Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 2
Bötstjoiur: Gísli J. Ástpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoöarritstjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. T,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri; Ásgeir Jóhannesson. : SALTSÍLDIN ÞAU ánægjulegu tíðindi spurðust út í gær, að Síldarútvegsnefnd hefði samið um sölu á 80 þús. tunnum saltsíldar til Sovétríkjanna. Þrátt 'fyrir íniklar samningaviðræður milli fulltrúa íslendinga og Sovétríkjanna hafði ekki náðst samkomulag um verð saltsíldarinnar í ár og vegna þess hve illa horfði um sölu á síldinni til Sovétríkjanna varð Síldarútvegsnefnd að stöðva söltun síldar er búið \rar að salta 55 þús. tunnur umfram þá samninga er gerðir höfðu verið. Eftir að samningar hafa nú tekizt, er unnt að hefja söltun á ný. Það er ánægju legt við hina nýgerðu samninga við Rússa, að verð síldarinnar er nokkru hærra en sl. ár. Tekizt hafði að semja um hærra verð á saltsíld í samningunum við,aðrar viðskiptaþjóðir okkar og þess vegna lögðu ísl^ndingar áherzlu á það í viðræðunum við Rússa, að þeir hækkuðu einnig verðið. Stóð nokkuð lengi á því, að Rússar teldu sig geta gengið að hærra veijði. Síldarútvegsnefnd var gagnrýnd fyrir það að stöðva söltunina og var því haldið fram af málgögn tim stjórnarandstöðunnar, að engin hætta væri á þvf að ekki yrði unnt að selja síldina þó söltun héldi áfram. En vissulega var engin vissa fyrir því, að unnt yrði að selja þá síld, sem nú hefur verið seld til Sovétríkjanna. Sovétríkin telja sig ekki skuld- bundin til þess að kaupa af okkur síld nema sam komuleg sé um verð og höfðu fulltrúar Rússa reyndar gefið það í skyn að þeir mundu kaupa af okkur aðrar sjávarafurðir í stað síldar ef ekki næð ist samkomulag. Þess vegna hefur viðskiptasamn- ingurinn milli landanna, sem gerir ráð fyrir að Rússar kaupi ákveðið magn síldar árlega, ekki fullt gildi nema samkomulag sé um verð og magn hverju sinni. En enda þótt ef til vill hefði tekizt að selja sama magn síldar og nú hefur tekizt að selja enda þótt söltun hefði ekki verið stöðvuð má telja full tvist að ekki hefði fengizt hærra verð ef ís- lendingar hefðu legið með miklar birgðir af óseldri saltsíld. Það eru fremur líkur til þess að verðið hefði fallið á síldinni enda kemur það iðulega fyr- ir að rnikið framboð á ákveðinni vöru leiðir til verð falls. Síldarútvegsnefnd óskaði eftir því að Rússar keyptu af okkur 100 þús. tunnur og ber að harma það að þeir skuli ekki hafa séð sér fært að kaupa nema 80 þús. tunnur. Væntanlega sjá þeir sér fært að kaupa meira magn síðar í sumar, ef svo verður sem horfir, að íslendingar geti boðið næga saltsíld. Áskriftarsíminn er 14901 HANNES Á HORNINU ★ Sögulegar rangfærslur. ★ Þær eru ótrúlega Iang- lífar. ★ Fornminjar og sögurn- ar. ★ Hvernig var vopn Gunn ars á Hlíðarenda? E.G. SKRIEAR: „Um leið og: ég þakka þér, pistilinn um forumin.i arnar í Kópavogi, lar.gar mig til að vckja athygli þína á öðru máli ekki óskyldu Víl ég þar með freista þess aö slá tvær flugur í einu höggi: opna augu almennings fyrir athyglisverðu fyrirbæri og tryggja það, að eftir því verði telcið, — með því að scnda hugleiðingar mínar til þín, sem ert manna líklegastur til að koma þeim á framfæri og liverjir lesa ekki það, sem þú birt ENÐA ÞOTT við íslendingar r.éu ávallt mjög hreyknir af íornsög- um okkar og þá jafnframt af þeim fáu fornminjum, sem við höfum meira að segja reist hús yfir, þá erum við furðu íómlátir ef ein- hver vekur máls á því, sem aflaga fer í þeim éfnum. Þ.ó geri ég fast- lega ráð fyrir, að því yrði ekki lát ið ómótmælt ef einhver gerðist svo djarfur að halda því fram í dag- blöðunum, að kona Gunnars á Hlíó arenda hafi heitið Guðrún Ósvífurs dóttir, en alls ckki Hallgerður jlangbrók. Á sama hátt býst ég við að einhver myndi malda í móinn, ef það -væri fullyrt svart á hvítu, að atgeir Gunnars á Hlíðarenda hafi verið nokkurs konar riffill eða jafnvel skambyssutegund. MEÐ ÖÐRUM ORDUM þá benda allar líkur til þess, að við látum ekki bjóða okkur allt í þessum efnum, þótt við getum verið furðu sinnulausir um það, sem er ekki alveg eins áberandi fjarstæða en þó engu að síður íjarstæða. FYRIR UM ÞAÐ BIL ÁRI rak ég augun í myndskreytla grein eft ir Jóhann Bernhard íþróttarit- stjóra, þar sem liann benti á þá staðreynd, á mjög hógværan hátt að áðurnefndur atgeir Gunnars á Hlíðarenda hafi alls ekki verið neins konar afbrigði af öxi eins og margir hafa haldið, heldur högg spjót þ.e.a.s. lensulagað spjót með löngum ivíeggjuðum oddi. Færði hann mörg auðskilin rök fyrir stað hæfingu sinni og vitnaði m.a. í rit þeirra Björns Bjarnasonar írá Við- firði og Jóns Aðils sagnfræðings máli sínu til sönnunar. ÞAR SEM ATGEIRINN var eitt frægasta vopn sögualdarinnar, skyldi maður hafa haldið, að grein Jóhanns yrði til þess að rumska eitthvað við okkar ágætu sérfræð- 1 ingum á þessu sviði og þá ekki sízt sjálfum Þjóðminjaverðinum, jenda benti Jóhann á það íurðulega fyrirbrigði, að Þjóðminjasafnið hefði óbeinlínis stuðlaö að þessum vopnaruglingi, með því að setja atgeirsnafnið á eina bryntröllið, sem til væri á sáfninu. EN ÞVÍ VAR NÚ EKKI að hcilsa hvað svo sem valdið hefur. Nokkru siðar eða um jólaleytið fór Jóhann enn á stúfana og skrifaði grein í sama blað (Vísi) um sama efni og beindi orðum sínum íil Þjóðleilc- hússins. Voru þá að hefjast sýning ar á Skugga-Sveini í íilefni 100 ára afmælis leikritsins, en þar er söguhetján látin bera atgeir Gunn ars á Hlíðarenda, eins og flestum er kunnugt. Vakti Jóhann atliygli á því, að atgeir sá, sem Skugga- iSveini hafði verið fenginn í hend ur, væri aðeins atgeir aö nafninu til, því að umrætt vopn héti bryn tröll, en það mun vera afbrigði af öxi cða samskonar vopn og Þjóð- minjasafn íslands kallar ranglega atgeir. Framhald á 12. síðu. 2 9? ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.