Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 4
| ywt.w>ww.*rwmtww»< rtrtiwfcrcral/wmvgyftivwtwwrtWiWreTréyfrjtfatát^ Guðni Guðmundsson: ÞAÐ HEFUR gengið hálf böslutega fyrir sumum hinna nýju þjóða í Afríku að koma á hjá sér lýðræðiskerfi, svipuðu því, sem gerist í Evrópu. Hefur það orðið til þess, að margir þeirra, sem barizt hafa gegn sjálfstæði þessara landa, hafa ■þótzt hafa haft rétt fyrir sér þg bent á, að Afríkumaðurinn þé ófær um að stjórna sér, án ess að úr því verði einræði ins manns eða flokks. Það hefur venjulega verið fevo í hinum nýju ríkjum Afr- íku, að í byrjun hafa verið a. m. k. tveir flokkar, en um leið og annar flokkurinn hefui orðið undir í kosningum hefur hann beinlínis dáið. Dæmin eru mörg, en eitt hið mest áberandi er Ghana. Þar heíur undanfarið verið haldið árs þing stjórnarflokksins CPP og sagði Nkrumah, forseti, m. a. við setningu þingsins s. 1. sunnudag: „Vér höfum oft sagt, og gert það lýðum ljóst, að markmið vort er eins flokks ríki, sem veitir jafna mögu- leika öllu fólki og gerir grein- armun á borgurum eftir verð- leikum, ekki eftir forrétt indum“. Aðferð Nkrumah til að koma á eins flokks ríki hefur verið sú að fangelsa stjórnarandstæð- inga Að vísu er tiL á þingi þar enn eins .konar minnihluti, en það er minnihluti, sem ekki þorir að mótmæla. Þeir stjómarandstöðumenn, sem ekki hafa viljað vera góðu börnin og þegja, sitja enn í iangelsi. Það má segja, að stjómar- andstöðunni í Ghana hafi ekki verið fysjað saman i upp- hafi, er það hefur tekið Nkru- mah heil fimm ár að kveða 1 hana alveg níður, og þó ekki tekizt betur en svo, að and- staðar. er enn til á þingi, þó að hún hafi nú hægt um sig. Þetta má teljast góð ending og miklu betri en t. d. í sumum fyrrverandi nýlendum Frakka, ’svo sem Guineu og Kongó, þar sem stjórnarandstaðan er 'fyrir Löngu horfin og eins flokkskerfið komið á; þó með sitt hvoru móti sé. Það eru að vísu til stjórnar- andstöðuflokkar í sumum ríkj- um, eins og . d. í Sierra Leone og í Nígeríu, þó að þar sé hún orðin lítils megnug, aðai- lega vegna eigin aðgerða. En reglan virðist þó vera sú í Afríku, að það er kosið, einn flokkur sigrar og síðan byrjar hann að bæla niður andstöðu- flokkinn eða flokkana og situr að völdum það sem eftir er. Hið eina, sem eftir er fyrir landsbúa, er möguleikinn að vetta hi °rjum þeim manni af Kwame Nkrumali stóli, sem gerist of mikill harðstjóri. t>að er óttinn við liina afr- ísku reglu í stjórnmálum, sem gerir nú mjög vart við sig t. d. í Kenya, sem er að því komið að fá sjálfstæði. Deil- urnar þar standa nu aðailega un: nægilegar tryggingar íyrir minnihlutann til að fá að starfa óhindrað, eftir að sjálístæði er fengið og hinn stóri flokkur Kenyatta hlýtur að fá meiri- hluta. Það þarf auðvitaö ekki að taka það frám, að hið gagn- stæða gæti líka verið rétt, að vernda þyrfti minnihluta Kenyatta, ef svo ólíidega færi, að hann yrði undir í kosning- um. Hver er orsök þess, að lýð- ræðið í Afríkuríkjunum hefur orðið að „eirjs flokks lýðræði?" Orsakirnar eru vafalaust margar en ein er sennilega veigamest. Rikin eru öll fyrr- verandi nýiendur. Takmörk. þeirra ákvarðast af því hve mikiu landssvæði hinar fyrr-. verandi nýienduþjóðir réðu Íyrir í hverjum hluta áifunnar fyrir sig. og hvaða heildum þær töldu þægilegast að stjórna. Takmorkin íúru svo til aidrei eftir útbreiðslu ætt- bálka. Niðurstaðan er sú, að innan hvers ríkis eru margir ætt- bálkar, hver öðrum óiíkir, eins og að líkum lætur, bæði að venjum og máli. Ættbálk- arnir eru sumir hverjir stórir. aðrir minni. Og þegar litið er á hið litla landssvæði Evrópu með öllum sínum rílcjum, mál- um og deilum,þá er augljóst, að þarna er um mikið vandamál að ræða. Deilur Evrópuþjóð- anna, svo menntaðar sem þær eru, hafa á örfáum árum leitt til tveggja heimsstyrjalda. Helzta vandamál Afríkuþjóð- anna er því að reyna að samlaga hina margvíslegu íbúa landa sinna hvern öðrum, og það er ekki lítið verk, því að iðulega er hatrið milli ættbálkanna sízt minna, en hatur Frakka og Þjóðverja allt fram á síð- ustu ííma. Þær þurfa að mynda eina þjóð úr sínum Frökkum, Þjóðverjum, Pólverjum o.s.