Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 4
Tilkynning Benedikf Gröndal skrifar frá félagsmálaráðuneytinu. Að marggefnu tilefni tilkynnist hér með, að heimild til endurgreiðslu úr sparimerkja- bókum er bundin við giftingu eða að menn háfi náð 26 ára aldri. 'CJndanþágur þær sem skattayfirvöldum er heimilt að veita skulu aðeins veittar frá þeím degi að um undanþáguna er beðið. Undanþágan felur aldrei í sér heimild til endurgreiðslu þess fjár, en áður hefur ver- ið aflað og skylt var að leggja inn. Félagsmálaróðuneytið, 25. febrúar 1961. Iðja, félag verksmiðjufólks. UM HELGINA Framboðsfreslur. Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaraf- svæðagreiðslu um kjör stjórnar, varastjórn- endurskoðenda og varaendurskoðenda fyr- 3r árið 1961. Framboðsfrestur er ókveðinn til kl. 6 e. h. miðvikudaginn 1. marz þ. á., og ber að skila uppástungum i skrifstofu félagsins fyrir þann tíma. Hverri uppástungu skulu fylgja skrifleg meðmæ'li 100 fullgildra félags- manna. Reykjavík, 26. febrúar 1961. Iðja, félag verksmiðjufólks, Reykjavík. EF veitt væru bókmennta- verðlaun á alþingi fyrir list- rænustu nefndarálit, sem þing menn skila, er vafalítið, að Skúli Guðmundsson mundi hreppa þau á þessum vetri. Hann getur tekið fiármála- leg atriði eins og innistæðu- bindingu innlánastofnana í seðlabankafrumvarpi og skrif að um það reyfara um sauð- fé á útnes.ium á kjarngóðu máli, kryddaðan vísupört- um. Ekki beitir Skúli sköpun- argáfu sinni, sem er mikil guðsgjöf, til þess eins að auðga bókmenntir þjóðarinn- ar. Tilgangur hans í áður- nefndu áliti um Seðlabank- ann er að nota eina kind vest ur á Rauðasandi til að um- turna fyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar um Seðlabanka íslands. í þessu frumvarpi eru á- kvæði þess efnis, að innlána- stofnanir, það er bankar, sparisjóðir og innlánsdeildir samvinnufélaga, skuli skyld- ar til að láta vissar upphæð- ir standa inni hjá Seðlabank- anum. Slík ákvæði eru í öll- um löndum heims, sem til þekkist, og hafa verið hér í lögum um árabil. Nú er þetta ákvæði heldur takmarkað, en látið ná til innlánsdeildanna, sem ekki var fyrr en í fyrra. ★ FÉ DREGIÐ FRÁ DREIFBÝLI? í rauninni eru Framsókn- armenn sammála aðálatrið- um frumvarpsins, og komm- únistar einnig. Þeir vilja sjálfstæðan og öflugan seðla- banka í fjárhagskerfi okkar. DIESELVÉLAR Loftkældar — Öruggar -- Ódýrar í fiskibáta, bjargbáta og lystibáta til raflýsingar. Við vatnsdaelur og loftþjöppur. Nokkrar vélar fyrirliggjandi Einkaumboðsmenn: Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. :— Sími 11467. Andstaða Skúla snýst um áð- urnefnt smáatriði eitt, og byggist fyrst og fremst á því, að verið sé að draga sparifé dreifbýlisins inn i banka í Rsykjavík. í þessu sambandi nefnir Skúli dæmi af þrem smá- stöðum í afskekktum lands- hlutum, og kemst að þeirri niðurstöðu, að 20 bændur á Rauðasandi verði að Benda eitt ærverð suður í Seðla- banka íslands til að tryggja jafnvægi í peningamálum þjóðarinnar! Miklir níðingar mega ráða- menn þjóðarinnar vera að fyrirskipa Seðlabankanum að heimta miskunnarlaust þetta ærverð frá Rauðasandi og setja það á bundinn reikn- ing í Reykjavík ! En hér hefur Skúli tekið sér skáldaleyfi til að hag- ræða myndinni örlítið í nefndaráliti sínu. Hann slepp ir gersamlega að nefna það lítilræði, sem Seðlabankinn lánar út um allt land, þar á meðal til Rauðasands. Hann lætur þess alls ekki getið, að Seðlaþankinn