Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 8
\ Kastást í kekki með Rússum og Rúmenum Rúmenar og Kínverjar gerðu ný- lega með sér samning um aukna verzlun sín á milli og samtímis þessu bendir æ fleira til þess, að þeir Gheorghiu-Dej, — aðalritari rúmenska kommúnistaflokksins og Krústjov, -foisætisráðherra, eigi í miklum deilum. Rúmenía er eina kommúnista- landið í Austur-Evrópu, að Alba- níu undanskilinni, sem aukið htí- ur verzlun sína við Kína á þessu ári. Talið er, að Gheorghiu-Dej vilji ekki verð^, við kröfum Rússa um að sameina efnahag Rúmeníu í sammarkað Austur-Evrópu, Come con. Hann telur að full sameining muni skaða hagsmuni Aúmena. í fyrra var Rúmenía eina kommún- istaríki Austur-Evrópu, sem náði takmörkum sínum í iðnaði á við- unandi hátt. Albanir og Rúmenar hata tekiö upp stjórnmálasamband a ný og sendiherra Rúmena í Albaniu sneri aftur til Tirana fyrr í bess- um mánuði eftir rúmlega eins ais fjarveru. — Stjórnmálasambandið var rofið í desember 1961 og cr rúmenski sendiherrann fyrsti A,- evrópski sendiherrann, sem snýr aftur. Undanfarna mánuði hefur margt bent til þess að spenna sé í sam- búð Rúmena og Rússa: •k Gheorghiu-Dej neitaði að vera fulltrúi lands síns á þingi austur- þýzka kommúnistaflokksins í jan- úar sl. it Rúmenar hafa verið mun hóg- værari í árásum sínum á Kin- verja en önnur austantjalds-riki. ★ Blöð í Rúmeníu voru einu blöð- in austan járntjalds, sem birtu ekki allt efni bréfs Krústjovs til kínverskra kommúnista, þegar Mao Tse-tung var boðið til Moskvu ★ Rúmensk blöð hafa gagnrýnt rússneska sagnfræðinga fyrir að gera líjláð úr starfi rúmenskra kommúnista, þegar á leið heims- styrjöldina síðari. ★ HJÁLPARBEEÐNI. Um páskana skýrði hinn þekkti sérfræðingur um kommúnistamál- efni, Edward Crankshaw, frá neyð arskeyti, sem hefur verið smygl- að frá ungverska þjóðarbrotinu í Transylvaníuhéraði í Rúmeniu til vesturlanda. Crankshaw skýrði frá þessari áskorun í blaði sínu Obs- erver. Þjóðarbrotið, sem telur 2 millj., óttast útrýmingu. Áhrifa uppreisn- arinnar í Ungverjalandi 1956 gætti þar mjög, en þegar hún hafði ver- ið bæld niður, notuðu Rúmenar tækifærið til þess að brjóta ung- verska þjóðarbrotið í Transylvan- iu á bak aftur. Fjöldi manna var handfekinn og voru margir dæmd- ir í langa fangelsisvist eða teknir af lífi. Fjölskyldur dæmdu mann- anna voru oft fluttar til annarra landshluta. Eftir lát Grozal forseta, 1959 '*e;g enn me'r á ógæfuhliðina. — Ungverska hískólanum í Cluj var lokað og frægt bókasafn var að miklu leyli ore.int til kaldra kola. Foringiar bjóðavbrotsins sömdu greinargerð, scm senda átti S. Þ., en rúmenska ■■' jórnin skarst í leik- inn áður en hún var send og flest- ir þeirra, sem undirrituðu skjalið, voru íeknir af lífi. Nú er svo komið, að hlutskipti ungverska minnihlutans eru a'ð verða óbærileg. Rúmenum af ung verskum uppruna er nánast ó- kleift að fá sér vinnu í byggmgar- iðaaðinum, sem er mikill í Trans- ylvaníu. Rúmenskir verkam.ern eru fluttir til landshlutans *og Ungverjar eru fluttir burtu frá heimijum sínum til þess að vi.oa fyrir þeim. Ungverjum er bannað að iðka trú sína opinberlega að viðlagðri strangri refsingu. Margir prestar hafa verið dæmdir til þess að lifa það sem eftir er ævinnar við að fella reyr á mýrlendinu við Dóna. Hið svonefnda Ungverska sjálfs- stjórnarsvæði var leyst upp 1961. Upphaflega voru í því þau þrjú héruð, þar sem flestir Ungverjarr voru búsettir. 79% íbúanna voru Ungverjar. Nú hefur þriðjungur landssvæðisins. verið samein'aður öðrum héruðum og Ungverjar hafa verið hreinsaðir úr flokksstjórn- inni. Ungverska er bönnuð i öllum stjórnarskrifstofum og ungvevsk- ir foreldrar mega aðeins senda elzta barn sitt í ungverska skóla, sem enn eru til. Almennt er talið, að Rússar :éu á bandi Rúmena í deilum þeirra við Ungverja vegna ungverska þjóðarbrotsins, einkum vegna ung- verska minnihlutans í Karpató- Úkraníu, sem telur 200 þús. manns Nýléga sendu fulltrúar kaþólsku kirlcjunnar og kirkju mótmælenda í Transylvaníu (báðar eru bann- aðar) áskorun til Moskvu, þar sem þess var farið á leit, að Transyl- vanía yrði sameinuð Sovétríkjun- um. Þeir, sem undirrituðu skjalið, en þeir töldu, að ungverska þjóðar brotinu mundi vegna betur undir sovézkri stjórn en rúmenskri, voru fange’saðir og verða að sitja inni í 25 ár. SAMDRÁTTUR i EFNAHAGS- ÞRÓUN AUSTUR-EVRÚPU EFNAHAGSÞRÓUNIN í Sovétríkj unum og A.