Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 3
R ARGEITÍNU RIR UPPREISN BUONES AIRES, 8. ágúst. (NTB Reuter) Yfirmaður fjórða stórfylkis Argentínu, Fredrico Torranzo Montero hershöfðingi, hefur gert uppreisn gegn hermálaráðherran- um, Juan Batista Loza, að því er Nýr samningur um Grænland * DANIR og Bandaríkjamenn hafa gert með sér nýjan viðbótarsamn ing um hernaðarlegar framkvæmd ir á Grænlandi. Eiga Danir að fá meiri aðild að þessum framkvæmd um og reikna með töluvert aukn- um tekjum, þannig að heildartekj ur þeirra af bækistöðvum Ame- ríkumanna verði um 125 milljón- ir danskra króna. Nú starfa alls um 500 Danir við varnarstöðvarn ar. Auk þess sem Danir eiga að fá betri aðstöðu til að taka að sér framkvæmdir, verður meira af vörum til varnarstöðvanna keypt í Danmörku en áður. Verður sett upp í Kaupmannahöfn sérstök skrifstofa til að annast þessi mál. Danir gera sér meðal annars vonir um, að siglingar til Græn- lands aukist verulega eftir þetta nýja samkomulag, og vafalaust auk ast flugflutningar þangað einnig. tilkynnt var í Buenos Aires í dag. Montero hershöfðingi hefur skipað sig æðsta mann Argentínu- hers. Fréttaskeyti herma, að uppreisn- arhershöfðinginn njóti stuðnings setuliðanna í Mendoza, Cordoba, Comodoro, Rivadavia og La Plata. Sumar fregnir herma að herskól- inn í Buenos Aires styrki hann einnig. Haft er eftir góðum heimildum, að svo virðist enn sem komið er sem uppreisnin einskorðist við herinn og henni sé ekki beint gegn stjórninni. Tilgangur uppreisnarinnar á að vera sá, að koma því til leiðar að liðsforingjum, sem fylgja Perón að málum og Loza hershöfðingi hefir skipað, verði vikið úr emb- ætti, skilja að embætti yfirhers- höfðingja og liermálaráðherra og koma á ýmsum umbótum innan hersins. Fjórða stórfylkið, sem Montero hershöfðingi stjórnar, er staðsett í Yallu-héraði í norðurhluta lands- ins. Loza hermálaráðherra gegnir jafnframt embætti yfirhershöfð- ingja. Hann var skipaður í þessi embætti að launum fyrir þátttöku hans í byltingu forystu hersins gegn Frondizi forseta í marz í ár. Byltingin varð til þess, að forset- anum var vikið frá völdum. Toranzo Montero hershöfðingi hefur komið sér upp bækistöðvum í Jujuy, höfuðstað Saltaf-héraðs. Hermálaráðherrann hefur lýst yf- ir, að gripið hafi verið til nauð- synlegra ráðstafana og Montero hafi verið sviptur herstjórn. Uppreisnarhershöfðinginn Mon- | tero er bróðir Carlos Severos Toanzo Montero, sem var yfirhers- j höfðingi í tíð Frondizi forseta. USA vill fækka> eftirlitsstöðvum Genf og Washington, 8. ág. ríkjamenn hafi fallið frá því grund (NTB—Reuter) BANDARÍKJAMENN lýstu því yf- ir I dag, að þeir væru fúsir til þess að fækka um rúmlega helm- ing fjölda eftirlitsstöðva, sem lagt hefur verið til að settar verði á fót í sambandi við bann við til- raunum með kjarnorkuvopn. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar á afvopnunarráð- stefnunni, Arthur Dean, sagði í ræðu, að af bandarískri hálfu yrði lagt til, að slíkar eftirlitsstöðvar yrðu um 80 talsins. Áður hefur verið talið nauðsynlegt að hafa um það bil 180 eftirlitsstöðvar. Það lítur út fyrir, að Banda- vallaratriði, að starfsmenn slíkra stöðva verði af ýmsu þjóðemi og muni fallast á að starfsliðið verði frá því landi þar sem viðkomandi eftirlitsstöð er. Allt eftirlitið skuli þó hafa alþjóðlega stjórn. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, ræddi við sendi- herra Rússa í Washington, Ana- toly Dobrynin, í dag. Aðalmálið á dagskrá yar bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, að því er tal- ið var. Aðspurður kvaðst sendiherrann ekki hafa heyrt, að Krústjov for- sætisráðherra hyggðist koma til Framhald á 5. síðu. KOSNINGUM í ALSlR VERÐUR EKKI FRESTAÐ ,¥ num‘ meinað að vera við útför MM Hollywood, 8. ágúst (NTB—Reuter). HIN þekkta bandaríska kvikmynda Jeikkona, Marilyn Monroe, sem ný- lega fannst látin í íbúð sinni í Hollywood, var jarðsungin í dag í lítilli kapellu í útjaðri kvikmynda- borgarinnar. Einn af fyrrverandi leikstjórum Marilyn, Lee Strass- berg, sagði í ræðu yfir líkbörun- um, að minningin um kvikmynda- leikkonuna mundi lifa sem tákn um hinn eilífa kvenleika. Strassberg sagði, að til væru margar konur, sem væru jafnfagr- ar og Marilyn var, en það var meira við liana, sagði liann. Hún var geislandi persónuleiki, sem sameinaði marga eiginleika. Hún var vafalaust í röð mestu kvik- myndaleikkvenna vorra tíma, sagði