Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 3
AMKO ALSÍR LAG STJORNARNEFNDIN ER TEKIN VIÐ ALSIRBORG 2. ágúst (NTB) NÁÐST hefur samkomulag í deil- um stjórnmálaleiðtoganna í Alsír. Var það tilkynnt í dag að aflokn- um 2 klukkustunda fundi fulltrúa . þeirra. Samkomulag'ið er á þá lund, að stjórnarnefnd Ben Bella tekur nú völdin í sínar hendur í landinu. Er hún 7 manna og eiga sæti í henni tveir miklir stuðn- ingsmenn Ben Khedda, þeir Bel- kacem Krim og Mohammed Bou- diaf, báðir varaforsætisráðherrar ' í útlagastjórn Ben Khedda. Þá er og ákveðið að kosningar fari fram í landinu liinn 27. ágúst n. k. Á- kveðið er einnig að Byltingarráö- ’ ið, sem er þing Serkja, koini þá saman og taki afstöðu til stjórnar- nefndar Ben Bella, en hún hefur verið þungamiðjan í deilum þeirra Ben Bella og Ben Khedda. Molíammed Bondiaf lýsti yfir því í dag, að afstaða lians til stjórnarnefndarinnar hefði ekki breytzt þótt hann hefði tekið sæti í henni. Hins vcgar hefði liann á- kveðið að Setjast í hana af tillits- semi við hagsmuni lands og þjóð- ar. í ræðu, fyrr f gær sagði Ben Bella, að herinn yrði að taka þátt í endurreisnarstarfinu jafnframt því sem hann sinnti varnarskyld- um sínum. Áreiðanlegar frauskar lieimildir í Alsír sögðu I dag, að franska ríkisstjórnin, sem verið liefur mjög áhyggjufull vegna þró- unar mála í Alsír, myndi veita stjórnarnefndinni allan möguleg- an stuðning. Sömu heimildir seg.ja Bandarískur her- ] einnig, að Frakkland muni reyna | að efla til valda áhrifa- og valda- mikla ríkisstjórn í Alsír að kosn- ingunum loknum. Fréttastofan AFP segist hafa það eftir góðum heimildum í Alsír, að Dahlab utanríkisráðherra út- lagastjórnar Ben Khedda, en úr henni sagði hann sig sem kunnugt er, muni ekki koma aftur til Al- sirborgar og ekki taka sæti í hinni nýju stjórnarnefnd. Samkomulag leiðtoganna ein- kennist af gagnkvæmum tilslök- unum. Ben Khedda viðurkennir stjórnarnefndina en Ben Bella fellst á að Byltingarráðið verði kallað saman. FRÉIIIR I SIUIIU MÁil London, 2. ágúst (NTB-AFP) BRETLAND er algjörlega and- vígt því að Katanga verði beitt efnahagslegum þvingunum til að kúga það til samstöðu með öðrum hlutum Kongó, þrátt fyrir það að U Thant framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna hafi mælt með því sagði málsvari brezka utanrík- isráðuneytisins í dag. Samtímis þessu segja heimildir, scm eru vel inn undir hjá brezku stjórninni, aö mikið hafi áunnizt í viðræðum Breta, Bandaríkja- manna og Belga um Kongóvanda- málið'. Franskir áheyrnafulltrúar liafa Verið viðstaddir viðræður þessar. Tilgangur viðræðna þess- ara hefur verið að ganga frá til- lögu í Kongó-málinu. OSLÓ, 2. ágúst. Elzta verkalýðs félag Noregs, Norska Prentarafé Iagið, varð' 90 ára hinn 23. júlí sl. í félaginu eru nú 3200 félagar. maöur gerist pólitiskur flótta- maður PRAG, 2. ágúst BANDARÍSKUR hermaður, er starfað hefur við eina flugskeytasveit bandaríska hersins í Þýzkalandi, hefur flúið til Tékkóslóvakíu og beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður þar vegna hins mikla kynþáttamismunar við lierdeild hans. Maðurinn mun hafa skýrt frá því í Prag, að flugskeyti þau, er sveit hans hefur lil umráða séu útbúin kjarnorkuhlöðum. í Heidelberg í V.-Þýzka landi hefur verið tilkynnt að hermaðurinn, sem er svert- ingi, hafi verið vélvirki og ekki haft aðgang að neinum leyniskjölum eða leynivopn- um. Hann hvarf 8. maí. nmnHnv" BRUSSEL, 2. ágúst (NTB-AFP) Samkomulag varð í dag milli Breta annars vegar og Efnahags- bandalagsins hins vegar um tvö af þeim þrem aðalatriöum er sem lengst hafa staðið í vegi fyrir sam komulaginu. Hefur þar með náðst samkomulag um innflutning á land búnaðarvörum frá þrem samveldis löndum, það eru Pakistan, Ind- landi og Ceylon, til Bretlands og, Efnahagsbandalagsins, takist samn ingar uin aðild milli hinna síðar- , nefndu. m Samkvæmt samkomulagi þessu fá hin þrjú áðurgreindu lönd að flytja te tollfrjálst til Efnahags- bandalagsins. Er þetta óhemju mik ilvægt, einkum fyrir Ceylon, þar sem 70% útflutningsins er te. Þá hélt Edward Heath varautanríki^ ráðherra Breta og ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins einnig með sér fund í kvöld og var þar rætt