Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 30

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 30
 í JOLAKV EÐJA TIL BARNA JÓLTN eru haldin til minningar um fæðingu Jesú Krisst, fátæka barnsins, sem fæddist í Betle hem, var vafið reifum og lagt í jötu, þv'í að það var ekki rúm fyrir það á gistihúsi. En fæðing þessa barns vakti slikan fögnuð á himni og jörðu, að sú gleði hefur enzt til þessa dags. Þetta barn óx upp og boðaði mönnum frið og kærleika. Þegar við horfum inn í kertaljósin á jólakvöld ið verðum við góð og fagnandi. Okkur langar til að biðja þá fyrirgefningar, sem við höfum á einhvem hátt angrað eða hugsað ljótt til. Jafn vel þótt þeir hafi gert okkur rangt til, erum við fús að fyrirgefa. Þá er tíminn ekki lengur til, og við hrífumst með í fögnuði englanna og fjárhirð anna, sem su.ngu guði lof { Betlehem fyrir tvö þúsund árum. Þá verða hinir fullorðnu börn, hikandi og hrifin eins og litla stúlkan, sem horfði á kertaljósið í fyrsta sinn í nóvemlber í haust. Hún var ekki mema rúmlega eins árs, og mundi ekki eftir jólunum í fyrra. En hún horfði á kertaljósið og hló. í bláum augum hennar speglaðist hrifn- ing og fögnuður. Eins og við göngum ekki á Óhreinum skóm á silkitepipi, tökum við ekki á móti jólunum í óhreinum fötum. Allir fara í spariíötin sín, þvo sér hátt og lágt, og húsin mega ekki heldur vera óhrein, heldur eins hrein og hlý og unnt er, svo að ljósið magi lýsa út í hvern krók og kima. Jólin eru hátíð kærleikans og gleðinnar, — — en kærleikurj^n er æðstur alls. Hið góða og fagra, hreina og ibjarta er tákn kærleikans, og eins og fötin og hýbýlin eru hrein, eigum við að vera góð og hrein í huga. 'Gjafirnar eru til að gleðja og tákn kærleika okk ar hver,s til annars. Og ekkert á að skyggja á jólafögnuðinn. Sumir fá miklar og stórar gjafir, aðrir minni, sumir eiga dýr og fín föt, aðrir fá tækleg föt, — sumir eiga stór dýr hús, aðrir eru í fátæklegum húsakynnum, — en það skiptir engu máli á jólunum. „Hvert fátækt hreysi höll nú er þvi guð er sjálfur gestur hér“. Og þégar við horfum inn í kertaljósið eigum við fögnuð jólanna. Kærleikurinn kemst jafnt inn um háar dyr og lágar. GLEÐILEG JÓL! ‘éC ‘éC ‘éC ‘éT rC é? ‘é? é? é? ié? F? & 'é? 'ér ‘é? ?? éC ‘é? 'éC ‘éC 'ér ‘éc ‘éc ‘éc ‘éc ‘éc ‘éC ‘éC ‘éC 'éc ‘éc ‘éC 'éC JOLIN ERU HATIÐ Rifjað upp úr þjóðsögunum í EINHVETtJUM gömlum sögnum segir, að Grýla eigi heima í Fljótsdalnum, en hún er nú ekki lengi að bera sig yfir kerlingin sú, — hún tek ur heilan dal í hverju spori, — svo að það er ekki ráðlegt að treysta á, að hún búi þarna fyrir austan og komist ekki heiman að frá sér vegna ófærðar eða illv'ðra. Kannski er það ekki heldur satt að hún búi í Fljótsdalnum en samt er til þetta kvæði: Ekki 1 nnir umferðunum í Fljótsdalinn enu. Það sér á, að þar búa þrifnaðarmenn. . Það sér á, að þeir ala bæði gangandi og gest, förumanna flokkarnir flykkjast þangað mest. Förumanna flokkarnir og kerl ngakrans, þó nú taki átján yfir umferðin hans. Þó nú taki átján yfir, ef það er satt, að þar sé komin Clrýla, sein geta engir sagt. Að þar sé komin Grýla, gráðugr; en örn: hún er svo vandfædd, hún vill ei börnin góð, Hún er svo vandfædd, hún vil lei börnin góð, heldur þau, sem hafa miklar hrinur og hljóð. Heldur þau, sem löt eru á lestur og söng, þau eru hcnni þægilegust, þegar hún er svöng. Þau eru henn þægilegust, það veit ég víst, ef þau þekktu Grýlu, þau gcrðu þetta sízt. Ása prjónar En vitið þið bara hvað? Litla stúlkan hérna á mynd- inni heit r Ása. Eins og þið sjáið er hún að prjóna, — og þetta er það fyrsta, sem hún prjónar, — enda er hún ekki nema sex ára. Hún er að prjóna gjöf handa ömmu sinni. , — Já, hún þekkti alla jóla- sve nana. og hún kunni að syngja „Allir krakkar, allir krakkar eru í skessuleik.“ Svo spurðum við hana, hvort hún hlakkaði til jól- anna. Ása á heima austur í Fljótsdal, — en um daginn, þegar hún var í Reykjavík að heimsækja ömmu sína, hitt- um við hana og tókum þessa mynd. Við spurðum, hvort hún hefði nokkurn tíma séð Grýlu fyrir austan. — Hún hafði aldrei séð hana. — V ð spurðum, hvort hún væri ekki hrædd við Grýlu. — Jú, hún var hrædd við hana. — Við spurðum, hvort hún þekkti jólasveinana. — Jú, hún hlakkaði til jól- anna. V ð spurðum, hvers vegna hún hlakkaði til jólanna. Þá sagði hún, „af því bara“ og það var von að hún segði það, því að auðvitað er ekki gott að segja, hvers vegna maður hlakkar til jólanna. — Það er auðvitað bara af því, að „e tt er víst, að alltaí verður ákaflega gaman þá“. Sögur af jólasvein- um og Grýlu Á JÓLUNUM eru allir krakk ar þægir og góð r, mörg eru það allt árið, og það er auð- vitað allra bezt, En á jólun- um er eins og þið vitið alveg sérstaklega hættulegt að vera óþekk, því að þá eru jóla- sveinarnir á ferðinni og með nefið niðri í öllu. Jóiasvein- arnir eru góðir karlar og þeir eru ógurlega góðir við góða krakka. — en sjái þeir óþekkt arorm, þá þyngist á þeim brúnin. Þá láta þeir mömmu sína vita, og mamma þeirra er engin önnur en Grýla gamla. Þið v.tið það eíalnst að Grýla gamla er ekkert lamb að leikr. sér við. Kann- * ski hafið þ ð aidrei heyrt tal að um hana áður — en það er þá af því, að þið eruð svo þægir og góðir krakkar. En hérna áður fyrr var oft talað um Gýlu. Kannski voru þó krakkarnir ekkert óþægári þá en þið eruð, — en þeirn var bara sagt af Grýlu til þess að þau vöruðu s'.g og væru alltaf þæg og góo. V'.tið þið hvernig Grýia er? Hún er nú ekkert ásjáieg. Það var einu s nni ort um hana vísa, og hún er svona: / ;" \ / Grýla re'ð fyrir ofan garð, hafði hala fimmtán, Framhald á 33. síðu. 30 — Jólabók Alþýðublaðsins 1961

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.