Iiann að lokum. Blaðið „New York Post“ hermir, að íbúar Hollywood sáu sárgramir vegna þess, að helz' i kvikmynda- leikararnir fengu ekki að vera við- staddir jarðarförina. Meðal þeirra, sem ekki fengu að fara inn í kap- elluna, voru Dean Martin, Gene Kelly, Peter Lawford og frú (hún er systir Kennedys forseta) og einkaritari Marilyn, Mary Réis. Lögfræðingur Marilyn Monroe, Milton Rudin, hefur sent öðrum ciginmanni hennar, Joe DiMaggio, mótmæli. Þar segir, að hundruð vina Marilyn hafi ekki fengið að vera við útförina. DiMaggio hef- ur svarað því til, að Marilyn væri ekki þar sem hún er nú ef það hefði ekki verið vegna nokkurra vina hennar. Blaðið segir ennfremur, að það hafi verið mágur Kennedys for- seta, Peter Lawford, sem hringdi til Marilyn sama kvöldið og hún fannst látin. Lawford á að hafa ját að betta fyrir lögreglunni, en sagt, að hann hefði hringt til þess að bjóða Marilyn til hádegisverðar. I.ögreglan reynir að rannsaka símahringingu þá, sem sennilega var sú síðasta sem Marilyn fékk áður en hún dó. Rannsaka á hvort hún kunni að standa í sambandi við það, hvort Marilyn framdi siálfsmorð eða hvort hún hafi lát- izt af slysi. Hafin er nákvæm rannsókn á því, hvers vegna Marilyn Monroe lézt, hvort um sjálfsmorð eða slys hafi verið að ræða, hvað liún hafð- ist að síðustu mánuði ævinnar, hve óhamingjusöm, óörugg og hrædd hún var og hvaða framtíðarmögu- leika hún hafði. ,Það, sem vitað er, er í stuttu máli þetta: Marilyn gat gert sér vonir um að halda áfram hjá kvikmyndafélag- inu 20th Century Fox í myndinni „Something’s Got to Give”. Henni hafði borizt tilboð um að leika í franskri kvikmynd og annað til- hoð hafði henni borizt frá Las Ve- gas. Samkvæmt því átti hún að skemmta þar og fá 55.000 dali á viku. KI. 5 síðdegis daginn sem hún lífði hringdi hún í lækni sinn og kvaðst ekki geta sofið. Hún snæddi kvöldverð ásamt blaðafull- trúa sínum og í sameiningu Iögðu hau á ráðin um livað hún skyldi gera sunnudaginn á eftir. Kl. 8 eekk hún til svefnherbergis síns og hauð góða nótt. í lyfjaglasinu, sem stóð á borði hennar, voru 50 svafnpillur. Hér kemur að spurningunni um hvort um sjálfsmorð eða slys -hafi vorisv aö ræða, og greinir menn m.iög á um það. Eitt eru menn sammála um. Að hún var mjög einmana. Líf liennar síðustu mán- Framh. á 11. síðu ALGIERSBORG, 8. ágúst. (NTB-AFP) Formaður bráðabirgðastjórnar- stjórnarinnar í Alsír, Abderrah- mane Fares, vísaði á bug i dag fregn þeirri, að kosningunum til þjóðþings landsins yrði frestað öðru sinni. Kosningarnar eiga að hefjast hinn 15. ágúst og þeim lýkur ekki fyrr en 30. ágúst. í ræðu sem hann hélt í hóp kaupsýslumanna og embættis- manna lagði hann áherzlu á, að bráðabirgðastjórnin og stjórnar- nefndin yrðu að vinna saman að því að leggja grundvöllinn að alsírsku framtíðarríki. Innan skamms verða gerðar skipulagsbreytingar jnnan frelsis- hreyfingarinnar og frelsishersins í Constantine-héraði, að því er tilkynnt var í dag. Ákvörðun um þetta var tekin nýlega með sam- þykki Ben Bella. Önnur herstjórn- in gaf út tilkynninguna. i Sovézkt skip kom í dag með j 6500 lestir af hveiti til Algeirs- | borg'ar. Annað rússneskt skip kem- ! ur með fisk, mjólk, sykur og olíu ■ eftir hálfan mánuð. | Rauði krossinn hvatti í dag til |þess, að meira yrði gert til þess að leysa hið alvarlega flóttamanna- vandamál. Mörg þúsund börn, sem snúið hafa aftur til Alsír, munu vera að dauða komin vegna malaríu, berkla og næringarskorts. Bandaríska ræðismannaskrif- stofan í Constantine tilkynnti í dag, að bandaríska stjómin mundi senda matvæli og annað til Alsír. Send verða m. a. tjöld, er skipt verður niður á milli 12 þúsund Serkja, sem eru heimilislausir. Ekið á kyrr- stæða bifreið AÐFARANÓTT þriðjudagsins var ekið á bifrcið, sem stóð á móts við húsið Grettisgötu 31. Þetta mun hafa skeð á tímabil inu frá því klukkan tvö um nótt- ina þar til klukkan 17 daginn eft ir, en þá kom eigandinn að bif- reiðinni og var þá vatnsskassahlíf in dælduð að ofanverðu, líkt og vörubíl hefði’ verið bakkað á bif reiðina. Það eru vinsamleg tilmæli rann sóknarlögreglunnar að, að sá sem þessum árekstri olli, svo og þeir sem kunna að hafa séð er þetta vildi til, gefi sig fram við hana hið fyrsta. Verkamenn Vierkamenn óskast, löng 'vinna. VERK h.f., Laugavegi 105, sími 11380. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 9. ágúst J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.