Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 15
seinna hætti Johnnie Pascoe á flugvellinum og réð sig til Ind versks flugfélags, og annar kenli ari lcom í hans stað. ■ Móðir hennar flutti burt með barnið, sem dó skömmu síðar, éða svo var mér sagt, að minnsta kosti. ' Sex mánuðum síðár skeði ann ar sorglegur atburður í Duffing ton. Derek Marshall hafði feng ið alvarlegt lost í stríðinu og var alltaf með annan fótinn á spítala. Hann lenti í leiðinlegu nauðgunarmáli og skaut sig með haglabyssu. Hann hafði verið maður Brendu. Svo var húsið selt. Nýtt fólk flutti þangað, það liafði heihnikið af geitum. Það liðu mörg ár þangað til það rann upp fyrir mér, að ef til vill hefði pabbi nú ekki verið svo vitlaus. En þá var hann látinn og ég gat komist að því hvort þetta var rétt hjá mér. Kalda mjólkin var farin að hafa sín áhrif. Mér leið betur. Ég drap í sígarettunni og gekk inn í svefnherbergið með glasið í hendinni og tók upp dósina með pillunum úr bakpokanum mín um. Ég renndi einni pillu niður með mjólk. Rúmið var farið að freista mín, en ég gekk aftur inn í setustofuna til þess að horfa svolítið í eldinn og klára úr mjólkurglasinu. Klukkan var orðin hálf tíu. Johnnie Pascoe hlaut að vita mikið meira um Brendu Mars- hall, en ég, því eitt kvöld hafði ég séð þau kyssast bak við flug vél í rökkrinu í flugskýlinu. Ég man þetta kvöld sérstaklega vel, því hún var að koma til baka frá Frakklandi. Hún hafði verið þar allan veturinn og Moth vélin hennar hafði verið geymd í Hest on. Hún hafði dvalið nokkra daga í London, og komið svo við í Heston og tekið Moth vélina með sér hingað. Við höfðum ekki séð hana síðan í september og nú var kominn apríl. Það var gam an að fá hana aftur. Ég var að fljúga með Johnnie þegar við sá um hana koma, hann kom fyrst auga á hana, örlítinn depil út við sjóndeildarhring í suðaustri. Við flugum á móti henni og flug um svo við hlið hennar líeim. Við veifuðum henni og hún veif aði okkur aftur. Við horfðum á hana lenda og síðan lentum við strax á eftir. Það varð ekki meira úr kennslu í það skiptið. Ég var þarna góða stund og skoðaði vélina hennar. Henni liafði verið breytt lítið eitt og mig langaði til að vita hvernig það reyndist. En þau máttu ekk ert vera að því að gefa mér neinn gaum. Mér fannst dálítið sárt að sjá þau kyssast, ég reyndi að hlæja að sjálfum mér. Hún var orðin þrítug og gift kona þar að auki, en ég var bara átján ára. Þau voru svo hamingjusöm að ég gat ekki annað en glaðst með þeim. Hvað sem öllu leið þá hafði maður hennar eiginlega verið á geðveikrahæli árum sam an. Ég stóð þarna í þungum þönk um, og var að hugsa um hvort hann hefði verið faðir barnsins, sem dó. Þetta datt mér aldrei í hug þegar ég var átján ára, og ef mér hefði flogið það í hug, hefði mér án efa fundizt það af- ar ótrúlegt, en nú þegar ég þekkti heiminn betur, og þegar allt kom til alls þá gat . . . Ég lauk við mjólkurglasið og fór aftur inn í svefnherbergið og fór úr innisloppnum og fór aft ur upp í rúmið. Pillan, sem ég tók var nú farin að verka. Ég var orðinn syfjaður. Klukkuna vant aði tuttugu mínútur