jþeikkir vel sauðkindurnar vestra, og raunar um allt land. Sannleikurinn er sá, að Seðlabankinn endurkaupir á hverju ári afurðavíxla í stór- um stíl. Löngu fyrir sauðburð byrjar bankinn að lána út á blessuð lömbin, 50—60% af því verði, sem áætlað er að þau leggi sig fyrir í slátrun næsta haust. Þessi lán fara hæst upp undir 300 milljónir króna á hverju ári, svo að mannvonzkan er ekki á hærra stigi en svo, að bankinn sendir út um landið um 350 þúsund ærverð! Það er ekki sízt til að gera Seðlabankanum kleift að veita slík lán, sem honum er tryggt lítið brot af sparifé innlánsstofnana í Reykjavík og um allt land, auk þess sem slík inneign eykur öryggi viðkomandi stofnana. ★ SAMA RÉTT, SÖMU SKYLDUR Hitt atriðið í andstöðu Skúla varðar innlánsdeildir samvinnufélaga, og vill hann ekki, að bindingarákvæði nái til þeirra eins og allra sparisjóða og banka. Eg tók í fyrra afstöðu gegn stjómar- flokkunum í atriðum varð- andi samvinnúfélögin, en í þessu atviki tel ég rétt og í lengd farsælast fyrir þau að sitja við sama borð og aðrir. Hættulegasti áróðurinn gegn Isamvinnuh.reyfingunni varð- ar þau sérákvæði, er um hana gilda. í tíð vinstri stjórnar- innar sýndu Framsóknar- menn einmitt skilning á þessu með því að setja tekju- skattsprósentu hina sömu á samvinnufélög og aðra aðila. Gylfi Þ. Gíslason ræddi þetta mál ítarlega á þmgi á fimmtudag. Hann kvaðst skilja sérstöðu innlánsdeilda samvinnufélaganna, en benti á þá staðreynd, að þær njóta sömu réttinda og sparisjóðir, þar sem innlánsfé þeirra eí skattfrjálst. Meðan innláns- deildirnar njóta sömu fríð- inda og sparisjóðir, sagði hann, verða þær að taka á sig sömu kvðir og skyldur. Gylfi gekk svo langt að gera Framsóknarmönnum það til- boð, að vildu þeir falla frá þessum réttindum innláns- deildanna, mundi hann beita sér fyrir að skyldunum yrði af þeim létt. Munurinn er 'hér jsá, að leggi maður fé í hlutafélag, er það fé ekki skattfrjálst, en leggi hann það í innlánsdeild samvinnufélags, nýtur það skattfrelsis. Deilurnar um seðlabanka- frumvarpið hafa fyrst og fremst snúizt um þessi atriði, og sýnir það óneitanlega, að í rauninni er samkomulag um aðalatr’iði' málsis, skipani sjálfstæðs seðlabanka, sem er óháður Landbankanum, er nú Verður eingöngu viðskipta- banki Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir fjölgun ráða- manna við bankann, þar sem hann fær nú sjálfstætt 5 manna bankaráð. Það er rétt að þarna verður dálítil fjölg un á sama tíma, sem stjórnin er á öðrum sviðum að fækka starfsliði hins opinbera. Það er ekkert leyndarmál, að í stjórnarherbúðum voru skipt ar skoðanir um þetta atriði. Vildu margir sleppa banka- ráði Seðlbankans í sparnaðar- skyni og láta ríkisstjórnina gegna störfum þess, þar sem bankinn hlýtur ávallt að fylgja efnahagsstefnu hverr- ar stjórnar. Ástæðan til þess, að endan- lega var ákveðið að setja bankaráð í frumvarpið, var þessi: Ef slíkt ráð hefði ekki verið, hefði stjórnrandstaðan með nokkrum rétti getað sagt, að verið væri að úti- loka hana frá bankanum með öllu. Þá hefði mátt búast við, að andstöðuflokkarnir notuðu fyrsta tækifæri til að knýja fram nýjar breytingar á bankalöggjöfinni og stöðugur hringlandi með hana hefði haldið áfram. Með því að hafa bankaráð er andstöðunni tryggð aðstaða til að fylgjast með í Seðlabankanum og því stefnt að friði um skipan bankanna, sem nauðsynlegt er að fá. 26. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.