Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 2
m LPV.CHDBI'aí im Knatjórsr: Gisll J. Ascþórssor (áb) og benedikt Gröndal.—ABstoBarritstJórl | SJÓrgvlu Guomui.dsson - Frúttastjórl: Sigvaldl Hjálmarsson. — Simar: 14 900 - 14 301 — 14 003. Auglýsingasími: 14 906 — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Pren-smiffja Aiþjðublaösms, Hverfisgötu 8-10 — Askrtftargjald kr. 65.00 i mánuðL t iausasulu kr. 4 00 eint. Otgefandl: Alþýðuflokkurlnn ÞINGMAÐURINN OG GLÍMUKAPPjNIN ENN ER RÆTT um hinn fræga spádóm Karls Kristjánssonar alþingismann's þess efnis, að núver- :andi ríkisstjóm mundi leiða yfir þjóðina móðu- harðindi af mannavöldum. Er von; að slfk orð gleym ist ekki í mestu vehnegun, sem þjóðin hefur lifað. Svo mjög hefur þessi spádómur ofsótt fram- sóknarmenn, að Gísla Guðmundssyni þótti ástæða itil að reyna í eitt skipti fyrir öll að losna við hann. Ræddi Gísli spádóminn í hinni háfleygu ræðu sinni í útvarpsumræðunum frá Alþingi. Það er mikill misskilningur hjá Gísla, að spá- dómur þessi 'komi illa við stjórnarflokkana. Þvert ó móti eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, sem hafa haldið vakandi minningunni um þessa óheppilegu samlíkingu Karls. Þetta er beittasta vopnið, sem hægt er að snúa gegn ofstæki, hrak- spám og einsýni Framsóknarflokksins í stjórnar- andstöðu hans. Höfuðtilgangur Gísla með því að gera móðu- harðindaspána að umtalsefni í útvarpi var auðheyri lega sá, að hreinsa Karl Kristjánsson af faðemi sam líkingarinnar. Er raunar vitað, að Karl hefur kval- izt því meir, sem meira hefur verið um spádóm- inn talað og augljósara varð, hivílík pólitísk skissa ihann var. i Vafalaust er rétt, að uppjiaflega hafi Stefón bóiuB og fyrrum glímukappi í Haganesi við Mý- , vatn mælt hin umdcildu orð á mannfundi í heima- byggð sinni. Hitt er jafnrétt, að Karl Kristjánsson, sem er þingmaður og stjórnmálaskömngur, gerði orð þóndans að sínum — og þá fyrst flugu þáu um landið þvert og endilangt. Þess vegna er lítilmót- legt af Gísla Guðmundssyni að reyna að losa Karl við málið með því að demha því aftur á axlir glímu kappans við Mývatn. Bóndinn stendur vafalaust ^%rir sínu — en það er ástæðulaust að láta hann bera pólitískar skissur Karls Kristjánsonar, þótt Karli liggi á að smeygja þeim af sér. Þjóðinni befur blöskrað það ofstæki, sem fram hefur komið í andstöðu framsóknarmanna. Þeir sjá ekkert nema illt í fari ríkisstjórnarinnar og þakka sér allt, sem betur hefur gengið, þótt þeir kvarti öðrum þræði um alge: . aldaleysi andstöðuflokk- anna. Allt ber þetta Vuti um málefn aharðindi, sem alivarlega hrjá framsoknarmenn um þessar mundir. Með hlýantinn Framhald af S. siðu. annað bindi þessarar ættarsögu. Það bar heitið' Bannfærð kona, og þar segir frá Guri dóttur Gunn liiidar og ævi hennar. Þriðja saert frá dótturdóttur Guriar, sem heitir Rönnaug-. í haust kom út síðasta hók mín, sem heitir Þrá, en enginn vængur, en það er tilvitnun í kvæði eftir Björnstjerne Björns son. Þar segir frá saklausri sveitastúlku, sem elst upp á kristilegu heimili og í kærleika til mannkyns. Síðar fer hún til höfuðborgarinnar, og þá er skoll ið á strið. Þjóðverjamir, óvinir Noregs, eru á hverju strái. Hún Iendir í slagtogi með þeim og eignast barn með eiuum þeirra. í huga hennar fer fram barátta milli föðurlandsástar og þeirrar ástar, sem henni var innrætt í föðurgarði til mannkynsins alls. Á endanum giftlst hún æsku- vini sínum og lærir að taka Iíf inu eins og það er. Það er érfitt að skrifa stríðs bók í Noregi. Þar hafa verið skrif aðar ótal margar skáldsögur um lietjur stríðsins. Það er því erf- itt að skrifa um þann, sem tap- aði. ' Þegar