Alþýðublaðið - 22.05.1962, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Qupperneq 8
ÁR 1962,-laugardaginn 19. maí var sakadómur Reykjavíkur sett- ur í skrifstofu dómsins að Frí- kirkjuvegi 11 og haldinn af Loga Einarssyni, yfirsakadómara, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Að halda rannsókn vegna ætlaðs brots gegn 93. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19. 1940. Dómari ákvað með tilvísun til 16. gr. 1. 82. 1961, að rannsókn máls þessa skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Dómarinn leggur fram nr. 1 bréf saksóknara ríkisins dagsett í dag, nr. 2 bréf dóms- og kirkju- málaráðuneytisins dagsett í dag og nr. 3 frásögn, einnig dagsett í dag. Skjölin eru svohljóðandi: Nr. 1. Saksóknari ríkisins VS/SJ. Reykjavík, 19. maí 1962. Jafnframt því að senda yður, herra yfirsakadómari, bréf dóms málaráðuneytisins, dagsett í dag, ásamt skýrslu utanríkisráðuneyt- isins, einnig dagsettri í dag, varð andi skýrslu Sigurðar Ólafssonar, flugmanns, Hamrahlíð 21, um til mæli útlends manns um, að hann tæki að sér njósnarstörf fyrir er- lent ríki, er hérmeð fyrir yður lagt að taka mál þetta til rann- sóknar þegar í stað. Valdimar Stefánsson. Til yfirsakadómarans í Reykja- vík. Lagt fram í sakadómi Reykjavík ur 19. maí 1962. Logi Einarsson. Nr. 2. Dóms og kirkjumálaráðuneytið Reykjavík, 19. maí 1962. BM/AB. Jafnframt því hér með að senda yður, herra saksókari, meðfylgj- andi frásögn utanríkisráðuneytis- ins, dags. í dag, varðandi skýrslu Sigurðar Ólafssonar flugmanns, Hamrahlíð 21, um tilmæli útlends manns um að hann tæki að sér njósnarstörf fyrir erlent ríki, er yður falið að hlutast til um að mál þetta verði tekið til rannsókn ar þegar í stað. F. h. r. Baldur Möller. Til sakdóknara ríkisins. Lagt fram í sakadómi Reykja- víkur, 19. maí 1962. Logi Einarsson. Nr. 3. Frásögn: Sigurður Ólafsson flugmaður, kom hér í ráðuneytið í dag og greindi frá því, að árið 1954 hefði hann keypt tékkneska flugvél. Vél þessi hefði reynzt hin mesti gallagripur og hefði hann átt stöð ugar viðræðnr um kvartanir á vél- inni við tékkneska sendiráðið hér í Reykjavík og eins mun viðskipta málaráðuneytið hafa tekið málið upp við tékknesk stjórnvöld. Nú í vetur hefði hann á ný rætt málrð við tékkneska sendiráðið og liefði það tjáð honum, að um miðj an maí væri væntanlegur til ís- lands sérfræðingur frá Motokov í Prag, sem mundi ræða við hann um málið. Sérfræðingur þessi reyndist vera Vlastimil Stochl, er var starfsmaður í tékkneska sendiráð- inu hér á árunum 1956 til 1961. Stochl tók Sigurði Ólafssyni mjög vinsamlega, enda var hann hon- um kunnugur frá fyrri dvöl hér. Bauð hann Sigurði að borða með sér hádegisverð á Hótel Borg og ræddu þeir þar um möguleika á því að Sigurði yrði bætt tjón það, sem hann hefði orðið fyrir vegna galla á tékknesku flugvélinni. Á- kveðið var, að Stochl skyldi koma heim til Sigurðar að Hamrahlíð 21 til þess að ræða málið nánar og kom hann þangaö um miðja þessa viku. Stochl kom gangandi og einn til heimilis Sigurðar og þar gerði hann honum það tilboð, að tékknesk yfirvöld skyldu láta Sigurð fá nýja flugvél tékkneska í skiptum fyrir þá gömlu gegn því, að hann léti Tékkum í té nákvæm SIGURÐUR Ólafsson er 47 ára gamall. Hann stuudaði flugnám r s í Kanada og kom heim að loknu prófi 1943. Arið 1944 var hann einn