í tíu. Það var vekjaraklukka á náttborð- inu við rúmið. Ég stillti hana á fimm. Ef ég væri heppinn, þá mundi mér takast að sofna áð ur en læknirinn kæmi hingað með hjúkrunarkonuna, ég kom mér fyrir sem bezt ég gat. Tuttugu árum síðar hafði hringurinn lokast hjá Johnnie Pascoe, því nú var hann aftur orðinn flugkennari, og kenndi ungum mönnum og konum að fljúga Auster eða Tiger Moth vél um. Nú var ég alveg kominn að því að flesta blundinn og gleyma öllu í kring um mig. Skyldi liann nokkurn tíma hafa fengið annan nemanda á borð við Brendu Marshall. Ég vissi ósköp vel hvernig þetta hafði allt sam an skeð. Hún bjó með móður sinni í stóru húsi rétt utan við þorpið. Hún átti Alvis sportbíl. Það mátti eiginlega segja að liún ætti flugvöllinn líka. Því hann hafði verið gerður í. stríðinu á landi eins af bæjunum, sem mað ur hennar átti og flugmálaráðu neytið hafði hann ennþá á leigu. Ég sá hana sjaldan fvrstp ár ið mitt í Duffington. Ég hafði ver ið önnum kafinn við að ná sam an unga fólkinu þarna _og vekja áliuga þess á fluginu. Ég þekkti bílinn þeirra og vissi hver hún var, ég hafði heyrt að maður hennar væri á sjúkrahúsi. Ég varð því mjög undrandi, þegar hún steig út úr bílnum sínum við flugskýlið einn gráan janúar morgun. Ég hafði aldrei talað við hana, en ég vissi að hún hafði yfir landareigninni að segja, svo OIUIIIIIIIIIIIIIIIHIHIHIIIIIIIIIH.irlltlMIIIMIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllllllHllllllimiirillllllllllllllllllllllll Ef trúa má textanum, sem fylgdi | þessari mynd, þá eru börnin | systkini, þótt annað sé svart en I hitt hvítt. Ekki er greint, hvort þau eru hálfsystkin, en dreng =: urinn er sonur þýzkrar móður og blökkumanns. Eru um G 000 1 slík börn í Þýzkalandi eftir hernám síffustu ára, en bæffi Banda 1 ríkjamenn og Frakkar hafa haft sveitir blökkumanna í setu- | liöi sínu. 1 Svart og ég fór út úr skrifstofunni og tal aði við hana. Hún gekk í áttina til mín. „Er þetta ekki Pascoe, höfuðsmað- ur“, spurði hún. Ég brosti og játti því. ,,Ég heiti Brenda Marshall", sagði hún, „Það datt mér í hug“, sagði ég. „Gaman að hitta yður“. „Eg hefði átt að vera búinn að koma hingað fyrir löngu síð- an“, sagði hún. „Við förum ann ars svo sjaldan út::. Hún hikaði lítið eitt ' og sagði svo. „Mér fannst ég verða að koma hingað og sjá hvað hér er að ske. Þeg ar allt kemur til alls erum við nágrannar“. „Mér væri ánægja að því að sýna yður allt markvert hér“, sagði ,^g„ Kaldur janúarvindurinn lék um okkur sem við stóðum. „Eig um við ekki að koma inn á skrif stofuna. Það er heitur ofn þar. Annars er arinn í setustofunni í klúbbnum, en við kveikjum sjald an upp í honum, yfirleitt aldrei nema þá um helgar, þegar eitt vert fólk er hér. Það er ekki mikíð við að vera hjá okkur hér á veturna, þó höfum við nú get að flogið svolítið. í desember flugum við .105 stundir". „Það var prýðilegt", sagði hún dauflega. Ég vísaði henni leiðina inn á skrifstofuna. Þegar ég opn aði hurðina kom heitur og þef- illur loftstraumurinn frá ofnin- um beint í flasið á okkur. Hún fór úr loðkápunni. Hún .var ber- höfðuð og rauðbrúnir lokkarnir voru dálítið úfnir. Hún var föl og mér fannst liún líta heldur illa út. „Hafið þið marga meðlimi?" spurði hún. „Tvö hundruð og tíu, fullgida og eitthvað um þrjú hundruð aukameðlimi. Langar yður í te- sopa?