Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 9
ÉllSl m .:. V. 30 sinnum, 30 hjónabönd og 30 konur. Fyrir ekki löngu síðan var hann að því kominn að kvænast í 31. skiptið. Ein lítil til- kynning frá því opinbera kom í veg fyrir það brúð- kaup. Tilkynningin var þess eðlis, að hann hefði 30 sinnum vanrækt að sækja um lagalegan skilnað. Það er ekki aðeins, að að Franklin Mills hafi kvænzt 30 konum, held- ur er hann enn kvæntur þeim og sóltist mikið eftir að kvænast þeirri 31. Nú eru hjónabandsæv- intýrin á enda og Frank- lín situr í borgarafangelsi Los Angeles, ákærður fyr ir fjölkvæni og svik. Hann er 64 ára gamall og vel holdugur. Það var eigandi hótels nokkurs á Long Beach, sem nærri var orð- in 31. eiginkona Frank- líns. Hann hafði leigt hjá henni um tíma. Hann var stöðugt að fá símtöl víðs vegar að úr heiminum frá herlæknum, að hann sagði, sem vildu fá hjá honum ráðleggingar. — „Hvers vegna?“ spurði konan. „Eg var læknafor- ingi í hernum,“ svaraði sá bíræfni. Allt var þetta þó upp- spuni frá rótum, því Fran klín var iðjuleysingi og annað ekki. Varla er þó hægt að segja, að maður asni, að [ifta mig.“ af“ var minna en ^lið hafa ekkja það taflöskur í ida veitir 'i hlýju — i eru illa hefur verk hafið fram stakri gerð n sé þess- i er af hér áraliturinn Ijóshærður ökkhærður :r eins og ngri en 50 ekki. Sagt iar seljist írstíðum. þessi hafi verið iðjulaus úm ævina. Iðja hans var hins vegar bæði furðuleg og óvenjuleg. Hann kvæntist velefn- uðum konum, ekki af ást, heldur vegna brúðkaups- ferðanna, sem hann fór í með þeim -— og þær greiddu fyrir. Atvinna hans er eðlilega nefnd brúðkaupsferðamaður. Það má furðulegt telj- ast, hvern'g honum gat tekist að kvænast 30 sinn um án þess að yfirvöldin veittu því efUrtekt. Skýr- ingin liggur sennilega í því, að hann kvæntist allt af í Kaliforníu. Franklín J. Mills bjó al- drei lengur með konum sínum en í þrjá mánuði, þá lújóp hann á brott, — enda lokið brúðkaupsferð inni. Wilma Pettöffi heitir stúlkan og var kjörin bezta listdans mær Ungverjal. nú fyrir skömmu. Nokkru eftir að frézt hafði um sigur hennar hafði hún fengið 500 hjónabandslit boð erlendis frá, auk hinna innlendu. Mvnd þessi sem tek in var af Wilmu í Búdanest hlaut líka sigur í samkeppni sem italskur Ijósmyndaklúbbur efndi til, en þar var hún kjörin bezta myndin. UMMWmUMWHmHWMHW1 Enn er hér Sophia Lor- en, sem er uppáh.al * allra. Nú er hún stödd í smáþorpi í nágrenni Bo- logna á ftalíu, þar sem verið er að kvikmynda fjórða hluta nýju kvik- myndarinnar, sem hún Ie>kur í, en hún nefnist „Boccaccio 70,“ sem er gerð um nokkrar sögur úr samnefndu s:f'nt frægra ástarsagna. íbúar þorps- ins fá allir að leika með í myndinni, þegar götu- myndir eru teknar. Veizlustöðin ÞVERHOLTI 4. Opið frá kl. 8—6. Býður yður upp á veizlurétti á heimili yðar: Köld borð Heitan mat Smurt braut Ábæti og samkvæmistertur. Tryggið gæðin og pantið með fyrirvara. SÍMI 10391 (um tíma kl. 9—11 f.h.) FRIÐRIK GÍSLASON. Auglýsingasíminn er 14906 Gott í matirm Nýfryst heilagfiski og sólþurrkaður saltfisknr FISKHÖLLIN og útsölur hennar. Búrfellsbjúgu bragðast bezt Kiötverzlunin Búrfell Skrifstofumaður Loftleiðir óska að ráða til sín ungan skrif- stofumann frá næstu mánaðamótum til starfa . í endurskoðunardeild félagsins í Reykjavík. Bókhald- og málakunnátta áskilin. % Umsóknarneyðublöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2 og aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6. Alþýðublaðið — 27. jan. 1962 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.