Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 15
til. Þessi fögru, hörðu og grimmu fjöll. Glepur það þig ekki, prestur minn að tala svona mikið? Nei, ég get vel hugsað um margt í einu. Það er satt, ég þekki það, sagði læknirinn. Þú getur hugsað um margt í einu, bæði í. þessum heimi og hinum helm inum, sem þú prédikar um. En sleppum því. Þetta var og er algerlega gagnslaus ferð. — Gamli maðurinn lifir senni- lega nokkra daga enn. Svo deyr hann. Jæja, það væri þá það, að ég gat gefið honum dálítið, sem linar verstu kval- irnar þangað til. Það var ekki einskis virði, sagði presturinn, að lina kval- ir. En hvað þá um mína ferð til þessa dauðvona gamla manns. Þú munt vilja telja hana heldur í meira lagi til- gangslausa? Ég er ekkí að hugsa um Guð mund gamla lengur, sagði læknirinn og kveikti í nýrri sígarettu. Hann var nokkuð stuttur í spuna. Ég hef af- greitt hann og búið hann und- ir dauðann eins og ég gat. Ef til vill hefur þú eitthvað get- að gert. Það var og er ekki á mínu sviði. Ég er bundinn við efnið, materíuna, ég er að hugsa um hinn manninn, — þú hlýtur að skilja það, — unga manninn, þennan Andrés sem þarf að losna við botnlang ann. Mann, sem þarf að veita hjálp strax_ áður en hann fær lífhimnubólgu og állt er um seinan. Ó, þessi fjandans fjöll, sem þú kallar fögur. Ég sé þar enga fegurð. Ojú, svaraði presturinn. Nei, þau eru aðeins fjand- samlegur þröskuldur. Nei, ég gat ekkert huggað þennan gamla, sjúka ekkju- mann sagði presturinn, eins og hann væri að tala við sjálf- an sig. Hann þurfti engrar huggunar. Þessi rólegi æðru- lausi maður. Hann þagnaði um stund og þeir þögðu báðir. Bíll inn mjakaðist upp bratta brekkuna. Svo sagði séra Sveinn: Já, gamli maðurinn sagði við mig: Ég hef ekki oft komið í kirkju til þín séra Sveinn, enda fá ár síðan þú komst hingað í þetta presta- kall. Ég sagði að þess væri varla að vænta, hann gamall maður og leiðin löng og erfið, fjallavegur. Þá sagði gamli maðurinn: Kirkjan okkar var fokin þegar Þú komst og eng- in kirkja hér í dalnum. Og hér verður ekki byggt aftur guðs- hús í eyðidal. En mér þótti vænt um þá kirkju, þar var ég fermdur og þar var ég giftur. Og þaðan fylgdi ég konunni minni til grafar. Ég spurði hann, hvort ég gæti nokkuð sérstakt gert fyrir hann. Já, sagði hann, þú getur jarðsung- ið mig héðan, heiman að, þótt um enga kirkjuathöfn verði að ræða. Það gerir ekkert til, úr því sem komið er. Leyfið mér að hvíla í gamla kirkjugarð- inum, hjá henni. Það er minn lielgasti staður. Ég lofaði þessu ef ég ætti að lifa hann, Þá leit hann á mig, svo sem eins og afsakandi. Þú fyrirgefur mér þennan barnaskap eða veikleika, prestur minn, sagði hann. Ég þakka þér fyrir að þú komst til mín, þú hafðir mik ið fyrir því. Og læknirinn skil aðu þakklæti til hans. Þlð haf ið aukið mér trú. En farið var lega í skarðinu. Þá gengur allt vel. Presturinn þagnaði og hægði á bílnum. Þar var vond beygja og slæm færð. Undir brekk- Skárri eru það lætin, sagði læknirinn og stöðvaði bílinn. Hann leit á prestinn og hló kuldalega. Það er eins og tals verður kraftur sé í því þegar himininn hnerrar, eða finnst þér það ekki, séra Sveinn? Séra Sveinn hló glaðlega. Honum þótti dálítið vænt um að þessum rólega harðjaxli, lækninum hafði brugðið við þrumuna. — Það er gott að þú getur verið fyndinn, Pálmi, sagði hann. Ónei, þetta var