Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 3
TfU FLOKKAR I VATNASKÓG „79 AF STÖÐINNI Framh. af 1. sfffu ÁÆTLUN fyrir starf sumarbúffa KFUM í Vatnaskógi á komandi sumri er komin út. Samkvæmt lienni verffa 10 dvalarflokkar í Vatnaskógi á þessu sumri. Fer sá fyrsti í skóginn föstudaginn 7. júní og er vikuflokkur. Föstudag- inn 14. júní hefst svo hálfsmán- affar flokkur. Þessir flokkar eru ætlaffir drengjum 10-12 ára. Á tímabilinu 5.-26. júlí eru 3 vikuflokkar, ætlaðir drengjum 12- 14 ára, og vikuna 26. júlí - 2. ág- úst er unslinaaflokkur fyrir pilta 14-16 ára. Að honum loknum — eða frá 2.-30. ágúst eru fjórir viku flokkar, þar sem lágmarks aldur þátttakenda er 9 ára. Sumarstarf KFUM í Vatnaskógi er fertugt á þessu sumri.Það hófst sumarið 1923. í tilefni þessara tíma móta hefur stjórn sumarstarfsins gefið út snoturt afmælisrit þar sem saaa starfsins er rakin í stór- um dráttum. Er ritið prýtt fjölda mynda a”k línurita, sem sýnir sí- felldan vöxt hessa starfs á þessum fjörutíu árum. Aðsókn hefur ver- ið svo mikil. að iðulega hefur þurft að neita fiölmörgum um- sóknum. bví flestir flokkanna liafa undanfarið fyllzt á nokkrum I 1 dögum. Tekið er við umsóknum um þátttöku í dvalarflokkum í skrifstofu KFUM, Amtmannsstíg 2 B kl. 4-6 e. h. Alla virka daga nema laugardaga. Þar fást einnig nánari upplýsingar svo og áætlun sumarbúðanna fyrir sumarið 1963. Dvalarkostnaður hefur verið á- ætlaður kr. 65 á dag fyrir yngri drengina og 70 fyrir þá eldri. Viku dvöl verður þá kr. 455,00 og kr. 545,00. Við það bætist svo far- gjald með áætlunarbifreiðinni. Fjórðct Jb/ng L.Í.V. 4. þing Landssamhands íslenzkra verzlunarmanna verður að þessu sinni haldiff á Sauffárkróki dag- ana 3.-5. maí. Um 70 fulltrúar munu sitja þingiff frá 19 sambands- félögum L.Í.V. Fyrir þinginu munu Iiggja mörg þýffingarmikil mál, svo sem kjaramálin, en í undirbún ingi er -gerff heildarkjarasamnings verzlunarfólks. — (Frétt frá L.Í.V.) Blaðiff ræddi einnig f gærkvöldi við Guðlaug Rósinkranz, formann Edda Film, og spurffi hann, hvort hann áliti aff fólk hér á landi mundi hafa litiff svo á, aff veriff væri að níffa Bandaríkin effa Banda ríska þegna meff þeim atriffum í myndinni er hermennirnir léku. Guðlaugur Bósinkranz svaraði því til, aff í fyrstu hefffi átt aff fá | íslendinga til að leika þessi hlut- j verk, en leikstjórinn hefffi heldur viljaff fá Bandaríkjamenn, og hefði þaff orffið úr. — Mér fannst þetta eins og hver annar Icikur, þaff er aff sjálfsögffu deginum Ijósara, aff ekki var verið aff gera neinar .dokumentar’ kvik mynd um líf bandarísku hermann- anna á íslandi, heldur affeins veriff að kvikmynda skáldsögu. Eg skil ekki í, aff nokkrum hafi dotttff i i hug aff álíta þessi atriffi nið um 1 Bandaríkjamenn á einn effa neinn , hátt. ENSK UNÁMSKEIÐ Á AKUREYRI Undanfarnar vikur hefur staðiff yfir enskunámskeiff á vegum ís- lenzk-Ameríska félagsins á Akur- eyri, sem lauk nú um páskana. Þátttaka var geysimikil og komust færri aff en vildu. Kennarar á nám- skeiðinu voru hjónin Audrey og Frank Perri frá Kaliforniu, en þau dveljast um þessar mundir hér á landi á vegum Fulbright- stofnuna-innar í Bandaríkjunum í því augnamiði aff kenna enskt tal- mál í íslenzkum framhaldsskólum og skipuleggja framhald slíkrar kennslu á komandi árum. Þegar Íslenzk-Ameríska félagið á Akureyri auglýsti námskeið þenra hjóna, bárust strax umsóknir frá nær 200 Akureyringum um Þátt- töku, en þar sem tími var naumnr að þessu sinni varð að takmarka nemendafjölda við 100 manns, sem kennt var í sex deildum um þriggja vikna skeið, með mjög ' góðum árangri. Kennsluaðferð sú, sem Perri- hjónin styðjast við er hin svo- nefnda „audio-lingual“ aðferð, en hún er í því fólgin að menn læra að tala erlent tungumál á sama hátt og ungbörn læra að tala, eðli lega og áreynslulaust. Þátttak- endur í námskeiðinu voru mjög hrifnir af þeim árangri sem náðist á svo stuttum tíma, og fyrirhugað er að halda slíkum námskeiðum á- fram á vegum félagsins, þar sem vonir standa til að Fulbright-stofn unin muni afttir senda hingað kennara næsta haust. Mun þá nám- skeiðið væntanlega standa í 8-iO vikur. Perrihjónin létu mjög vel af dvöl sinni á Akureyri. Þau héldu flugleiðis til Reykjavíkur eftir ' páskana, en þar munu