Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 1
JÓLABÓK 1961 Ritstjóri Jólábókarinnar: Hólmfríður Kolbrún Gunn- arsdóttir. Ljósmyndijrnar í Jólafbókinni eru flestar teknar af Gísla Gestssyni, Jóhanni Vilberg og Kristjáni Magnús- syni. Kápumynd (af Hrafnhildi Sveinsdóttur) tók Jóhann Vilberg. Ramma um jólahugvekju teiknaði Sigfi'u Halldórs- son. Aðrar teikningar í Jóla'bókinni eru eftir Árna Gunn- arsson. Prentun: Prentsm/ftja Alþýðublaðsins. Myndamót: Prentmyndagerð Alþýðublaðsins. E F N I Efni Jólabókarinnar 1961 er allt íslenzkt. Þetta efni er í bókinni: Jól í borg og bæ . . . Jólahugvekja eftir próf. Jóhann Hannesson. Lengi muna börnin, — endurminning Magnúsar- Björnssonar á Syðra-Hóli. í ryki hversdagsleikans: „Ég hef elcki ráðið mínum lífskjörum“, viðtal við Salóme B. Ólafsdóttur, verka- konu. Sjómenn á hafi úti: He/ma tve/?n jól af tæpum 40 á sjónum, viðtal við Sigurð Benediktsson, sjómann. Líf eða dau®i, smásaga eftir Þórf Bergsson. Innan við rimlana, heimsókn að Litla Hrauni. Ljóð er mynd, viðtal við Jóhann Hjálmarsson, skáld. Joulupukki frá Eymafjalli, ljóshærð ógæfa o. fl., við- töl við erlenda stúdenta um jólin í heimalandi þeirra. Jólin eru hátíð barnanna (Jólakveðja til barna, sögur af jólasveinum ög Grýlu. viðtal. — Jólaiþraut bamanna. Svipir að vestan, sagnaþættir eftir Óskar Jónsson. Austurvegs vitringar, sögn úr Hamrendabók. Kvöldvaka kirkji* miðsins, Skúli Helgason segir frá „Menn lifa bara fyrir líðandi stund“, bréf frá áslenzk- um trúboða á Grænlandi. „Álfarnir dansa þar einn og tveir í röð . . . úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Gátur. Þrjár verðlaunagátur eru í klaðinu: Jólaþraut barnanna, — þrenn verðlaun. Myndagáta, — verðlaunin eru Skinnklæddur Sindra- stóll. Jólakrossgáta, — verðlaunin ern innanlandsflug- ferð með Flugfélagi íslands. MARGS konar illar og ó- hreinar vættir eru á ferðinni á jólanóttina aðrar en jólakött- urinn, jólasveinarnir og huldu fólkið, — en þær eru allar mjög viðsjárverðar, þó gera þær ekk; mein, ef allt er hreint og bjart, og þær verða eigi varar við neinn gáska eða léttúð, og sérstaklega_ ef þeir, sem heima eru, sitja vdð að lesa í einhverri góðri guðs- orðabók. Engin ill vættur þol- ir að heyra nafn Jesú nefnt, og ekkert nafn guðs. Ég skal segja elna stutta sögu, sem sýn ir það. Einu sinni voru nokkur börn heima á jólanóttina, en allt fullorðna fólk g hafði farið til tíða. Þeim höfðu verið gefnii fagurrauðir sokkar. Þau léku á gólfinu með jólakertir, sín í höndunum og lá nú heldur en ekki vel á þeim. — Einkum fannst þeim mikið ti! um rauðu sokkana sína, og þótti hverju fyrir s g sínir vera fal- legastir. „Sko minn fót minn fót! Sko minn rauða fót!“ sögðu þau. Þá var sagt á glugganum með ógurlega þungri, drynj- andi rödd: VETRARVÍSA FARIN er fold að grána, föl.