Alþýðublaðið - 03.08.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Síða 15
Neville Shute ingii lágt yfir völlin í kveðju- skyni áður en við lögðum í hann. yfir Ermarsundi varð talsvert að snúa við, vegna þess að það drapst á mótornum hjá honum. Við sáum vélina hverfa í hafið. Enginn bátur var nálægur og við gátum ekkert gert til hjálp- ar. Tveir fiugu hringi þar yfir, ef • ske kynni að einhver veitti því athygli. Þeir sáu að allt var í lagi með Calvert, en vélin hvarf í hafið. Þegar við lentum í Gra- , velines fórst vél Hodsohns, cn hann slapp. fyrsta kvöldið var gerð loftárás á okkur. Nú virt- ist Judy vera svo óendanlega langt í burtu frá mér. Fyrsta flugið inn yfir lands- svæði óvinanna, með nýju flug- sveitina mína. Við komum auga á þrjár Fok- ker vélar tvö þúsund fetum fyrir neðan okkur. Við steyptum okk- ur niðui’ til árásar. Mikið brá okkur illilega þegar þeir hækk- uðu sig upp fyrir okkur og steyptu sér svo niður á okkur. þeirra vélar voru svo sannarlega betri en okkar. Við vörðumst eftir beztu getu og reyndum að forða okkur yfir okkar lands svæði áður en fleiri vélar kæmu þessum til hjálpar. Eg náði einni í sigti og skaut á hana þangað til byssan klikk- aði. Jerry skaut á eina, þá var önn- ur rétt við stélið á vél hans. Mik- ið létti okkur þegar þær hækk- uðu flugið og héldu heim á leið. Sennilega voru þeir knappir með benzín fyrst þeir héldu ekki á- fram við okkur. Vél Jerrys var öll sundurskotin og hún eyðilagðist í lendingunni, Mín var dálítið illa farin líka, en þó ekki svo mjög. Bose kom aftur með sína sveit. Roger hafði verið skotinn niður af Fokker vél einhversstaðar fyr- ir austan Kemmel hæðina. Bose sagði okkur að Fokker vélarnar hefðu flogið í tuttugu þúsund feta hæð. Það var fimm búsund fetum nærra en okkar vélar kom ust. Dolphin vélarnar og S. E- S gátu flogið svo hátt, en ckki Ca- mel vélarnar okkar. við urðum að reyna að notfæra okkur að við vorum flugmenn. til að vinna upp þennan mun á vélunum. Ég skrifaði Judy, og sagði henni frá píanóinu, sem við vor um búnir að fá í matsalinn svc við gætum spilað og sungið lögin hennar. Phil Thomas dáinn. Hann réð- ist á LVG vél, sem var í fylgd með tveim Fokker vélum. Skyndi iega réðust fjórar eða fimm Fok- lcer vélar á hann; þær komu fljúgandi út úr skýjaþykkni. —, Jerry skaut LVG vélina niður. Hann sagði að annar mannanna í henni hefði stokkið út í fall- hlíf. Ég náði einni Fokker vél og sá hana hrapa stjórnlausa t.il jarðar. Ég kom auga á aðra. sem var rétt fyrir aftan vél Phils. Við Hcdson revndum báðir við hana en henni tókst að skjóta Phil nið- ur. Rétt á eftir skaut Hodson Fok- ker vélina niður. Þegar við kom- um niður, sagði ég yfirmanni mínum, að ég hefði. sagt að Phil TOundi ekki fljúga í hálfan mán- uð. Ég hafði því miður reynst sannspár. Sam Coopers var saknað. Ég skrifaði Judy og sagði henni hvað Gravelines væri fal- legur lítill bær. Hún var ekki farin að skrifa mér enn. Ég skrifaði samúðarbréf til foreldra flugmannanna. sem höfðu farizt. Bose var saknað, en hann skilaði sér. Vél hans hrap- aði logandi til jarðar, en hann slapp furðulega litið meiddur. Hann þurfti ekki að vera á spít- ala nema í viku. Peters átti að stjórna sveit hans á meðan. Jitn fórst í fyrsta skipti. sem hann stjórnaði sveitinni. Það var Rumpler-vél, sem sá fyrir hon- um. Þær eru alveg stórhættuleg- ar. í fimmtán Jrúsund feta hæð þurfa þrjár Camel vélar til að ráða niðurlögum einnar Putmpei vélar. Það heyrist talað um að við eigum að fá Dolphin vélar. Tveir fórust úr sveit Donks. Við fengum fjóra nýja flugmenn. Allir uridir tvítugu, allt Englend- ingar. Einn þeirra Peter Stan- ley hafði ekki flogið einn nema 30 tíma. Guð hjálpi honum, eklci getum við það. Það kom bréf frá Judy. Það var fjórar síður,, hún skrif ar svo stórt. Hún segir að allt sé svo dapurt, og ég segi sér ekkert um stríðið. Hún heldur að hún eigi von á barni, en er þó ekki viss. Mikið vildi ég að svo væri ekki. Ég skrifaði Judv og sagði henni að þetta væru dásamlegar fréttir. Peter Stanley var skotinn nið ur í fyrstu ferðinni sinni. Guð hjálpaði honum ekki, og ég gat það ekki. Ég skaut niður Fokkcr vél. Það var sú níunda. Við skál- uðum í matsalnum á eftir. Bose er kominn aftur. Hann er með aðra hendina í umbúðum og flýgur þannig. Það átti að senda hann heim, en hann tók það ekki í mál. Síðan hann var á spítalanum, er hann alltaf með hugann Við svarthærða írska hjúkrunarkonu, sem þar'var. Það er eklci gott, því manni veitir svo sannarlega