Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 5
Kynnið ykkur reglurnar! TÖLUVERÐ brögð eru að því að húsbyggjendur, sem fekki leggja inn umsóknir um lán frá húsnæðismálastjórn fyrr en byggingar þeirra eru nokkuð á ve«- komnar, eða orðnar fokhcldar, hafa ekki gætt þess í upphafi að byggja íbúðir sínar innan þeirra stæröarmarka, er sett hafa verið { reglum um úthlutun lána frá húsnæðismálastjórn. Reglur þessai' voru settar naeð reglugerð nr. 160/1957, breytt með reglum nr. 73/ 1960 og gilda um allar íbúð- Sr, sem byrjað var á eftir 1. jún'í 1958. Þar sem enn virðist nokk- uð skorta á að húsbyggjendur kynni sér þessar reglur, er j öllum. er hér eftir ætla sér J að hefja byggingu íbúðar og5 sækja um lán frá húsnæðis- málastjórn, bent á að kynna sér vandlega þessar reglur, en þær fást sérprentaðar á skrilfstiofu Húsnæðismáiaístofn unar ríkisins, Laugavegi 24, auk þess sem þær liggja frammi hj'á öllum bygginga- nefndum í kaupstöðum og kauptúnum og fylgja um- sóknaeyðublöðum þeim, er stofnunin lætur lánsumsækj- endum í té. lalar um Kongo á FUJ-fundi Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík held- ur fund í Alþýðuhúsinu vrð Hverfisgötu nk. þriðju dagskvöld kl. 9, Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kongó og heimsmál- in. Frummælandi er: Ilelgi Sæmundsson rit- í stjóri. 1 3. Önnur mál. Félagar eru hvattir trl ad fjölmenna stundvís- Iega. Geim farar EINHVER þessara þriggja manna mun verða fyrsti bandaríski geim- farinn. Nöfn þeirra voru birt fyrrr fáeinum dögum. Þeir voru valdir úr hópi væntanlegra geimfara, sem verið hafa í þjálfun undanfarna mánuði. Eins og fram hefur komrð í fréttum Alþýðublaðsins, er ein kona í hópnum. — Nöfn þremenninganna (frá vinstri); Alan B. Shepard John H. Glenn Virgil E. Grisson iMWWWWWtWWWVVWW FUJ-fundur í Keflavík FÉLAGSFUNDUR verður hjá FUJ í Keflavík næstkom andi þriðjudagskvöld (28. febr). kl. 8,30 í veitingahús- inu Vík. Ekkert G. Þorsteins son alþm. er frummælandi og ræðir kjaramálin„ Félagar eru hvattij. til að fjölmenna. Kvenfélag Al- þýðuflokksins í Reykjavík VEGNA forfalla geta tvær konur komizt að á Ieðurvinnu námskeiði félagsins, er hefst næstklomandi þriðjudags- kvöld. Upplýsingar á morgun í flokksskrifstofunni, símar 15020 og 16724. Þá minnir félagið á fyrir- hugaða heinrsókn í iðnfyrir- tæki næstkomandi þriðjudag kl, 2 c. h. Trésmiðir í Reykjavík. Þjóðviljinn sýnir í gær, 25. þ. m. mér undirrituðum þá virðingu að tileinka mér rammagrein á öftustu síðu, með yfirskriftinni „Trésmiðið hlæja.“ í tilefni af klausu þsssári og öðru því, sem til- einkað er trésmiðum í nefndu blaði, vil ég gera eftirfarandi athugasemdir: Á síðasta félagsfundi í T. R., sem að er vikið í Þjóðviljanum gerði ég skýra grein fyrir þeim rökum, sem leiddu til þess, að B-listinn við stjórnar kjör félagsins í ár, er borinn fram á breiðari grundvelli en áður, og um mína persónu- legu afstöðu gat ég þess, að hún byggðist fyrst og fremst á andstöðu minni við tvö stór mál sem núverandi félags- stjórn hefur tekið upp á sína arma samkvæmt fyrirmælum húsbænda sinna í