Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 2
) Bltstjórar: Gísli J. Astpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðsíoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Askriftargj ald kr. 55,00 á mánuði. i lausasölu kr. !\00 eint. Útgef- andi: Aiþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Saltendur ráða EITT ÞEIRRA MÁLA, sem síðasta Alþingi af- greiddi, var breyting á skipan Síldarútvegsnefnd- ar. Var bætt inn í hana fulltrúum fyrir síldarsalt- endur, svo að þeir eru nú 4 af 7 nefndarmönnum, bg-hafa öruggan meirihluta. Þeir börðust mest fyr ir því innan nefndarinnar, að söltun væri takmörk tið v:ð það magn, sem selt hefði verið, en ekki saltað í óvissu. Enginn getur efazt um, að saltendur hafi áhuga á að fá að salta sem mest. Þeir stórgræða á söltun- inni svo framarlega sem síldin selst á viðunandi verði, enda þótt útgerðarmenn séu svo aðþrengd- ir, að lækka verði kaup sjómanna til að bjarga þeim. Saltendum ætti því að vera trúandi til að sjá svo um, eftir að þeir fengu meirihluta í Síldarút- vegsnefnd, að saltað yrði eins mikið og framast er unnt. Stefna nefndarinnar, þar á meðal stöðvunin, er fyrst og fremst saltenda verk. Mótmæli og svör LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna hef- ur svarað mótmælum síldarsjómanna gegn gerðar dómnum með því að birta lista yfir hluti á þeim bát um, sem mótmæltu. Það er að vísu ósvífin bardaga áðferð, sem sjaldan er gripið til hér á landi, að birta ikaup einstakra manna. En látum það kyrrt liggja.| Aðalatriði málsins er ekki, hvað þessir sjómenn fá út úr sumrinu, heldur hitt, hvað þeir hefðu feng ið samkvæmt eldri samningunum, sem útgerðar- menn einu sinni skrifuðu undir. Vill LÍÚ senda blöðum og útvarpi skýrslu um það, hvað þessir sjó menn hefðu haft samkvæmt eldri samningunum, sem raunar gilda enn fyrir stóran hluta flotans? Útgerðarmenn hafa forklúðrað þessu máli óskap- lega, eins og bezt má sjá af því, að tvenns konar kjör skuli vera á flotanum. Svo tala þeir um 33 daga tekjur, þótt þeir viti vel, að bátasjómenn verða að lifa á síldartekjunum 4—5 mánuði ársins, eða 120 til 150 daga. Þá má ekki gleyma því, að í ár er metveiði. Ef álþjóð á að dæma um kjör sjómanna eftir krónum og aurum, er nauðsynlegt að fá birtar meðaltekjur þeirra til dæmis síðustu 10 árin. i.Kominn heim 4 Jónas Sveinsson læknir 2 3. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 24. ágúst — 11. september Frakkland Spánn Marokkó FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEG118 SÍMI 22890 Helztu viðkomustaðir: London — París — Bjarritz — Madrid - Granada - Sevilla - Malaga — Gibraltar — Tanger — Casablanca — Fez — Meknes Fáein sæti laus. Fararstjóri: Einil Eyjólfsson lektor við Parísarháskóla Minningarorð: Margrét Sigurþórsdóttir Vestmannaeyjum Gamalt spakmæli segir: Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Þessi sígildu orð eiga fyllilega við, þegar litið er yfir æviskeið Margrétar Sigurþórsdóttur frá Garðsstöðum i Vestmannaeyjum. Hún lézt í Landspítalanum í Reykjavík 16. júlí s. 1. eftir stutta dvöl þar, en hún var búin að dvelja í sjúkrahúsinu í Eyjum í nokkra mánuði. Margrét var fædd að. Gutt- ormshagá í Holtum, Rangárvalla- sýslu, 2. febrúar, 1892. Foreldrar liennar voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir, ættuð af Akranesi, og Sigurþór Ólafsson, og var hann kominn af þeim stóra ætt- boga, sem kenndur er við Vík- ingslæk á Rangárvöllum. Með foreldrum sínum fluttist Margrét ung að Gömlu-Gadd- stöðum á Rangárvöllum, og við þann stað voru bundnar æsku- minningar hennar. Til Vestmannaeyja kom Mar- grét árið 1924. Árið aftir 6. júní giftist hún .Jóni Pálssyni, útgerð armanni að Garðsstöðum, en Jón var þá fyrir nokkru búinn að missa konu sína frá sjö börnum, því elzta sextán ára, en það yngsta á fyrsta ári. Tveim af börn um .Tóns var búið að koma í íóst ur til skyldmenna, en firnm voru í föðurhúsum. Auk þess átti Mar gréttvo syni, sem með henr-.i flutt ust til Eyja, svo það lælur aö lík um, að annasamt hefur verið hjá hinni nýju húsmóður og ekki al- veg vandalaust verk að gerast móðir svo stórs barnahóps, sem lrún tók að sér að annasí en þessu skilaði Margrét með prýði og skulu hér höfð cftir þau orð eins af stjúpbörnnm hennar sem iram Margrét Sigurþórsdóttir komu í minningarræðu prests við útför hennar, að „það hefði verið ein niesta gæfa þeirra systkina, þegar Margrét kom á heimilið,“ og undir þessi orð munu taka öll stjúpbömin, sem lífs eru, en ann að þeirra bai’na, Eyjólfur, sem ólst upp hjá móðurbróður sínum er látinn fyrir fáum árum. Á heimili þeirra hjóna, Mar- grétar og Jóns fæddist sonur systurdóttur Margrétar, Sigurður Grétar Karlsson, og ólst hann upp hjá þeim hjónum. Var hann efnispiltur og sérstakur auga- steinn frænku sinnar, en Sigurð ur Grétar fórst af slysförum 1. maí 1951, aðeins 19 ára gamall. Við það sorglega slys virtist sem Margrét ætlaði ekki að þola raun ina, því að þetta áfall íók hún það nærri sér, að þó að stilling hennar væri frábær, mátti hún varast um þann atburð tala. Mann sinn missti Margrét 10. janúar 1954. Voru þau hjónin þá búin að ljúka því verki sem vanda samast er, að koma hópi barna upp til þroska og eru börn þeirra beggja búin að stofna sín heimili bæði hér í bæ og öðrum byggðar !ögum. Þau Margrét óg Jón áttu ekki börn saman. Þó að Margrét Sigurþórsdóttir hefði húsmóðursstörfum að gegna og rækti þau raeð prýði, hafði hún svo mikla verkhæfni til að bera, að það virtist svo sem hún hefði tírna til alls. Enda kom hvor tveggja til, niikið þrek og afbragðs greind, enda hlóðust ýmis félagsmálastörf á hendur lienni, eftir óskum og tilnefn- ingu Alþýðuflokksins. Þau störf, sem hún annaðist, sanna bezt, fyr ir hvaða aðila hún vildi fórnir færa, því að ekki voru það laun in í krónum, sem eftir var að slægjast. T.d. var Margrét í mæðrastyrksnefnd í íanga tíð, formaður þeirrar nefndar í tólf ár og í barnaverndarnefnd í sext án ár. Framhald á 14. síðu. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.