Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 47

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 47
þau hana yfir vatnið. Þá gnýr hún glófana aftur og brúin hverfur. í þessum svifum flýtir vinnumaður sér á undan Úlfhildi heim og háttar, en hún kemur á eftir og háttar líka, og er þá rélt komið undir dag. Nú dagar, og fólk fer á fæt- ur. Þá mælti húsfreyja við Úlfhildi, að nú yrði hún að fara til kirkju í dag. Þá gegn ir vinnumaður og segir, að hún þurfi ekki að fara til kirkju í dag, því hún hafi verið í kirkju í nótt. „Mæltu manna heppnastur, ef þú getur sannað,“ mælti Úlf- hildur. Segir þá vinnumaður alla sögu, hvernig til hafi gengiS um nóttina og sýnir gullhringinn til merkis. Nú verður Úlhildur glöð mjög og segir frá hvernig á standi fyrir sér. Hún kvaðst vera kóngsdrottning úr álf- heimum,. segist hún hafa firrzt vis kerlingu, en hún hafi lagt það á sig, að hún skyldi alltaf mega vera hjá mönnum (eða f mannheim- um) þaðan í frá, nema því að eins, að mennskur maður kæmist með henni til álf- heima á jólanótt, þeirri fyrstu, annarri eða þhiðju eftir það á hana var lagt. Það eina leyfði kerlingin að hún skyldi mega finna mann sinn í þrjár jólanætur. En Úlfhildur kvaðst aftur hafa lagt það á kerlingu, að hún skyldi deyja, ef hún kæmist úr álögunum. Úlfhildur mælti við vinnumanninn: „Það mæli ég um, að þú verðir hinn mesti gæfumað- ur héðan í frá, og á morgun skaltu ganga ofan að vatn- inu: muntu þá finna sjóði tvo: skaltu eiga þann minni, en húsbændur þínir þann stærri.“ Síðan bjóst Úlfhitdur til ferðar og kvaddi alla með vinsamleg- um orðum. Hún flýtti sér og hélt ofan að vatninu og hvarf, svo enginn hefur séð hana síðan, en allt heimilis- fólkið saknaði hennar. Daginn eftir gekk vinnu- maður ofan að’ vatninu og fann þar tvo sjóði og voru þeir báðir stórir. í minni sjóðnum voru gullpeningar, en silfurpeningar í hinum stærri. Er sagt, að vinnu- maður yrði frá þessum tíma gæfumaður alla ævi og endar svo saga þessi. Kvöldskattur JAFNAN var mUdð haft við í mat og vel skammtað á jólunum hér áð'ur fyrr og er svo enn, að vel er til jóla- matsins vandað á flestum bæjum, þótt skömmtun sé aflögð. Má geta sér nærri um gleði fólksins yfir kræs- ingum jólanna, þegar svo var kveðið ánægjulega um venju legan kvöldskatt og Árni Jónsson á Stóra-Hamfi í Eyjafirði kveður um sinn. KVÖLDSKATTUR. 1. Kvöldskatt fékk ég, kær og þekk konan gekk um beina: magáls þekkja mundi ég smekk, má því ekki leyna. 2. Lángur þar hjá leggur var, laukinn bar hann gæða: bónda skar ég bitann snar, brátt því fara að snæða. • 3. Stykki hér mað hryggjar er, huppsneið skerast mundi, flot og smérið baugsól ber blossa hvera lundi. 4. Rifið breitt mér var og veitt, varla sneitt af skorti: f. t Það var feitt og fleira en eitt, frá er, neitt ég gorti,- 5. Af barni rollu bríngukoll baugs lét tolla lína á mínum bolla, mæt og holl; mátti eg hrolli týna. 6. Hákarls sniðið hafði kvið hrundin iðu-glansa, og lagði niður á leirfatið, lá mér við að stanza.^ , 7. Efst lá kaka eins og4íak, sem eldsins bakan hérti: barðið spraka meður íhak í munninn rak og skerti. 