ég var búin með þessa bók, fannst mér ég svo allslaus og tóm, og ég hélt, að nú gæti ég ekkert skrifað meira. Ég gat aldrei sagt, nú ætla ég að setj ast niður og skrifa á morgun eða eftir liálfan mánuð. Ég gat aðeins sagt, — ég skrifa í dag. Svo fór ég að hugsa um þá sögu, sem að ég er nú að afla efnisviðar í. Ég fór á hjiskóla- bókasafnið í Osló og hitti þar fyrir íslcnzka lektorinn Magnús Stefánsson. Hann kom með rit- gerð um Gunnhildi konungamóð ur eftir prófessor Sigurð Nordal, sem prentuð er í Samtíð og saga. Seztu bara niður og þrælastu í gegnum þetta, sagði Magnús og gerði ég það. En það tók heil an mánuð. Nú hef ég frétt, að þessi rit- gerð og fleiri ritgerðir eftir próf essor Nordal séu væntanlegar í norskri þýðingu Magnúsar. Þá ætla ég að fara aftur yfir rit- gerðina um konungamóðurina. En þessi mánaðarlangi Iestur leiddi til þess, að ég heillaðist af íslenzkri tungu. Frændi minn Ilalvard Mageröy var um skeið lektor við Háskóla íslands og hann dró sízt úr því, að ég sökkti mér niður í íslenzk fræði“. Hingað er ég komin í boði Loftleiða, því að frænka mín hringdi til þeirra og sagði þcim, að ég væri algjörlega hel tekin af íslenzku og vildi svo gjarnan komast til íslands. Þess vegna er ég hér. Dvöldin liefur fyllsta máta ver ið ánægjuleg, en það ,sem lireif mig einna mest, var að koma í Ásgríinssafn og hitta listamann- inn sjálfan. Það er einhver kyngi kraftur í honum Ásgrími. Veðurlagið hérna minnlr mig á Vestur-Noreg, og kýmnigáfa íslendinga minuir mig á fólkið heima. — En nú fer ég á morgun. Ég vonast til að geta byrjað á bókinni innan tíðar, og læta það ekki aftra mér, þótt ég sé kona. Sumir telja konurnar á lægra stigi en karlmennina, — sumir telja hvíta manninn æðri þeim litaða. — Fyrirgefið þér, frú Mager- öy. Þekkir þér kvæði Edith Söd ergran Dagen svalnar . . Þar sem segir: „Þú leitaðir konu en fannst sál. Þú varðst fyrir vonbrigðum". — Já, og þeíta get ég skrifað undir. H. DE GAULLE RÆÐ- IR VIÐ BRANDT Saint-Dizier, Frakklandi. NTB-AFP. Willy Brandt borgarstjóri ræddi nýlega Berlínarástandið og samstarfssáttmála Frakka og V.- Þjóðverja við de Gaulle forseta í Saint-Dizier í N.au.-Frakklandi. Brandt sagði blaðamönnum að viðræðum loknum að fransk-þýzki samstarfssáttmálinn væri einn mikilvægasti hornsteinn þýzkrar stefnu. Við vonum bara að hann rekist ekki á við aðra hornsteina stefnu okkar, sagði hann. Willy Brandt átti frumkvæðið að I viðræðunum og féllst forsetinn fús ! lega á beiðni hans, enda veit hann að borgarstjórinn verður ef til I vill kanzlari V-Þýzkalands eftir , tvö ár. I Að sögn DPA kann de Gaulle að ! koma í heimsókn til V-Berlínar í sambandi við opinbera heimsókn sína við V-Þýzkalands í lok júní. Þetta bar á góma í viðræðum hans og Brandts og eru sterkar likur i taldar til þess að af heimsókn- I inni verði. Stúlka óskast Óskum eftir að ráða stúlku til aðstoðarstarfa í prentsmiðjuna. , Afþýðuprentsmiðjan h.f. Vitastíg. ' i er ryðvom. Deildarlæknisstaða Staða deildarlæknis í Kleppsspítalanum er laus til um- sóknar frá 1. júlí 1963. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 31. maí n.k. Reykjavík, 26. apríl 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna. . ■»•*»■' ' ' ■ 11 " —— ' ,i. .1,...M-n n . i, Stúlka óskast Starfsstúlku vantar nú þegar í eldhús Kópa- vogshælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38011. Reykjavík, 26. apríl 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hafnarfjörður Menn helzt vanir iverksmiðjuvinnu óskast til starfa í Verksmiðju vorri. Upplýsingar í símum: 50697 og 50797. Lýsi og Mjöl h.f. g 27. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.