Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 35

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Page 35
Frairíh. af bls. 23 — Gott og vel, — ljóðið er mynd. En hvers vegna hafa skáldin brugðið á þann leik, að byggja ljóð sín eða rnynd- ir upp með sundurlausum, sundurslitnum orðum, þar sem ekki einasta setninga- skipun og niðurröðun orða í setningu er á allan hátt brjáluð, heldur eru orðin gripin sitt úr hverri áttinni eins og þau hefðu borizt með vindinum — ekki úr einni átt, heldur vindum úr öllum áttum og ofan úr skýjum og frá iðrum jarðar. Af þessu skapast ,,kaos“, öngþveiti, orðanna, — sem hvorki er unnt að skilja né skynja og gefur manni ekki neitt. — Einu sinni sagði spek- ingur, að mesta nautnin væri að lesa ljóð á því máli, sem maður skiicli ekki„ — Jafnvel þótt spekingur kunni að haí'a sagt það, ligg- ur í augum uppi, að þetta er innantómt orðagjálfur. — Hvað, sem því viðvíkur, álít ég ekki, að Ijóð mín geti talizt óskiljanleg, nema kannski helzt ljóðin í Mal- bikuðum hjörtum, þar sem gætir talsvert surrealisma, — leik að andstæðum. — Það er líka sjálfsagt mis munandi eftir hverju er ver- ið að slægjast. — Alveg rétt, — það er t. d. talsverður munur á því, hvort menn eru að leita að ljóði eða ræðu. Sumum fell- ur miklu betur að líta í markaskrána en nútíma ljóðabók. I markaskránni finna þeir það, sem þeir eru að leita að, — svart á hvítu. — Eg átti nú við, að það væri misjafnt eftir hverju skáldin slægðust. Sum slægj- ast eftir því að segja eitthvað á einfaldan hátt, — önnur vilja vera torskilin. — Já, — en það skiptir minnstu máli hvers leitað er, ef það er gert á sannfær- andi hátt. — Og það má sjálfsagt einnig um það deila, hvrort betra sé að slægjast eftir hinu góða eða hinu illa? — Við getum ekkert haft til grundvallar nema hvort tekizt hafi að skapa gott ljóð. A hinn bóginn er unnt að vera gott kommúnistaskáld og vont fasistaskáld og öf- ugt. . . ----on — Talið þið. ungu skáldin, mikið um skáldskap eins og þeir segja að tíðkazt hafi á æskudögum Tómasar og Þór- bergs? — Mér virðist erfitt að tala um ljóð og listir á íslaadi. Erlendir listamenn furða sig á því, að hér virðast lista- menn oft hafa meiri áhuga á að rægja manninn við næsla borð en tala um listir. — Álítur þú samt ekki nauðsynlegt að hafa lesið talsvert og vita eitthvað um bókmenntir? — Eg hef sagt það áður, að ég held, að skáld geti varla verið án þess að lesa mjög mikið. Skáldskap- ur er ekki neitt einangrað fyrirbæri. En menn hér lesa kannski hver í sínu horni fremur en bera saman bæk- ur sínar. Eg vil halda þyí fram, að brautryðjendur i skáldskap og öðrum listum hafi jafnan lifað og hrærzt í skáldskap og menningu allra alda, að þeir hafi kom- ið saman til að ræða og bera saman verk sín. Þannig bætlu þeir hver annan upp og miðluðu hver öðrum af þekkingu sinni, sem er mik- ils virði. — Eg hrökk við, þegar þú sagðir ERLENDIR lista- menn. Listamaður, sem ég hitti, kvartaði undan búra- hætti landa sinna og sagði, að í Kaupmannahöfn hefðu þeir haft, það öðruvísi. Skáld kóngur íslands segir, að hvergi erl. þekkist annað eins „smáborgarkjaftatíkaræði“ og sorpblaðamennska og á Is- landi. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, því að ólíklegt má telja, að sá mað- ur hafi ekki einhvern tíma rekizt á erlend blöð, sem að fáum — aðeins örfáum und- anskildum, lepja upp per- sónulegar sögur um fólk, og manneskjur eins. og (Grace Kelly, Brigitte Bardot, Ken- nedy og Krústjov hafa ekki snúið sér svo við í baðher- berginu, að ekki hafi verið fylgzt með þeim og skrifað um það langar slúðurgrein- ar, sem birtast lílið breyttar ár eftir ár. Og ekkert ás- lenzkt blað kemst með tærn- ar þar sem ótal mörg erlend blöð hafa hælana að því er viðkemur slúðri um náung- ann. Og eru allir Kaup- mannahafnarbúar svona miklu þroskaðri íslendingum — eða hvers vegna er þessi skriðdýrsháttur og minni- máttarkennd gagnvart út- löndum? Er þessi margum- taiLaða föðurlandsást , úrelt. fyrirbrigði? — Alls ekki, — ég er t. d. hrifnari af Grími Thomsen en Ezra Pound, — og er þó hrifinn af báðum. Þetta, sem þú tilnefnir, eru einfaldlega fjarlægðarhillingar lítillar - þjóðar. En listin er ekki ein- angrað fyrirbrigði, heldur hefur alþjóðlega yfirsýn, og við þurfum ekki lengur að telja okkur