Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 29

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 29
Joulupukki (jólasveinninn) kemur með gjafJrnar til barn anna, Hann kemur helzt í eig in persónu til krakkanna með sítt og mikið skegg. — En ef pabbi krakkanna á ekki jóla- sveinabúning^ hendir hann bara pökkunum inn um dyrnar og lætur þau ekki sjá s:g. Svo segir mamman, að joulupukki hafi hent pökkun- um inn um leið og hann þaut framhjá. ÖU lítil f.nnsk börn trúa því, að joiuupukki komi á hreindýri frá fjalli, sem heitir Korvatuturi, það þýðir Eyrnafjall á íslenzku. Ég veit ekki hvers vegna fjall.ð heit- ir þessu skrítna nafni né hvers vegna joulupukki hef- ur allaf komið þaðan. Og nú er þetta fjall ekki lengur í Finnlandi. Rússarnir tóku það. Joulupukki hefur samt alltaf hingað tj kornizt til krakkanna á jólunum, en ég veit ekki hvort hann kemst alltaf. — Bezt dansa byggðadrengir „SKALT þú til veizlu í kvöld?“ seg r stúlkan, sem kemur inn tii Enni Petro, þar sem hún er að strjúka fína kjólinn sinn með gullsl kj- unni. Stúlkan, sem spyr, er færeysk og heitir LIV JOEN- SEN. Lív hefur ekki verið hér nema nokkra mánuði, en liún talar íslenzku þannig, að hver maður skilur fyrirhafn- arlaust, og húa segir, að það sé bæði gott og vont að læra íslenzku fyrir Færeyinga, því Liv Joenscn að þeir geti gcrt sig skiljan- lega strax og hirði því minna um að tala málfræðilega rétt. í rauni'nnt langar .hana mest til að 1 æra fær- eysku, en það er ekki hægt heima í Færeyjum, bara í Danmörku, og þá vildi hún heldur fara til ívlands og læra íslenzku a. m. k. í ár og sjá svo hverju fram yndi. — Á byggðum, — ég á vlð úti í sveit, eru jólaslðirnir miklu færeyskari en í Havn (Þórshöfn). Þar eru jólin dá- lítið dönsk. Úti á byggðum er alltaf borðaður ræstur fiskur (soðinn siginn fiskur) á jólun um, svo eru borðaðir sperðlar og hrísgrjónagrautur. Á bændabýlunum er líka borð- að heitt slátur. Jólin hjá okk ur standa alveg fram á þreít- ándann, 6. jan. Við drekkum mikið og dönsum um jólin, og það er dálít-ð táknrænt eins og segir í gömlum kvæðum hjá ykkur og okkur Þið seg- ið: „Guð mun ráða. hvar við dönsum næstu jól,“ við höf- um þetta svona: „Guð mun' ráða, hvar við drekkum næstu jól.“ Allir reyna að komast heim til sín um jólin, og sjómenn- irnir, sem setja svíp siun á lífið í Havn, hverfa heim. Havn er því dauður bær tim jólin. En þá dönsum við bara fá heima, — og það er oft bezt. Allir Færeyingar kunna að dansa færeyskan dans, en mismunandi vel. Mest og bezt er dansað úti á byggðunum, þar sem er fámennt. Mestu dansmennirnir eru byggða- drengir, sem sitja heima hjá mömmu. Þá er sung.ð þar og dansað á vókunni, og þar eð ekki er svo mikið um aðra tilbreyt'ngu og skemmtanir, gangast þeir aiveg upp i dans mum og þrautþjálía sig í mörg ár. í>að þarf líka. I»á lifa þe'r sig alveg inn i dans- inn. Svo kveikiu'.n við mikið af GLADYS HIRD er frá Norð- ur-Englandi. Hún ætlar að fara til Ástralíu að ári og kenna sænsku við liáskólann í Melbourne. Hún hefur aldr ei komið tif Astralíu, — en Gladys virðist samt ekki neitt hrædd við að ráða s g út í ævintýrið og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Hún seg'r. að nútíma íslenzka sé kennd við Melbourne-há- skóla, — en sjálf ætlar hún ekki að kenna íslcnzku, þótt hún dveljist hér við íslenzku nám í einn vetur. —o— Ijósum á jólunum, Nú er raf- magn komið um allar Færeyj ar, — en samt kveikjum v.