Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 4
lyWWHWWWWWWHWWWWWWWWWWWWWWWHWWMMH1
skriíar um verkalýðsmá
FIMM V
ALÞYDUSAMTAKANNA
í vinnudeilum er það við-
kvæðið, sem hæst ber, að at-
vinnuvegirnir beri ekki hærri
laun. Þess vegna getum við
ekki greitt hærri laun, án þess
að komi til opinber aðstoð, þ.e.
að ríkið (við sjálf) greiði kaup
hækkunina.
Deilan er síðan leyst með svo
og svo hárri prósentuhækkun
eða aurafjölda, sem kölluð er
„launahækkun" og nefnd að
auki „sigur" eða „stórsigur",
ef vinnudeilan hefur verið löng
og erfið.
Ókkur er síðan sagt, að al-
menn launahækkun valdi geysi
miklu um cfnahagsafkomu þjóð
arinnar, vegna þess hve mikill
hluti hennar sé launafólk.
Minnstu breytingarnar á krónu
fjöida í launum hafi í för með
sér mikið umrót í öllu verðlagi
vegna þess „bx'eiða íjölda“ sem
teljast launþegar.
Þegar því í'íkið (ríkissjóður)
gréiðir kauphækkun til laun-
þega í gegnum vinnuveitendur,
þá verður að sjálfsögðu heldur
ekki gengið framhjá þessum
„breiða fjölda", þegar ríkið smal
ar saman tekjum til að greiða
kauphælskunina.
Á þennan hátt greiðum við
sjálf meginhluta okkar eigin
kauphækkunar í hækkuðu vöru-
verði, sem rökstutt er með hækk
uðum dreifingar- og vinnslu-
kostnaði o. s. frv. Þetta heitir á
mæltu máli. liættulegar blekk-
ingar.
Hvérnig komlast vinnuveit-
endur í ríkiskassann til þess að
koma aurunum aftur íil okkar?
Það gerist í fáum orðum þann
ig:
Þegar ljóst er orðið, um
hvaða prósentuhækkun sam-
komulag gæti tekizt (og þó e.t.v.
fyrr), setjast hagfræðingar og
hvers konar sérfræðingar niður,
safna saman reikningum frá at-
vinnurekendum og leggja sveitt
ir nótt með degi til þess að
finna „meðalbátinn'S „meðalbú-
ið“le.ða „meðalfyrirtækið" sem
síðan er viðmiðunin um afkomu
viðkomandi starfsgreinar. Það
sem síðan á vantar greiðir ríkið.
Áð sjálfsögðu sanna þessir
umtöluðu reikningar málflutn
ing vinnuveitanda um að við-
komandi atvinnugrein þoli ekki
liærri laun, og niðurstaða sér-
fræðinganna verður í samræmi
við bað.
Að sjálfsögðu verður at-
vinijugreinin „að bera sig“ og
allt hvað það heitir, til þess að
geta greitt hærri laun. Ein-
hvern veginn er það nú þannig,
þótt af atv.rekendum hafi nú
verið létt fyrrnefndri auramiðl
un milli ríkis og launþega, þá
4 9. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
er aldrei spurt um „meSalbúið ‘
og afkomu þess.Þangað eru eng
ir reikn. sóttir og þess vegna
engar vökunætur sprenglærðra
manna yfir þeim. Þess í stað
keppast allir við að segja okkur
að við höfum beztu kjör í ver-
öldinni og launajöfnuður sé hér
meiri en allsstaðar annars stað-
ar - jafnvel stórhættulegur jöfn
uður, sem dragi kjark og löng
un úr mönnum íil sérnáms.
Satt er það. ísland er bezta
land alli'a þeirra, er ég þekki,
og þar mættu verða verulega
slæm laun til þess að við Vild
um skipta við kollega okkar
erlendis, þráít fyrir að margir
þeirra hafi hærri laun í krónu-
tölu. Þar kemur ýmislegt íleira
til, sem óþarft er að ræða í
þessu sambandi.
Þetta er í fáum orðum sagan
um skrípaleikínn og blekking-
arnar, sem launþegar eiga við
að etja. Ekkert af þessu fær þó
breytt þeirri skoðun minni að
hér gætu raunveruleg laun ver-
ið stórum mun betri, en þau eru
í dag og raunverulegur „lífs-
standard“ hærri Ég vil ekki írúa
þeim fullyrðingum að íslend-
ingar geti ekki haft ófölsk lífs-
gæði, sem annað tveggja séu
byggð á erlendum lántökum og
greiðslum úr ríkissjóði, eða með
óhóflegri eftir- og næturvinnu,-
sem nálgast ofþrælkun.
* Þessum orðum mínum til
stuðnings vil ég segja þetta:
1. A’^vðusamtökin verða sjálf
að koma upp sinni eigin liag
deild er geti fært mönnum
heim sannleikann á hverjuin
tíma um hvað mögulegt er að
fá af raunverulegri launa-
hækkun, annars vegar og
hvað „meðalf.iölskyida þarf
í launum til þess að geta lif
að mannsæmandi iífi með nú
tíma kröfum og af dagvinnu
laununum hins vegar. Þar
dugir ekki margfölsuð vísitala“.
2. Alþýðusamtökin verða nú
þegar að hefja samstarf um
allsherjarvinnuhagræðingu
með aukinni ákvæðisvinnu,
sem eriendis hefur fært báð
um aðilum hagnað í stórauk-
inni framleiðni, án viðbótar-
álags launþega.
3. Alþýðusamtökin yerða að
færa samningagerð sína til
meiri og stærri heildarsamn
inga en nú er til þess m.a.
að tryggja ‘að sama vinna sé
greidd sama verði hvar sem
er á landinu.