ekki af að hugsa ein göngu um stjórn vélanna þegar maður er á flugi. Vélin fór alveg í köku, einu sinni þegar ég lenti, lijólgrindin sópaðist undan henni og fleira fór í mask. Ég sagði að það hefði verið skotið á mig, en innst inni veit ég að þetta var bara klaufa- skapur. Þetta er þriðja Camel vélin, sem ég eyðilegg eftir að við komum hingað. Mikið vildi ég að við færum að fá Dolphin vélar. Jim Sanders drepinn. Ég skaut niður aðra Fokker vél, þá eru þær orðnar tíu. í ensku blaði stóð eftirfarandi: „Fokker vélarnar sáu nokkrar Camel vélar nálgast, og sneru þær þá sem skjótast heim á leið”. Við klipptum þetta út og límdum það upp á vegg. Mikið hlegið að þessu. Bose var saknað. Hann var á- litinn dauður. Sveit hans réð- ist á eina Pfalz-vél, skyndilega komu tíu Fokker vélar í ljós. Don Curtis var skotinn niður og lét liann lifið. Það rauk úr vél Bose og tvær Fokker vélar sáust fylgja honum eftir þegar hann lækkaði flugið. Enginn sá, þegar hánn lenti En það er afar ósennilegt að hann hafi sloppið í þetta skipti. Þeir skutu niður eina vél. Þeir sáu flugmanninn stökkva út í fallhlíf, hann féll þúsund fel áð- áð en hún opnaðist. Ég skrifaði konunni hans Bose. Hann var eldri en flestir okkar, og átti tvö börn. Hann hafði ver- ið kennari. Á nóttinni vaknaði ið kennari. Á nóttinni vakna ég oft með miklum andfælum og get ekki sofnað aftur fyrr en ég er búinn að fá mér snafs. Ég fór á spítalann til að segja þeirri írsku frá þessu. Ég held að liún muni láta' huggast. Fyrir dögun fór ég einn af stað Ég sá þýzkan flugvöll, þaðan var Rumper vél að leggja af stað. Ég réðist á hana án frekari umsvifa. Hún var rétt aðeins komin á loft. Ég sá hana hrapa í logum til jarðar. Það var sú ellefta. Það var mikið skotið á mig úr loft- varnabyssum á flugvellinum, og ég var heppinn að komast heill á húfi til baka. Það kom hershöfðingi í heim- sókn til okkar og hrósaði okkur fyrir dugnað. Hann sagði að nú myndum við fá bláa einkennis- búninga, því nú væri búið að stofna sérstakan flugher. Ég reyndi að skrifa Judy, en hönd mín skalf svo að ég varð að hætta við það. Ég hafði heldur ekkert að segja henni. Sandy McPhail, nauðlenti rétt handan við víglínuna okkar megin. Hann er á spitala núna og þeir halda að hann hafi það af. Hann missti annan fótinn. Við skutum niður fimm Fokk- er vélar á einum degi. Við misst um tvo menn, yfirmanninn, og Tom Forbes. Fimm hlýtur að vera met. Við fáum nýjan yfir- mann fljótlega, að verður víst Cy Hampton. Fyrir tveim mán- uðum komum við hingað nítján. Nú voru bara þrír eftir. Donkin, Jim Curtis og ég. Maður veit varla lengur hvað strákarnir heita, þeir eru svo fljótir að koma og fara. Cy heldur að það eigi að senda okkur til Englands innan skamms og láta okkur hafa Dolphin vélar. Ef svo verð ur þá get ég hitt Judy og vitað hvort hún er barnshafandi. Ég hef bara fengið eitt bréf frá henni, en ég hef skrifað henni óskaplega oft, að því er mér finnst. Ég var andvaka frá miðnætti Undanfarið hefur verið unnið að götumálun í Rvík, og hefur umferð tafizt mikið af þeim sökum, enda vinna mjög fáir við málunina. Væri ekki hægt að hafa fleiri við þetta svo verkið gangi fyrr? WWMWWWtWWMWMWWHI og til klukkan hálf fjögur, þá fór ég út með ginflösku með mér, til að vita hvort ég gætl ekki náð í aðra Rumpler vél. Ég beið hjá flugvirkjunum þar til það byrjaði að birta út við sjóndeildarhring. Það var mikil dögg á skónum mínum og gin- bragð í munninum á mér. Ég tengdi og skrúfunni var snúið í gang. Ég leyfði henni að hitna aðeins, síðan tók ég hana á loft. Ég prófaði byssurnar. Þær voru í’íagi. '• r Það var skotið mikið á mig rfr£ jörðu. Mér fannst allstaðar vera loftvarnabyssur, sem spúðu eldi að mér. Þetta var agalegt. Ég varð að fliúga lágt. Ég varð Þeir hittu vélina nokkrum sinn- um, en ekki mig. Þarna voru skyttuhreiður fyrir framan mig. Það var bezt að bauna á þá. Þeir hittu vélina og það byrjaði að rjúka úr hreyflinum. Sennilega hafði farið í sundur oliurör. Hreyfilinn var að gefa.sig. Hann snerist ækki nema 700 snúninga a mínútu. Þeir skutu nokkrum skotum í stélið, Nú var ég að missa stjórn á vélinni. Nú kom eitthvað í fótinn á mér. Hreyf- búið" V3r St0ppaður' Nú var það Eg Iokaði fyrir neistann og benzínið og setti vélina niður á akur. Þeir hættu að skjóta. Véí in fór alveg í klessu. Hjólgrind- in brotnaði undan. Ég rak haus inn í byssuna og það blæddi úr ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1962 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.