af stofnendum Loftleiða. Hann hefur flogið fyrir bæði íslenzku flug- félögin, en eignaðist sína eigin flugvél ‘59 og hefur undanfarin þrjú ár stundað síldarleit Þá hefur hann fengist nokkuð við flugkennslu og annast leiguflug. Hann er kvæntur og á tvö börn. Alþýðublaðið tók meðfylgjandi mynd heima hjá Sigurði um ellefuleytið í gærkvöldi. ar upplýsingar um gerðir og flug vélategundir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sérstaklega ef um breytingar væri að ræða á flug vélagerðum þar. Átti Sigurður að skrifa þessar upplýsingar á þunn an pappír og mundi hann fá nán ari fyrirmæli, hvert ætti að koma upplýsingunum, en Stochl sýndi honum holan blýant, sem ætlaður væri til þess að flytja upplýsing- ar á milli. Stochl tók fram við Sigurð, að þetta tilboð hans væri gert án þess að starfsfólk tékkneska sendi ráðsins hér vissi nokkuð um mál ið og væri það því sendiráðinu al gerlega óviðkomandi. Sigurður tók sér umhugsunarfrest um málið og ræddi um það við Svein Sæ- 21 hér í borg, fæddur 15. septem ber 1914 í Reykjavík. Vitninu er kunngert tilefni yf- irheyrslunnnar, og það er brýnt á vitnaskyldunni. Vitnið kveðst vera í fríkirkj- unni og segist trúa á guð. Eftír löglegan undirbúning vann vitn ið eið að væntanlegum framburði sínum. Vitnið skýrir svo frá að á árinn 1954 hafi það fest kaup á tékk- neskri flugvél, og í desember það ár fór það utan, til að sækja flug vélina. Dvaldist vitnið í Kaup- mannahöfn meðan það beið eftir að fá vegabréfaáritun til Tékkó- slóvakíu, en þangað hélt það svo í janúarmánuði 1955. í lok janúar 1955 tók það við flugvélinni og i mundsson, lögregluþjón, sem ráð Iagði honum að hafna tilboðinu eindregið og tilkynnti Sigurður síðan Stochl, að hann hefði ekki áhuga á viðskiptum á þessum grundvelli. Ilins vegar væri hann til viðræðu um og hefði áhuga á að fá bætt úr tjóni sínu, m. a. með því að skipta á flugvél gegn milli greiðslu, eða tékkesk stjórnvöld keyptu gömlu flugvélina og tækju einhvern þátt í tjóni hans. Stochl sem býr á Hótel Borg til 21. þ. m., bað Sigurð að hafa samband við sig, ef hann breytti um skoðun á þessu máli, eða skrifaði sér um það, ef hann væri áfram til við- ræðu á fyrrnefndum grundvelli. Reykjavík, 19. maí 1962. N. P. S. Lagt fram í sakadómi Reykja- víkur, 19. maí 1962. Logi Einarsson. Kl. 14,45 mættir í dóminum sem vitni, Sigurður Ólafsson, flug maður, til heimilis í Hamrahlíð febrúarmánuði það ár flaug það henni svo hingað til íslands. Komu þegar fram gallar í vélinni og varð vitnið að nauðlenda henni í Skotlandi, en báðir hreyflar hennar, en vélin er tveggja hreyfla, stöðvuðust á flugi vegna óhreininda í blöndungum hreyfl- anna. Segist vitnið fyrst hafa tal ið að hreyflarnir hafi stöðvast vegna ísingar, er það kom hreyfl unum á stað aftur á fluginu, en öðrum þó ekki ncma um stund- arkorn. Eftir að vitnið hafði kom ið flugvélinni hingað til lands, kom fram, að óhreinindi voru í benzíntönkum flugvélarinnar. Vitnið skrifaði út til fyrirtæk- is þess „Motokov“ í Prag, sem það hafði keypt flugvélina hjá og kvartaði yfir göllunum. Fyrirtæk ið skrifaði aftur, og taldi sig ekki lengur bera ábyrgð á vélinni. Seg ist vitnið hafa orðið fyrir óhappi á vélinni í lendingu á Hellissandl í marz 1955 og þá komizt að raun PT—wwim niMirjn hm ■ 8 22. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.