Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 12
men kan - da rodíi KMDiNAlEMK HATTER, I ár 1245 tielte paven for förste qanq ut röde hatter til kirkens kardinaler Sorn teqn pá vertiiqhet Fargen skulle kanskje minne dem om marturpliktcn, Middelalderen ~W.cq ses ikke igjen för pá kardinalens Jvar kongenes farge - ogsá hakjenne- kjste. Ti| daglig basrer hanenröd.bi- ,‘^tegnet dem 5om pavedbmmets fgrster retto', rrjaken til pavens hvite, biskop ^Hatten blir báret bare den dagen pa- penes fiolette og prestenes svarte. ||ven overrekker den. 53 bhrdengjemt CNeste: Panamahatter) Þú verður að viðurkenna, að þessi sölumaður var stórkostlegur. HAXTAR KARDÍNÁLANNA: Árið 1245 lét páfinn kardínála kirkjunn- ar í fyísta sinn hafa rauða hatta, sm tákn um virðingarstöðu þeirra. Lit- urinn átti að minna þá á skyldur þeirra sem písla- vættir, en gætu einnig hafa átt að sýna að þeir væru furstar páfadómsins •— þar sem rautt var á mið- öldum, litur konunganna. Hatturinn er aðeins borinn daginn, sem páfinn afhend ir hann. Síðan er hann geymdur, og sést ekki fyrr en á kistu kardínálans. Dag lega ber hann (kardínálinn) rauða ,,biretto“, sem svar- ar þeirri hvítu, sem páfinn notar, hinni fjóiubláu bisk- upanna og þeirri svörtu, — sem prestarnir nota. — (Næst: Panamahattar). ★ Það var hringt til Elínar í síma. Maðurinn: Ég var að borga ljósmóðurinni síð- ustu afborgunina. Elín: Æ, hvað það v:ar gott, elskan, þá eigum við barnið ein. Litib inn á fund Norðurlandaráðs Framhald af 2. síðu. verið um það rætt, að tolla- lækkanir þeirra yrðu litlar næstu 5 árin en því meiri síð- ari 5 ár 10 ára tímabilsins, þannig að þeir hefðu lækkað tolla sína jafnmikiðogsjö-veld in 1970 þegar allar fyrirþugað ar tollalækkanir fríverzunar- ríkjanna eiga að hafa tekið gildi. Gunnar Lange viðskipta málaráðherra Svía talaði einn ig og ræddi ýmis vandamál fríverzlunarsvæðis 7-ríkjanna svo sem í sambandi við með- ferð landbúnaðarvaranna. — Síðan. talaði Finn Noe frá Nor- egi og flutti mjög kröftuga ræðu. Var það áberandi hvað hann náði góðum tökum á þingfulltrúum. Allir hlustuðu af athygli. Finn Noe sagði: — Geíum við horft aðgerðarlaus á kloína Evrópu? Höfum við reynt nóg til þess að sameina viðskiptabandalögin? Hann svaraði spurningunum sjálfur neitandi og kvað það lífsnauð syn fyrir Evrópu, að unnt yrði að korna á samstarfi. Meðan Finn Noe talaði leit ég yfir salinn og reyndi að þekkja fuHtrúana, Eini forsæt isráðherrann, er ég kom auga á var Einar Gerhardsen, for- sætisráðherra Norðmanna. — Fylgdist hann af miklum á- huga með umræðunum. Af ís- lenzku fulltrúunum kom ég fljótlega auga á Einar Olgeirs son, þar sem hann sat við hlið- ina á Bertil Ohlin frá Svíþjóð, Sigurður Ingimundarson og Magnús Jónsson. Framkvæmdastjórar Nor- rænu félaganna hittast venju- lega meðan Norðurlandaráð situr á rökstólum. Hitti ég þarna Magnús Gíslason fram- kvæmdastjóra Norræna félags' ins á íslandi og var hann þarna kominn til þess að ræða- við „kollega“ sína og fylgjast með umræðum. Það er mikið skrifað um „pylsuveizluna“ í dönsku blöo in. En almennt er þó talið að öll þessi skrif um veizlur Norð urlandaráðs séu mjög orðum aukin. Hannes á horninu. Framh. á 14. síðu sem sagt, að landhelgisgæzlan væri til eftirlitsjog lögreglustarfa á hafinu innan landhelginnar. Það er sem sagt einróma álit fiskimanna, að hér sé um ólög- legt athæfi að ræða, lagabrot, vítavert, og auk þess stórskað- legt. EN HVAÐ á annars almenn- | ingur í þessu landj að gera sér í hugarlund um vígorðið frá síðustu kosningum' „Friðun miða, framtíð lands“ þegar menn heyra um athæfi sem þetta? Og hvað halda menn, að Englendingar og aðrar þjóðir, sem við eigum i höggi við um landhelgismálin segja þær frétt- ir um svona athæfi? Þannig spyr •álmenningur. í sambandi við þetta mál vaknar einnig sú spurn ing, hvort ekkj sé nú nóg að- gert í hinu skefjalausa drápi ( ungviðis af smásíld í Eyjafirði og smá ufsaveiði í Keflavík og víðar. Allt er þetta uppvaxandi stofu, sem eftir fá ár yrði að hinnl dýrmætustu framleiðslu, en er nú látinn í ,,gúanó“ á yfir- fullan markað fyrir lítinn pen- MARGT FLEIRA mætti ræða í þessum málum, en verður ekki gert nú. Eitt langar mig þó að drepa á Finnur hinn norski, tel- ur að síldveiðar Rússa í hafinu milli íslands og Noregs, með rek netum, síldartrolli og ef til vill fleiri tækjum, hafi hinar verstu afleiðingar í för með sér fyrr síldveiðina hjá Norðmönnum. Nú í tvö eða þrjú updanfarin haust hafa 1 eða 2 ísl. togarar verið með síldartroll á miðun- um hér við lan'd. Árangur hefur víst orðið harla lítilfjörlegur, — miðað við tilkostnað og fyrir- höfn AFTUR á móti er það álit fiski manna sem veiða með reknetum og nótum að togarar þessir hafi tvístrað síldartorfunum og þar með spillt fyrir reknetjaveiðun- um, sem reyndar er ekki sjáan- legt annað en leggist niður með öllu, ef svo heldur áfram sem horfir. Og er það illa farið, því netin tóku aðeins stærstu síld- ina og verðmestu en hin smáa fór í gegnum möskvana i AÐ ENDINCU svo þetta til valdarnanna þjóðarinnar. Endur- skoðið allar ykkar fyrri afstöðnr í fiskveiðimálunum og látið ekki fara með ykkur út í neinn pró- ) sentureikning í þessu sambandi. j HEFUR ÞÚ GERST MEÐLIMUR? Látið samþykktir um friðun Faxaflóa og annarra grunnmiða, fyrir togveiðum og dragnót taka fullt gildj aftur. Minnist þess, að ef það er skaðlegt að Rússar, Englendingar og aðrar þjóðir veiði á grunnslóðum hér við land, með vörpunum og trollum, þá er það eins skaðlegt, þegar íslendingar gera það“. Hannes á horninu. Ferða- og skólaritvélar Verð kr. 3232,— Garðar Gíslason hf. ReykjaVÍk. 12 26- fe'br. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.