Alþýðublaðið - 24.02.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1962, Blaðsíða 4
Guðmundsson: 11 BÚIZT er við fullskipuðum fundi miðstjórnar rússneska fkommúnistaflokksins 5. marz næstk. og hafa þær fréttir orðið mönnum tilefni til vangaveltna um ástandið meðal framámanna þess flokks um þessar mundir. Eru fleslir sammála um, að for- usta flokksins eigi enn í harð vítugri valdabaráttu, þó að sennilegast sé talið, að í þetta skipti verði eiít aðalmálið endanleg ákvörðun um að slíta sambandinn við Kína, —• -enda fjölmargt, sem bendir til þess, að slík ákvörðun geti ekki verið iangt undan. Það er hins vegar Ijóst, að barátta Krústjovs fyrir algjör um yfirráðum og barátta sam starfsmanna hans gegn því að láta hann ekki komast of langt hefur skapað fremur ó- stöðugt ástand meðal „topp“- kommúnistanna í Kreml. 22. flokksþingið styrkti ekki að- ^töðu Krústjovs, og rökræn afleiðing þess er sú, að hann verður að reyna að fylla for- sætisnefndina af tryggum stuðningsmönnum sínum, ella gætu atvarleg mistök í ein- hverju stefnumáli hans kost- að hann stöðuna. Meirihlut- inn í forsætisnefndinni verð- ur hins vegar að reyna að berjast gegn auknum völdum hans, þar eð slík aukning hlyti óhjákvæmilega að veikja þeirra eigin völd. Sérfræðingar í Rússlands- málum telja yfirleitt ekki, að um sé að ræða neinn „Kína- fokk“ innan forsætisnefndar rússneska kommúnistaflokks ins, en þó megi vel vera, að það mál verði notað til að sverta Molotov og aðra and- stæðinga Krústjovs. Það er að sjálfsögðu mikill styrknr í því fyrir Krústjov að geta svert alla andstæðinga sína sem stalínista, þó að ekkert bendi til þess, að neinn af helztu forustumönnunum nú mundi vilja snúa aftur til að- ferðanna, sem beitt var á staiínstímanum. Það er enginn efi á því lengur, að mikil barátta hef- ur staðið og stendur enn út af brottrekstri Molotovs og annarra meðlima „hins and- flokkslega hóps.“ Robert Conquest, sem mikið skrifar um málefni Sovétríkjanna, segir í grein nýlega, að við könnun á skýrslum 22. flokks þingsins til hinna ýmsu flokks deilda í sovétlýðveldunum komi algjört ósamkomulag skýrt í Ijós. Bendir hann á, að í sjö af lýðveldunnm, þar á meðal einkalýðveldi Krústj- ovs, Ukrainu, hafi ræður að- alritaranna, skýrslur flokk- anna og bréf frá fundum verkamanna prentuð í blöð- um á staðnum heimtað brott rekstur andflokkslega hóps- ins úr flokknum. í sex af lýð veldunum hafi sú skoðun ekki komið fram í þessum fyrr- nefndu skjölum. I einu lýð- veldi, Lithauen, hafi verið nokkur óvissa, í ræðum hafi verið krafizt brottvikningar, en hins vegar ekki verið minnzt á hana í ályklunum. Sama segir hann, að hafi gerzt í hinum stórum flokkum í Leningrad og Moskva: í Len ingrad voru birt bréf, sem kröfðust brottrekstrar, en á- lvktun flokksins minntist ekki á shkt. í Moskva héldu nokkur blöð því fram, að hér Framhald á 14. SPURT OG SPJALLAÐ, þátlur Sigurðar Magnússonar, verður annað kvöld; hörku- rifrildi um nýstárlegt efni: Á ríkið að hafa einkarétt á út- varpi á íslandi? — Með -einkaútvarpi tala Sveinn Ás- jjeirsson og Njáll Símonar- Æon, en á móti Guðmundur Hagalín og Benedikt Grön- -dal. Iðgjald útvarpshlustenda mun hækka innan skamms •og verða 360 krónur að með- töldum söluskatti. Útvarpið kostar þá hvern borgandi h^ustanda innan við 10 aura á hverja klukkustund, sem út- varpað er, og mun varla ódýr- ari skemmtun og fræðsla fá- anleg í landinu. ; iSi ' Bjarni Benedíktsson dóms- málaráðherra hefur fallizt á að flytja tvö sunnudagserindi um Gamla sáttmála, áður en langt líður. Endurtekið efni kl. 4,15 á morgun verður úr barnatím- um á virkum dögum og munu fullorðnir ekki síður hafa á- nægju af. — Jórunn Vigar og Þuríður Pálsdóttir kynni