8. Þakkir fáðu, þakkin dáð þorna láðin kæra, . . fyrir þáða þessa bráð og þægð, sem náðir færa. S/ð/V og venjur um jólaleytið STAURVIKA OG STAURBITI. NÆSTU vikuna fyrir jólin eru vökur hafðar lengstar á Islandi og vakan miðuð við ejöstjörnuna til sveita, þar sem ekki eru stundaklukkur: er svo vakað þangað til sljarnan er komin í nónstað eða miðaftan. Þessi vika er bæði kölluð „augnavika“ og „staurvika“. — Augnavika heilir hún af því, að þá „vaka menn öll augu úr höfði sér,“ þreytast við ljósbirt- una og verða dapureygir, en staurvika af því að til þess að halda vöku fyrir fólkinu létu húsbændur „vöku- staura“ á augu þess, þegar það fór að dotta á kvöldin: það kalla aðrir „augna- teprur.“ í vökustaura eða augnateprur voru hafðar smá spýtur, lítið gildari en brennispýtur og ámóta lang- ar, baulubein eða gelgjubein úr þorskhöfði; var spýtan brotin eða baulubeinið til hálfs, svo að það gapti sund- ur öðrum megin, en var heilt hinum megin með lítilli brotalöm á. Upp í brestinn, sem varð á spýtunni var lát- ið augnalokið, og hélt spýt- an (eða beinið) sér fastri á augnalokinu með því að ang- arnir úr henni gengu á víxl inn í lokið, svo það gat ekki dregizt niður fyrir augað, og urðu þeir svo að sitja bí- sperrlir með vökuttaurana, sem ekki gátu vakað öðru- vísi. En af því húsbændur á íslandi ,vita, að allir vilja hafa nokkuð fyrir snúð sinn, var það venja, að hver hús- móðir gæfi hjúum sínum í lokin, meðan staurvakan stóð yfir góðan bita af ein- hverju sjaldfengu bæði í sárabælur og fyrir það, að þau legðu svo hart að sér með vökur og vinnu, Sá glaðn- ingur, sem gefinn var í því skyni var kallaður „staur- biti.“ JÓLANÓTTIN. ÞAÐ er nú svo sem sjálf- sagt, að allir halda til jól- anna, sem er móðir allra há- tíða annarra: þá er ekki lít- ið um dýrðir fyrir börnin, sem hlakka til að sjá svo mörg ljós, sem kostur er á að sjá bæði í kirkjum og í heimahúsum. Þessi ljóshátíð er þó ekki aðeins hjá menn- skum mönnum, heldur einn- ig hjá álfum, því þá voru hí- býli þeirra öll Ijósum prýdd og allt lék þá hjá þeim á als- oddi af dansi og hljóðfæra- slælti. Hvort sem nú mennskir menn hafa tekið það upp eftir dansferð álfa að hafa viki- vakana helzt um jólaleytið, sem síðan mun sagt, þá er það þó víst, að jólin voru og eru sannkölluð ljóshátíð einnig hjá mönnum, því til forna var það siður, að hús- mæður sópuðu allan bæinn horna og enda á milli bæði á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld, síðan settu þær ljós í hvern krók og kima svo hvergi bæri skugga á, og fögnuðu með þvf álfum þeim, sem á ferð kynnu að vera eða flyttu sig búferlum á nýjársnótt. Þegar þær höfðu sópað bæinn og sett Ijós í hann, gengu þær út og í kringum hann, sumir segja þrisvar, og „buðu álf- um heim,“ svo mælandi: — „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinlausu.“ — Þessum formála fylgdi það og, að konur báru stundum vist og vín á borð í bæjum fyrir álfa, og segir sagan, að vistin væri jafnan horfin að morgni. Vera má, að meir hafi það tízkazt að bjóða álf- um heim á gamlárskvöld og að bera mat á borð fyrir þá, en á nýjársnótt og þegar fólk ið fór að hátta þessi kvöld, hafði húsfreyja jafnan gát á því, að ekkert ljós væri slökkt og setti þá upp ný Ijós í hverju horni, þegar hin voru farin að loga út eða lét á lampana aftur, svo ljósin skyldu endast alla nóttina, þangað til kominn var bjart- ur dagur daginn eftir. Það er enn sums staðar siður hér á landi að láta ljós loga í bað- stofum yfir fólkinu, þó það sé sofandi, báðar þessar næt- ur, og þó ekki sé lengur kveikt ljós í hverju homi, eldir það enn eftir af Ijósa- ganginum forna að víða er hverju mannsbarni á heimil- inu gefið kerti bæði þessi kvöld, en einkum á aðfanga- dagskvöld, og kallað jóla- kerti og nýjárskerti. Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu á- hyggjulausir, því auk jóla- sveinanna, sem fyrr eru nefndir, var það trú, að sú óvættur væri þá á ferð, sem var kallaður jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein, sem eignuðust ein- hverja flík að fara í á að- fangadagskvöldið, en hinir, sem ekkert nýtt fat fengu, „fóru allir í jólaköttinn“, svo hann tók (át?) þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra, og þótti þá góðu fyr- ir goldið, ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann. En jólarefur hét það, sem hverj- um heimilismanni var skammtað til jólanna (ket og flot o.s.frv.) á aðfangadags- kvöldið. Af þessu kepptust ailir við, bæði börn og hjú, að vinna til þess af hús- bændum sínum fyrir jólin að fá eitthvert nýtt fat, svo þeir færu ekki í ólukkans jóla- köttinn né hann tæki jóla- refinn þeirra, og þegar börn- um og hjúum tókst bæði að fá nýja flík, nógan jólaref og þar á öfan jólakerti og það, sem mest var í varið, að þurfa ekki að fara í jóla- köttinn, var ekki kyn, þólt kátt væri um jólin til forna. Um jólagleði var þetta kveð- ið : • Það skal gefa börnum brauð að bíta í á jólumim, kertaljós og klæðin rauð svo komizt þau úr bólunum, væna fiís af feitum sauð sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð: gafst hún upp á rólunum.“ Enn má telja það jólanótt- inni til gildis, að þá voru úti setur á krossgötum einna tíðastar og vikivakar al- mennast haldnir. NÝJÁRSNÓTT. NÝJÁRSNÓTT urðu marg- ir htutir undarlegir og mik- ið um dýrðir þar sem álfar flultu þá búferlum, sótíu tíðir og heimboð hverjir til annarra. Þá var hvað bezt að sitja útí á krossgötum; þá töluðu kýr að sumra sögn, þó aðrir segi að væri á þrettándanótt; Þá var trú að „kirkjugarður risi“ og að allt vatn yrði þá snöggvast að víni. Það verður að hafa það hugfast, að „hátíð er til heilla bezt“, og þv( hafa sumir ætlað, að óskastundin væri þessa merkisnótt. Menn hafa á marga vegu viljað leita sér láns og heilla og þess vegna grafizt mikið eftir því, nær óskastundin væri, svo að þeir gætu óskað sér hvers, sem þeir vildu. Sagt er, að Sæmundur fróði hafi orðið einna drjúg- astur í því og sagt, sem fyrr er getið, að óskastund væri einu sinni á hverjum degi. Þó fer nokkrum missögnum um þetta, því sumir segja, að óskastundin sé ekki oftar en einu sinni á hverjum laugardegi, sumir, að hún sé aðeins einn laugardag á ár- inu og enn nokkrir, að hún se á nýjársnótt. Svo er sagt, að piltur einn ætlaði að reyna að hitla Framhald á bls. 46. Jólabók Alþýðublaðsins 1961 — 47

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.