Alþýðublaðið - 17.04.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Side 15
0 FYRSTI KAFLI 1 Margt getur gerzt á ellefu ár- um. Þegar ég lít aftur yfir þessi ár, get ég sagt, að þau voru mest hvetjandi og kraftmestu ár ævi minnar. Eini sjcugginn, sem þar bar á, var dauði föður míns, tveim ár- iim eftir að ég útskrifaðist sem verkfræðingur. Hann dó úr lijartaslagi þar sem hann var við vinnu sína í bankanum: á þann hátt, sem hann hefði kosið sér að deyja, ef hann hefði fengið þar nokkru um ráðið. Hann lét mér eftir fimm þúsund dollara og hús ið, sem ég seldi. Með þetta að liöfuðstól að viðbættri hæfni minni sem þjálfaðs verkfræð- ings gekk ég í félag með Jack Osborne. Jack hafði verið í sömu her- deild og ég, þegar ég fór til Filippseyja. Við lentum saman á strönd Okinawa. Hann var fimm árum eidri en ég og hafði útskrifazt sem verkfræður, áður en hann fór í stríðið. Hann var þrekvaxinn, lágur vexti og þybbinn, með skolleitt hár, sem var farið að þynnast í hvirflin- um, og rjótt andlit, þakið frekn um. En hvílíkur þjarkur! Vinnu- geta hans var slík, að ég hafði ekkert í hann að gera. Hann gat unnið tuttugu tíma á sálarhring, fleygt sér ut af í fjóra tíma og byrjað síðan aftur af sama kraft inum. Ég var svo heppinn, að hann kom til Holland City að heim- sækja mig um það leyti, sem ég hafði erft fimm þúsund dollar- ana eftir föður minn. Jack var búinn að vera þrjá daga í bænum, áður en hann hringdi til mín, og þann tíma hafði hann talað við fólk, kynnt sér borgina og komizt áð þeirri niðurstöðu, að þetta væri stað- ur, þar sem verkfræðingur gæti unnið fyrir sér. Svo kom hann eins og hvirfil- vindur inn í piparsveinsíbúðina mína, rétti fram liarða og hrjúfa hönd og brosti til mín. „Jeff“, sagði hann, „ég er bú- inn að skoða þetta pláss og hérna ætla ég mér að setjast að. Hvern ig væri, að við stofnuðum fyrir- tæki saman?“ Svo að við opnuðum skrifstofu undir nafninu Osborne og Halli- day. Halliday var nafn föður míns. f ' Ég hafði tekið upp nafn móður minnar, Gardon, þegar ég fór til Hollywood, þar að ég hafði verið óöruggur um mig, og hafði haft það einhvern veginn á tilfinningunni, að ég mundi lenda í einhverju, kem ég mundi ekki vilja, að bærist föður mín- um til eyrna. Eitt af þessum ein kennilegu hugboðum, sem mað- ur fær og reynast rétt. Næstu þrjú árin gerðum við lítið annað en sitja á eins-her- bergis skrifstofu okkar og biða og vona. Ef við hefðum ekki haft nokkurt fé að baki okkar frá byrjun hefðum við soltið, en með hvors annars hjálp skrimtum við, cn það var erfitt. Við höfðum saman herbergi á pensjónati og matreiddum sjálfir ofan í okk- ur. Við rákum skrifstofuna, án þess að hafa skrifstofustúlku, eins og þó er venja. Svo fengum við upp úr þurru tilboð um að byggja sambýlis- hús niður með ánni. Samkeppn- in var ægileg ,en við skelltum okkur í hana. Við skárum kostn að svo sem framast var unnt, og við fengum verkið. Við höfðum ekki mikið upp úr því af fjár- munum, en það sýndi að minnsta kosti þeim, sem áhuga höfðu, hvers við vorum megnugir. Smám saman fórum við að fá önnur verk, ekki í eins hræði- legri samkeppni, en slæmri þó. Það tók okkur tvö ár í viðbót að ná upp tapinu og byrja að hafa upp úr okkur. Látið ykkur ekki detta í hug, að það hafi ver ið auðvelt. Það var barizt með kjafti og klóm og engin brögð vanrækt, en við komumst