Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 27

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 27
ekki lengur — nema tvisvar á ári — og það ekki heldur í sveitunum. —o— Próf. Morita kom h'ngaS til lands 29. okt. Hann hyggst dveljast hérlendis t.l vors, en þá hverfur hann aítur heim til Tokio þar sem hann er háskólakennari í dönsku og ensku. Vestur-íslenzk jól „I AM Vestur-íslendingur,“ segir Harold Bijarnason með þeim sérstaka hre m, sem Vestanhafsmenn hafa á ís- lenzku tali. Hann er borinn og barnfæddur í Kanada, — og foreldrar hans eru einnig fædd vestra, en af íslenzku fólkli. Foreldrar hans tala reiprennandi íslenzku, — að hans sögn, en sjálfur á hann erfitt með að ná valdi á tungu feðranna. Hann kom hingað til lands í júlí sl. og hyggst dveljast hérlendis a. m. k. til vors ogr nema íslenzku. Harold kveðst óefað eiga hér frænda lið, — en hann veit ekkert hvar þess er að leita. Þótt hann hafi þannig ekki komizt undir verndarvæng venzla- manna, segist hann kunna svo vel við sig, að sér finnist hann heima hér á íslandi. Hann segir þann'g frá vest- ur-íslenzkum jólum í Kanada: EINS og í flestum kristnum- löndum eru jólin í Kanada skemmtilegastj tími ársins. Löngu fyrir hátíðina fer spennings að gæta í loftinu, og þessi spenningur vex dag frá degi eftir því sem nær dregur jólum. Fólkið streym ir í vörufylltar verzlanirnar í gjafaleit handa vinum og vandamönnum. Margl.t ljós eru fest upp í verzlunum og á heimilum. Kirkjukórar og skólabörn heimsækja sjúkra- hús og elliheimili, syngja fyr ir sjúklingana og gamla fólk- ið og sagðar eru jólasögur. Börnin fara syngjandi um strætin, — og nú er betra að vera þekk og gera allt rétt, því að Sancti Klaus, sem sér alla hluti, strikar órabelgi og hrekkjalóma út af gjafalistan ,um sínum. Jólatrjám er kom- ið fyrir á heirnilinum, og þau eru fagurlega skreytt með kúlum og kertum. Vandlega innpökkuðum jólagjöfunum er komið fyrir und.r jóla- trénu, og börnin taka þær upp og hrista þær og hrista og reyna að geta sér til um innihajld þe'.rra. Svo kemur síðasti dagur fyrir jói Keppzt er við að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn; — jóla kortum tli vina og vanda- manna út um allt land rignir í póstkassana á hverju horni, og kunningjar, sem hittast á götum úti, kalla hver tll ann- ars — gleðjleg jól, gleð/'leg jól. Flestir hafa fyrir sið að fara til kirkju kl. 11 á jóla- kvöldið. Kirkjurnar eru þétt setnar þetta kvöld, og söng- kórar og söfnuðir sameinast í söng jólasálmanna. Presturinn les jólaguðspjallið um Krist- barnið, sem fæddist og var lagt reifað í jötu. Allír hrífast af hátíðle.k stundarinnar. Messunni lýkur um miðnætti, og fólkið drifur hægt út úr kirkjunni, — það stanzar í hverju spori t-1 þess að óska gleðilegra jóla . •. Heima hafa litlu börnin hengt sokkana sína upp á vegg og nú reyna þau að sofa. Þau bíða þó þess eins að morg uninn rísi, þá þjóta þau á fæt ur og gæta að því, hvað Sancti Kláus hefur látið í sokkana þeirra. Börnin vakna eldsnemma um morguninn og bíða óþolin móð í rúmunum eftir því að foreldrar þeirra vakni og leyfi' þeim að opna jólapakk- ana. Þegar þau eru búin að grandskoða allar gjafirnar, fara þau strax að brjóta heil- ann um næstu jól. — Sum lltlu krakkanna segjast hafa heyrt til Sancta Kláusar, þeg ar hann læddist inn um r.