAÐUK skrifar: „Rán- veiðarnar aukast. Þegar menra fyrra laugardag heyrðu í tal- stöðvum síldarbátanna, að þeiis væru farnir að kasta á ýsu- hnoppana hérna í flóanum á 20) —25 faðma dýpi, urðu menn undrandi og spurðu. Eru ekk| alþjóðleg fyrirmæli um möskva- staérð fiskineta á veiðarfærum, sem dregin eru eftir hafsbotni?, Jú, þau munu vera til og ís- land er aðili þar eins og fleir| fiskveiðiþjóðir | ENN MEIRA HISSA urðtj menn þegar laaTdhel^sgæzlani vísaði þessu máli frá sér, er kærtí var til hennar. Menn héldu Framhald á 12. síðu. senaaidaiianiiEraEKsiRaBaiH m l KLÚBEURIHH ■ ■ Opið í hádeginu. — ■ H Skandinaviskt kalt borð I — einnig valið um 50 j 5 heita og kalda sérrétti. j ■ I S KLÚBBURiNN S 0 ■ a Lækjarteig 2 - Sími 35355! : 9 HIUHIBUmBUIUH 2 26. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.