Alþýðublaðið - 09.08.1961, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.08.1961, Síða 7
FORSETASKIPTI í Banda- ríkjunum hafa alltaf í för með sér miklar breytingar á starfs- mannaliði hins opinbera. Það er alltaf hreinsað til, ef svo mætti að orði komast. Þegar Kennedy settist í Hvíta húsið urðu breytingarnar meiri en oft áður. Þá komu „egghausT arnir“ fram á sjónarsviðið í ráðuneytunum. „Egghaus" er bandarískt heiti á menntamanni, frjáls- lyndum og rökfróðum Hann er venjulega mjög mikill lýð- ræðissinni og andvígur íhald- semi. Kennedy setti marga egghausa í virðingar- og á- byrgðarstöður, og nokkra sctti hann við hlið sína sem persónu lega ráðgjafa, — og þeir áttu aðeins að vera ráðgjafar, — Averell Harriman sjálfur tekur hinn ungi forseti allar ákvarðanir. Egghausarnir áttu að koma með ráð og velta málunum fyrir sér frá hinum ýmsu sjónarhornum. Margir ráðamenn á Vestur- löndum eru óánægðir með hve lengi Kennedy er að taka á- kvarðanir. Hann spyr of marga egghausa, segja menn. Kennedy endurskipulagði einmitt ráðuneytin til þess að auka hraðann. Hann hafði mestu vantrú á aðferð Eisen- howers. Eisenhower skipaði fjölda ráðgefandi nefnda, sem Kennedy hefur nú leysc upp að mestu leyti. En samt hefur lítið breytzt. Það er erfitt að dæma hvers vegna' svo er. Sumir telja, að það stafi af hinni takmörkuðu reynslu egghausanná. Þarna eru saman komnir margir vel menntaðir og hágáfaðir menn, en þeir hafa fyrst og fvemst fræðilega þekkingu og margir þeirra hafa um lengri tíma Dean Acheson ekki haft afskipti af stjórnmál um. Aðrir segja, að með því að safna öllu valdi í sinar hendur hafi Kennedy seinkað öllum ákvörðunum — vanda- málin séu einfaldlega of mörg og of erfið viðfangs. Og enn telja aðrir, að Kennedy velti málunum betur fyrir sér en hann sjálfur reiknaði með. Allt getur þetta verið eðli- legt meðan verið er að koma öllu í gang. Ákvarðanirnar geta komið hraðar þegar bæði forsetinn og ráðgjafar hans hafa vanist stjórnarstörfunum. Annað mál er það, að margir Bandaríkjamenn telja, að þess- ir persónulegu ráðgjafar hafi meiri völd en hollt sé, og jafn- vel meiri en ráðherrarnlr. Einkennandi fyrir þessa Kennedy-menn í ráðuneytun- um er utanríkisráðherrann Dean Rusk, Macnamara land- varnaráðherra, Ribicoff heil- brigðismálaráðherra, Freeman, landbúnaðarráðherra og Bob Kennedy dómsmálaráðherra. En þeir eru samt ekki eigin- legir egghausar, — nema kann ski Rusk. Kennedy þekkti Rusk Chester Bowles ekkert er hann bauð honum stöðu utanríkisráðherra, en hann kannaðist við skoðanir hans og vissi, að hann mundi fara að skipunum forsetans. — Rusk er þægilegur maður og rólyndur, hann hefur sínar skoðanir, en hann er enginn Dulles. Egghausarnir eru langtum f jölmennari í annarri og þriðju röð í utanríkisráðuneytinu. — Fyrst skal frægan telja A^lai Stevenson, aðalfulltrúa Banda ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- Maxwell Taylor unum. Chester Bowles, aðstoð- arutanríkisráðherra er í þess- um hópi. Þrátt fyrir andmæli, er líklegt að hann verði ekki mikið lengur í því embætti. Þar er Dean Acheson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, sem er helzti ráðgjafi Kenned- ys í Berlinarmálinu, Averell Harriman, sérlegur sendimað- ur forsetans, varautanríkisráð- herran Kohler og fleiri. Bowles er týpiskur egghaus. Hann var ráðgjafi Kennedys í utanríkismálum í kosningabar- áttunni