Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 7
Ausetiwitz - 20 áriim siðar Fyrir nokkru var grafin úr jörð glerkrukka iað baki eins lík- brennklirftfnanna við Anschwitz- íangabúðirnar illræmdu í Póllandi. Krukkan var full af upplýsingum nm það fólk, sem tekið var af lífi f gasofnunum í október 1944. — Upplýsingarnar voru skráðar af Gyðingum, sem neyddir voru til að tína allt fémætt af líkum kyn- bræðra sinna áður cn þeir fóru í gasofnana. Eftir þriggja mánaða starf lentu þessir Gyðingar, sem skráðu þetta, sjálfir í gasofnunum. Sá einasti, sem vissi til þess að þessar upplýsingar höfðu verið festar á blað, var Pólverji nokk- ur, sem neyddur hafði verið til að vinna að iagfæringum á gas- ofnunum, þar eð hann var raf- virki. Fyrir tveim árum fann hann krukkuna með þessum upplýsing- um. Rafvirkinn er nú safnvörður í Auschwitz. Fyrst fann hann málm hylki, sem í var dagbók, sem skrif nð hafði verið á laun á hebrezku. Á öftustu síðu bókarinnad stóð: ustu„KaIdið áfram að Ieita“. bað mun ýmislegt finnast í öskuleif- unum í kringum ofnana. í sumar fannst svo fyrrgreind krukka og voru meðal annars í henni upplýs- ingar um f jölda þeirra, sem tekn- ir voru af lífi í gasofnunum árið 1944. FLÖTUFYRIRTÆKI Frank Sin- atra gerist nú umsvifamikið og ber ast nær vikulega fregnir um að fyrirtækið hafi gert samninga við fræga listamenn, sem áður hafa sungið inn á plötur fyrir önnur fyrirtæki. Fyrir skömmu réðust McGuire systur til Reprise og sömu leiðis hinn frægi kvartett „The Four Lads“. Einnig er James Darr en kominn á samning hjá Reprise. Skatta- byrðin AÐ minnsta kosti síðastliðin 4000 ár hafa menn orðið að greið'a skatta af ýmsu tagi, segir Alfonss Pausch í Bitburg,.* Hann er inn- heimtumaður hjá skattayfirvöldun um í Bitburg og hefur í tómstund um komið upp safni um skatta, sem sennilega er einstætt í hcim- inum. Elzti gripurinn i safninu er lág- mynd, sem mun vera frá árinu 2300 f. Kr. Á henni sést fékista egypzka vesírsins Mereuka í Sak- kura nálægt Memphis. Tveir menn Iiggja á hnjánum fyrir framan skattheimtumanninn, en verið er að hýða þann þriðja, sem neitar að greiða skattinn. Pausch segir að á þessu megi glöggt sjá hverjar framfarir hafa orðið til hins betra meðal sattheimtumanna. í safni sínu á Pausch einnig skrá um skattskylda borgara í borginni Trier árið 1363. í safni hans er einnig skjal frá árinu 1628, þar sem skýrt er frá þvf, að þeir sem eigi tiu eða fleiri skilgetin börn, þurfi enga skatta að greiða. Hættulegar hrein- gerningar Vátryggingafélag eitt í Þýzka- landi hefur skýrt frá því, að sú mikla aukning, sem orðið hafi á slysum í heimahúsum síðastliðin ár eigi að mestu rætur sínar að rekja til vorhreingerninganna. — Félagið ráðleggur húsmæðrum að reyna að framkvæma þessa hrein- gemingu, sem mest með öðrum heimilisstörfum, í stað þess að setja allt heimiiið á annan end- ann í einn eða tvo daga og um- turna öllu, sem mest má verða. Ennfremur: Hreingerningar verð- ur að framkvæma með skynsemi og af hyggjuviti, þær eiga ekki að vera til þess að leyfa fólki að sleppa fram af sér taumnum og ganga sér til húðar og stofná heim ilisfriðnum í hættu. -SMÆLKI - SMÆLKI-SMÆLKI Joan Crawford og Bette Ðavis leika saman í kvikmynd BANDARÍSKA kvikmyndafram- Ieiðandanum og leikstjóranum Ro bert Aldrich hefur verið boðið að sýna kvikmynd sína „What ever happened to Baby Jane?“, á kvik myndahátíðinni í Cannes. í kvikmyndinni leika margar stórstjörnur, og ber þar hæst Bette Davis og joan Crawford. Er þetta í fyrsta skipti, sem þessar tvær leikkonur leika saman í kvikmynd. Baðar segja þær um hlutverk sín, að það séu skemmtilegustu og jafnframt erfiðustu hlutverk, er þær hafi haft á hendi í mörg ár. Laugardagur 27. apríl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. - 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar kynntir af dr. Hallgrími Helga- syni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börnin í Fögruhlíð" eftir Halvor Flod- en; XII. ÍSigurður Gunnarsson). