Alþýðublaðið - 01.11.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1961, Síða 2
JUtstjórar: Gisii J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rit- ■tjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — ' 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- búsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald I kr. 55.0C S mánuðl. í lausasöiu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvsemdastjóri Sverrir Kjartansson. Hvor hafði rétt fyrir sér um Stalín ? • í MARZMÁNUÐI 1953 stóðu þessi orð í ritstjórn argrein í Alþýðublaðinu: „Kommúnistar um allan heim tilbiðja Stalin sem páfa sinn og munu dá hann og lofsyngja í löngum og fjálegum eftirmælum. Andstæðingar kommúnismans hafa hins vegar litið á Stalín sem aumasta andstæðing lýðræðis og ifrelsis. Þessar skoðanir breytast ekki, þó að hinn umdeildi stjórn málamaður og einræðisherra sé allur. Deilurnar um hann munu halda áfram langa hríð eins og væri hann lífs. Hitt liggur í augum uppi, að mað ur sem brýzt úr fátækt og umkomuleysi upp á valdatind slíkan sem þann, er Stalín stóð á, hlýt ur að liafa mikla persónulega verðleika til að bera. Hann háði vissulega baráttu sína af þrótti og liörku, en vopnin, sem hann beitti, og málstaður ínn, sem hann bar fyrir brjósti, varpa dimmum skugga á feril hans eins og flestra eða allra ein ræðisherra“. Þessi orð voru ekki skrifuð af neinum þeirra rit stjóra Alþýðublaðsins, sem kunnastir eru af harðri og miskunnarlausri andstöðu við kommúnismann. Þegar þau voru rituð, var Hannibal Valdimarsson ritstjóri blaðsins. Athyglisvert er að bera saman þessi eftirmæli og hið taumlausa lof, sem hirtist í Þjóðviljanum eft iir forustumenii kommúnista og Alþýðublaðið rifjar upp á öðrum stað í blaðinu í dag. Nú hafa forustumenn Sovétríkjanna, 22. þing kommúnistaflokks þess lands og sjálfir verka menn Leningradborgar, ef trúa má fregnum, kveðið upp sinn dóm um Stalin. Þeir upplýsa, að hann hafi verið miskunnarlaus glæpamaður og harðstjóri. Þcir dæma ómerkar fyrri skoðanir Ikommúnista og samþykkja það, sem Alþýðublað íð hélt fram 1953, eins og blaðið hefur gcrt bæði fyrr og síðar. Islenzk alþýða mun taka eftir þessu, ekki sízt það fólk, sein hefur látið hafa sig til að fylgja ! kommúnistum og veita þeim stuðning til valda á Islandi. Hefur þessum mönnum, Einari Olgeirs syni, Kristni E. Andréssyni, Jóhannesi úr Kötl- uim og þeim öllum, ekki skjátlazt um fleira varð andi Sovétríkin? Ætli hið kommúnistíska þjóð skipulag, sem gat látið harðstjórn og glæpi Stal íns viðgangast, sé slíkt sæluríki sem þeir vilja vera láta? Skyldi þetta þjóðskipulag vera æskileg framtíðarskipan fyrir íslendinga og aðrar frjáls ar þjóðir, eins og kommúnistar halda fram? Krústjov tókst að sprengja Alþýðubandalagið í stórmáli á Alþingi. Skyldi ekki draugur Stalíns sýna alþýðunni fram á, að kommúnistar muni verða til lítillar farsældar í landi okkar? iWWMMWWVWWWWWMWWVMWVmW 4WVWiWWVWVWWWlW'H\WtiHWW'( ÞETTA LÆ TZKUSKOLANUM KURTEISI ÞAÐ er alltaf nógur tími t 1 að sýna kurteisi, þó að lífið sé stutt. Kurte si á ekki að vera kápa, sem vð klæðum okkur í, þegar v ð förum út. Kur- teisi er það að vera óeigin- gjarn og taka t llit til ann- arra og meta það meir en það, sem okkur f nnst þægi- legt og hentugast. Þess vegna eiga allir að vera vingjarn- legir, þæg legir og glaðlegir í viðmóti og sem hjálpíúsast- ir v ð aðra. Á ALMANNAFÆRI: KARLMAÐUR gengur á- vallt götumegin — nema, ef hann er með tveim konum, þá gengur hann á mill'. Kon- an heilsar ávallt fyrst, ef hún mætir karlmanni á almanna- fær', því að það er hún, sem ræður, hvorf hún vill þekkja hann eða ekk'. Ef maður und ir áhrifum áfeng s býður ykkur upp í dans getið þið h'klaust neitað honum án þess að vera álitnar ókurteis- ar. Ef þið farið út með herra og svo kemur maður utan úr sal og býður ykkur upp, get- ð þið hiklaust neitað, — þ. e., cf hann liefur ekki beð ið um leyfi herra ykkar, — ef þið neitið ekk; undir þess- um kringumstæðum, sýnið þ ð herra ykkar