Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 8
Ungt fólk frá ] # * ®\ | • þjoöum viö kir byggingu í Gr< ÞEIR, sem lagt hafa leið sína um Grafarnes í Grundarfirði undanfarnar vikur hafa ef til vill veitt athygli svörtum fána á stöng, er blakti við bygg- ingu, sem nú er verið að reisa. Ef betur er að gáð, þá kemur í ljós að hér er kirkjuskip í smíðum, og að á fánanum er skipsmynd með krossmark fyrir siglutré. Oft mátti heyra hér erlend- ar tungur og þó oftast ensku með áherzlu og hreim fjöl- margra tungumála, því hér var komið saman æskufólk frá fjölmörgum þjóðum, er reyndi að tjá sig á ensku. Þetta fólk var vinnuflokkur, sem hingað var kominn á veg- um vinnubúðanefndar þjóð- kirkjunnar til að vinna að kirkjubyggingunni 1 ásamt nokkrum íslendingum. KIRKJUBYGGING í GRAFARNESI Fyrir tveim árum byrjaði annar slíkur vinnuflokkur á byggingu kirkjunnar og var þá lokið við grunn og kjall- arahúsnæði, sem nota má sem samkomusal. í sumar er ætlun in að gera fokheldan þann hluta kirkjunnar, sem ljúka á í fyrsta áfanga. Síðar er ætl- unin að byggja kirkjuskipið í fullri lengd og gera tum við hlið þess. í sumar vann vinnu flokkurinn við að slá upp fyr- ir veggjunum og steypa þá, auk frágangs á vatns- og skolpleiðslum. Þetta unga fólk bjó í hinu nýja og glæsi- lega skólahúsi rétt við kirkj- una, og vann einnig að því að hreinsa og girða skólalóðina. í þessum vinnuflokki voru fimmtán þátttakendur frá sjö löndum og mismunandi kirkju deildum. Flestir þeirra eru á aldrinum frá tuttugu til þrjá- tíu ára og vinna þama án end- urgjalds, og meira en það, því að þeir borga með sér vegna fæðis og annars kostn- aðar. Sóknarpresturinn á Set- bergi, séra Magnús Guðmunds son, formaður bygginga- nefndarinnar, hafði forgöngu um komu flokksins og annað- ist að mestu undirbúning á- samt mörsu öðru sóknarfólki, t. d. Soffíu Jóhannesdóttur kennslukonu, sem auk þess annaðist matreiðslu fyrir flokkinn. Ein fiölskylda lán- aði hús sitt sem matsal og fjölmargir í sókninni studdu vinnubúðirnar, og þá um leið kirkiubygginguna, með mat- gjöfum og annarri aðstoð. Byggingameistari kirkjunn- ar er Guðbjartur Jónsson frá Reykjavík, og vann flokkur- inn undir hans stjórn á vinnu Slíkir vinnuflokkar sem nauðsynlegri vegag' þessi hafa starfað víða um tveggja lítilla og heim, einkum eftir síðari fjallaþorpa á norðu heimstyrjöldina. Það var neyð þess að rjúfa in og endurreisnarþörfin, sem þeirra, er annars I kallaði á krafta ungs fólks til þeim um megn. þess að leggja hönd að verki við að græða styrjaldarsárin, VINNA OG .. ekki sízt i Evrópu, og svna Þótt vinnan og þannig trú sína og kærleik í ingin sé að sjálfsi verki. Margar kirkjudeildir þáttur vinnubúðan víða um heiminn hafa beitt kynning og uppbyg sér fyrir slíkri hjálparstarf- ins og sambandið ' semi og á síðari árum hefur aðrir meginþættir ] samstarf þeirra aukist mikið Mörg vandamál og fundið sér farveg innan skapast, þegar hó] ,.Oikoumenisku” hreyfingar- fólks með hinar ólí innar og Alheimsráðs kirkna anir á að deila kjöi (World Council of Churehesh bæði við vinnu og Nú í sumar eru starfandi í um þriggja vikna t þrjátíu og tveim löndum um skeið Hér mætast þrettán þúsund manns um þjóða, sem oft og lengri eða skemmri tíma í nviega hafa borií svona vinnubúðum, meðal sniótum styrjalda annars má geta þess að nokkr keppni. Hér mætist ar slíkar eru starfandi í Aust oft er mótað af ur-Þýzkalandi þrátt fyrir ým- fordómum um þjó is vandkvæði. ■ þætti og trúarskoð Verkefnin eru hin marg- vinnutímans er fjö breytilegustu allt frá ándur- skrá, sem meðal ai reisn eftir síðari heimsstyrj- ar að því að auka öldina til nýbygginga í skóv- efla skilning þáttt um Afríku. Þótt hér á landi á ástæðum og afsti hafi nær eingöngu verið unn- annarra. Innri t ið að kirkjubyggingum, þá er flokksins fer fran það f.iarri að vera algengasta stundum kvölds o verkefnið. Oft er það viðhald auk biblíulestra og og nýbvgging miðstöðva fwir funda. Samstilling allskonar æskulýðsstarfsemi, bæn og umræður ui eða mannúðarmála, eins og inganna verða að v til dæmis flóttamannabúðiv. ir vinnubúðanna, e: Má meðal annars nefna að að hafa varanlegt nú í sumar var unnið að m.iög hátttakendur. Bibl stað. Miðaði verkinu vel á- fram og slysalaust í góðii samvinnu við byggingameist- arann og hans samstarfsmenn, sem nú halda áfram verkinu. Auk vinnuflokksins, sem byrjaði á Grafarnesskirkju árið 1960, hefur einn slíkur vinnuflokkur starfað hér áð- ur, en það var við byrjunar- framkvæmdir á Langholts- kirkju árið 1957. Svipaðir flokkar störfuðu í fyrrasumar við endurreisn Garðakirkju við Hafnarfjörð og að Núpi í Dýrafirði, og nú í sumar vann einn flokkur við byggingu sumarbúða við Vestmanna- vatn í Þingeyjarsýslu. HVERS VEGNA? - Ymsa kann að furða að ungt fólk skuli vilja nota sumar- leyfi sitt til þess að fara til framandi landa til að aðstoða bláókunnugt fólk við ýmis- konar verkefni eins og kirkju byggingar. Flestir kysu held- ur að ferðast og skemmta sér eða vinna gegn greiðslu og bæta þannig fjárhagsafkomu sma. En þetta fólk vinnur endurgjaldslaust og borgar að auki með sér og virðist ekki hafa minni skemmtun af en aðrir ferðamenn. 8 3. ágúst 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.