um skilyrði þau er verndarsvæði Breta víðs vegar um heim eiga að njóta. Náðist þar samkomulag um að svæði þessi fái einnig inngöngu í bandalagið og njóti sömu réttinda og sömu skyldu og þau 18 afrísku lönd og svæði, er Efnahagsbanda lagið hefur þegar gert slíkt sam komulag um. Samkomulagið milli Breta og bandaiagsins nær til um 30 brezkra umráðasvæða. en ekki eru þar á meðal Jamaica Trinidad og Úganda en verða sjálfsagt innan tíðar. Samkomulagið í dag fjallar einn ig um landbúunaðarvörur frá Kan 1 ada, Ástralíu og Nýja Sjálandi og ýmis fjárhagsvandamál í sam bandi við landbúnaðarvandamál bandalagsins. Annað keis- arabarn.... FARAH Diba keisaradrottning í íran á von á öðru barni, að því er fréttir herma. Opinber yfirvöld höfðu þrásinnis bohið til baka orðróm um þungun drottningarinn ar, en þegar hún svo sjálf lýsti því yfir við fréttamann, að orðróm 1 urinn væri réttur,' gátu hin opin 1 berlegu yfirvöld ekki lengur á móti mælt. Farah segist eiga von á sér í marz og hún vonist til að eignast stúlku að þessu sinni en eins og kunnugt er ól hún son í fyrra. Farah, sem er 24 ára segist helzt vilja eignast þrjú börn. Bandarísk kona i sækir fóstur- ; eyðingu til Svíþjóðar Los Angeles, 2. ágrúst ”~(NTB-Reuter). FRÚ Sherry Finkbine í Los Angreles hefur pantað far með flugvél frá SAS til Sví- þjóðar næstkomandi föstu- dagr. Ætlar hún að' láta eyða þar fóstri því er hún gengur með vegna þess að hún hef- ur á meðgöngutímanum not- að svefnlyfið Thiopidamine, sem kennt er um fæðingar afl margra vanskapaðra barna viða um heim undanfarið. Frúin kemur til Stokkhólms á laugardag. Frú Finkbine hefur gert árangurslausar tilraunir til að fá fóstrinu eytt vestra og heldur því nú til Svíþjóðar. Sænskir læknar segja að er- lendir ríkisborgarar geti fengið fóstri eytt í Svíþjóð svo fremi að þeir leggi fram tilskilin gögn. — Síðari fréttir lierma, að ástæður frú Finkbone verði teknar til greina og verður fóstri henn ar því væntanlega eytt í Stokkhólmi. IMMMMMMMMMMMMMMtM Færeyskir koma Islenzkir fara FLUGFÉLAG Islands hefur nú í atliugun teikningar og mælingar af flugvellinum á Vaagö í Fær- cyjum en um þessar mundir standa yfir athuganir á því, hvort Flugfélagið tekur upp reglubundn ar flugferðir til Færeyja. 17. ágúst verður farin nokkurs konar „til- raunaferð“ til Vaagö. Farið verður með íslenzka ferðamenn héðan til Færeyja, en flogið heim aftur sama dag með hóp færeyskra ferðamanna, sem munu dveljast liér í fjóra daga eða fram til 21. ágúst, — en þá verður gerð ein ferð til þess að fara með þá heim og sækja íslendingana, sem bíða i Færeyjum. í bígerð er að bæta samgöngur á milli Vaagö og Straumeyjar, enn sem komið er þarf að sigla í tvo tíma frá flugvellinum til Þórshafn ar á Straumey. í athugun er, hvort ,ekki væri unnt að hafa ferju, sem ferjaði ferðafólkið frá Vaagö yfir til Straumeyjar yfir mjótt sund en svo væri ekið í bílum eftir Straumey til höfuðstaðarins, Þórs hafnar. Flugvöllurinn á Vaagö er svo lít ill, að ekki er unnt að lenda þar i nema litlum vélum, en til er annar stærri flugvöllur, sem 1 ekki þyrfti að stækka nema til- töluleea Ktið til bess að unnt væri að lenda þar stórum flugvélum, og líkindi eru á því talin, að sá flug völlur yrði einkum notaður, ef Flugfélagið tæki upp reglubundnar jferðir til Færeyja. | .Færeyingar eru að vonum, þess mjög fýsandi, að flugsamgöngur komist á milli landanna, því að eins og stendur eru samgöngur 1 strjálar til allra átta frá Færeyjum ÞÓRSMÖRK Framli. af 16. síðu um Breiðafjarðareyjar og Snæfells nes og inn í Hvanngil og Grashaga Samkvæmt upplýsingum skrifstof unnar hefur mest eftirspurn veriff eftir miðum í Þórsmörk, svo að bújast má við að Jóhannes úr Kötlum hafi nóg að gera að halda uppi röð og reglu í Mörkinni, en hann er umsjónarmaður sælukof- ans, sem þar er. Öflugt lögregluliff verður og sent úr Reykjavik til að gæta gestanna, — og mun lög reglan hafa með sér sérstakan bíl sem notaður verður sem fanga- geymsla. _ Voruhappdiœtti SIBS 12000 vinningará dri Hæsti vinningur í hverjum flokki 1/2 milljón krónur Dregið 5. hvers mánaðar ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1962 <3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.