heimskumas un var ágæt veðurspá og svo kemur þetta veður. Jæja. við tökum því, sem að höndum ber, það getur borgað sig, eftirá, að hafa lent í því. Nokkuð erfitt að segja, sagði presturinn, hvað borgar sig, að lokum. Dálítið skrýtið að vita það, að niður í sveit skuli nú vera hæg gola og regnúði, sem sagt, bezta veð ur, en svona hér. Eins og þú sagðir áðan, það er stutl upp í helkuldann. Það er oft stutt á milli lífs og dauða. Ég þarf ekki að minna þig á það. unni var nær því logn og fannkoma lítil en framundan glórði í skafkóf fram úr kíetta rauf. — Læknirinn opnaði hurðina og fór út. Hann gekk á undan jeppanum og var þæf- ingsfærð í slakkanum neðan við gilið, en er upp úr því kom tók við melhryggur sem skaf.ð hafði af og var góð fáerð. Jepp inn hafði dugað ágætlega, rif- ið sig fram úr sköflunum. Nú hætti nær því alveg að snjóa. Læknirinn kom aftur upp í bílinn. Það dregur úr frosti, sagði hann, — hann er líklega að snúa sér. Getur orðið sloti. Nú tek ég við stýrinu. Þeir skiptu aftur um sæti. — Nú er stutt upp í skarðið, en þar. æá búast við sköflum, sagði hann. Það er þreytandi að rýna inn í kófið, sagði presturinn; Já, einkum ef maður sér alls’ ekki hvar gatan eða vegurinn er, sagði læknirinn, eins og nú verður þegar við komumst út á melana. Skyndilega brá fyrir ógna- björtu Ijósi, blindandi leiftri, það var eins og högg er hitti augun, óviðbúin, utan úr sort- anum smaug djúpt inn í vit- und mannanna með miskunnar lausu afli. Augnabliki síðar kom þruman, rennandi eins og veltandi skriða, eða eins og tröllahlátur, er kastaðist milli fjallatindjanrte, eins og þak bílsins væri lamið grjóti. Ofsa legur hávaði sem tætti eyrun vægðarlaust og æðislega. — Svo dauðaþögn. úr mér, sagði læknirinn. Fyr- irgefðu. Það er satt, þessi fjöli eru eins og óargadýr, rándýr. Þau geta verið falleg, dásam- leg þegar þau liggja og móka í logni og sólskini í sumarblíðu. En þau eru of há. — komast of nærri helkulda himinsins í vetrarmyrkrinu til þess að þeim sé treystandi. Nú líkar mér við þig, sagði presturinn, eintóm spakmæli eins og þegar þú varst að yrkja í gamla daga. Eða öllu heldur vitleysa, — slagorð, sagði læknirinn og setti bílinn af stað aftur. — Hann hristi höfuð. Ég er í undarlega illu skapi yfir þessu öllu saman. Við áttum auðvit að aldrei að fara þessa gagns- lausu ferð. — Ég gat alveg eins sent karlinum þetta með- al og þín för vita gagnslaus, prestur góður. í sama bili skall á.haglél, svo dimmt og þétt að ekki sá spönn fram úr glerrúðunum á jepp- anum. Læknirinn stöðvaði vagninn aftur. Kveikti ljós inni í vagninum og leit á prest inn. Þeir horfðust snöggvast í augu, fyrst alvarlegir en fljótt brá fyrir í augum læknisins glettnisglampa og svipur af brosi lék um varir hans. Séra Sveinn brosti einnig góðlát- lega. Þetta ætlar að æra mann, sagði hann. Þvílíkur liávaði! Ef við ættum göldrótta ó- vini, sagði læknirinn, þá mundum við telja að þetta væri gjörningaveður. í morg Læknirinn svaraði ekki strax. Ef það væri ekki þessi sjúklingur, hann Andrés, þá væri ekki neitt um það að segja, þótt við yrðum í alla nótt að komast yfir fjallið. tJr því út í það er komið, segir presturinn, þá er ekki um annað að ræða en taka því eins og það verður. Það er auðvitað gott, prest ur minn, að taka því með ró sem að höndum ber. En sérðu ekki eftir því, að þú fórst þessa ferð með