“ „Það er nú mesti óþarfi“ sagði hún. „Við fáum okkur vanalega te hér á þessum tíma“, sagði ég og fór út til að biðja flugvirkjann um að ná í annan bolla og und- irskál, sem annars var fremur fá 'séður lilutur á þessum slóðum. Ég fór aftur inn á skrifstofuna og sá ég að gestur minn stóð í skrif stofudyrunum og horfði á flug vélarnar. „Mikið eru þær stór- ar, þegar maður sér þær svona nálægt sér”, sagði hún. „Þessar tvær eru af gerðinni Moth og þessi þarna er Bluebird“ sagði ég. Hún gekk að Moth vél- inni, sem stóð nær og leit inn í hana. „Þessar klukkur eru allar nauð synlegar, er það ekki?“ sagði hún og benti á mælaborðið. „Þetta er sú mikilvægasta” sagði ég og benti. „Hún gefur til kynna hversu liratt maður fer. Hafið þér nokkru sinni flogið?“ „Já einu sinni. Það var fyrir tveim árum í svo sem tíu mín- útur“, sagði liún. „Það var með manni sem flaug með fólk í skemmtiflug". „Langar yður til að reyna það aftur?“ spurði ég. Ég get flogið með yður hvenær sem er. Það kostar tvö og hálft pund á tím ann“. Það léttist á henni brúnin. „Það mundi vera gaman". „Við gætum jafnvel farið núna. En það væri skemmtilegra að fara í sólskini. Þér bara seg ið til hvenær þér viljið fara“. Hún leit út um dyranar á skýl inu. Það var komin dálítil rign ing. „Mér finnst dálítið dimmt yfir núna, ég vildi heldur fara einhvern tíma, þegar útsýni er“. Ég hló. „Satt að segja er ég al veg á sama máli frú Marshall. Það er síður en svo gaman að fljúga rétt yfir trjátoppunum í grenjandi rigningu og reyna að rata til vallarins með því að þekkja beljur bændanna hérna í nágrenninu. Spáin breytist senni lega í kvöld og það gæti orðið gott veður á morgun". Við fórum aftur inn á skrifstofuna tiL að drekka teig. „Er ekki Esme Haughton, meðlimur í klúbbn- um?“ „Dóttir læknisins. Jú. Hún er i'i'iHHiiinimiiiiiii, viviiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ , búin að fljúga heilmikið hér. Hún fær sennilega að fljúga ein eftir eina eða tvær vikur.“ „Hún var að segja mér frá þessu í gærkveldi. Hún sagði aff, það væri alltaf svo skemmtilegt; hérna“. íi „Það var heilmikið af fólki hér* um síðustu helgi. Það er mik- ið fjör, og við reynum að sjá til þess að allt fari samt vel fram.' Þetta er mestmegnis ungt fólk. Þó ekki allt. Borgarstjórinn gekk í klúbbinn í síðustu viku og yfirlögregluþjónninn skömmu áður. Svo yfirvöldin hafa alls' ekki slæmt álit á okkur“. „Esmé sagði mér að Chance ofursti væri farinn að læra að: fljúga". Ég kinkaði kolli. „Hann er bú ■ inn að fljúga tvisvar sinnum.' Hann kemur til með að spjara < sig“. Yfirlögregluþjónninn átti tvo ' syni í flughernum og vildi fræð ast eitthvað um þetta sem þeir . bókstaflegá lifðu fyrir. „Er hann ekki orðinn of gam all til þess að lærá að fljúga?" , „Ég held að hann sé 58 ára, ; 1 1 —; 3§ ALÞÝÐÚBLAÐIÐ - 1962 9. ágúst J5 •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.