Alþýðublaðið - 24.12.1961, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Qupperneq 13
9 •> í VESTRI brá fyrir blossa af elcLngu og litlu síðar kvað við langdregin þruma, sem kastað ist fram og aftur, í bergmáli milli fjallanna. Á himni voru ógnþrungin rosaský með rauðri glufu, þar sem sólin var nýlega horfin bak við fjöll, — eins og hálfopinn gluggi inn í helheima. Svo skall á haglél, lemj- andi, hrikalegt og dimmt. Myrkur naeturinnar færð!st yfir. Gegnum hríðina sást, litla stund, í rauða opið, en svo hratt hvassviðrið skýjun- um saman og lokaði úti elda hins hverfandi dags. Og eftir skamma stund tók nóttin völdin. Jeppabifreig þokaðist hægt upp brattar brekkurnar, þumlungaði sig áfram þar sem bugður og krókar voru á hinum mjóa og krókótta vegi. En hvar sem sæmilega beinn vegarspotti var herti ökumaðurinn á ferð bifreið arinnar. Duldist það ekki, að hann vildj hraða ferð sinni eins og mögulegt var. En ekki var árennilegt fyrir mennina að leggja á fjallið undir nótt í þvílíku veðri og færð. I jeppanum voru aðeins tveir menn. Þeir sátu báðir í framsætinu: Læknirinn við stýrið, presturinn við hlið hans. Báðir men,n á bezta aldri, rúinlega þrítugir, skóla bræður úr menntaskóla, sem forlögin eða tilviljun hafði svo aftur skolað saman í straunu lífsins. Þar un.nu 'þeir hvær sitt verk. Læknir- inn var meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn maður og kraftalegur, einbeittur á svip. Hann var klæddur loð- skinnsjakka, með loðhettu á- fastri, með háa leðurvett- linga, fóðraða loðskinni, í þykkum buxum og stuttum leðurstígvélum, ágætlega bú- inn til vetrarferða. Presturinn fjölleitur í andliti og ungleg- ur, grannvaxinn og magur, með svarta oturskinnshúfu, í venjulegum svörtum yf r- frakka úr ull, í venjulegum buxum, með skó og skóhlífar, — vel búinn í bifreið en ekki til göngu um hávetur til fjalla í vondu veðri. Hann tottaði pípu sína hægt og horfði fram í sortann, — út í ginn'ngagap myrkursins, sem ljósin frá bilnum smugu inn í e'ns langt og þau náðu en það var stutt og ógre'nilegt í hríðarkófinu. Já, þeir sáu lítið frá sér, þess- ir menn, en þeir vissu um fjöll in, há og hr kaleg á báöa bóga við skoruna, sem þeir voru að þræða eít'r á þessum mjóa sneiðing. Þar mátti litlu muna. En þeir mjiikuðust þó upp brekkurnar, það var fremur t lfinning en sjón, sem gaf þeim sk.vn, hvar gatan eða veg urinn var. Þeir kornu úr afdalnum. vestan fjalla, dal. sem óðum var að fara í auðn. Þar voru nú aðeins fjórar jarðir eft r í byggð af fjórtán er verið höfðu fyrir tveimur áratugum Ætti engin jörð að vera byggð hér, hafði læknirinn sagt, stuttlega — hér ætti sannarlega engin manneskja að búa, fyrst um sinn, að minnsta kosti, meðan svo rúmt er í land nu. Fólkið á að flytja saman og rækta góðsveitir en leggja niður byggð í afdölum og útkjálkum. Presturinn svaraði engu. Ef til ----1 vill var hann ekki á sarna máli. Og síðan höfðu þeir ekki mælt orð frá munni, hvorugur. Það var skynsamlegast, því hér var lítið tækifæri til rr.