Alþýðublaðið - 24.02.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1962, Blaðsíða 2
J&tstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: jBjorgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími * 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu «—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýöuflokkurinn. — ) Orðsending til Iðjufólks l KOMMÚNISTAIl hafa beðið hvern ósigur- inn á fætur öðrum innan verkalýðsfélaga það sem -- af er þessu ári. Þótt þeir hafi lagt mikla vinnu og 1 rnikinn áróður af mörkum til að auka fylgi sitt innan félaganna — og geta túlkað það sem ósigur stjórnarinnar — hefur uppskeran orðið rýr. Er augljóst, að starf og stefna kommúnista finnur minnkandi hljómgrunn meðal vinnandf. manna í landinu. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, er glöggt dæmi um þær breytingar, sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar var stjórn kommúnista hrundið strax og félagsfólkið fékkst til að sinna málefnum sínum almennt og taka þátt í kosningum. Kom í ljós margvísleg spill- ing innan félagsins, og höfðu kommúnistar mis- notað stoðu sína þar fjárhagslega og í pólitísk- 'Um ti'lgangi. Iðjufólk hefur borið betri hlut frá borði eftir að kommúnistum var hrundið úr stjórn félags- ins. Lýðræðissinnar úr-ýmsum flokkum, sem þar mynda nú stjórn, hafa staðið fast á rétti félags- fólksins og fengið fram margvíslegar kjarabætur án verkfalla. Nú eru að opnast nýjar leiðir til að ;bæta enn kjör iðnverkafólks. Athuganir fara fram á breyttu fyrirkomulagi vinnunnar, aukinni hag- ræðingu og þar með aukinni framleiðni. Allar slíkar endurbætur eiga að koma hinu vinnandi fólki til góðs, þannig að sama kaup fáist fyrir sömu vinnu á styttri tíma. Þessar nýju leiðir hafa vakið mikinn áhuga ivinnandi fólks, sem er uppgefið á hinu stöðuga brölti kommúnista. Þess vegna er mikilvægt, að iðnverkafólk í Reykjavík standi vel saman um stjórn félags síns og veiti kommúnistum enn eina ráðningu í kosningunum, sem fram fara nú um helgina. Námsbækur EITT MIKILVÆGASTA útgáfufyrirtæki’ landsins er ríkisútgáfa námsbóka. ITún lætur gera mikið af þeim kennslubókum, sem börn •okkar fá í hendur á skólaárum sínum. Er því mikilsvert, að þessi útgáfa takist vel, bækurnar séu unnar af hinum færustu mönnum í samvmnu við kennarastéttina — og vel úr garði gerðar. Enda þótt skoðanir á einstökum bókum hljóti ' að verða misjafnar, hefur verið sýnileg framför , í þessari bókagerð. Meiri alúð hefur verið lögð í - gerð bókanna og nútíma tækni mynda og lita ( hagnýtt í ríkara mæli en fyrr. Hér er stefnt í rétta i átt og ber að veita útgáfunni þau fjárráð, að ‘ hún geti enn sótt fram. Bókaþjóð má ekki láfa annað viðgangast en börn hennar fái í hendur góðar kennslubækur, vel úr garði gerðar, sem lokka til náms og lesturs og vekja virðingu barn- anna fyrir sjálfum bókunum. HANNES Á HORNINU •fe Bréf fró sjómanni um sjóslys og björgunar- tæki. ■fc Samvizkusemi sjó- manna sjálfra. ýV Ekki nógu gott eftir- lit um borð. ☆ Reynslan er mikiivæg þegar mistök verða. SJÓMAÐUR SKRIFAR MÉR: „Ótíðindi dynja á okkur næst um því daglega. Segja má, að eitthvað hlaut undan að láta í því dæmalausa umhleypinga veðri, sem staðið hefur nú á ann an mánuð. Engin veður eru eins hættuleg og þessi, sem nu hafa gengið yfir okkur. Sjófarendur geta aldrei verið öruggir. Oft skiftij. um veður eins og hendi sé veifað Merkin sýna og merkni Febrúar mun vera mesti sjóslysa mánuður, sem yfir þessa þjóð hefur gengið um langan aldur. ÞÚ BIRTIR NÝLEGA BRÉF þar sem því var haldið fram, að i sjómenn sjálfir hugsuðu lítið um | björgunartækin um borð í skip j unum. Þetta er alveg rétt. Sjó 1 menn eru algerlega hirðllausir um tækin. Segja má, ef til vill að skipsstjórnarmönnum