Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 10
 Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Opiö hús í dag | AFMÆLISHÁTÍÐAHÖLDIN í tilefni 50 ÁRA AFMÆLIS íþróttasambands íslands hefjast í daff í Sjálfstæðishúsinu. Þar tekur framkvæmdastjórn ÍSÍ á móti gestum kl. 15. Þar verða flutt ávörp og kveðjur og gjafir afhentar. Erlendir gestir og fulltrúar héraðssambanda eru annað hvort komn- ir í bæinn eða koma í dag. — Á morgun kl. 14 er hátíðar- sýaing | Þjóðleikhúsinu og almælisíhóf að Hótel Borg annað kvöld. MMHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMttMMMMMMMMMi Handbolti um helgina + MEISTARAMÓT ÍSLANDS i handknattleik heldur áfram um helgina. í kvöld fara m. a. fram 2 leikir í II. deild karla, ÍA—Haukar og ÍBK og Þróttur. Annað kvöld leika m. a. Valur og FH í mfl. I. deild og ÍA— Breiðablik í II. deild. Keppnin hefst kl. 8,15 bæði kvöldin. ; Á móti í Auckland sigraði Peter Snell í 880 yds. hlaupi og fékk hinn frábæra tíma,| 1:47,1 mín. Annar í hlaupinu yarð Bandaríkjamaðurinn John Bork á 1:48,5 mín. Danir sigruðu Júgóslavíu í handknattleik kvenna í vik unni með 12:7. Belgíska liðið Standard Lié- e sigraði Penarol frá Uruguay í Liége í vikunni með 3:1. —□— ‘ Norska handknatleikslands- liðið, bæði karlar og konur, éru nú á keppnisferðalagi. — Norska karlaliðið sigraði þáð hollenzka með 19:11, en tapaði fyrir Vestur-Þjóðverjum með 10:12. Þýzku dömurnar sigruðu þær norsku með 10:6. Austur-Þjóðverjar sigruðu Júgóslava í handknattleik með 25:12. .MMMMMMMMMMMMMMtM Lélegir leikir að Hálogalandi iHÁÐIR v'oru fjórjr lejkir í ís- landsmótinu í handkr.attleik á fimrntudagskvöldð, tveir í 2. flokki karla og tveir í.meist- ar.aflokki kvenna. Leikirnir ýoru frekar daufir og varla brá fyrir góðum handknattleik. II. FLOKKUR KARLA FH — ÍR 17:10 (6:5) Fyrri hálfleikur var alljafn eins og tölurnar bera með sér, en j síðari hálffeik voru FH- ingar ailsráðandi á vellinum. Margir af liðsmönnum 2. fl. MMttMtMMMttMMMtttttMttMMtMMMtMMtMMMMMtMW frá í fyrra hafa nú gengið upp og þeir sem nú fylla flokkana, eru ekki eins snjallir, enda með minni reynslu. í báðum lið uf eru samt efnilegir piltar. Valur — Ármann 14:9 Þessi leikur var súzt betri en fyrri leikurinn, en Valur sigraði Verðskuldað. — Hið skemmtilega lið Ármanns frá í fyrra hefur nokkuð splundr- azt, þar sem .sumir þeir beztu eru nú gengnir upp í mfl. Frh. á 11. síðu. Þorgerffur skorar fyrir KR í leiknum gegn VAL. Hátíðahöld á Akur- eyri á ÍSÍ-afmæli Svartamarkaðs- verð 2900 kr.! ÁJHUGI vex stöðugt fyrir leik Ingemars Johan- sens og Bretans Bygraves, sem fram fer í Gautaborg 2. febrúar. Nú þegar er svartamarkaffsverff miða komiff í 350 sænskar krón- ur eða ca. 2900 ísl. krón- nr. Áhorfendasvæffiff, þar sem keppnin fer fram tek- ur 6 þús. manns. MMMMMMMMMMttttMMMt AFMÆLIS ÍSÍ verffur minnzt víffa um land, en á Akureyri verða hátíffahöldin meff mestum glæsibrag, eða sem hér segir: í dag verður frjálsíþrótta- keppni í íþróttahúsinu og keppt í hástökki meff og án atrennu og þrístökki án atrennu. — Þessi keppni hefst kl. 4 e. h. Einnig í dag fer fram sýn- ingarkeppni á vegum Skautafé lagsins, ef veður leyfir og hefst hún væntanlega kl. 6 e. h. á æfingasvæðinu við íþróttavöll- inn. Á morgun verður skíðakeppni í Hlíðarfjalli. Bifreiðar frá Ferða skrifstofunni leggja af stað kl. 9,30. Keppt verður í ýmsum greinum skíðaíþróttarinnar. Efitir hádegi á morgun verður keppni í handknattleikjum í fimleikasal MA og íþróttahúsinu — Keppni hefst kl. 1,30. Keppt verður í handknattleik karla og kvenna og körfuknattleik.. Á morgun fer einnig fram sund'keppni í Sundlauginni og hefst hún kl. 5,30. Keppt verð- ur í 50 m. bringusundi kvenna og 50 m. bringusundi karla. ■ — Einnig verður keppt í 50 m. skriðsundi karla og kvenna og 4x50 m. skriðboðsundi karla og 4x50 m. boðsundi, bringusundi karla. Þá verður 4x25 m. boð- sund kvenna í bringusundi og skriðsundi. Annað kvöld verður svo af. mælishóf að Bjargi fyrir íþrótta fólk og hefst það kl. 8,30. Þar verður m.a. úthlutað verðiaun- um dagsins. SKIÐAFERÐ TIL NOREGS Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir efnir til skíða ferðar tU Noregs nú í næsta mánuði. Verður far ið frá Reykjavík með Flug félagi Ísíands þ. 24. febr. og dvalið í skíðahóteli í ná grenni Oslóborgar þá vik una, og skíðafólki gefinn frjáls tími til æfinga við hin ágætustu skilyrði þar sem lyftur og annar búnaður er eins og bezt verður á kosið. Helgina eftir er hið fræga Holmen kollen mót, og verður far ið þangað og dvalið við keppnisstaðinn laugardag og sunnudag 3—4 marz. Gefst fólki tækifæri til að sjá hina færustu skíða menn, sem taka munu þátt £ mótinu. Á mánudeginum verð ur farið til Oslóar og dval ið þar til miðvikudags 7. marz, þá verður flogið til Reykjavíkur. Er ekki að efa, að marga fýsir til að koma til Nor- egs um vetur, bæði til skíðaiðkana svo og til hressingar. Tékkneska liðið Spartak er nú á keppnisferðalagi £ Mal- aya. Þeir töpuðu leik þar ný- lega með 3:1 og kemur það mjög á óvart. FRÁ HOLMENKOLLENDEGINUM. JO 27. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.