loks út úr myrkviðnum. Við Jack unnum vel saman. Hann sá um starfið út á við, en ég sá um skrifstofuna. Er hér var komið, höfðum við ráð á að ráða starfsmann. Við réðum Klöru Collins, magra, miðaldra piparmey, sem leit á okkur eins og tvo snarvitlausa stráka, en rak skrifstofuna með hæfni, sem iheira en greiddi laun hennar. Þegar við vorum búnir að starfa í sex ár, fórum við að fá mikið af byggingum fyrir ein- staklinga: hús, benzínstöðvar og jafnvel lítið kvikmyndahús, en við fengum ekki að vinna neitt fyrir borgaryfirvöldin, en upp úr því er hægt að hafa peninga sem einhverju nemur. Ég ákvað að koma mér í mjúk inn hjá borgarstjóranum. Hann hét Henry Matison. Ég hafði hitt hann nokkrum sinnum og hann virtist þægilegur maður í um- gengni. Sonur hans hafði fallið á Filippséyjum, og þegar hann komst að því, að við Jack höfð- um barizt á því svæði, varð hann mjög vingjarhlegur, en hann var ekki svo vingjarnlegur að láta okkur hafa neitt að gei-a. Við sendum tilboð í allar bæj arframkvæmdir, sem til féllu, en heyrðum aldrei meira. Gömlu verkfræðifyrirtækin fengu alltaf verkin: þrjú fyrirtæki, sem starfað höfðu í Holland City í meira en tuttugu ár. Það var á meðan ég var að reyna að finna eitthvert sam- band við borgarstjórann, sem ég hitti Saritu Fleming. Sarita stjórnaði bæjarbóka- safninu í tvö ár, áður en ég slæddist þangað inn i leit að upp lýsingum um Matison. Þegar ég hafði skýrt nákvæm lega fyrir henni, hvað ég vildi, var Sarita hjálpfýsin sjálf. Hún vissi talsvert um borgarstjór- ann. Hún sagði mér, að hann hefði áhuga á andaskytteríi, væri klókur kvikmyndasýningarmaður og hefði gaman af klassískri liljómlist. Skytterí og kvik- myndasýningar voru ekki á mínu meðfæri, en klassísk hljómlist kom 'sér vel fyrir mig. Sarita sagði mér, að hann væri vitlaus í píanóverk Copins. Hún minntist á, að hún ætti fjóra miða á hljómleika, sem Stefan Askenase, einn fremsti Chopin-leikari heims, ætlaði að haldað í ráðhúsinu. Hún hafði selt miða á safninu og haldið eftir fjórum miðum. Hún vissi, að Mathison hafði ekki fengið miða og væri það ekki góð hug- mynd, að ég biði honum með mér? Hugmyndin var slíkt afbragð, að ég leit upp og starði á hana og sá hana raunverulega I fyrsta skipti. Hún var hávaxin og grönn og vel vaxin. Hún var í látlausum, gráum kjól, sem sýndi vöxt henn ar vel. Hún var með falleg, brún augu; hárið var brúnt, skipt í miðju og tekið sainan í hnút í hnakkanum. Hún var ekki lagleg, en það var eitthvað við hana, sem örvaði mig. Af því einu að sjá hana fann ég, að hún var eina kon- an, sem ég gæti með nokkru móti búið með, mundi ckki þreyast á og gæti gert mig hamingjusam an. Það var einkennileg tilfinn- Hún kom snögglega yfir mig, og og ég vissi þá, að ef heppni mín héldist, yrði hún konan mín, áð ur en langt liði. Ég spurði hana, hvort hún vildi verða sú fjórða í hópnum: Mathison, kona hans, hún og ég, og hún þáði boðið. Jack varð fullur af áhuga, þeg ar hann heyrði hvað ég hafði í byggju. „Guði sé lof, að ég hef félaga, sem hefur einhverja menningu til að bera“, sagði hann. „Farðu með gamla manninn að hlusta á Chopin og hafðu áhrif á hann. Kannski lætur hann okkur hafa eitthvað að gera, ef hann telur, að þið hafið sama smekk“. Ég hringdi til Mathisons og spurði hann, hvort hann og kona hans mundu vilja koma með mér og vinkonu minni á hljóm