Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1962, Blaðsíða 3
Styrkur til náms vestra AÐ TILHLUTAN Valdi- mars BjörrH'on, fjármáiaráð ráðherra Min;?estota ríkis, hef Ur Ott0 Bremcr stofnuni/! á kveðið að veita á þessu órj og framveg'is árlega nokkra fjár upphæð til The American Scandinavan Foundation til námsstyrkja fyrir háskóla- menntaða mcnJ/ á Norður löndum tjl framhaldsnárrj' við æðri menntastofnanir í M'nne sota, einkum Rík.sháskólann eða Mayo—læknaskólan/i í Rochester. Fyrcti styrkurinn, að upp íhæð $2.500, verður veittur fs lenzkum námsmanni, og hef ur T^lerzk-ameríska fé]agið miUigöngu um veitingu hans. Stvrkurinn eY til eins árs (1962 63), en við Mayo stofn unina eru möguleik.ar á fram hpio'f.stvrk í tvö ár til viðbót ,ar. Umsækjendur skulu 'hafa lokið -háskólaprófi í grein 'sinni. Nárari upplýsingar gef ur ritari félaesins, prófessor Hreinn Benediktsson, sími 10361, og afherdir hann einn ig umsóknareyðulblöð. (Frá ísl. ameríska félaginu). A 66 KLUKKUSTUND MTIL Framhald af 1. síðu. verða harðánægðir, þótt starf hans verði ekki fullkomið Eins og áður segir er eld- flaugin tveggja þrepa. Fyrra þrepið er Atlas-eldflaug, sem á að flytja A g e n a - eldflaug og geimfar'ð upp í 138 kílómetra hæð yfir jörðu. Átta mínútum eftir að þangað er komið á svo Agena-eldflaugin að fara af stað og flytja geimfarið til tungls ins. Þegar þetta er skrifað, hafa borizt uplýsingar um að Atlas- fiaugin hafi gegnt hlutverki sínu og Agena-flaugin sé komin af ptað með geimfarið innan- jboííls. Hefur ferðin 't'l þessa gengið að óskum. Hins vegar verður ekki hægt að segja um það með fullri vissu, fyrr en eftir 24 klukkustundir, hvort eldflaugin hefur farið fyrirhug- aða leið. Agena-eldflauginni er ætlað að gefa geimfarinu 38.100 kílómetra ferð á klukkustund og | sleppa því frá. Taka þá við ýms ar flóknar aðferðíir, er munu ; leiða til þess að geimfarið stefni ] til tunglsins með 9600 kílómetra , hraða á klukkustund. Geimfarið mun splundrast er það lendir á ! tunglinu, en áður en það gerist. I hefur losnað frá því jarðskjálfta mælir, sem menn vona að lendi j á tungl'nu með aðeins 240 kíló- metra ferð á klukkustund. Er metra hraða á klukkustund. Er þess vænzt að mælirinn lendi ó- skaddaður og taki síðan til við að senda skýrslur til jarðar um hreyfingar á yfirborði tunglsins, t. d. vegna jarðskjálfta eða á- reks'ra loftsteina. Sendir mæl- is:ns getur starfað í einn mán- uð. Fjórar athuganastöðvar munu fylgjast með ferð ,.Ranger three“. Eru tvær þeirr.i í ná- grenni Jóliannesarborgar í Suð- John Glenn ofursti ur-Afríku, ein á Woomerang- tilraunasvæðinu í Ástralíu og ein við Goldstone í Kaliforníu. Ranger three hélt af stað klukkan nákvæmlega hálf átta í gærkvöldi, eins og áður segir. Um leið og vélar Atlas-flaugar innar fóru af stað huldist hin 27 metra háa flaug í vatnsúða, en vatn sprautast sjálfkrafa í kælingarskyni á skotstað flaug- arinnar. Hún hvarf í norðurátt, sem risastór eldnál þpemur mínútum síðar og fimm ’mínútum ef'ir að hún fór af stac), Ilelði Atlas-eldfljaugin gegnt sínu hlutverki og losnað frá Agena-flauginni og geimfar- ínu. — Gerðist þetta í 240 kíló- metra hæð. — Jafnskjótt og ,,Ranger three“ er kominn út fyrir aðdráttarafl jarðar mun hann leggja út árar sínar, sem svo eru kallaðar, en það eru ör- litlir hlerar, sem þaktir eru svo- kölluðum sólskífum eða sólspegl um. Framleiða þær rafmagn fyr ir áhrif sólarljóssins. „Ranger three“ mun fcreyta legu sinni í loftinu eftir þörfum til að geta sem bezt notað sólarljósið. — í ákveðinni fjarlægð frá tunglinu mun „Ranger three“ líka snúa sér þannig að sjónvarpsmynda- vélarnar snúa að tunglinu. Og í 21 kílómetra hæð á fyrrnefndur jarðskjálftamælir að losna, en þá fara í gang litlar hemilflaug ar sem festar eru við hann. „Ranger three“ flytur hin flóknustu vísindatæki og hafa mörg þeirra ekki verið notuð áður í geimflugi. í geimfarinu eru 20 þúsund rafmagnshlutar. Þar er rafmagnsheili, sem safn- ar og notar síðar skipanir, sem honum berast frá jörðu. Skipan- ir þessar ráða stefnu geimfars- ins og legu þess í himingeimin- um. Fyrsta skipunin barst 30 mínútum eftir að ferð flaugar- innar hófust og var hún um, að loftnetin ættu að beinast til jarðar. Önnur skipunin var um að losa lof'netin í stefnu á jörðu, sú þriðja var um skipt- ingu frá rafhlöðum til sóiarorku sú fjórða fjallaði um ræsingu eldflaugahreyfla og sú fimmta f.iallaði um að sjónvarpsmynda- vélar taki nærmyndir af tungl- inu á 13 sekundna fresti, sam- tals 1800 myndir. Geimparið mun því taka og senda fyrstu nærmyndirnar af tunglinu. með al annars. Það e.r 327 kííó að byngd og er gull- og silfurhúðað. Jarðskjálftamælirinn er 43,4 kíló að þyngd og er klæddur með balsaviði. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað Að Almenna byggingarfélagið hafi selt Áfengis- og tóbaks verzlun ríkisins og fleiri ríkissfofnunum húsið Borg- artún 7 fyrir 25 milljónir. CANAVERAL-HÖFÐA 26. jan. (NTB—AFP). JOHN Glenn ofursti, sem á að fara þrjá liringi um jörðu í geimskipi sínu á morgun. sagði í dag að allt væri gert, sem mögulegt væri til að minnka áhættu bá sem hann tekst á hendur með ferð þessari. Samt sem áður er auðvitað enn nokk ur áhætta fyrir hendi, sagði hann. Það var málsvari Glenn of- ursta er færði blaðamönnum þessi orð hans. Lagði hann á- herzlu á, að Glenn reiddi sig á, að bæði hið opinbera og blaða mennirnir skilji hættu þá, sem Glenn setur sig í. Hann sé fús til að fórna sér í þágu vísind- anna ef þörf krefji. Málsvarinn sagðl einnig að hættulegasti á- fangi ferðarinnar myndi vera sá, er kveikt verður á eldflauga lireyflunum til að beina flaug- inni til jarðar aftur. Fari þeir . ekki í gang mun geimfarið halda áfram ferð sinni um jörðu í heilan sólarhring. Spurn ingu þess efnis, hvort Glenn hefði með sér eitur til að taka inn rf nauðsyn krefði svaraði málsvarinn svo, að hann hefði það ekki með sér. Glenn verður vakinn klukk- an £ í nótt (ísl. tími) og mun þá ganga undir rækilega læknis- skoðun. Hann