ókurteisi. Ef herrann hefur ekki fyr- ir því að bjóða ykkur kurteis lega upp í dans, get ð þið híklaust neitað án þess að vera álitnar ókurteisar. í le khúsum og kvikmynda húsum er nauðsynlegt að vera stundvís. Ef þið eruð með karlmanni þá réttir hann manninum eða stúlkunnt. sem vísar til sætis, aðgöngu- miðann en gengur sjálfur á eft r ykkur. Hins vegar, ef enginn er tij að vísa til sæt- is, þá gengur herrann á und- an, einnig ,nn í sætaröðina en situr alltaf næst gangvegin- um, Þið snúið ykkur að þe m, sem standa upp fyrir ykkur í kvikmyndahúsi eða leik- húsi, þegar vísað er til sætis. (í Ameríku er bak'nu snúið að). Aldrei skal hafa liandtösku uppi á borðum á veitingahús- um heldur i sæti eða halda á veskinu í kjöltunni. KYNNINGAR KARLMAÐURINN stendur alltaf upp, þegar hann er kynntur karli eða konu, — en konur standa upp fyrir gömlum mönnum og konum, sem eru eldr; en þær sjálfar en aldrei fyrir jafnöldrum sínum eða yngri konum, nema ef fólk heilsast með handaband;, því þá er óhjá- kvæmilegt annað en standa upp. Ef kona er með hanzka, þarf hún ekki að taka þá af sér, þegar hún heilsar með liandabandi, — cn karlmað- ur'nn á að gera það, annars sýnir hann mikla ókurteisi. (Þetta lærðum v'ð m. a. í Tízkuskólanum í dag). IWMHMWMMMMMMMHHMMMMMMMMW HANNES Á HORNINU ■fe Á að afnema tollering arnar í Menntaskól- anum? Gamall og gróinn siður. ’fe Bréf frá verkamanni um læknamálið. ÉG IIEF FENGIÐ BRÉF um tolleringarnar í Menntaskólan- um. Bréfritarinn leggur t'I að þeim verði hætt, að þær verði ,,bannaðar eins og hnefaleik- ar“, seg'r hann. Ilann segist vita að hér sé um eldgamlan sið að ræða og að þessi s'ður sé bæði ljótur og skaðlegur, því að það hafi kom'ð fyrir að nem andi hafi beð'ð varanlegt tjón af völdum þessara óláta. Ég er yfirlc tt andvígur því að af nema gamla og grána siði. Þe r kunna að sýnast afkáraleg'r, en það fylg'r þeim saga. Þess vegna vil ég Iáta unglingana í Mennta skólanum alveg sjálfráða í þessu efni. VERKAMAÐUR skrLfar mér bréf um læknamálið svokallaða. Hann segir að Alþýðublaðið bafl verið á móti læknum. Al- þýðublaðið er alls ekki á móti læknum, en það leggur meiri áherzlu á að snúast til varnar þegar vegið er að sjúkratrygg- ingunum heldur en að taka upp málstað lækna, sem fara fram á allt að.hundrað prósent kaup hækkanir. Það er mergurinn máisins. Hér á eftir fer bréfið: VERKAMAÐUR skrifar eftir farandi: „Ég vona að þú sting ir ekki þessarrl kveðju minni undir stól, þó að við séum ekki að öllu leyti sammála, en þú getur auðvitað gert þínar athuga semdir við kveðjuna. Ég hef keypt Alþýðublaðið í mörg ár og líkað margt vel, sem það hefur haft fram að færa. en nú le ðist mér þetta stöðuga nart í læknana, ekkert dagblaðanna er e'ns illvígt út í þá eins og Alþýðublaðið. ÉG HEF ÞURFT mikið á iæknum að halda um dagana, fyrir mig og mína fjölskyldu, og hafa þeir, sem ég hef leitað til reynst mér hver öðrum betri. Sumir hafa tekið 5 kr. aðr r 10 og enn aðrir ekkert, fyrir að koma heim til mín og hlustEl og skoða tvo til þrjá krakka auk þess að skrifa resept og gefa aðrar ráðleggingar, en apá tekin hafa orðið milljónerar á reseptunum þe'rra. Þeir hafa allir lengri v nnudag en ég og mínir líkar, ég hef kynnt mér það, og veit ekki til að þeil! hafi eftirvmnukaup eða extra fyrir helgidaga e!ns og aðrai; vinnandi stétt r. í VIKUNNI, sem leið fékk ég ungan rafvirkja, (lærkng) tili að skipta fyrir mig á milli* stykki í snúru( ég.-átti stykkið)' Drengurinn var nákvæmlega 8 mínútur að vinna verkið. Svc* fékk ég re'kninginn frá fyrir-< tækinu og þar stóð: Vinna o. fl. 72,00 kr. Hvað segið þið umi þetta? Það var auglýst að rals I ar.ar mættu taka 26,50 fyril! klippingu, en þeir taka samí enn 30,00. EN ÞAÐ ER e'ns og lækn* nar séu sníkjudýr á þjóðfélag- inu. Væri ekki bezt að lofa þeini að fara norður og niður til Svl þjóðar og Ameríku úr því að þeir eru þangað velkomnir. ÚlJ því, að þeir mega ekki eins og Frh. á 14. siðu. 2 1. nóv. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.