Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 7
EKKI síðar en árið 1970 verða flugferðir flugvéla á lang leiðum allar skipulagðar frá risastóruin flugvöllum er liggja miðsvæðis. AÍlar þær flugvéla tegundir, sem nú eru í notkun allt frá þyrlum til þota munu þá hafa það verkefni helzt að flytja farþega til flugvallanna, sem byggðir verða eins fjarri byggðu bóli og unnt er. Hér er hugmynd teiknara að slíkum velli: A-flugbraut fyrir langleiðavél ar. B-flugbraut fyrir flugvél- ar, sem annast flutninga á eld sneyti og öðru til risaflugvél- anna svo og fyrir aðrar meðal- stórar flugvélar sem fljúga á skemmri leiðum. C-flugbraut fyrir þotur, sem fljúga á lang- leiðum og skemmri leiðuni D-flugbraut fyrir vélar, er fljúga á: skammleiðum, léttar flugvélar og flugvélar, sem hefja sig til flugs beint upp. E-Þyrlur. 1 og 2-vegakerfi til flugvallarins. 3- Þyrluvöllur. 4- Léttar og og aðrar einkaflug vélar. 5-G- hreyfilvélar fyrir far þegaflug. 7- liljóðeinangrandi flugvélaskýli. 8- aðalflugstöð- varbyggingin. 9- flugskýli. 10- flugbrautir fyrir flugvélar, sem fljúga með margföldum liraða hljóðsins. 11- verkstæði. 12- Flugvél, sem fer með meira en hraða hljóðsins. 13- Flugvél, sem fer með meira en hraða hljóðsins á leið inni til lend- inga. ÞAÐ eru aðeins um það bil fjögur ár frá því að fyrstu þot- urnar hófu farþegaflug yfir At- lantshaf með meira en 560 mílna hraða. Tilkoma þeirra skar flug tímann milli Evrópu og Ameríku niður um helming, þannig að hann varð ekki nema um það bil 7 stundir. Þessi þróun mála gerði hinar eldri gerðir flugvéla að mestu úr eltar til langflugs yfir höfin. Nú virðist svo að sömu örlög bíði mjög fljótlega þeirra þota, sem halda uppi ferðum yfir hafið. Ein hvern tíma milli 1967 og 1970 verða þotur í förum á leiðunum yfir höfin, sem munu fljúga með þreföldum hraða hljóðsins. Með því móti mun ferðin ekki taka nema um það bil tvær stundir og væntanlega geta flugvélarnar flutt 100—150 farþega í einu. Auðvitað munu fjölmörg vandamál rísa í sambandi við flug og flugvelli fyrir slíkar flug vélar. Byggingakostnaður verður að sjálfsögðu margfaldur á við það, sem nú er á hverja flugvél, en ekki ætti að þurfa annan éins fjölda véla til að byrja með, því að bæði munu hinar nýju gerðir verða stórvirkari í mannflutn- ingum og geta farið margfalt fleiri ferðir en hinar gömlu á sama tíma. Aftur á móti munu hinar nýju flugvélar krefjast enn nákvæm- ari umferðarstjórnar í lofti, enn nákvæmara blindflugskerfis til lendingar og sjálfvirkari loft- ferðastjórnar en nú er. Hinar löngu flugbrautir, sem nú eru víða um heim vegna far- þegaþotanna mun enn geta gilt um sinn, en nýja flugvelli verð ur að byggja eins fjarri þéttbýli og unnt er og tengja þá síðan borgunum með fjölþættu sam- göngukerfi. Það er hinn aukni hávaði frá flugvélunum, sem krefjast þess- ara aðgerða, sá hávaði er nú þeg ar hinn mesti bölvaldur á sumum flugvöllum og í úthverfum borga, en mun aukast um allan helming er flugvélar framtíðarinnar með sínum óhugnanlega hraða íaka sig upp og setjast á flugvöllunum. Þetta vandamál er þá ekki það versta, miklu erfiðara viðfangs verður, er flugvélarnar kljúfa hljóðmúrinn á ferðum sínum. Margar þjóðir hafa þegar hafið undirbúning að framleiðslu á þotum, sem fljúga munu hraðár en hljóðið, eins og skýrt heíur verið frá hér að framan. Meðal þeirra þjóða eru Banda rikin, þar sem ekki færri en sjö fyrirtæki vinna að slíkum undir búningi. Ennfremur eru Bretar og Frakkar í sömu hugleiðing- um. Aðalmunurinn á væntan- legri framleiðslu þessara þjóða er sá, að Frakkar og Bretar hugsa sér að láta nægja að fram leiða flugvélar, sem fljúga með tvöföldum hraða hljóffsins, en Bandaríkjamenn vilja láta sínar flugvélar ná þreföldum hraða þess. (Eftir grein í Scala Inter- national). Innan örfárra ára AÐA ALÞÝÐUBLAÐIÐ: — 3: ágúst 1962 J tf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.