Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 5
Munið OHJ niðursuðuvörur í ferðalagið Æ vintýraför um Austurlönd BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði hefur að' undanförnu sýnt kvik- myndina Nazarin, sem gerff er af einum alþekktasta kvikmynda stjórnanda í heimi, Luis Bunuel. Bunuel hefur unnið meff Salcador Dali og sumum hefur fundizt aðferðir þeirra ægileg ar, en öllum kemur saman um, aff Bunuel nær sterkum áhrif- um, enda hafa myndir hans hlotiff verðlaun hvar vetna, þar sem þær hafa veriff sýndar. Nazarin hlaut á sínum tíma gull- verfflaun í Caunes og Bodil-verðlaunin dönsku. Nazarin verffur sýnd í síðasta sinn í kvöld í Bæjarbíói. Þetta er mynd, sem allir þurfa aff sjá, sem vilja fylgjast meff tíní- anum og sá, sem ekki hefur séff myndir hins umdeila snillings Bunuels á mikiff eftir. (Myndin er af Francisco Rabal, sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Nazarin.) Bindindismót í Hrútáfirði CM verzlunarmannahelgina verff- ur bindindismannamót haldið aff Reykjaskóla í Hrútafirði. Undan- farin tvö ár hafa bindindismanna- mót veriff haldin í Húsafellsskógi um verzlunarmannaheigina, og var þar í bæði skiptin mesti fjöldi! fólks. | Reykjaskóli var að þessu sinni valinn sem mótsstaður vegna þess hversu vel hann liggur við ferð- um, bæði að sunnan og norðan. Einnig réð það miklu, að þar eru húsakynni mjög góð til skemmt,- anahalds, tjaldstæði næg, og á- gætis sundlaug er á staðnum. Mótið verður sett á laugardags. kvöld. Þá um kvöldið verður kvöld vaka og á eftir verður stiginn dans. Fyrir hádegi á sunnudag verður guðsþjónusta og eftir há- degi er fyrirhuguð ferð umhverf- is Vatnsnesið. Um kvöldið verður kvöldvaka og dans. Á miðnætti á sunnudagskvöld verður kveikt í miklum bálkesti og flugeldum skotið. Þau mót sem bindindismenn hafa áður gengizt fyrir. hafa tek- ist mjög vel í alla staði og verið fjölsótt. Undirbúningsnefnd mótsins hef ur beðið blaðið að koma því á fram færi að öll bindindissamtök, hverju nafni sem þau nefnast, séu hvött til þátttöku í þessum fagnaði. Á hausti komanda mun- feröa- skrifstofah SUNNÁ efna til 28 daga ævintýraferffar um Austur- lönd. Hefir ferff þessi veriff lengi og vel undirbúin til þess aff hún jnegi bæffi verða þátttakendum hin eftirminnilegasta og þó eigi alltof kostnaffarsöm. Skoffaöir verffa hinir merkustu sögustaffir í nálægari Austurlöndíim dvalizt viku í „Landinu helga“ sex daga í Egyptalandi, Bagdad heimsótt, og verffur þaff austasti áfangastaff urinn. Upphaflega var í ráði að nota íslenzka flugvél íil fararinnar allr ar, en við nánari athugun þótti heppilegra að semja við ílugfé- lögin, sem halda uppi áætlunarferð um á flugleiðunum öllum bæði ís- ’ ’ % erlend, og vegna hag- samninga við þau og önn ur þau fyrirtæki sem skipt verður við hefur nú tekizt að tryggja það, að öll þessi 28 daga ferð með dvöl í beztu gistihúsum og annarri fyrir greiðslu verður lítið dýrari en sem svarar andvirði ílugfarseðlanna einna saman, ef keyptir væru sinn í hvoru lagi. Til fyrimynda Um skipulagningu ferðarinnar hefur SCUNNA leitað aðstoðar þeirra norrænna og brezkra ferðaskrifstofa, sem eink um hafa náð vinsældum vegna vel heppnaðra Austurlandaferða, en reynslan hefur kennt, að hæfileg- ur hraði og fjöibreytni verður að haldast í hendur, til þess að ferðin verði þægileg og lærdómsrík, en með því móti ætti hún að geta orð ið það ævintýri, sem ógleyman- legt verður hverjum þeim, er þess nýtur. Héðan verður ílogið til London og