Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 15
Ný framhaldssaga - Spennandi frá upphafi til enda! 1. „Farðu vel að B. B. í dag,“ sagði næturhjúkrunarkonan og geispaði. „Hvers vegna?“ spurði hin hjúkrunarkonan og tók dag- bókina, s em allt sem skeð hafði um nóttina var skráð í. Svo flautaði hún. „Sóttirðu hann virkilega klukkan ellefu?“ spurði hún. „Ekki ég. Það var vitan- lega Mawby, sem gerði það. Samt sem áður leit út fyrir að B. B. langaði til að drepa MIG.“ Hjúkrunarkonan brosti meðaumkvunarbrosi. „Maw- by er alltaf hræddur um sjúklinga B. B. Hvað gekk að númer átta?‘‘ „Þreyta eftir uppskurð, en Mawby hélt að hann væri að gefast upp fyrir fullt og allt og vildi að B. B. héldi í hend ina á honum á meðan.“ „Eg sé að hann hefur það eftir vonum í dág — það væri að gefast upp fyrir fullt og allt og vildi að B. B. héldi í hendina á honum á meðan.“ „Eg sé að hann hefur það eftir vonum í dag — það væri ekki að undra, þó B. B. yrði argur í dag. Ef til vill hefurðu haft af honum smá ævintýr.“ Hjúkrunarkonan hló. „Af hverjum? B. B. Aldrei! — Hann hefur ekki áhuga fyrir konum!“ B. B., sem hét raunar Sir Blaine Bleding, hafði orðið argur, þegar hann varð að fara á sjúkrahúsið klukkan 11 um kvöld, bæði vegna þess að ekkert gekk að mann inum, sem hann hafði skorið upp fyrr um daginn og vegna þess að hann varð að svíkj- ast um að fara á stefnumót. Virginia yrði öskureið. Hann hafði ekki beint lofað að sækja hana í sjónvarps- salinn, en hann hafði að minnsta kosti gefið henni til efni til að álíta að hann myndi gera það. Og þar sem Virginia var aðeins tvítug og óvenju fögur hélt hún að karl menn gætu gert alll það, sem þeir 'VILDU GERA a.m.k. fyrir hana. Hann hringdi til hennar við fyrsta tækifæri næsta dag. „Nú, ert það þú?“ sagði hún kuldalega, þegar hann hafði kynnt sig. „Mér finnst mjög leitt að ég skildi ekki komast í gær- kvöldi, en ég varð að fara á' sjúkrahúsið. Það var viðvíkj- andi manni, sem ég skar upp í gær.“ „Dó hann?“ „Nei.“ „Hefði hann dáið ef þú hefðir ekki komið?“ ,Nei.“ „Hvers vegna léztu það þá ekki bíða tii morguns?“ „Eg hefði getað gert það, en læknirinn, sem var á vakt varð skelkaður og hringdi til mín.“ „Var þessi maður, sem ekki dó, ungur og áhrifarík- ur?“ spurði hún. Hann hló, hann skildi við hvað hún átli. „Nei, hann er gamall og ekki sérlega viðkunnanleg- ur.“ „Og samt hættirðu við að hitta MIG hans vegna.“ „Starf mitt skipar alltaf fremsta sess,“ sagði hann al- varlegur. „Eg hélt að ég væri núm- er eitt,“ sagði hún önug. „Hvernig færi með okkur ef ég hefði ekki starf mitl?“ „Okkur? Sagðirðu OKKUR Blaine?“ Hann brosti. Honum létti. Hún var að ná sér eftir móðgunina. „Já, ég gerði það,“ sagði hann. „Jæja, þá máttu bjóða mér út að borða, ef þú vilt, ég get verið tilbúin klukkan hálf tvö og mig langar að fara eitthvað þar sem er dýrt og fínt. Eg verð að vera mætt klukkan fjögur, við vinnandi konur lifum hundalífi.“ Hann jhló. Skurðlækni á borð við hann þætti það hvíld ardagur að eiga ekki að hefjast handa fyrr en klukk- an fjögur. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Eg skal koma og sækja þig klukkan hálf tvö — og þó þú hafir ekkert að gera fyrr en klukkan fjögur, þá hef ég nóg að gera, svo þú skalt ekki lála mig bíða eftir þér“. „Eins og þú þurfir nokkru sinni að bíða eftir mér! — A.m.k. ekki lengi. | hverju á ég að vera?“ ,Eg hef aldrei séð þig vera annað en fagra og vel klædda í hverju svo sem þú hefur verið. Hún hló ánægjulega — og lagði símann á. Hann velti því fyrir sér og það var ekki í fyrsta skipti sem hann gerði það — hvað það væri við Virginíu, sem olli því, að hann hagaði sér allt öðru vísi en venjulega. Hann gretti sig. Hvað skyldi starfsfólkið á sjúkrahúsinu hafa sagt, ef það hefði heyrt samtal hans við Virginíu? Virginíu, hina fögru og glaðværu sjónvarps stjörnu, sem hafði stigið svo hratt upp á himin frægðar- innar? Og hvað ætlaðist hann eig- inlega fyrir með Virginiu? Hann hafði hitt hana í fyrsta skipti fyrir mánuði síðan. Hann hafði sjálfur komið fram í sjónvarpi með fyrir- lestur um skurðlækningar. — Virginia hafði ekki verið við stödd þá, en hann hafð hitt hana í forsalnum á eftir. Hún hafði greinilega vitað hver hann var og undið sér að honum. „Hve marga sjúklinga haf- ið þér drepið í dag?“ hafði hún spurt og hlegið við hon- um. Hún var fögur kona, grönn sem lilja og ljóst hár, sem ljómaði eins og silfur og augu hennar voru blárri en nokk- ur gleym—mér—ei. Hann hafði líka hlegið til hennar. „Eruð þér svona blóðþyrst? Þér hefðuð átt að vinna á skurðstofu. „Nei, ekki hún, ég! Eg á ekki heima sem „systir“ neins. Eg er alltof önnum kafin við að vera ég sjálf til að ég megi vera að því að hugsa um aðra. Og auk þess kann ég vel við mig hér.“ „Og hvað gerið þér hér.“ Hún leit undrandi á hann. „Eigið þér við að þér vilið ekki hver ég er? Hafið þér aldrei heyrt talað um Virg- iniu Cowley? Horfið þér aldrei á sjónvarp?“ „Aldrei! Ætti ég að gera það?“ „Endilega! A.m.k. hvert miðvikudagskvöld. Viljið þér ekki koma með og horfa á mig núna? Eg get séð um það.“ „Hvenær?“ spurði hann. Hún sagði honum það, en hann gat ekki beðið heilan klukkutíma. En hann brosti °g lofaði að reyna að horfa á hana heima. Þegar hann kom aftur til Harley Street og hafði heim sótt fáeina sjúklinga á einka sjúkrahúsinu sem var á tveim hæðum í húsinu sem hann hafði lækningastofu sína í, fór hann með lyftunni upp í ibúð sína á efstu hæð. Ein- mitt, þegar hann gekk inn, varð honum litið á klukkuna. Hann brosti með sjálfum sér, snérist á hæl og barði að dyrum á dagstofu yfirhjúkr- unarkonunnar. Gráhærða, miðaldra konan sat við sjónvarpið eins og hann hafði búizl við. Hann hafði sjálfur gefið henni tæk ið og hún horfði oft á sjón- varp. Hún reis strax á fætur. „Eg skal slökkva Sir Bla- ine,“ en hann hélt aftur af henni. „Nei, gerið það ekki, mig langar til að horfa á sjón- varpið. Eg hef aldrei gefið mér tíma til að horfa á heila dagskrá. En nú er ég sjálfur nýbúinn að kóma fram í sjón varpinu.“ Hann brosti drengjalega. „Hvað kemur næst?“ Ungfrú Dove brosti, bauð honum sígarettu og settist aftur. „Það er ekkert fyrir yður,“ sagði hún. „Dans og söngur. Ein nýjasta stjarnan, Virgin- ia Cowley.