Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 13
TÍMARITIÐ Scientific Amerl can flutti nýlega grein um ástand sem að undaníörnu hefur valdið skelfingu og viðbjóði um gjör- valla heimsbyggðina. Það hefur komið í ljós, að kon ur, ícm tekið liafa þá tegund lyfja sem nefnt er Thalidomide um meðgöngutímann hafa oft fætt vansköpuð börn. Læknir sá, Dr. Helen Tausing, sem greinina skrifar í tímaritiS spáir í fyrrnefndri grein, að á komandi liausti munu fæðast um 7000 vansköpuð börn af völdum Thalidomide í Þýzkalandi einu, en alls munU hin vansköpuðu börn verða nálægt 9000 um heim allan. Ennfremur segir hún í um ræddri grein, að ef til vill séu börn þau, sem svo eru vansköp uð að þau deyja, hamingjusamari en þau sem verða að lifa við þau ósköp, sem lyfið hefur búið þeim. Þetta eru hörð orð, eú sýna svo ekki verður um villst, hversu hræðilegar afleiðingar notkun lyfsins kann að hafa. Senator Hubert Humprey, einn af þekktustu þingmönnum öld- ungadeildarinnar bandarísku, hef ur látið svo um mælt, að sleifar lag og ónauðsynlegur seinagang- ur hinnar alþjóðlegu upplýsinga þjónustu, hafi orðið þess vald- andi að um 1200 bandarískir lækn ar hafi tekið við lyfinu og ráð- FEIGÐARLYFIÐ THALIDOMIDE Fórnarlamb Thaliomide — venjulega hafa glík börn stutta afmyndaða handleggi og hendur. Oft eru fætur líka vanskapaðir ennfremur eyrun, kokið', hjartað og stærri blóðæðar. Flest þau börn, sem verða fyrir þessu liafa þó eðlilega greind. Hér vaxa fótarbeinin út á við. þrátt fyrir það, að þau eru mjög afmynduð er sá möguleiki til að barnið geti Iært að ganga á fót um sínum. Því miður eru ekki öll Thalidomide-börn svo heppin lagt barnshafandi konum það viq svefnleysi og slappleika á taugum Nefnd sú er skipuð var í*Banda ríkjunum til þess að rannsaka sögu og útbreiðslu á Thalidomide hefur komizt að þeirri niðurstöðu að það hafi verið af hreinni til- viljun að menn komust á snoðir um áhrif lyfsins á ófædd börn. Kvenlæknir nokkur, sem vinn ur í heilbrigðismálaráðuneytinu rakst sem sé á lesendabréf í einu af hinum 4000 læknatímaritum heims, þar sem getið var um hin óhugnanlegu áhrif lyfsins. Læknir þessi, Frances Kelsey, sem átti upptökin að stöðvun á allri sölu Thalidomide í Banda- ríkjunum hefur nú verið sæmd æðsta heiðursmerki landsins, er veitt er óbreyttum borgurum þess Frá Bonn í V.-Þýzkalandi ber ast þær fréttir frá lækninum, sem méstan þátt átti þar í, að sala lyfsins var stöðvuð, að af hverjuip 200 börnum sem fæðast í V.-Þýzkalandi sé að minnsta kosti eitt vanskapað af völdum Tlialidomide. Áður en Thalido- mide kom til sögunnar var aðeins eitt barn af hverjum 50.000, sem fæddist vanskapað. Grunur hans á Thalidomide vaknaði, er hann komst að raun um það við rann- sókn á barnadeild sjúkrahúss þess er hann vinnur við, að 80% allra þeirra kvenna, sem fæddu vansköpuð börn höfðu neytt lyfs' ins á meðgöngutímanum. Þessi mynd sýnir greinilega livernig beinin í upphandlegg og öxl vanskapast og verða óeðli- lega stutt »g afmyndúð. Slík af- myndun á beinum er ckki mjög sjaldgæf, en er þó oftast á aðeins öðrujn handleggnum. Sé vansköp unin Thalidomide að kenna kem ur vansköpunin yfirleitt fram á báðum örmum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 9. ágúst J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.