leikana, og hann þáði þegar í stað. Niðurstaðan varð sú, að það var hvorki Chopin né ég, sem höfðum mest áhrif á Mathison, heldur Sarita. Hún fékk lion- um mjög vel í geð, og ekki að eins honum, heldur honu hans einnig. Kvöldið hafði tekizt mjög vel. Er við tókumst í hendur, áður en við skildum, sagði hann: „Það er kominn tími til/að við sjáum meira til yðar á skrifstofunni, ungi maður. Lítið inn á morgun. Mig langar til, að þér hittið Merrill Webb“. Webb var skipulagsstjóri borg- arinnar. Hann var sá, sem út- deiidi verkefnunum. Án hans samþykkis komst maður ekkert áfram. Ég hafði ekki einu sinni hitt hann. Ég var himinlifandi, þegar ég ók Saritu heim til hennar. Ég vissi, að ég átti henni að þakka fyrir þessa byrjun, og ég spurði, hvort hún mundi vilja borða með mér tveim kvöldum síðar, og hún þáði það. Næsta morgun fór ég til ráð- hússins og hitti Webb. Hann var magur, uppþornaður, siginaxla maður hátt á sextugs aldri. Hann talaði áhugalaust við mig, spurði um menntun mína og Jacks, hvað við hefðum gert til þessa og svo framvegis. Hann virtist ekki hafa neinn sérlegan áhuga. Loks tókumst við í hendur, og hánn sagðist mundu fá okkur eitthvað að gera, ef eitthvað kæmi til, sem hann teldi okkur færa um. Hannes á horninu Framhald af 2. síðu. það á upprisuhátíð Frelsarans, en mér varð ekki að trú minni. ÉG FANN EINU SINNI lítinn unga í hjólfari á vegi. Það var mik- ið rok, en ekki kalt og ég þóttist sjá, að unginn myndi ekki geta hafið sig upp úr hjólfarinu og því kremjast undir næsta vagni, svo ég tók hann og setti hann í vasa minn og sagði við stúlkuna á bæn um, að hann mundi deyja, ef hann nyti ekki aðhlynningar. hlátri og svo sagði hún alveg eins og hún væri að áminna mig: „ Já, ég var búinn að segja þér það: Náttúran sér um þetta allt saman." — Mikið skelfing var þá erfitt að sætta sig við að vita það hvað lítið maður vissi. Og alltaf er ég að reka mig á það, að ég héf gleyrnt lexíunni. — Bráðum reisir páska- liljan kollinn og brosir við mér undir glugganum. Hannes á horninu. Græna lyftan STÚLICAN SAGÐI: „Hvað? Ung ann. Settu hann bara í flæðarmál- ið.“ — „Nei“. sagði ég, það er svo hvasst að öldurnar lemja hann til dauðs við sandinn.“ — En stúlknn bara hló að mér og sagði: „Náttúr- an sér um það allt saman.“ — Ég fann litla krús setti í hana þurrt hey og lét svo ungann í krúsina. Ég lét hana standa á gólfinu við rúmið mitt og svo fór ég að sofa. Um morgunin þegar ég vaknaði varð mitt fyrsta verk að gæta að unganum. Þá lá hann út af al- jveg eins og páskaliljan mín núna, — og var dáinn. ÉG SAGDI stúlkunni frá þessu þegar hún bar mér morgunkaffið og hún hló silfurtærum ungmeyjar Framh. úr opnu. bar og heildarsvipur sýningarinn- ar þannig skemmtilegur. Græna lyftan er annað leikritið, sem þau Juliane og Gísli Alfreðsson setja á svið fyrir Leikfélag Selfoss. Eiga þau þakkir skilið fyrir .á- huga sinn og störf austan Fjalls. Þeim er vel trúandi fyrir uppsetn- ingu fleiri leíkrita. Grænu lyftuna sér fólk ekki til annars en að sjá fjörlegan pg skemmtilegan leik og til að hlæja, — en það er líka hægt og það inni- lega. Maður er þegar farlnn að hlakka til að sjá næsta verkefni, sem von- andi verður sem fyrst í haust. Það má gjarna verða efnis- og átaka- meira verk. Á.G.S. ALÞÝÐUBLA0IÐ — 17. apríl 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.