írv. Vandamálið er sem sagt stórt og sú lausn, sem Afríkumenn hafa fundið, er að sá sterki skuli ráða. Kosningar eru í fyrstu látnar skera úr um hver sá sterki sé og síðan bannar hann andstöðu. Þetta er í raun og veru eins og sameiginlegar kosningar færu fram í Frakk- landi og Þýzkalandi. Vegna mannfjölda síns mundu Frakk- ar sigra og síðan tækju þeir til við að .kveða niður hina þýzku andstöðu. Með þessu móti verður vandamálið ef til vill of einfalt Það eru til stjórnmálaflokkar í Afríku, sem ná út fyrir ætt- bólkana, en þeir hegða sér al- veg eins og hinir, sem fyrst og fremst byggja á mannfjölda ákyeðins ættbálks. En stjórn- málin miða fyrst og fremst að því að halda niðri átökum milli ættbálkanna. Kenning „eins flokks lýðræð- issinna" er sú, • að deilu málin skuli útkljáð innan flokksins, í stað þess að leyfa annan flokk, er geti deilt á stjórnmálaflokkinn á þingi. Gallinn á þessari kenningu er sá, að minnihlutinn hefur enga möguleika á að koma fram sín-, um sjónarmiðum. Hann hefur raunverulega engan annan möguleika en gera uppreisn eða kljúfa sig út úr ríkinu, Framhald á 14. síðu. J|* 3. ágúst 1962 - ALMðUBLABID ÞESSA DAGANA standa yfir samningafundir . milli opinberra starfsmanna og ríkisins. Eru þetta sögulegir fundir, þar eð þeir eru hinir fyrstu, sem fram fara eftir að samtök opinberra starfsmanna fengu samningsrétt. Þessi réttur var veittur þeim með lögum, sem samþykkt voru á síðasta þingi, og voru þau gerð í samvinnu við sam tökin sjálf. Er hér um að ræða mikla réttindabót fyrir eina fjöl- mennustu stétt launþega í landinu. Þetta er ein af mörgum félags- legum umbótum, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. ★ ★ ★ Þessir samningar verða vafalaust langir og erfiðir. Verður raunar að gera ráð fyrir, að það taki nokkur ár að koma hinu nýja kerfi vel í gang, svo umfangsmikil breyting hefur hér ver ið gerð. En það er tilvinnandi til að skapa opinberum starfs- mönnum þau réttindi, sem þeir eiga að hafa, og gefa þeim sem beztan kost á að bæta lífskjör sín. ';"-★★★ ^ Því miður hafa laun .verið lág hjá íslenzka ríkinu. Að vísu er á- stand launamála þannig, að flestar stéttir hafa allt að þriðjung tekna. sinna fyrir aukastörf eða á ánnan hátt framhjá aðalstarfi. Sumir op inberir starfsmenn hafa slíka aðstöðu til að auka tekjur sínar, en margir hafa það ekki. Og hváS sem öllu þessu líður, verður ríkið að vera samkeppniS fært við aðra atvinnurekendur í landinu til að tryggja sér ekki lak- ari starfskrafta en atvinnuvegirnir njóta. Til þess verður ríkið, hvað sem það kostar, að vera samkeppnisfært um laun og annað, sem þeim kemur við. ★ ★ ★ í sumum stéttum er mikill skortur á starfsfólki. Nægir að benda á kennarastéttina, þar sem geigvænlegur mannaskortur hefur verið ár eftir ár, og má þjóðin þó sízt við að slá slöku við menntun æsk- unnar, sem hefur lengi verið aðalsmerki íslendinga. Verður að gera kjör kennara sl'ík, að góðir kraftar sækist eftir að komast í þá stétt, bæði í skyldunámi og ekki síður í framhaldsskólunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.