-Evrópu hefur síðustu þrjú árin ekki orðið eins ör og gert var ráð fyrir, segir í „Eco- nomie Survey of Europe in 1962“, tímariti, sem gefið er út af Efna- hagsnefnd S. Þ. fyrir Evrópu (EC E). í Sovétríkjunum hafði verið gert ráð fyrir. aukningu á þjóðar- framleiðslunni, sem næmi átta og hálfum af hundraði árið 1962, en aukningin nam hins vegar aðeins sex af hundraði það ár, en nam átta_ af hundraði árið 1960. í löndum A.-Evrópu varð aukn- ingin mest í Albaníu eða 8 af hundraði, en þar var gért ráð fyrir að aukningin næmi 15 af hundr- aði. í Rúmeníu varð aukningin 7 af -hundraði (átti að verða 13 af hundraði), í Búlgaríu varð hún 6 af hundraði (átti að verða 14 af 1 hundraði) og í Ungverjalandi nam hún 5 af hundraði (átti að verða 9 af hundraði). Framleiðsluaukn- ingin í A.-Þýzkalandi og Póllandi nam um 3 af hundraði (átti* að nema 6 af hundraði í Póllandi). Séu. lönd A.-Evrópu tekin saman, nam aukningin um 3 af hundraði árið- 1962, en árið 1960 og 1961 nam hún 6 af hundraði. Frh. á 14. síðu. Partí: Kristín Magnúsdótiir, Valdimar Helgason, Erna Guðmundsdótt Láru sson. GRÍMA: „Guernika" í Tj< Oddur Björnsson: Við lestur framhaldssögunnar Partí. Kóngulóin. ÍSLENZK leikritun tók opinber- lega síðastliðinn miðvikudag all- verulegt stökk til frpmþróunar, með sýningu Grímu á einþáttung- um Odds Björnssonar. Jafnvæn- legar þeirri þróun þóttu mér við- tökur leikhúsgesta. Þei.r gáfu vissulega til kynna, að óhætt er að tefla nokkuð djarft í tilrauna- leikritun ó íslandi, ef kunnátta er fyrir hendi hjá höfundum. Vínardvölin hefur reynzt Oddi Björnssyni góður skóli, en þar dvaldi hann tvo vetur við nám í leikhúsfræðum. Það, sem fyrst og fremst sker úr um möguleika Odds til að ná iangt í leikritun, er kunn- átta hans. í raun og veru er hann á okkar mælikvarða nokkur galdrakarl. Hann veit fullkom- lega hvað hann má.bjóða sviðinu og túlkendum orða og athafna leiksins. Hvað ekki er minna virði, hann veit líka, hvað hann vill, og er óragur við að tefla því fram á hvem þann hátt, sem hann telur sterkastan. Allt til þessa hefur það verið á- berandi agnúi á íslenzkri leikrit- un, hve illa höfundar hafa kunnað til verka. Að skrifa fyrir leiksvið er sérgrein listar, sem ekki verð- ur að gagni lærð nema með mjög einbeittu námi, sem aðeins stefn- ir að því einu. Hjá Oddi Björns- syni hefur þetta sjónarmið náð að festa styrkari rætur, en hjá öðr um leikhöfundum íslenzkum, og kemur glöggt fram í einþáttung- um hans. Meðal annars í því, að þeir eru alls ekki sérlega vel falln- ir til lestrar. Þeir eru leikhúsverk — sviðsverk. Ekkert annað. í útgáfu ísafoldar á þáttum hans er fjérði þátturinn með; tragedían Amalía. Sá þáttur er kannski skýr- ast dæmi þeirra allra um gmnd- vallarvinnubrögð Odds, sem leik- húsmanns. Nú kynni einhver að spyrja eftir þessa lofræðu: Er maðurinn þá algjört ofurmenni á þessu sviði? Fjarri sé mér að halda því fram að Oddur Björnsson eigi ekki ýmis- legt ólært. En það, sem sker úr um gæfu og ógæfu hans, er sú mikla kunnátta, sem hann hefur tileinkað sér nú þegar, og hversu vel honum tekst að notfæra sér hana. Með kunnáttu á ég þá fyrst og fremst við leikhústækni. Annað mál er svo það, að miklum deilum geta valdið aðferðir hans við að koma fram siónarmiðum sinum i ieikformi, Oddur segist ekki hafa neinn boðskap að flytja. (Orðið boðskapur minnir líka svp óþægi- lega mikið á prédikun, Oddur minn, að þér er vorkunn. Og þré- dikanir eru nú einu sinni ekki í tízku). en vissulega bendir hann á ýmislegt, sem er ofarlega á baugi í mannheimi — og þá heídur það, sem er til vanza. Niðurstaðan af athugunum leik- húsgesta á niðurstöðum Odds (ég vona að þetta sé ekki of flókin setning), getur vart orðið á marga lund. Oddur er ekki hrifinn— og þakka skyldi honum! Má þá deila um það, hvort það sé ekki boð- skapur í sjálfu sér er leikrit eru skrifuð til einnar áttar og niður- staðan byggð á visvitandi af- skræmingu og öfgum, sem aðeins geta bent til ákveðinna loka. Þetta á að þessu sinni auðvitað fyrst og fremst við um leikþáttinn PARTÍ. g 27. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.