mér, þótt eng inn, hvorki hinn deyjandi gamli maður né ég færi fram á það. Hreinskilnislega sagt veit ég það ekki, svarar prestur inn einlæglega. En þó verð ég að segja að mér þykir vænt um það, þegar á allt er litið, Já, alveg vafalaust. Það er skylda mín að líta til sjúkra og deyjandi manna og ég er viss um að gamla mann inum þótli vænt um að sjá mig og kannske er honum hughægra eftir að hafa talað við mig um sína eigin jarðar för. Hann lítur á vin sinn. — Og svo hefði það ekki verið skemmtilegt fyrir þig að vera aleinn á ferð nú. Er kærleikur þinn til ná- ungans svo heitur og einlæg ur að þú viljir fórna sjálfum þér, lífsþægindum og góðri líðan, segjum heilsu jafnvel lífi til þess að vera honum til ánægju og aðstoðar? Eg fór þessa ferð sem prest ur, ekki sem vinur þinn og fylgdarmaður, segir prestur- inn og er auðheyrt að honum J; hefur runnið nokkuð í skap. Ég vona að ég hafi gert skyldu mína og, eins og ég sagði áðan, kannske nokkurt 1 gagn, því miður er það oft • svo með okkur prestana, að , við vitum það ekki. Og kanh v ske þið læknarnir getið líka sagt eitthvað svipað stund- um. Það er svosem ekki víst í hvort það eru meðul ykkar eða náttúran sjálf sem verð ur til þess að sjúklingunum batnar. Það er alveg sama, þið gerið það sem þið getið. Mér þykir mjög vænt um að vera hér með þér og ég skil óþolinmæði þína og ergelsi. Lífshætta getur alls staðar ver ið. Mér þykir líka vænt tun að þú ert með mér góði vinur, segir læknirinn. Koma þín til gamla mannsins hefur verið honum meira virði en mín koma. Mér hefur þú gert gott, þú hefur aukið trú mína á velvilja og manndóm. Já, það er satt, ég er ergilegur og það hefur komið niður á þér. Það er þó gott að vita að þú gefst ekki upp fremur en ég, fyrr en í fulla hnef- ana. í sama bili slotaði élin, ; jafnsnögglega og það kom. Þeir fóru þegar báðir út úr jeppanum. Veður var nú ekki hvasst og frostlaust orðið. Skóf ekki og sást til stjarna. Allt var hvítt af fönn, nema hæstu rindar og hamrar fjallanna, það sem í þá sást í myrkrinu. Þau voru þarna, þögul og tignarleg hin gömlu fjöll, sem höfðu horft á svo margan harmleik frá því land byggð. ist. Hin tilfinningarlausa dauða náttúra lætur sér fátt um finnast allar kvalir manna og dýra, hún þarf hvorki að hryggjast né gleðj ast, hjá henni er engin vægð og ekkert hatur, heldur að- eins þögull tómleiki hins dauða efnis. — Allt var hul ið fönnum og mjög illt að greina hvar vegurinn lá, eig inlega alveg ómögulegt. En férðamennirnir vissu hvar hann var, nú voru þeir alveg öruggir, er þeir sáu nokkra faðma frá sér Vegurinn var lítið hlaðinn upp og slétt út frá honum, svo hætta var lít il þótt útaf faeri þarna og svo var það allan spottann sem eftir var upp í skarðið. Þetta kom sér vel, því þarna, sem jafnfennt var yfir allt, eft- ir að þeir komust upp úr brekkunni, fór jeppinn út af, hvað eftir annað. En þessi litli vagn var ótrúlega sterk ur og duglegur að rífa sig upp úr fönninni og skríða upp á veginn aftur, hann var í á- gætu standi hjá lækninum, húsbónda sínum. Læknirinn vissi hvað hann gerði og því sparaði hann ekkert til þess að hafa vagninn í fyllilega góðu lagi að öllu leyti, eftir því sem mögulegt var. Eftir því sem ofar dró, nær skarðinu, þyngðist færðin. Framhald á 49. síðu. Jólabók Alþýðublaðsins 19G1 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.