ð alltaf kertaijós í öllum glugg um á jólakvöldið og förum svo út til að sjá ljósin í glugg unum. Það er mjög fallegt, og líklega er þetta erfð frá þeim tíma, þegar myrkrlð var mik ið á hverjum bæ — og Ijós í glugga hát'ð. ☆ Gladys Hird ÞAÐ er unn.ð fullan vinnu- dag á aðfangadag jcla og eng in hátíðahöld yfirleitt í Eng- landi þann dag. Fólk, sem til heyr r ensku kirkiunni, fer þó oft á tíðum til miðnætur- messu klukkan tólf á miðnætii jólanóttina. Á jóladaginn er svo snúið sér ao því að halöa hátíð, sem einkum felst í mik) um matarveiziurn Þá er borð aður kalkún með sérstóku jólagrænmet; og sérstakur jólabúðingur með konjakki og alls konar góðgaíti. Klukk an 2—3 (13.00—14 00) á jóla dag flytur drottningin ræðu, sem útvarpað er og sjónvarp- að um gjörvallt Bretaveldi, Flestir þegna hennar hlýða á þessa ræðu. Síðdegis á jcla- daginn er drukkið te með sér stakri jólaköku, sem er sam- ansett úr mikið til sömu efn- um og jólabúðingurinn. — Við borðum hræðilega mikið á jólunum: ávexti, hnetur, sælgæti, kökur og yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna, og fólki þykir gott. Sancti Kláus kemur á jóla- nóttina með gjafir handa börnunum, og þau taka þær, upp á jóladagsmorgni. Ef um barnafjölskyldur er að ræða, halda þær yfirleitt jólin heima, — en aðrir fara út og halda jólin úti. Það er engin sérstök helgi yfir jólunum í Englandi og enginn stífur há- tíðleiki. Fólk er að halda há- tíð, og það heldur þá gleði- hátíð á þann hátt, sem því bezt fellur og sem skemmtir. því bezt, Næsta dag (annan í jólum) köllum við boxing day (böggladag). Líklega heitir hann þessu nafni vegna þess að þá skiptast kunningjar á gjöfum, en á jóladeginum sjál£ um er aðeins skipzt á gjöfum innan fjölskyldunnar. Þann >dag fara margir á „partimi- me“ þ. e. í leikhús, þar sem sögðu eru gömul ævintýri með miklum skrautsýningum, söng og loftfimleikum. Eigin- lega er „pantimime" fyrir börn, — en marg;r futlorðnir fara líka til að sjá sögurnar sagðar á svona skrautlegan hátt. Og svo daginn eftir — ferðu aftur að vinna. Eins og ég sagði áðan, þá er jóladagurinn ákaflega ó- hátíðlegur hjá okkur; — þú situr ekki og lest upp úr bibli unnj né íhugar guðsorð. Þá eru höfð samkværm, sungið og leikið. í Slcotlandi eru engin jól —• en þar er nýárið mesta hátið ársins og þar er einkennileg- ur sAur, sern þú hefur ef til vill gaman af að heyra um, og sem ég þekki af því að ég á heima í Norður-Englandi — skammt frá landamærum Skotlands. Þessi. siðu- er einn ig hjá okkur Eftir kluk.kan tólf á miðnætti á gamlaárs- kvöld er haft tilbúið vin, brauð og ostur eða eitthvað góðgæti fyrh fyrsta gestinn, sem ber að garði á nýja ár- inu. Sá maður verður að vera dökkhærður, því að ljóshærð- ur maður, sem kemur fyrstur gesta á nýja árinu, er sagður boða óhamiagju. Líklega er þess; siður trú frá dögum vík inganna, sem komu og óðu y£ ir Skotland. Það voru Ijós- hærðir menn, — Auðvitað högum við þvf svo t:i a ð fyrsti maðurinn, sem kemur á heimilið á ný- ársnóttinni, er dökkhærður. Við fáum hann 11 að ganga á milli húsa. Og nú eru tlestir Englendingar dökkhærðlr, — svo við erum hamingjusamt fólk. — Dökkhærður maður skal vera fyrstur gesta á nýja árinu Jólabók Alþýðublaðsins 1961 — 29

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.