álskrafs, aðeins að einbeita huganum til þess að komast áfram lciðar sinnar, upp brekkurnar og yf- ir daldrögin og loks skarðið, ef það þá auðnað st að komast svo langt. Það var kappaksiur við snjóinn og storminn sem. skóf í fannir og gat orðið ófært á hverri sekúndu. Sá sem sat við stýrlð hafði nóg a 5 gera og hugsa, að hp.lda jeppanum á veginum og brjótast gegn um skaflana. Og élið ætiaði aldrei að hætta, þao vcr verst. "Var með naumindum nð loppanurn tókst að rífa sig gegnum vond an skafl, í slakV.a einum, svo tók við nokkurn veginn auður hryggur, þar sem snjóinn hafði rifið af. Lækmrinn glott.i við og hert: á ferðinni meðan færið var sæmilegt. Þar var engu augnabíiki sleppt í bar- áttunni að komast áfram. Kom ið var nú myrkur, enda ekkert tunglskin og ekki von á tungl- skini. Allt fremur öndvert og óhepp legt Klukkutíma ferð eftir í þessu myrkri og ófærð ef þeir þá ekki stöðvuðust al- veg. Þeir óttuðust ekki að jepp inn bilaði. Hann var í ágætu lagi hjá lækn num en það var ófærðin, sem olli þeim áhyggju einkum er upp í skarð ð kæmi. Treystir þú þér til að aka dálitla stund sagði læknirir.n og leit á ferðafélaga sim.'. ,— Ég er orðinn hálfþreyttur og mig langar í sígaretiu. Já, auðvitað. Presturinn, sem var þaulæfður biistjóri barði öskuna úr pipuhausnum og stakk svo pípunni í kápu- vasann Svo skiptu þeir um sæti og jepp.nn seig aftur af stað upp brattan sneiðing- inn sem nú tók við, færðin vur ekk; afleit þar en sneiðingur- inn mjór og xniór í honum, brekkumegin Vertu heldur nær brekk- nnei. en of framarlega, segir læknir.nn, það er skárra að rekast á en að iV.ra fram af. Hugsa þú um tóbakið þitt, vinur, svarar presturinn og hlær við, ég stjórna jeppanum og geri það eins vel og ég get, kannsk: ekki öllu verr en þú. Afsakaðu góði, segir Pálmi læknir og hlær einmg. Ég hélt ekki að þú værir svona við- kvæmur. Ég veit að þú ert á- gætur bílstjóri, séra Sveinn. En þetta er bannsett myrkur og veðrið ekki sem bezt. Þú ert ekki stóryrtur, já það er ekki sól og sumar og blíðviðrj í kvöld. Það sést lít- ið. En ég er orðinn vel kunn- ugur, hér. Þennan veg hef ég farið síðan ég var barn að aldri og fram á þennan dag. En hvað er þarna framund- an? seg r læknirinn. Símastaur svarar prestur. Það er hér sem símalínan ligg- ur yfir veginn. Satt að segja hélt ég að það væri einni brekku ofar, en var þó að grobba af því að ég væri svo kunnugur í þessum brekkum. Þannig er það. Maður á aldrei að þykjast mikill og vita allt. Þakka þér fyrir aðvörunina, áðan, Pálmi. Ég skal vissulega muna að halda bílnum nærri brekkunni. Læknirinn brosti. Já, það var sannarlega heppni að sím- inn var lagður upp í þennan afdal, hvort sem það hefur verið gert af fyrirhyggju ráða- manna eða í kosningahugleið- ingum og atkvæðave ðum. Ef síminn hefði ekki verlð hefði Konan mín ekki getað aðvar- að mig um sjúkl nginn, og við svo orðið kyrrir uppfrá í nótt. Eru þetta hættuleg veikindi? spyr prestur nn og starir út í ljósmóðuna fram undan bíln- um. Hættulegt? Já, það er hættu ■legt. Ég sé eftir því að ég skar hann ekki áður en ég fór í þessa ferð, — ég vil segja, þessa gagnslausu ferð. Því hjá Guðmundi gamla gerði ég ekkert gagn, eða lít ð. Sjúkl- ingurinn sem bíður heima þarf skjótrar aðgerðar. Hvað er að honum? spyr prestur. BotnJangabólga, svai-ar íækn irinn. — Ég ætlað: að bíða og láta kastið ganga yfir. Hann var betri í morgun, miklu frískari en í gær, þegar þeir komu með hann. Nú sé ég að þetta var rangt hjá mér. Svona er það! Þú getur varla ásakað sjálf- an þig fyrir að hafa gert rangt í þessu máli, svaraði séra Sveinn, Þú varst beðinn að koma til Guðmundar, deyjandi manns. Þú gerðir rétt er þú fórst þangað. Enginn gat séð það fyrir að botnlangabólgan versnað', né heldur Það að veðrið og færðin versnaði svo mjög, enda sjálfsagt sBemilegt veður í byggð enn, líklega rign;ng eða slydda og frost- laust. Það eru þessir háu fjalla vegir, sem engar veðurspár ná Jólabók Alþýðublaðs/ns 1961 ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.