klæðist síðan búningi sínum og verður kom inn að Atlas-eldflauginni klukk an 5. Fer hann þá í lyftu upp á 11. hæð í skotturninum og stíg ur inn f geimfar sitt, „Friend- ship ^even'b Vegur það 1 tonn og Ukur hver ferð þess um jörð>» 90 mínútur, en í allt á ferð:n að standa fióra tíma og fimmtíu mínútur. Veðurútlitið er r>ú talið gott. Á ferðinni j fer p’eimfarið hæst 240 kíló- metra en lægst 160 kílómetra. j Geimfarið mun hverfast frá | austr5 tii vesturs og fara yfir J Athnfshafið, Afríku, Indlands haf, Ástralíu, Kyrrahaf, Banda ríkin Ef nauðsyn krefur getur GJefn ofursti sett hemilflaug arnar í gang eftir fyrstu hring ferð:n-> o<r verður hann þá yf ír ve^hirströnd Bandaríkjanna, 6400 kílómetra frá þeim stað í Atlantshafinu, sem hann myndi lenda á. Er það 800 km. undan ströndum Bermuda og Florida. Ef allt gengur að ósk- um mun í lok þriðju hringferð arinnar, lítij fallhlíf opnast í 6300 metra hæð oa; í 3000 metra liæð mun aðalfallhlífin opnast og flytja geimfarið niður að sjávarfletinum. Á hringferð- unum mun Glenn ofursti taka við stiórn geimfarsins um stund, hann mun mæla blóð- þrýsting sinn og standa í stöð ugu talsambandi við loftskeyta stöðvar á jörðu niðri. Verður öllu því útvarpað jafnóðum um alþjóðlegar útvarpsstöðvar. Þá mun Glenn einnig snæða í geim farinu. Eins og áður segir tekur hver hringferð 90 mínútur en það býðir að hann mun upplifa í hverri þeirra einn dag sem verð ur fyrir honum 45 mínútna langur, og eina nótt, sem verð I ur jafnlöng. Þannig lifir hann þrjá sólarhringa, sem hver fyr ir sig er 90 mínútna langur. Patrekshrepp- ur vann málið í GÆR var kveðinn upp í Hæstarétti dómur j málinu: ] oddviti Patrekshrepps gegn Olíuverzlun íslands hf. Reis málið vegna ágreinings um það, hvort Olíuverzlunin ætti að greiða útsvar á Patreksfirði ; árin 1954—1956. Patrekshrepp i ur vann málið og var Olíuverzl uninni gert að greiða útsvarið. Árin 1954—1956 lagði Patr- ' ekshreppur útsvar á Olíuverzl un íslands, samtals að upphæð ^ kr. 3482.00 en Olíuverzlunin neitaði greiðslu. Hélt Olíu- verzlunin því fram, að Hafnar stræti 21 hf. ætti tæki þau, er Oliuverzlunin notaði til starf- rækslu sinnar á Pareksfirði. — Hins vegar kom í ljós, að Hafn arstræti 21 hf. er dótturfélag Olíuverzlunar íslands og á Olíuverzlunin 39.500,00 kr. af 40.000,00 kr. hlutafé í Hafnar- stræti 21. Segir í hæstaréttar dóminum, að með því að Olíu- verzlunin leggi til og kosti þau tæki, sem nauðsynleg eru til starfrækslu Olíuverzlunar ís- lands á Patreksfirði verði að telja, að salan fari raunveru- lega fram á vegum hennar, enda sé hún þáttur í víðtækara sölukerfi Olíuverzlunarinnar. Segir í dóminum.að því verði að telja Olíuverzlunina útsvars- skylda í Patrekshreppi. Var Olíuverzluninni gert að greiða umrætt útsvar kr. 3482.00 á- samt 10% ársvöxtum frá 11. nóv 1957 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, samtals kr. 3000.00. Frh. á 11. síðu. Alþýðublaðið — 27. jan. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.