Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 2
Aitatjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón: íjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu t—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- •ndi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson SVIKIN í DA6SBRÚN (Frh. af 1. síðu) Alþýðublaðið hefur aflað sér upplýsinga um, Iive margir verkamenn séu í Reykjavík. Sam- %væmt skýrslum voru 1960 greidd atvinnuleysis- fryggingagjöld af tæplega 200 000 vinnuvikum, en *það þýðir tæplega 3800 verkamenn vinnandi allan -ársins hring. Nú er vitað, að hundruð manna vinna ■verkamannavinnu aðeins hluta úr árinu, svo að •heildartala þeirra, sem ættu að vera innan vé- íbanda Dagsbrúnar er örugglega yfir 4000. Það hlýtur að vera æðsta skylda stjórnar og síarfsmanna e:ns verkalýðsfélags að hafa alla menn innan vébanda félagsins, sem þar eiga að •vera. En kommúnistar hafa svikizt um að gegna fþessari skyldu, ekki til að bæta hag verkamanna, Cieldur til að tryggja pólitísk völd sín í Dagsbrún. tFélagið hlýtur að verða því öflugra, sem félags- menn þess eru fleiri. Þess vegna eru þetta svik við ■tfélagið, svik við verkalýðshreyfinguna. Erida þótt þjóðinni fjölgi árlega um 3—4000 : manns og mestur hluti þeirrar fjölgunar sé í IReykjavík, hefur svo einkennilega viljað til, að tfélagsmannatala Dagsbrúnar hefur verið óbreytt að kalla. Ár eftir'ár hafa kommúnistar sýnt sama atkvæðastyrk, 12—1400 manns, sem hefur nægt þeim til að ráða félaginu. Þeir hafa haldið Dags tf;-rún fyrir utan þróun og vöxt bæjarins. Stjórn Dagsbrúnar hefði á þessu árabili átt að tfierjast fyrir og fá stórfel^dar félagslegar réttar- 'bætur fyrir verkamenn. Hún hefði átt að skapa •þeim vinnuöryggi með því að láta atvinnurekend ur greiða í sjóð:, sem verkamenn héfðu til að tfryggja sér fastar tekjur. Ef það hefði verið gert, tfiefðu verkamenn sótzt eftir að komast í félagið í .stað þess að standa utan þess hundruðum og þús- •uridum saman. En kommúnistar hafa einmitt vilj- að hafa þetta svona til að tryggja sér völdin. 'Þeirra eigin völd hafa gengið fyrir vexti og þroska tfélagsiris. í stað þess að tryggja verkamönnum félagslegt atvinnuöryggi og tekjur, hafa kommúnistar beitt tfélaginu fyrir sig í pólitískum verkföllum, þótt 'vitað sé, að hver kauphækkun Dagsbrúnarmanna *er tekin sem fordæmi og rennur til allra annarra .stétta. Þegar allir fá sömu kauphækkun í landinu á þann hátt,' hefur það alltaf kallað á efnahagsað gerðir, sem gerðu hækkunina að engu, hverjir i sem hafa verið við völd, af því að framleiðsluverð mæti þjóðarinnar hefur ekki aukizt svo mikið. Þessi þungi dómur um stjórn kommúnista á Dagsbrún er nægileg ástæða til að svifta þá yfir •ráðum í félaginu. Þetta sama kom á daginn í Iðju. Þeir höfðu stjórnað því félagi á svipaðan j Ihátt. Þegar iðnverkafólk gekk flest eða allt inn í , tfélagið, var völdum þeirra lokið að fullu og öllu. Þetta vita þeir og því halda þeir Dagsbrún í jám greipum. T ....................... i 2 27. jan. 1962 — Alþýðublaðið í Háskólabíóinu á sunnu dagénn kl. 2 e. h. A ð a 1 v i n n i n g iu þ* VOLKSWAGEN-BIFREIÐ ÁRGERÐ 1962 50 númer dregin út um bifreiðina AÐRIR VINNINGAR: ísskápur — Conex hrærivél — 'Standlampar *— Stólar, klæddir skinni, frá Sindra.— Rafmagns vöflujárn — Rafmagns rakvélar — Rafmagns Hraðsuðukatlar — Rafmagns kaffikanna. Auk þess 30 smærri vinningar. Verðmæti vinninga samtals 145 þúsund krónur. Forsala aðgöngumiða í (Bókhlöðunni, (Laugavegi 47 (sími 16031) og Háskólabíóinu (sími 22140). Auk þess seldir í hifreiðinni sjálfri í Austurstræti. F.U.J. HANNES Á HORNINU ýV Stórhýsi í Reykjavík fyrir öldruð hjón. ýý Öryggi fyrir ellina. ýV Tillögur forstjóra elli- heimilisins. ýV Nauðsyn á skjótum framkvæmdum. GÍSLI Sigurbjörnsson for- stjóri Elliheimilisins hefur ritað greinar í blöðuin um vandamál * gamals fólks. Þetta eru athyglis- verðar greinar og tillögur for- stjórans sannarlega þess vcrðar að þeim sé gaumur gefinn og njóti þess stuðnings sem opin- berir aðilar geta veitt. Það er og réttmætt að stofnun sú, sem hann veitir forstöðu hafi for- ystu fyrir því að framkvæma þessar tillögur. 1 MERKUSTU tillöguna á. lít ég vera byggingu fjölbýlis- húss fyrir aldrað fólk, aðallega hjón. Það mun ’hafa verið sum arið 1948, sem ég skoðaði slík hús í Kaupmannahöfn og ritaði um þau hér í blaðið. Gísli virð ist og miða tillögur sínar að nokkru við þessar byggingar í Danmörku, sem hann hefur kynnt sér náið. Gísli virðist vilja byrja með því að byggja hús með 36 íbúðum og selja og leigja öldruðum hjónum, sem lokið jhafa að mestu hlutverki sínu og vilja minnka við sig íbúð og létta af sér umstangi. GÍSLI SEGIR í greinum sínum „í þessari byggingu, ef úr verður verða 36 íbúðir á þremur hæð um, en í kjallara er gert ráð fyr ir veitingastofu þar sem hægt er að fá keyptar máltíðir og send ar til sín. . . . Einnig er hægt að 'hafa þar fundi og samkvæmi. íbúð húsvarðar °S hjúkrunar- konu verður þarna einnig. Ætlunin er að þessar ibúðir getií uppfyllt kröfur vandlátra, enda munu þær kosta allmikið fé.. Þ6 held ég að margir vliji fá þær, enda þótt skilmálar verði þannig að greiða þarf nokkuð af kostn aðinum sem óafturkræft frami lag og síðar nokkra mánaðar- leigu, en að íbúunum látnumi verði íbúðin seld öðrum á sama hátt.“ ÞETTA ER MEGINEFNI til- lögunnar og þykir mér það mjög gott. Það er vitað að margt gam- alt fólk streitist við það til hina ýtrasta að gera ekki breytingas á lífi sínu. Öldruð hjón reyna 1 lengstu lög, eftir að börnin eru far.in, að breyta sem minnstu hjá sér og þykjást með því ver.i að halda reisn sinni. Á þennan hátfi gerist margvíslegur harmleikut Svo lengi er haldið í það sena var, að hjónin gefast upp áður en varir. Umstangið er o£ mikið, áhyggjurnar þrýsta þeim niður. EF HÆGT VERÐUR að franí kvæma tillögur Gísla geta öldr í húsinu, flutt muni sína í nýja uð hjón keypt sér íbúðarréttindf og góða, en litla og snotra íbúð, Frh. á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.