ð byrgir skjána, klaki kemur í ána, kólnar fýrir tána, leggur ís yfir lána líða tekur á mána; hvenær skal hann skána, skipta um og hlána? Kólna kærleiksbólin, kveinar margur dól.nn fýkur í flestöll skjólin, fúnaður sumarnjólinn, koma biðja alla. alla menn, boða jólafrið'nn um flóð og láð: Friður sð með yður og drottins náð. Jólaklukkur kalla: komið þér. Komið geta ei allir. því er ver. Marga, marga trylla myrkra tröll. Marg'r fara villir um eyðifjöll. Örn Arnarson. ☆ Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um ástina. Hreinn stíg ég upp úr bala á eldhúsgólfinu, ÍJR PÁPISKU: Kvöldbæn Leggst ég n ður á loðið skinn, legg ég mig upp í loft, Kristur yfir höfði mér, englar guðs á fótum mér: Sancti Páll og Pétur á m!ðri mér hvert mig ber að landi eða sandi sigUi mig og svæfi sankti Páll og heilagur andi. Amen. & BÆNAVERS: Ó, Jerúsalem, upp til þin önd langar mín þar sem að gull'ð glóir og skín með guðvefs lín. Þar munu birtast börnin þín með berjaskrín. Gleður þau vín, gleynid er öll pín, þau glóa sem raspur og vín. týnd eru, trúi eg, jólin, tekst af messurólin, sést ei heldur sólin: sár er reynsluskólinn. Sigríður Hallgrímsdóttir (uppi á 18. öld). s'gndur af þreyttri móður, færður í nýja skyrtu. Jól, fagnaðartár fátæks barns'. Jón úr Vör. f HEEÐNUM og í helgum sið á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heilagt jólakvöld. ☆ VETRARNÓTTEN varlsc mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. Stefán frá Hvítadal. JÖLAKLUKKUR kalla, kalla enn, HELD eg nú loks mín hinztu jól, hörmunga klæddur skugga, fýkur í gjörvöll frelsisskjól, fjöll hylja sól, fátt má öreigann hugga. Jeg á þig eftir, Jesús minn, jörðin þótt öll mér hafni, í þér huggun og frelsi finn, fróun hvert sinn flýtur af þínu nafni. Allir: Góðri glaðir á stund gjalla látum róm, skæran yfir skammdeginu skáladóm. Einn: Það er ekki þar með nóg: þursa- og álfadrótt og dvergaher í holtum halda jólanótt. Allir: Góðri glaðir ... Einn; Sko minn fót, sko minn fót, sko minn gráa dingulfót" Öll börnin urðu dauðhrædd nema yngsta barnið; það var milli vita og kunni því ekki að hræðast eins og hin börnin. Það kallaði út í gluggann og sagði: „Ert þú Jesús Krist- ur, sem fæddist í nótt?“ Þá þagnaði þessi voðarödd á augabragði og bar eigi á henni framar Hafði þetta ver- ið e nhver ill vættur, sem vildi taka börnin, en þoldi eigi að heyra nafn Jesú nefnt. (Sæmundur Eyjólfsson — úr Jólavöku). Allt er tapað, ef tapa eg þér, tryggðavinurinn blíði aldrei brugðizt í heimi hér hefur þú mér, hjálpar nauðum í stríði. Bólu-Hjálmar. ☆ MORGUNN. Og morguninn kemur eins og bók með þykkum, svörtum spjöldum, e ns ‘og myndabók, sem opnast fyrir svcfnþungum augum þínum. Og þú skyujar fegurð lífsins, og þú skynjar Guð, eins og lítið barn eins og lítið, fátækt barn. sem ve't, að nú era ,iói. Högni Egi’sson. Af því myrkrið undan snýr, ofar færist sól. Því eru heilög haldin hverri skepnu jól. Allir: Slítum mjaðar ei mót meðan blundar sól. Enginn veú, hvort aftur hittmust önnur jól. Grímur Thomsen. Guð’ sé lof. Gleð leg jól byggð og borg boða sól. Frelsarinn aldanna fæddist í nótt, fagna þú konungi sannleikáns, drótt. GLEÐILEG, GLEÐILEG JÓL! Guðm. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.