og hefur mjög frjáls- lyndar skoðanir, — hann for- dæmir Portúgal, vill nálgast Kommúnista-Kína og er linur í komúnistabaráttunni. Honum hefur gengið illa að vinna með starfsfólkj utanríkisráðuneytis ins enda hefur hann gætt þos= vel, að láta leka út andstöðu sína gegn ýmsum ákvörðun- um forsetans, einkum þó í sam bandi við Kúbu. Það eru 1200 starfsmenn for setans í Hvita húsinu, en að- eins nokkrir, sem talizt geta ráðgjafar hans. Sagnfræðingur inn Arthur Schlesinger og málafærslumaðurinn Ted Sor- ensen skrifuðu báðir ræður fyr ir Kennedy í kosningabarátt- unni og var um skeið talið, að þeir hefðu mikil áhrif á forset ann, en stendur varla lengur. Áhrifamestur er nú talinn stærðfræðiprófessorinn Bundy, sem er ráðgjafi Kennedvs í ör yggismálum. Hann er einskon- ar einkautanrikisráðherra fpr- setans og var til dæmis með honum á Vínarfundinum með Krústjov. Bundy er á aldur við Kennedy, en Sorensen er að- eins 32 ára. Elztur þssara einkaráðgjafa er Maxwell Taylor, hershöfð- inginn frá Berlín og Kóreu. — Hann er 59 ára að aldri. — Sennilegt er, að hann verð; fyrr eða síðar yfirmaður lnym- þjónustu Bandaríkjanna. Hann gekk á sínum tíma úr hernum í mótmælaskyni við þá stefnu Eisenhowers að byggja varnar- mátt landsins eingöngu á kjarn orkuvopnum. Skoðanir hans á hvernig skuli farið að í Berl- ínardeilunni hafa áreiðanlega eins mikil áhrif á forsetann og ráðleggingar landvarnaráðu- neytisins. Hinn 36 ára Kenneth O’ Donell er eiginlega einkarit- arj forsetans. Hann ákveður dagskrá forsetans og ákveður hvenær aðrir ráðgjafar geta fengið viðtal hjá honum. Á ferðalögum eru alltaf ein hverjir ráðgjafanna með Kenn edy. í Vínarborg var aðstoðar landvarnaráðherrann, Paul Nitze með honum, en hann hef ur frá dögum Trumans verið tíður gestur í Hvita húsinu. — Helzti ráðgjafinn í efnahags- málum er Walter Wolfgang Heller, sem einkum fæst við efnahagsmálin innanlands. — en jafnframt fjárhagsaðstoð við erlend ríki. Þessir ráðgjafar eru á mis- munandi aldri, en þeir eiga ým kennedy islegt sameiginlegt. Þeir cru lausir við fordóma, þeir eru alltaf reiðubúnir að fara nýjav og óvenjulegar leiðir. Þeir cru egghausar. Þeir eru ekki alltaí sammóla, og þeir eru ekki aliir flj'ótir að ákveða sig. En þeir hat'a gífurleg áhrif. Geim förin Ferð Titovs (allt ísl. tími), V Sunnudagur 6. ágúst.. K1 0500: Titov majór komi» fyrir í Vostok II. byrjað a» telja., 0600: Burðareldflauginni skotið á loft, geimferðin hefst. 07,40: Fyrsta tilkynning um geimferðina í Moskvuútvarp- inu. 0800: Titov hefur samfeanA við rannsóknarstöðvarnar,: cir fylgjast með ferð hans, cg seg- ir allt ganga samkvæmt áætl- un, 0930: Lcsin upp kveðja Tit- ovs til Krústjovs og miðstjóm- ar kommúnistaflokksins. 0940: Krústjov þakkar kVeðj urnar í Moskvuútvarpinu. 1002: Titov yfir Moskvn og þakkar Krústjov þakkir hans. 1055: Titov segist hafa snætfr þrjá rétti matar og sér líði vcl. 1530: Titov býður góða nótt og fer að sofa. Hann vaknaði sjö og hálfrk klukkustund síðar og fer aS undirbúa niðurförina., Á leiðinni hafði hann stcðugt samband við jörð. Hann virtist barnslega hrifinn, en minntist aldrei á útsýni, enda þótt ham* hefði útsýnisglugga. Hann kal> aði sjálfan sig örninn,. — Hcr* er örninn — ég er eins og ör». Ég hef það ágætt“, sagði hanm hvað eftir annað. Alþýðublaðið — 9. ágúst 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.