Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 11
 MED SILFURFESIIJÓNS BÓNDA Á LAXAMÝR JON AUKLAND frá Noregi konv með lystiskipinu Genn, er var hér fyrir skömmu Hann kann fornsögurnar utan- bókar og saga íslands, Nore,?s, Danmerkur, Svíþjóðar og Fær- eyjanna brennur honum á tungu. Og framan á sér ber Iiann siifurkeðju, sem hann fékk hjá Jóni Þorbergssyni á Laxamýri fyrir koffort. Jon Aukland var um árabil rektor kennaraskólans í Stord í Noregi og kenndi þá 'eink- um norska sögu og uppéldis- fræði. En norsk saga er og saga íslands segir Aukland og Snorri Sturluson hafði jafnvel áhrif á samningana 17. maí, 1814, þeg- ar Noregur fékk Grundloven. — Hvernig gat Snorri haft áhrif á það? — Það var menning liðinna alda. — Ení dag? — Það eru margir, sem hafa skarað fram úr. Ivar Aasen lagði grunninn að nýnorskunni. Hann skrifaði norska málfræði og norska orðabók, sem eiga enga sína líka. Hann orti líka, og kvæðin voru þá föst fyrir og haglega sniðin eins og höggvin í marmara. Núna eru mörg kvæðin eins og steinvölur, sem rúlla hver frá annarri. Það brennur víst einnig við hér á ís- Iandi. — Hafið þér sjálfur ort? — Ég hef gefið út tvær ljóða- bækuír1. Önnur heitir Erling Skjalgsson, hin heitir Norrona. — Hver var Erling Skjálgs- son? — Hann var hinn ókrýndi konungur Noregs,. — einn af þeim, sem skaraði fram úr. Hann var að sínu leyti eins og Jón Sigurðsson er í huga Is- lendingsins, en Erling var uppi Jón Aukland og frú eiiítið fyrr eða á tímum Ólafs Tryggvasonar um árið þúsund. — Og Norrona? — Norrona er gamal norsk. það táknar það, sem kemur úr norðri. Svo skrifaði ég sögu. — Hvernig fenguð þér áhuga á íslandi? — Það er sagan, — sama sag an — sama menningin. — Og frúin? — Ég hef líka áhuga á Is- landi. — Og var ísland eins og þið bjuggust við? — Neí. Við bjuggumst ekki við því svona nýtízkulegu. — En Noregur? Eru þar nokkur sel? — Þau hverfa, — en ég var eitt sinn selstúlka og kallaði á búfénaðinn á fögrum sumar- kvöldum heim til selja. — Hvernig er að ferðast með skemmtiferðaskipi? — Það er gott — og okkur hafði lengi langað til íslands. Við ætluðum að koma 1930, — en þá gátum við ekki farið. En svo þegar við erum komin og Jon er orðinn 73 ára, þá finnst okkur tekið á móti okkur eins og frændum og vinum. — Og keðjan hans Jóns? — Já, hann lét mig hafa hana fyrir koffort, áður en hann fór h'eim af lýðháskólanum árið 1907. Þá þurfti hann á kofforti að halda, — en silfurfestina hef ég alltaf borið síðan þá .. Happdrætti Alþýðublaðsins Afgreiðslan Hverfisg. 4 er opin fil kl. 8 í kvöld Sendum miða heim. Sími 0453. H A Marilyn Framhald af 3. síðu. uðina var „stanzlaus hjálpar- beiðni, sem enginn svaraði", eins og einn dálkahöfundur komst að orði. Sumir segja, að Marilyn hafi verið eiturlyfjaneytandi síðustu mánuðina áður en hún dó og hún hafi bcrðað svefnpillur eins og venjulegt fólk borðar brjóstsykur. Móðir hennar er á geðveikrahæli, og afi hennar og amma létust á geðveikrahæli. Frændi hennar fyrirfór sér. Arthur MiIIer, þriðji eiginmað- ur Marilyn ságði, er hann frétti um lát hennar: „Þetta hlaut að gerast — ég vissi ekki hvar eða hvenær, en það var óhjákvæmi- Iegt“. Fyrsti eiginmaður hennar sagði: „Mér þykir það leitt“. Síðan hélt hann áfram löggæzlustörfum sín- um í lögreglubíl, nokkrum kíló- metrum frá skrauthýsi Marilyn, eins og ckkert hefði í skorizt. Spónaplötur 18 og 22 mm. Gahoon 16 — 19 og 22 m.m. Beykikrossviður 3 og 4 m.m. Hjáfmar Þorsteinsson & Co. Klapparstíg 28. — Sími 11956. Vélritunarsfúlka óskast Bæjarskrifstofur Kópavogs óska eftir dug- legri vélritunarstúlku/þegar í stað. Upplýsingar á Bæjarskrifstofunum á skrif* stofutíma næstu daga. GARNAHREINSUN - FRAMTÍÐARST ARF Ungur lagtækur maður óskast sem fyrst til að læra og stjórna nýrri garnahreinsunarvél í Gamastöð S.Í.S. Gott kaup. Umsóknir sendisfe S.Í.S. deild 30. lilkynning frá sjúkrasamlögunum í Reykjavík og Mosfeilssveit Frá 1. september n.k. breytast mörkin milli samlagssvæðanna þann ig að allir Reykvíkingar (búsettir í Selási, Smá löndum og víðar), sem hingað til hafa verið í Sjúkrasamlagi Mosfellssveitar, eiga frá þeim degi að vera í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Frá og meS 15. ágúst geta þeir, sem eiga að skifta um samlag, smi- ið sér til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, valið lækna og fengið afhent samlagsskírteini er gildi frá 1. september enda sýni þeir fullgilda samlagsbók frá Sjtikrasamlagi Mosfellssveit- ar. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. tekur við greiðslu. vangreiddra gjalda til Mosfellssveitarsamlags ins til flutningsdags.. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Sjúkrasamlag Mosfellshrepps. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 9. ágúst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.