þaðan til hinna fornu Væringja borgar, Istanbul, við Sæviðarsund Þar á að skoða hið markverðasta, sem enn má finna frá fornum og sögufrægum dögum keisara, kalifa preláta, soldána, kirkjur, musteri, leikvanga og hallir sem bera vitni hinni margbreytilegu sögu þessar ar gömlu menningarborgar. Frá Istanbul verður flogið til Beirut og eftir viðdvölina þar verð ur farið í bifr.eiðum upp í Líbanons fjöll til Balbek og annarra sögu- frægra staða á leiðinni íil Damas kus, sem er sögufræg og sérskenni leg borg í útjaðri Sýrlands-eyði- merkurinnar. Má gera ráð fyrir að mörgum þyki forvitnilegt að sjá ,,bazari“ hinna austurlenzku borga hlusta á köllin frá turnum muster anna, renna inn í hina annarlegu móðu þess lífs, sem sumsstaðar er í dag mjög svipað því og það var á dögum kalifa „Þúsund og einnar nætur." Frá Damaskus verður ekið suður til Amman, höfuðborg Jórdaníu og haldið til Jerúsalem, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir viku dvöl í „Landinu helga”. Þar verða skoðaðir hinir kunnu kristnu helgistaðir Betlehem, Golgata, Getsemane. Farið verður íil Jeríkó út í eyðimörk Júdeu og reynt að skoða það, sem forvitnilegast þykir í landinu að fornu og nýju. Þátttakendur munu eiga þess kost að sjá hið markverðasta á fjór um dögum, en nota svo til að fara til Bagdad og sjá þar m.a. hinar gömlu rústir Babýlonar. Að lokinni Gyðingalandsdvölinni verður flogið til Egyptalands og dvalið heila viku í landi Faraóanna Meðan Kairo verður gist fer hóp urinn til Pýramídanna miklu og fer hluta leiðarinnar á fararskjót um eyðimerkurinnar, úlföldum. Stillt verður svo til að unnt sé í þeirri för að njóta hins sérkenni- lega sólarlags þessa eyðimerkur- j sögu og undralands. Frá Kairó verður farið upp flíl ! ardal til hinna gömlu höfuðboi|ga ! Forn-Egyptalands, Luxor og Kfir- hak en þaðan yfir Nílsrfljót Jtil | Dauðadalsins þar sem skoðaðar j verða konungagrafirnar miklu, en ; enginn kemur þangað án þess að jverða snortinn af mikilleik þe; s, j sem þar ber fyrir augu. Frá Egyptalandi verður flogið jtil Jerúsalem og farið þaðan yfir „lokuð landamæri” til ísraels, en enginn Austurlandaferð cr "ullkojii inn án þess að sótt sé heim hið nýja Ísraelsríki enda geymir það bæði fornhelga sögustaði og mikil mannvirki þeirrar þjóðar, sem nií er að endurreisa mikið menningar líf á gömlum slóðum. Frá Tel Aviv verður flogið til Aþenu og skoðað hið Kiarkverðasta t.d. Akropolis og farið til Delfi, hinnar fornfrægu véfréttarborgar. Frá Aþenu verður haldið til Rómar og eftir nokkra dvöl í „borg inni eilífu“ verður flogið til Lund úna og þaðan heim. Lýkur þar þess ari 28 daga Austurlandaför, sem margra mun freista og verður vegna hagkvæmra samninga, ótrú lega ódýr. Framhald á 14. síffu. Hrútafjörður: Magnús Gíslason, kaupmaður, Staðarskála, Hólmavík: Guðmundur Jónsson, verzlm. c/o Kaup.fél. Steingrímsfj arðar. Höfn, Hornafirði: Kristján Imsland, kaupmaður. Hella, Rangárvöllum: Svavar Kristjánsson, verzlunarm. c/o Kaupfél. Þór Gerðar, Gerðahreppi: Guðlaugur Tómasson, símstjóri. Keflavík: Eiríkur Friðriksson, afgreiðslum. Hring- braut 82. Keflavíkurflugvöllur: Helgi Sigvaldason. Dregið verður 10. ágúst n.k. Vinningur: Taunus-fólksbifreið að verð mæti kr. 164 þús. krónur. Látið ekki HAB úr hendi sleppa. Af hrærðum huga þakka ég mikla virðingu og margháttaða vin semd auðsýnda mér vegna 70 ára afmælis míns, 17. júlí s. 1. Guð blessi ykkur öll. Sigríffur Erlendsdóttir Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.