Alþýðu- sambandsstjórn og svonefndu Alþýðub andalag i. Þessi mál eru: í fyrsta lagi skipulags- breytingin sem rædd hefur ver ið á síðustu Alþýðusambands, þingum og kynnt var, og haf- inn sérstakur áróður fyrir í allmörgum sambandsfélögum á síðasta hausti. Trésmiðir hafa átt þess kost að kvnna sér þessar tillögur og þurfa ekki annarra vitna við en sinn ar eigin dómgreindar og félags hyggjo- um höfuðtilgang þeirra og markmið, sem sé það að leggja niður stéttarfélögin í núverandi mynd og hræra saman í fjölmennar sundur- leitar fylkingar hinum ýrmsu starfsstéttum, en slíkt hlvti fyr ir okkur iðnaðarmenn að vera vægast sagt mjög vai'huga verð ráðstöfun og yrði skrefið til fullgildingar þessum til- lögum eitt sinn stigið áfram yrði það trauðla gengið til baka aftur. Við B-listamen leggjum til að þessar tillögur verði ræki- lega endurskocVóar bg ;þeim algjörlega hafnað í núverandi mynd. í öðru lagi lýsti ég andstöðu minni við þær kröfur sem nú- ver'andi félagsstjórn hefur gert í kjaramálum stéttarinn- ar samkvæmt fyrirmælum Hannibals Valdimarssonar og Co. Eins og trésmiðir vita, miðai þessar kröfur til lækkun ar á vikukaupi okkar í krónu tölu miðað við þá hefð, sem skapast hefur í kjaramálum stéttarinnar á síðustu ái’um. Það sk'al viðurkennt, að í nýju kröfunum er stefnt að hærra tímakaupi og stytturr* vimxutíma, en staðreyndirnar í sambandi við kjaramál okk- ar hljóta aS vera þær, að við verðum að kaupa nauðsynjar okkar fyrir þá upphæð, sem er í xxmslaginu okkar við enda vinnuvikunnar. Eg hef áður unnið í stjórn TR með komm- únistum og hlotið af því reynslu, sem leiðir til þess, að sú samvinna verður ekki end- urtekin, og/ hefði raunár ald- rei verið tirhennar stofnað, ef ekki hefði verið á þeim tíma, þegar kommúnistar í T. R. töldu sig ekki hafa styrkleika til að oninbera innræti sitt, en svaipuðu um sig blæju lýð ræðis og stéttvísra sjónar- miða. En nú telja þeir sinn dag vera að renna upp, nú þurfi þeir ekki að fela sig lengur. Það kom fram á síð- asta félagsfundi, að jafnvel Jón Snorri telur nú á miðjum Framh. á 14. síðu. Tvær sýningar Sýning Elíasar B. Halldórssonar. Fyrir nokkru er lokið sýn- ingu á verkum Elíasar B. Halldórssonar í Bogasalnum.. A sýningunni voru einugis teikningar, sumar hverjar gerðar af okkurri listrænni tilfinningu. í öðrum verkura virðist mér um of lögð áherzla á útflúr og nosturleg smá- atriði. í nokkrum myndannát í flokknum „Hugleiðingar uxm kv.æði Steins Steinars Tímann og vatnið“ bregður fyrir. skemmtilegum brögðum í myndbyggingu og þau bei’a vott um listræna hugkvæmni og í heild má segja að verkia séu unnin af sairxvizkusemi og ögun. Sýning Ottós Gunnlaugssonar. Þessa dagana stendur yfi? sýning á 40 vatnslitamvnd- um eftir Ottó Gunnlaugsson." Verk þessi bera öll sama blæj byrjanda í myndlist eða skólaverks. Kemur þetta, bæði fram í myndbygging- unni, en þó öllu freinur í lita- vali málarans. Aðsókn að sýningunni hef ur verið ágæt og rúmur helna ingur myndanna hafa selst. G. K Alþýðublaðlfj, — 26. febr. 1961 s tf, '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.