ótt- ina, önnur segjast hafa séð hreindýrið hans fljúga yfir skýjunum í tunglskin'.nu, enn önnur segjast hafa séð hann sjálfan. En þessa stundina er nóg að gera á heimilinu. Húsnióð irin verður að taka til allan pappírinn og gjafaumbúðirn- ar, sem liggja eins og hráviði út um allt gólf, en bróðum koma gestir. Brátt fer frænda lið og vini að drífa að, og síð an er setzt að kaffiborði með gómsætum kökum. Vestur-ís- lendingar hafa íslenzka rétti á borðum — þar er vínarterta og rúllupylsa á brauði með heitu súkkulaði og rjóma. Um kvöldlð er snæddur jóla- matur; bezt; matur ársins. Húsmóðirin hefur lagt sig alla fram við matartilbúning- inn, alls konar ávöxtum, græn meti og búðingum er raðað umhverfis stóra, brúna kalk- únann. Þegar máltíðinni er lokið, er snúið sér að rólegum sam ræðum, fólk er þreytt eftir allt umstangið í kringum jól- in og svolítið hugsandi, því að morgni heldur hversdags- leikinn aftur innreið sína. En sem betur fer líður jóla öagur.nn við glaðværar sam- ræður og með hátíðabrag, en við verðum að bíða til næsta desember, þar tii við fáum aftur að sjá hamingjusamt fólk óska hvert öðru gleði og gæfu á götum úti og heyra um fæð.ngu frelsarans, sem kom í heiminn fyrir 2000 ár- um. Enni Petro Spdð í tin á nýjársnótt ENNI PETRO frá Kotka í .Finnlandi var að strjúka gull brúnan silkikjól, þegar við komum til hennar og báðum hana að segja okkur frá jól- unum í F.nnland.i Það var engin sorg né sút yfir svipn- um á henni, — enda var hún að búa sig á dansleik. Enni talar íslenzku ágæta vel, eink um ef tekið er tillit tij þess, að hún hefur ekki dvalizt hér lendis nema eitt ár. Hún seg- ir að það sé nú vandamálið, hvað hún kunni vel v.ð sig hérna, hana langi að vísu heim til Finnlands, en hana langi ekki til að fara frá ís- landi. •—o— JÓLIN eru stór hátíð hjá olck ur. — En það fannst mér svo skrítið, þegar ég var hérna á jólunum í fyrra, að þá komu gestir strax á jólakvöldið og líka daginn eft.r. Á jólunum eru allir heima hjá sér heima i Finnlandi og þá koma helzt engir gest:r. Þetta' er auðmtsrð gaman e'ins og það er hjá ykkur, og ég er ekki að segja að það sé betra heima,—- þaf) er bara svona öðruvísi. Allt haustið erum v.ð ‘að brjóta heilann um gjafirnar, — og það er gaman, — en helzt eiga gjafirnar nefniiega allar að vera helmatilbúnar, þótt það sé auðvitaö líka gam an, að fá eitthvað voða fínt beint ur stóru vöruhúsunum. Jólin byrja hjá okkur eins og ykkur klukkan sex á að- fangadagskvöld. Þá fara sum ir í k.rkju, — en það er þó dálítið mismunandi. Aftur á móti fara allir, sem geta, I kirkju á jóladagsmorgun klukkan 6. V.ð höfum engan sérstakan jólamat nema bara það, sem öllum þykir gott, — svína- kjöt t. d., og helzt á að vera jólagrautur. Við borðum iíka lútfisk á jólunum eins og gert. er í Svíþjóð. Það, sem er einna sérkennilegast hjá okk- ur, eru. held ég, blómin um jólaleytið. Þá er alls staðar komið fyrir fallegum blóm- um, og vinir og kunningjar skiptast á blómagjöfum. Kerta Ijósin setja lika svip sinn á hátíðina. Mamma kveikir og ber logand/ Ijós um húsið, áð- ur en aðrir vakna á jóladag3 morgni. En mér fannst svo æg'i- lega sniðugt að sjá hérna í fyrra öll þessi böli um jóiin og nýár.ð. Við höfum aldroj, svona jólaböll. Það voru líka barnaböll hérna. Það hef ég aldrei séð fyrr. — Haíðirðu aldrei séð barna böll?! — Nei, nei, aldrei sé9 barnaböll, — en þetta var ægi lega skemmtilegt. Heima ern börnln bara sett á dansskóla, þar sem þau iæra sporin, — en þetta er kannski miklu betra eins og það er hérna. Á gamlaárskvöld koma gestir, og þá „spáir maður -< framtíðina". — Hvernig?! í spil?! — Nei, nei. Við bræðum tin í eldi, hellum því svo heiti* í vatn og spáum út frá þvf, hvaða mynd tinið tekur á sig» þegar það kólnar. Ef hringur. myndast úr málminum t. d., þá giftistu á nýja árinu, komt gonaól (síkjabátur), þá ferðit til Feneyja, og sjáist barns- mynd, þá eignastu krakka. — Svona spáum við I tin. •— Jólabók Alþýðublagsins 1961 —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.