eigi að bera skylda til að hafa stöðugt eftirlit með tækjunum, en það er alls ekki hægt að ganga fram hjá þeirri siðferðilegri skyldu há seta, að hafa auga með þeim. MIKLAR umræður hafa orð ið um gúm-björgunarbáta, og rg tel það mjög miður farið hvernig reynt hefur verið að afflytja þessi tæki. Það hefur þegar feng ist reynsla fyrir því, að undir vissum kringumstæðum eru þessir bátar líklegastir allra björgunartækja til að bjarga mannslífum. En vitanloga geta' þeir líka algerlega brugðist und ir öðrum krmgurnstæöum. MIG FURÐADX á fréttinni um skipverjana á Skjaldbreið, sem 1 fóru frá skipi sínu út i óvissuna. Ég verð að segja það, að sú at H höfn var alveg ófyrirgefanleg. Hið sama má segja um þá sem fóru á korkflekann á Elliða. Tveir menn á því skipi fórust. Þer fóru í gúmmíbát og ég full yrði að það var hrein tilviljun, að þeir sem fóru á korkflekann skyldu komast lífs af. ÞAÐ ER EINNA LÍIÍAST ÞVÍ að sumir menn haldi að menn hafi álitið að gúmbjörgunarbát ar væru örugg björgunartæki undir öllum kringumstæðum. Skipaskoðunarstjóri hefur eir. mitt marg tekið það fram, að þannig mætti hvorkj líta á þá né nein önnur tæki, því að seinl mundi takast að finna upp slíka bjargvætti. Aðstæðurnar eru svo margvíslegár. Hitt er s^'o allt annað mál, að það er Jifsspurs mál að allt eftirlit og viðgerðir sé í fulikomnu lagi. 1 jÉG ER SAMMÁLA ÞEIM, sem skrifaði þér um það, að eft irlitið utan Reykjavíkur sé ekki í eins góðu lagi og ætlast er til. Margir menn vinna að þessu. ! Þeir eru bæði misjafnir og alla getur að líkindum hent örlagaríK mistök. Þetta mun hafa átt sér stað. Aðalatriðið er að læra af mistökum, að gera öllum skipa skoðunarmönnum ljóst í hverju mistökin liafa verið fólgin. Og ég veit, að hér að vinr.ur skipa skoðunarstjóri af framúrskar, andi samvizkusemi. SVO ER ANNAÐ MÁL Fyrr um var það talinn vísasti vegur inn til björgunar í slæmum veðr um að forða sér frá landinu, því að hættan stafi fyrst og fremst af því. En óneitanlega finnst manni nú, að öðru vísi sé að far ið. Nú eru skipin upp við land. Og farast þar. Gæti ég rakið dæmi um þetta En hér er um of viðkvæmt mái að ræða til þess, að m,eira sé um það rætt.“ NÚ ER AÐ STANDA SIG! JOHN GLENN, ofursti flaug á þriðjudag 3 hringi kring- um hnöttinn — sem kunnugt er af fréttum. Hann var tæpa fimm tíma í ferðalaginu. Nú ætla fslendingar að leika þetta eftir honum — á sína vísu. íþróttasíða Alþýðublaðs ins skýrir frá því í dag, að ákveðið hafi vcrið að efna til landsgöngu á skíðum og er öllum heimil þátttaka, jafnt fræknustu skíðagörpum sem fegurstu skíðaskussum (sjá mynd). Hverjum þátttakanda er ætlað að ganga fjóra kíló- metra í einni striklotu. Þetta er önnur landsgangan, sem hér er efnt til; þá fyrstu fóru um 23.000 íslendingar árið 1957. Þeir gengu samtals umi 90.000 kílómetra — eða sem samsvarar tveimur hringferð um kringum hnöttinn. ODYRT ÞVOTTAEFNI: 2kg. þvottaduft. kr. 29.00 3A 1. þvottalögur . . — 15,00 ^fiijjjjjjjjjjjt iViVmhmVuiViVI aTa fftl r/fiill «TiViViViVm'V.V,',' MiniMMIhHlll r I ^■iVlVlVlVlVlVllVlV mViVmViViVm ,IHHl’lIMMiii'iiiiiVii'iiJB ^■iViViViViVimV* 'MMIMIMltMffnWIMIMMMMMIIIIMMIIIIlffmHHtHllllllMHM .......... Miklatorgi við hljðina á ísborg. í BLÓRA við allt og alla laumum við hér inn tízkumynd! Hún sýnir, — að bví er sagt er, — tízkulínur þessara meistara: (frá vinstri): MADAME GRÉS. LANVIN COST- ELLO, MARC BOHAN (DIOR) og JAC. HEIM. — Grés og Iíeim kalla sínar línur VINDINN og VEIFUNA. Þessar teikningar eru kannski ekki ýkja Ijósar, — en höfundarnir hafa stranglega bannað, að nokkru væri við þær bætt! — Það getur ef til vili orðið lesendumi til dundurs yfir helgina, að ráða í línurnar . . . 2 24. fehr. 1962 — Alþýðuhlaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.