vísnalög í barnatíma á þriðju- dag kl. 6. Einar Pálsson flytur hug- leiðingu á þriðjudagskvöld. — Sverrir Hermannsson talar um daginn og veginn. — Á fimmtudag talar Sigurður Pétursson gerlafræðingur um athyglisvert efni: Skelfiska- tekju og skelfiskaeitrun. — Róbert G, Snædal les smá- sögu sína, Hefnd, sama kvöld. Þeim fer fjölgandi, sem hlusta á morgunhugleiðingar Árna Kristjánssonar, tónlist- arstjóra, um músik á sunnu- dagsmorgnum. — Aðdáendur rúmenska tónskáldsins Geor- ge Enescu fá mrkla dagskrá með verkum hans kl. 2—3 á morgun. Sveinn Einarsson fil. kand. hefur starfað á dagskrárskrif- stofu útvarpsins undanfarin ár, þegar hann hefur ekki ver ið við nám í Svíþjóð í leik- lislarfræðum. Næsta laugar- dag kemur hann í fyrsta sinn fram sem leikstjóri í „Bruna rústinni“ eftir August Strind- berg, sem Sveinn hefur sjálf- ur þýtt. 4 24. febr. 1962 — Alþýðúblaðið MIMUIMMMMHUUMmiWIHUHMMMMMMMMMMtUUMl Ritgerðasamkeppni skólabarna: HJA okkur öllum þróast í munninum bakteríutegund sem breytir sykri eða sykruð um fæð'utegundum í sýru. Þessar bakteríur þrífast bezt í óhreinindum á tönnunum eða milli þeirra. Sýran, sem þær mynda, vinnur auðveld lega á glerungnum, og að sjálf sögðu þeim mun hraðar, því meiri sem s.ykurefnin eru, og því lengur sem þau eru í munninum. Hættast er öllum skorum og ójöfnum á tönnun um og snertiflötum þeirra þar sem fæðuleifarnar ná helzt að festast. Skemmdin hefst með því, að yfirborð glerungsins leys ist upp og verður gljúpt, líkt og krít. Um leið verður það hrjúft, svo að óhreinindi fest ast enn meir en fyrr, og flýtir það fyrir áframhaldi skemmd arinnar. Sýran étur sig svo dýpra og dýpra inn í glerung inn, unz hún nær inn í tann ibeinið. Þegar Iglojvfungurinn hefur þannig rofnað, eiga aðrar bakteríur greiðan að gang að tannbcininu fyrir inn an. Tannbeinið heflur enga vörn gegn bakteríum, og verð ur offast hröð eyðilegging á því. Ef ekki er gert við skemmdina í tæka tíð, brjóta bakteríurnar sér leið inn í taug |innarinn^r; og vajda þar verk og bólgu. Eftir taug inni komast þær svo upp eft ir rótinni og inn í kjálkabein ið sjálft, Þá c.r oft ókleft að bjarga tönninni, og verður að fjarlægja hana. í heilbrigðum munni eru allar tennur til staðar, og mynda þær óslitinn og reglu legan boga. Þær liggja þá þétt saman og veitá hver ann arri stuðning, svo að síður er hætta á, að matarleifar fest ist milli þeirra og valdi þar skemmdum. Ef ein tönn tap ast, hlýzt þegar af því mikið tjón. Tennurnar beggja meg in við skarðið missa stuðning, þær standa þá ekki lengur Hér er listi yfir nokkur þeirra verðlauna, sem veitt verða fyrir góðar ritgerðir. 2 flugferðir innanlands Börn eru bezta fólk ísland í máli og myndum Evrópukort Vesturfarar Ljóðasafn Guðm. Guðm. I. þétt saman og matur festist auðveldlegar en áður milli þeirra. Ennfremur skekkjast tennurnar, sem bíta móti skarðinu, svo að öllum tönn um þeim megin í munninum, sem skarðið er, verður hætt ara við tannskemmdum en áður. Og enn versnar ástand ið, e.f fleiri tennur tapast. Gert jhefur vejrtð yið skemmdina og fyllingar sett ar í tönnina. Framhald listans verður birt með næstu greinum. Gefendur Flugfélag fslands h.f. ísafoldarprentsmiðja h.f. Helgafell Lárus Blöntlfll Bókaútgáfan Norðri & II. ísafoldarprentsm. h.f. Ævintýrið um Alb. Ssweitzer Setberg Grafir og grónar rústir Bókaforl. Odds Björnssonar Sleðaferð um Grænlandsjökul ísafoldarprentsm. h.f. Stephan G. Stephansson Helgafell Haldið græðslugreinunum grein verður birt laugardag saman. Klippið þær úr blöð 3. marz. unum. Geymið þær. Fyrsta greinin birtist síðas'Iiðinn (Frá fræðslunefnd Tann laugardag, 17. febrúar. Næsta læknafélags íslands.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.