Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.08.1962, Blaðsíða 13
Um þessar mundir er verið að taka kvikmynd í Þýzkalandi, sem vakið hefur mikið umtal og orðið tll- efni deilu milli aust- og vestraenua. i Myndin er að nokkru leyti tekin í nágrenni Hamborgar, að nokkru í Austur-Berlín og einnig í kvik- myndaveri í Písa á Ítalíu. Þessi kvikmynd er gerð eftir fraegu verki JeanPaul Sartres — fangarnir I Altona. Leikstjóri er hinn frægi Vittorio De Sica og aðal'eikkonan enn frægari — Soffía Loren. Kvikmyndin er byggð á sögu Sartre um liðsforingja í Þýzkalándi, sem af fúsum vilja lokar sig inni frá umheiminum í höll einni. Þar býr hann einn í þrettán ár kvalinn af slæmri samvizku og vill með gerðum sínum gera yfirbót fyrir allt hið ina, sem Þjóðverjar — herir Hitlers hafa unnið mannkyninu. Þessar myndir á blaðsíðunni eru teknar meðan á töku myndarinnar stóð. Á þriggja dálka myndinni er Soffía Loren umkringd aðdáendum eins og hvar vetna, sem hún fór. Á minni tvídálka myndinni er Loren í hlutverki sí "U en hin myndin sýnir De Sica (fremst) ásamt að- alleikcndunum Loren og Maximilian Schell. í baksýn er höllin, sem leigð var til að taka innsenurnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.