“ Belding brosti. Hvað skildi þessi duglega, hjarta- góða kona hafa sagt, ef hún hefði vitað, að hann hafði ein mitt talað við þessa stjörnu rétt áðan? Svo leit hann á skerminn og sá Virginiu. Dá- lítið af fegurð hennar hafði fölnað í skæru ljósinu, samt var hún ótrúlega fögur. Hún var í hlíralausum kjól sem ofan við mitti var skreyttur skínandi pallíettum og vítt pilsið þyrlaðist um hana eins og ský. Hún söng lítið glaðvært lag með rödd, sem í raun og veru var eng- in söngrödd, aðeins afsökun fyrir að hún skildi birlast á tjaldinu. Þegar hún hafði lokið við að syngja, dansaði hún eins og töfravera. Já, þar kom rétta orðið yfir hana. Hún var töfrandi. Hún var töfrandi. Hún var svo þrungin lífi og fjöri, svo glöð með sjálfa sig og fagran lík- ama sinn, svo sannfærð um að allir sem litu hana augum myndu hrífast. Jafnvel pipar sveinn um fertugt, sem hafði helgað sjúku fólki allt sitt líf. Og ef til vili var það skýr- ingin á því valdi, sem Virg- inia virtist hafa yfir honum. Ótrúleg lífsgleði hennar og fjör gaf honum eitthvað, sem olli því að hvert augnablik I návlst hennar varð þýðingar mikið. En þegar hann hafði séð hana á skerminum í fyrsta sinn, hafði hann aðeins sagt: „Hún er mjög fögur.“ „Fögur er hún — og tóm,“ sagði ungfrú Dove kæruleysig lega. „En hún þjónar sínum til- gangi,“ sagði hann. „Með að gera aðrar konur afbrýðisamar og öfundssjúk- ar og fylla huga karlmann- anna með hugsunum sem þeir þeir hefðu verið betur komnir án. Já, ég geri ráð fyrir því.“ Hann hló og kveikti sér í nýrri sígarettu. „Gerir hún þ>ig afundssjúka?'11 spuxði hann stríðnislega. „Fyllir hún huga þinn með hugsunum, sem þér hefði lið- ið belur án?“ svaraði hún og svo hlógu þau bæði, góðir vinir, sem höfðu þekkst í mörg ár. „Öfundssjúka? Eg vona að ég sé gáfaðri en svo,“ sagði ungfrú Dove, sem var á fimmtugsaldri, lítil og þybb- in og með andlit sem gæðin lýstu af, en sem á engan hátt var hægt að kalla fagurt. „Eg vona, að mitl hlutskipti hafi reynst betra en hlutskipti þessarar ungu konu þama.“ „Hvað með hugsanimar sem mér líður betur án? Eru þær ekki visst hlutskipti?** spurði hann og brosti enn. „Eg geri ráð fyrir .því/‘ sggði hún og leil á hann-rann sakandi. „Því horfirðu svona á'’mig, Emma?“ spurði hann og teygði fæturna nær bálinu á arninum. Honum leið alltaf vel í setustofu yfirhjúkrun- arkonunnar. Nú þegar Virginia var horf- in af skerminum hafði hann ekki lengur áhuga fyrir sjón varpinu og hún slökkti því á því. „Af hverju giftirðu þig ekki, Blaine?“ spurði hún. — „Þú gefur taugaóstyrkum konum og geðvondum körl- um þetta ráð, því tekurðu það ekki sjálfur?“ „Er ég taugaóstyrkur og geðvondur?“ ,Oft'1* svaraði hún alvarleg. Hún var eina manneskjan, sem þorði að segja slíkt við hann. „Og þú heldur að það verðl til góðs að ég nái mér í konu í ofan á lag á allar mínar á- hyggjur “ Hann brosti hæðn islega. I 1 ■*SNJ Alþýðublaðið — 27. jan. 1962 J,5 * STJÖRNUSKIN eftir Netta Muskett

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.