þau kenna enn um skeið við framhaldsskóla. Frá námskeiffinu Danska blaffiff B. T. birtir frétt ina samkvæmt skeyti frá Washing ton. Segir þar aff myndin úr kvik myndinni “79, af stöffinni“,( sem reyndar heitir „Gogo“ erlendis) hafi birzt ásamt grein í banda- ríska tímaritinu „Variety“. Hafi þessar myndir vakiff reiffi margra, enda sé bandarísku hermönnunum þar lýst, sem drukknnm og siff- spilltum kvennabósum. í grein- inni segir, aff tveir háttsettir liffs foringjar úr herstöff Bandaríkja- manna í Keflavík, leiki drykkju- rafta í myndinni. Ennfremur segir blaffiff, aff Fr. J. Becker, einn af þingmönnum New York í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, hafi sagt, aff greinin í Variety væri hryllileg, og skoraði hann á Robert Mac Namara, varn armálaráffherra Bandaríkjanna aff taka máliff í sínar hendur. Togararnir... Framh. af 1. síffu ef framhald verður á honum, en markaður er yfirleitt alltaf góður fyrir fyrsta flokks ýsu og íslands þrosk. Blaðið hafði tal af Togaraaf- greiðslunni í gær og fékk þær upp lýsingar að alltaf vantaffi mann- skap við uppskipun. Er unnið við skipin nótt sem dag, helgidaga sem aðra daga. Blaðið hafði frétt, að í Vestmannaeyjum fengjust tæp- lega nokkrir menn til uppskipun- ar, nema í næturvinnu, en hér í Reykjavik er unnið við uppskipun í dagvinnu, eftirvinnu og nætur- vinnu, auk helgidagavinnu. Grein Gylfa Framh. af 4. síðu laust og vafningalaust. Flokk- urinn hlýtur aff hafa gert sér greih fyrir þeim vandamálum, sem í svarinu felast. Aff öffrum kosti væri allt, sem frá floki i- um hefur komiff, algjiirlega innantómt skvaldur. En þegar þessi svör eru fengin, þá mun vera hægt aff ræffa viff Tímann og Framsóknarflokkinn mn þetta mál á þann hátt, sem hann hefur nú efnt til. Bandarísk hjén halda tónlelka Bandarísk hjón halda tónleika á vegum Musica Nova í Súlnasaln- um á Hótel Sögu n.k. sunnudag kl. 3.30. Hér er um aff ræffa celló- leikarann Roger Drinkall og konu hans Derry Deane, sem leikur á fifflu. Bæði eru þau hjón mjög færir hljóðfæraleikarar, að því er for- ráðamenn Musica Nova segja. Þau koma hingað gagngert til þess að halda þessa tónleika, sem verða ekki endurteknir. Hjónin hafa þegar haldið tón- leika fyrir nemendur Tónlistar- skólans og léku þau þá bæði sí- gilda tónlist og nútímaverk. Á tónleikunum á sunnudaginn munu þau eingöngu leika nútímaver,';. Ráðgert er að þau leiki jafnframt fyrir Ríkisútvarpið. I Bæði eru hjónin útskrifuð úr Curtis Institute í FíladeKíu og hafa bæði lokið meistaraprófi frá Tónlistarháskólanum í IUinois. Nú er Roger Drinkall tónlistar- kennari við Queens Collegc í North-Carolina. Hjónin hafa haldið tónlcika víða um lönd, bæði í Ameríku og i Evrópu. Glæsilegur sumar- fagnaður Kvenfélagsins KVENFÉLAG Alþýffuflokksins í Reykjavík hélt sumarfagnaff 23. apríl síffastliðinn. Þrjár ungar fé- lagskonur flnttu þar stutt ávörp viff ágætar undirtektir fundar- kvenna. Rosemarie Christiansen talaði nokkuð um starf Kvenfélags Al- þýðuflokksins, og taldi það mikinn kost, hve verkefni þess hafa verið fjölbreytt, bæði fyrr og síðar, þótt pólitíska starfið væri að sjálfsögðu undirstaðan. Kristín Guðmundsdóttir, talaði einkum um starf unga fólksins inn an Alþýðuflokksins, þ. e. FUJ og SUJ. Hún sagði m. a.: „Eitt er víst, að unga fólkið í Alþýðu- flokknum hefur aldrei starfað af meiri þrótti og áhuga en nú.” — Hafdís Sigurbjörnsdóttir talaði um viðhorf ungu húsmóðurinnar til Alþýðuflokksins, og benti á hinar miklu félagslegu umbætur, sem flokkurinn hefur barist fyrir og komið fram á síðustu árum og ára- tugum, sem valda því, að unga húsmóðirin í dag, býr ásamt fjöl- skyldu sinni við meira öryggi og betri lífskjör en næstu kynslóðir á undan. Jafnframt benti hún á ýmislegt, er hún taldi að Alþýðu- flokkurinn ætti nú að beita sér fyrir. Soffía Ingvarsdóttir, formaður félagsins þakkaði ungu konunum ágætan málflutning. Hún fór síðan nokkrum orðum um sumarkomuna, og minntist liinna hörmulegu slysa, sem hafa orðið að undan- förnu, og hefðu valdið djúpri og almennri sorg með þjóðinni. Auk þessa, sem nefnt hefur verið var sýnd fræðslukvikmynd og spil að bingó. ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 27. apríl 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.