'4. Alþýðusamtökin eiga nú þeg
ar sjálf, að bjóða þátttöku
sína í endurskoðun vinnulög
gjafarinnar, sem allir vita að
úrelt er orðin í mörgum
greinum og hlýtur innan
skamms tíma að verða endur
skoðuð hvort sem er, og væri
þá áreiðanlega betra að frum
kvæðið væri hjá samtökun-
um sjálfum.
5. Alþýðuszmtökin verða að
halda áfram að vinna að end
urskiplagningu sinnar eigin
starfsemi, með þá staðreynd
I huga að yfir 40 ára gamalt
óbreytt skipulag hlýtur að
leiða til tjóns fyrir samtökin
sjálf, þegar allar aðstæður
atvinnulífsins hafa gjör-
brcytzt, svo sem raun ber'
vitni hér á landi.
Langt mál mætti skrifa um
hvern einstakan lið þessara hug
leiðinga, sem flestum eru e.t.v.
kunnar áður, en skal þó ekki
gert nú, til þess höfum við íæki
"^rí síðar.
Furðuíegt!
FJÖLDI fisktegunda í Karíba
hafinu er mikill, en meðal alls
fjöldans er ein tegund, sem er
álitin lieilög meöal innfæddra
á eyjum við hafið. Ástæða þess,
að svo er er sú, að á höfuðbein
um fisksins kemur fram greini
leg mynd af Kristi á krossinum.
.?* iwmvtMmHUMWtHUWMVMuwuMmuvmvwvM
Hvers má vænta af veðrinu?
HVAÐ ER að veðrinu? Hvenær
fáum við loksins sumar? Þessar
spurningar ery algengar á meg-
inlandinu í sumar, eins og síð-
ustu ár, og sömuleiðis hér uppi
á íslandi, og stafa af því, að rign
ingar hafa Vei'ið óvenju tíðar á
sumrum undanfarin ár. Vera má
að ný og fróðleg skýring sé fund
in á þessu vandamáli á grundvelli
athugana og mats á veðuralhug-
unum á síðustu áratugum.
Samkvæmt þeiri kenningu virð
ist hitajafnvægi jarðar hafa trull
azt vegna síaukins magns af kol-
dioxiði í andi'úmsloftinu.Hið geysi
lega og vaxandi magn af bruna-
efnum úr skorsteinum verksmiðja
og reykur úr dísil og bensínvélum
kunna ef til vill að vei'a helzta (vr
sök þessa ástands.
Áður fyrr var það svo, að plönt
ur tóku til sín svo til allt það
koldíoxid, sem framleitt var í k>ft
inu með útöndun manna, og dýra
rotnun, gasmyndun í eldfjöllum
-og gerjun. Veðrun grjóts, kletta
og málma bindur einnig koldíox
id.
Samkvæmt vísindalegum athug
unum hefur 100.000 miljónum
tonna af kolum verið brennt síð-
an árið 1900 og hafa úrgangsefni
úr öllum þeim bruna farið út í
andrúmsloftið. Meðal olíu- og
bensínneyzla árlega í dag er um
900 milljónir tonna og vex stöð-
. ugt. Orsökin hefur orðið sú, að
hið eðlilega jafnvægi hefur trufl-
azt, þar sem koldioxidvinnsla
plantna og koldíoxidbinding
. veðrunar hefur ekki haft við aukn
. ingu framleiðslunar á þessu efni.
Koldíoxidmagnið í loftinu hefur
því stöðugt verið „andrúmslofts-
stuðull”, sem er grundvallarat-
riði í geislun hita út í geiminn,
hafa einnig breytzt: vegna aukins
koldíoxidinnihalds hefur loftið
yfir jörðinni orðið betri einangr-
ari og má líkja því við gler yfir
gróðurhúsi. Hitinn undir þessu
einangrunárlagi mun aukast.
Hver kynslóð mun að sjálfsögðu
ekki verða þessa vör, þar eð loft
hitinn vex mjög hægt, en afleið
ingin er að sjálfsögðu sú, að
meira vatn gufar upr> en á 5ur.
því að útgufun hita út í geim-
inn hefur minnkaö og hitinn
lokazt inni. Það vatn, sem guf
ar upp, hlýtur að falla aftur
til jarðar sem úrkoma.
Þetta veldur stöðugri úr-
komu, munurinn á árstíðun-
Framhald á 12. síðu.
Þegar fiskimennirnir við
Karíbahaf hrista aflann úr net
um sínum gæta þeir vandlega
að því, hvort einhver fiskur af
hinni lieilögu tegund hefur
slæðst með. Slíkt gerist þó
ekki oft því að fiskurinn er
sjaldgæfur.
Komi það fyrir að „krossfisk-
urinn“ kemst í hendur fiski-
mannanna skera þeir tafarlaust
af honum Iiöfuðið, en henda
búknum fyrir borð.
Algjört bann lxvílir meðal
allra innfæddra á því að borða
hinn heilaga fisk, hann er ekkl
seldur á markaði og aldrei á
boröi nokkurs manns, en samt
sem áður reyna menn að græða
á fiskinum.
Fiskimennirnir selja beinin
úr liöfði hans. Þeir sjóða höfuð
ið unz beinin losna frá vöðvun
um, síðan þurrka þeir beinin á
sérstakan hátt, unz þau eru orö
in þurr og engar tætlur eru
lengur á þeim. Loks er hitabelt
issólin látin um að bleikja bein
in.
Ferðamennirnir kaupa þessl
bein háu verði, borga allt upp
í tíu dollara fyrir hvert bein
með Kristsmvndinni á.
Þetta má kalla að sameina
verzlunarvit og trúlineigð, sem
bezt veröur á kosið.
:l