Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 7
P|P§
MÁL portúgalska skipsins
..Santa Maríu‘‘ beindi athygli
heimsins meíra en ella hefði
orðið að hinum nýkjörna for-
seta Brazilíu, Janios Quadr-
os, sem einmitt tók við emb-
ætti rétt í þann mund sem
málið skeði, enda hefur það
líklega verið skipulagt með
tilliti til forsetaskiptanna.
„Galvao er vinur minn,“
var haft eftir hinum verðandi
forseta rétt áður en hann tók
við embætti.
Áður var Quadros þekktur
sem „maðurinn með sópinn“,
en það auknefni gaf hann
sjálfum sér 1953, þegar hann
átti í sigursælli kosninga-
baráttu um borgarstjóraemb-
ættið í Sao Paulo.
Janios Quadros var kjör-
inn forseti Brazilíu £ október
sl. Janios er kominn úr yfir-
stétt Brazilíu, en er „vinur
fátæklinganna“ eins og hann
segir. Hann er 44 ára læknis-
sonur en iögfræðingur að
menntun og nam auk þess
tungumál. Að loknu háskóla-
námi gerðist hann mennta-
skólakennari. Hann hefur og
ort ljóð og er þekktur sem
ljóðskáld og rithöfundur í
heimalandi sínu. Einn vina
hans gaf eitt sinn þá lýsingu
á honum, að hann væri sam-
bland af Jesú, Lineoln, Lenin
og Chaplin. Þetta sýnir, að
Quadros getur spilað á marga
strengi og mun það hafa
komið honum vel í kosninga
baráttunni. Quadros bauð sig
fram án þess að nokkur
flokkur styddi hann og not-
aði sópinn sem tákn sitt í
kosningabaráttunni. Nóg var
af spádómum um úrslitin,
flokkslaus maður getur aldr-
ei unnið, og stjórnarand-
stæðingur ekki heldur. En
þrátt fyrir alla spádóma sigr-
aði Quadros með miklum
meirihluta atkvæða, fékk
4,2 millj. &n andstæðingur
hans ekki nema 2,7 milljónir
atkvæða.
'Verðbólgan hefur stórauk-
izt í landinu í stjómartíð síð-
asta forseta, Kubitzjek. Á fjór
um árum hefur seðlaveltan
vaxið frá 70 milljörðum cru-
zeiros upp í 160 milljarða,
sem er gífurleg aukning. Á
sama tíma hefur útflutning-
urinn minnkað en fram-
færslukostnaður hækkað. Á
síðastliðnu ári einu hækkaði
framfærslukostnaðurinn um
52 %. Síðasti forsetiKubitzjek,
hefur his vegar gptað bent á
hína nýju höfuðborg, sem ber
sama nafn og landið sjálft,
Brazilía, og hefur að undan-
förnu verið í byggingu inn í
landinu. Hún hefur kostáð ó-
hemju fé og er það ein orsök
þess að seðlaprentsmiðja ^
landsins hefur starfað óspart
að undanförnu. Stjórn lands-
ins flutti þangað 1. jan. 1961.
Þar búa nú um 70 þús. manns.
Þrátt fyrir gífurlegan til-
kostnað hefur t. d. ekki tekizt
að Ijúka við hinar löngu og
stóru akbrautir, sem tengja
áttu borgina við aðra helztu
staði landsins. Þetta eru held-
ur engir smáspottar, leiðir til
austurstrandar er t. d. um
3500 km. og til norðurs um
5000 km. Hin nýja höfuðborg
kemur til með að vera dýr í
rekstri, því þar er enginn.
iðnaður eða hráefnafram-
leiðsla og frumskógurinn allt
um kring.
Hvern einasta sementspoka
og nagla hefur t. d. orðið að
ffytja mörg þúsund km. leið
með flugvélum. Þetta mun
vera ævintýralegasta bygging
höfuðborgar sem um getur r
veraldarsöguimi. f kjölfar
hinna miklu fjárútláta ríkis-
ins hefur siglt nokkur spill-
ing meðal þeirra sem um
framkvæmdirnar hafa séð.
Janios Quadros notaði. sér
óspart þetta ástand til að
gagnrýna fyrrverandi for-
seta. Hann hét því að stöðva
verðbólguna og ráðast á spill
inguna, sem þróast hefur í
Framhald á 13. síSu.
JANOS QU.4DROS
DOMSTOLL í New York
hefur úrskúrðað, að ameríski
nazistinn George L. Rock-
well skyídi hafa - leyfi frá
New Yorkborg til að halda
opinbera ræðu þar í borg.
Komst rétturinn að þeirri
niðurstöðu, að réttindi þau
til málfrelsis, sem honum
væru tryggð í stjórnarskrá
Bandarikjanna, hefðu verið
skert, er honum hafði verið
neitað um leyfi vegna ,,fyrir-
hugaðra æsinga til ofbeldis“.
I dómnum sagði ennfremur,
að slík ræða væri ekki hegn-
ingarvefð fyrr en eftir verkn
aðinn, vegna þess, sem hefði
verið sagt — ef dómstólar
teldu hana vera andstæðá
lögum. IVagner borgarstjóri
hefur tilkynnt, að hann muni
láta lögfræðideild borgarinn-
ar áfrýja til æðsta réttar rík
isins, Félagssk'apurinn til
verndar borgaralegum rétt-
indum Iét Rockwell í té lög-
fræðilega aðstoð og kveðst
munu halda áfram að berj-
ast fyrir hann allt upp í
hæstarétt Bandaríkjanna, ef
þörf krefji. Heldur félagið
því fram, að ,,viðurstyggileg
ar“ hugmyndir Rockwells
komi ekki þessu máli við.
Rockwell þessi hafði beðið
um leyfi t»l að halda ræðu
í Union Square garðinum 6.
leyfið á þeim forsendum, að
irmaður almenningsgarða í
New York, hafði> neitað um
Ieyfið á þessi forsendu, að
af slíkri ræðu stafaði aug-
Ijós hætta á óeirðum. Dóm-
ur var áður genginn í málinu
í hæstarétti ríkisins, þar ?em
dómarinn, Henry Epstein,
hafði talið, að rétturinn til
máífrelsis skyldi ekki ákall-
aður af mönnum, sem ,,ját-
uðu sjáifir, að þeir hvettu til
ofbeldis*1.,
Rétturinn, sem nú sneri
við niðursíöðu Epsteins,
taldi. einnig, að- Morris hefði
ekki farið eftir sínum eigin
reglum, er hann bauð Rock-
well ekkí annan stað eða
tíma til að halda ræðu sína
á. Niðurstaða dómaranna v’ar
4 á móti einum, í því, að sag-
an sanni, að barðstjórn og
einræði hafi oft fylgt í kjöl-
far þess að frjáls ræðuhöld
voru bönnuð.
Sú hætta, sem menn taka
á sig með því að íeyfa frjáls-
ar umræður, er ,,það verð,
sem greitt er fyrir frelsið“,
Framhald á 13. síðu.
Alþýðublaðið — 26. fébr. 1961