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 , Paganini", söngleikur í 3. þáttum, eftir Paul Knepler og Bela Jenbach. — Tónlist eftir Franz Lehár. Þýðandi: Þorsteinn Valdi- marsson. Sinfóníuhljómsveit slands leikur með. Einleikari á fiðlu: Björn Pálsson. Stjómandi: Páll Pampiehler Pálsson. — Leikstjóri: Ævar Kvaran. Flytjendur: Guðmundur Guðjónsson, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigurveig Hjaltésted, Erlingur Vigfússon, Jón Aðils, Gísli Alfreðsson o. fl. ásgmt Þjóðleikhúskórnum. 22.00 Fréttir og voðurfregnir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. FORSTÖÐUMENN útvarps- og sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum hafa valið lagið „What kind of fool am 1“ úr söngleiknum „Stop the world I want to get off“ lag ársins 1962. Margir hér munu kannast við þetta lag, en Delta Rythm Boys höfðu það á söngskrá sinni, er þeir voru hér á ferð fyrir skömmu. Maja: En þú hefur bara þekkt hann í hálfan mánuS. Þú ætlar ekki að segja mér að þú ætlir að gift- ast honum eftir svo stutt kynni? Stína: Blessuð vertu, það er ekki eins og þetta sé ókunnugur maður. Ég þekki stúlku, sem var trúlofuð honum í tæp tvö ár. — Ég’hef alltaf haldið því fram, sagði Kalli, að engir tveir menn hugsi eins. — Þú verður fljótur að skipta um skoðun, þegar þú verður búinn að líta á það, sem við fengum í brúðargjöf. ★ — Mér er sagt að þú sért búin að slíta trúlofuninni. — Já. það er rétt. Jói kom mjög illa fram við mig. — Nú. hvernig þá. Hann tók upp sögninni alveg þegjandi og hljóða- laust. ★ — Kysstu mig, eískan. — Nei, nei. Hún mamma er svo mikið á móti kossum. — Já, en það varst þú, sem ég ætlaði að fá að kyssa, en ekki hún mamma þín. * *— Hvor er brúðguminn? — Þessi sorgmæddi. Sá kampa- káti er faðir brúðarinnar. — Mamma, geta allir englar flogið? — Já Villi minn. Hvers vegna spyrðu? — í gær sagði pabbi nefnilega við vinnustúlkuna, að hún væri eng ill. Getur hún bá flogið? —.Já, hún flýgur á morgun, Villi minn. íf ★ Hún: Jæia, é? sé að þú ert bú- inn að ræða við pabba. Hann: Nei, blessuð vertu, ég lentí í bílslysi á leiðinni hingað. — Þessi vinur þinn dvelst full lengi hjá þér á kvöldin. Kann hann> ekki að bjóða góða nótt eða hvað? — Það kann hann svo sannar- lega, pabbi. Ég þekki meira að segja engan, sem gerir það betur. — Hvers vegna voruð þið Konnr að rífast? — Hann bað mín aftur í gær- kveldi. — Var það svo slæmt? — Já, ég tók honum nefnilega k fyrrakvöld. ★ Hún: Ég get ekki gifst þér, en ég skal vera þér sem systir. Hann: Ágætt, hvað heldurðu a5 við erfum eftir hann pabba? Klæffa mig úr? Ertu eitthvaff skrýtinn effa hvað? 26 BIDILSBREF Á TVEIM DÖGUM VERZLUNARSTÚLKA ein í Lond on, Elsie Cupit, 21 árs gömul, fékk um daginn 26 bónorðsbréf á tvcim dögum. Hún hefur nú tefcið þa á- Iivörðun. a'ð bjóffa óli’ain bifflun- um heim til- sín, þannig að hún megi kynnast þeim uánar. Forsaga þessa máls er sú, að atvinnulaus Skoti setti auglýsingu í dagblað eitt, þess efnis, að ef ein hver dama vildi borga fyrir hann farseðil til Suður-Englands, þar sem atvinnuástand er mun betra, þá skyldi hann kvænast henni mcð það sama. Einnig fór liann frain á það, að damau héldi honum uppi þar til haun hefði náð í vinnu. Elsie svaraði þessari auglýsingu og Skotinn kom til hennar. Hann hafði þá verið aívinnulaus í hálft ár. Þau opinberuðu með pomp og pragt og farið var að undirbúa giftingarveizluna. Þá fékk eigin- maðurinn tilvonandi skyndilega*. eftirþanka og sneri aftur Iieim tiÞ Skotlands. Um leið og sagan um ævintýri hans barst út strcymdue biðilsbréfin til Elsie. Af þeim 26, sem höfffu skriíað' hcnni biðilsbréf, þegar síffast frétt ist, voru allmargir ekkjumenn, er* einstaka piparsveinar voru þó inn- an um. Flestir voru mennirnir múr arar aff atvinnu, cn nokkrir unm» á skrifstofum. Aldur biðlanna var frá 26—40 ár. Elsie kveðst gjarnan vilja gift- ast, en þar scm hún búi í stórborg j hafi hún ekki tækifæri til að kyniv ; ast réttum mannsefnum. Þrátt íjt- ,ir að fyrsta tilraunin mistækist er hún sannfærð urn, að meðal liinn»- 26 muni eiuhver leynast, sem gert i geti hana hamingjusama. ÁLÞÝÐUBLABfö — 27. apríl. 1963 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.