annexíufólk. Eg tel mig ekki heldur vera setinn af þessu útlanda dekri. Skáldskapur minn byggist mikið á þjóðlegum skáldskap og íslenzkum myndum. Tökum t. d. Völu- spá, Hávamál, skáldskap Gríms og Jónasar. En einnig' þeir brugðu upp myndum í skáldskap sínum. Tökum dæmi: Fífilbrekka gróin grund grösug hlíð með berja- lautum. Þetta Ijóð er mynd. — En þetta eru ekki sund- urlaus orð. — Nei, hann notar aðra aðferð. í rauninni er alltaf verið að segja sama hlutinn, en hann er aðeins sagður á síbreylilegan hátt. Ef við því segðum hann á sama hátt og hinir, sem á undan voru, dæjum við, værum þurrkað- ir út, og haldið væri áfram að líta aftur til þeirra. — Hefur þá skáldið ekk- ert nýtt fram' að færa? — Heimspeki er annað en ljóðagerð, iþótt heimspeki geti speglazt í ljóði. En þótt þér finnist þú vera að lesa eilthvað nýtt, sem þú hafir aldrei heyrt áður, er það í rauninni bara sagt á annan hátt en áður. I.. I -----00---- — Að hverju ber að keppa framtíðinni? Hver er fram- tíðardraumur þinn? — Framtíðin er dagurinn í dag. Eg á við: Með því að gefa stundinni, sem er að líða sem mesta fyllingu, erum við að skapa framtíðina. Við erum aðeins til á þeirri stund, sem er. Þetta má þó ekki taka of bókstaflega, — heldur ber þetta að skilja á þann veg, að með því að Hfa sem bezt, búum við til góða framtíð. — En hvers er að óska? — Einföldu hlutanna, sem öllum sést yfir. — Hvað er einfalt? — Ástin t. d., — blómin í garðinum. — Það sést ekki öllum yfir ástina. — Þeim sést ekki yfir hana, en þeim sést yfir að gera sér grein fyrir mikil- vægi hennar. Það kemur m. a. fram í því, þegar bíllinn verður meira virði en mað- urinn, og konan elskar og giftist bílnum. — Þú átt sem sagt við ást milii manna eða „eðlilegan einfaldleika“ en ekki „óeðli- lega ást“ eins og ást á bíl. En það er náttúrlega ást út af fyrir sig — í öðrum skiln- ingi. — Þetta er eiginlega túlk- að í siðasta kvæði mínu í Fljúgandi næturlest; Tímabil mannsins : Blómin sem hrífa þig blómin sem fylla þig óslökkvandi þrám á skyndi ferð mannlegs lífs eru sprottin hér munu spretta hér k án þess að þér detti slík fásinna í hug. Þú segir við ókunnan guð þú segir við fjarlægt ský vegna ykkar þen ég vold- ugan boga minn dreg ör á streng hæfi rétt mark búinn sannfæringu lýsandi tungls, bylgjandi hafs. Tímabil mannsins líða hjá glotta við þér í spegli ný- runnins dags ákvarðanir, vígmóður æsku þinnar. Skurn eggs — vænglaus fugl á bjargarsyllu. Með þessu vil ég segja, að hamingjan er hér mitt á meðal okkar. Hún er ekki endilega meðal skýjanna. — Það er þetta, sem við verð- um að gera okkur vel grein fyrir. Heimspekiskoðun Cam us, sem ég vildi gera að minni, — er þessi, — að það sem mestu máli skipti, sé að gefa lífinu sem mesta fyll- ingu. Maðurinn ER það, sem hann gerir, og við verður að reyna að gera hið bezta. ----oo—— EN hefur nú fengizt svar, — í þessu viðtali við einn úr hópi hinna óskiljanlegu skálda, — við þeirri spurn- ingu, sem brennur á vörum sfekar allra; — Hvað eru þeir að fara? — Hvað vilja þeir segía? — Ef til vill getur ein- hver „skynjað“ svar í þess- ari grein — Þá var „ekki til einskis barizt.“ H. ■> S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s <1 s s s s s s ; s s s s s s s s s s s s s s s AUSTUR- VITRINGAR SÁ FYRSTI hét Kasoar kóngur. Hann átti ald ngarð nærri herbergi sínu. Þar var tré, sem spáð hafði verið fyr r, að það skyldi standa, þangað til Kristur fæddist. Var það svo gamalt, að því nær voru rotnir allir kvistir af því. En á þeirr, nóttu, sem Kristur fæddist, blómgaðist tréð, og sat þar á fugl og sagði í söng sínum, að frelsarinn væri fæddur. ANNAR KÓNGIJR hét Melkjór. í hans garði var fugl. er hét Strás, og á þe'rri nóttu, er vor herra var borinn, varp hann á móti sinni náttúru tveimur eggjum, klakti báðum eggjunum út og var í öðru lamb, en í öðru leon og þýddu me starar það svo, að lausnarinn væri borinn. ÞRIÐJI KÓNGUR hét Baltazar. í lians návist varð ein kona léttari að sveinbarni og strax, er það var fætt, tal- að; það og sagði. að heimsins frelsari væri fæddur, — og til merkis á ég að lifa 33 daga e.ins og hann árin. (Úr Hamrendabók, Jólavaka) S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Jólahók Alþýðublaðsins 1961 —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.