Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 10
VALUR VANN 1:0, EN KR ÁTTI MEIRA í LEIKNUM Ritstjóri: ÖRN ETÐSSON FYRSTI leikur keppnistímabilsins f knattspyrnu 1963 fór fram á mið- vikudagskvöldiff — í Reykjavíkur- mótinu. Þar áttust viff KR og Val- ur Leiknum lauk meff sigri Vals, sem skoraði eitt mark gegn engu. Völlurinr, var bungur og erfiffur, skófst upp í sandhryggi meff djúp- um dældum á milli, eftir því sem á leikinn leiff. Menn runnu til í viffspyrnunum og snerust niður undir sjálfum sér, án þess aff við þeim væri stjakaff. Þessi affstaða setti sinn svip á Ieikinn, og gerði leikmönnum erfitt fyrir um sam- leik og réttar spyrnur. Framan af var mikill hraffi í leiknum, en þetta látlausa „sandkassapuð” dró smátt og smátt úr hraffanum og þreytan gerffi vart viff sig. Annars var þaff mesta furffa hvaff leik- mennirnir héldu út, og ber þaff vott um allsæmilega undirbún- ingsþjálfun í vetur. VALTJR SKORAR VALUR átti völ á marki og kaus aff Ieika undan aílsterkri golu. Upp hlaup skiptust á, allharðar sóknar- lotur á báða bóga. Á fyrstu mín- útunum áttu bæði liðin góð tæki færi, Gunnar Felixsson fyrir KR og Bergsveinn Alfonsson fyrir Val, en hann er nýliði kornungur. En báðum mistókst. Loks er um 30 mínútur voru liðnar af leikn- um kom fyrsta mark keppnistíma- bilsins og eina markið, sem gert var í leiknum og færði Val bæði stigin. Það var Bergsteinn Magn- ! usson h. úth., sem skoraði með á- gætri spyrnu af um 20 stikna færi. Hann fékk knöttinn sendan frá vinstri, hljóp með hann nokkra metra og „plataði” tvo varnarleikmenn, skaut síðan með þeim árangri að knötturinn hafn- aði í netinu, rétt innan við stöng- ina. Gísli markvörður varpaði sér prýðilega en náði ekki til að koma í veg fyrir markið, þó munaði mjóu. Má vera að því hafi munað, að laus völlurinn hafi brugðist honum í viðspyrnunni? Eftir markið hertu KR-ingar enn sókn- ina, allt kom þó fyrir ekki. Og hálfleiknum lauk 1:0 fyrir Val. I SÍÐARI HÁLFLEIKUR VINDURI'NN hélzt lítt breyttur og kom nú til liðs við KR. Almennt mun hafa verið við því búist, að fljótlega myndu KR-ingar jafna metin. Var heldur ekki að ástæðu- lausu að ætla svo. Þeir sóttu og fast á. Var sókn þeirra nær lát- laus framan af. En vörn Vals stóð sig vel. Bakverðirnir Árni og Þorsteinn Bakverðirnir Árni og Þorsteinn ▼oru harðir í horn að taka, og Björgvin markvörður greip hvað eftir annað inn í á réttri stundu. Var vörnin eins og svo oft áður sterkari hluti liðsins. Tvívegis á fyrstu fimm mínútunum fengu KR-ingar aukaspyrnu rétt við vítateig, Gunnar Guðmundsson tók þær báðar prýðilega, en hann var í þessum leik bezti framlínu- maður KR. Upp úr annari spyrnu kom svo hörkuskoti í markið, sem Björgvin varði snilldarvel. En þarna skall hurð nærri hælum. Er um 8 mín. voru af leik komst Ell- ert í gegn og átti fast skot, sem virtist áhjákvæmilega myndi senda knöttinn í opið markið, þar sem Björgvin var illa staðsettur. En þegar „neyðin er stærst er hjálpin næst”. í því að knötturinn stefnir í opið markið, kemur Sig- þór á harðaspretti og hyggst betr- umbæta skotið. Leggur sinn lipra fót á knöttinn og lyftir honum margar mannhæðir yfir slána. — Framh. á 11. síffn Hér skorar Axel Axelsson fjórffa mark Þróttar auffveldlega eftir aff hafa leikiff á Geir Kristjánss., Fram. Gjörhreytt lið Þróttar vann ís/andsmeisfarana 4 gegn 0 MARGT fer öðru vísi en ætlað er. Þetta íengu íslandsmeistar- arnir úr Fram að reyna í leik sín- um gegn annarri deild Þróttar á sumardaginn fyrsta. íslandsmeist aramir biðu mikinn ósigur, töpuðu með 4 mörkum gegn engu og var sigur Þróttara í alla staði sann- gjam. í byrjun átti Hallgrímur, v. Hér sækja KR-ingar hart, en allt er variff. úth. Fram all gott tækifæri, en hinn ungi, efnilegi nýliði í marki Þróttar, Guttormur, varði með mestu prýði. Hinir ungu og áköfu Þróttarar tóku þó fljótt leikinn í sinar hendur og má segja, að fyrri hálfleikur hafi verið stöðug sókn Þróttara að marki Fram. Fyrsta markið skorar Ólafur Brynjólfsson er hann fær knöttinn úr innkasti inn á vitateig Fram og „vippar” hann knettinum viðstöðu lítið yfir vöm Fram og Geir mark vörð. Var þetta mjög laglega útfært hjá Ólafi. Ekki vom nema 2 mín. af leik er þetta gerðlst. Ólafur skorar svo aftur á 17. mín. með föstu skoti úr ágætri fyr- irgjöf Axels Axelssonar frá vinstri, en Axel hafði leikið á hægri bak- vörð Framara og komizt upp að endamörkum. Það liðu vart meira en 30 sek. þar til knötturinn lá í neti Fram að nýju. Var það Jens innh. Þrótt- ar, sem rak endahnútinn á það upphlaup en mestan þátt í undir- búningi að þessu marki átti Axel Axelsson. Á 21. mínútu tekst Axel Axels- syni að ná knettinum frá miðfram verði Fram, Halldóri, og leika síð- an nær hálfan völlinn með vörn Fram á hælum sér og loks leika á sjálfan markvörðinn og að end- ingu að leggja knöttinn rólega í net Framara. Fleiri urðu mörkin ekki í þess- um leik. Oft skall þó hurð nærri hælum á báða bóga, en það rask- ar ekki þeirri staðreynd að sigur Þróttar var í alla staði verðskuld- aður. Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og hinn fyrri, enda gætti talsvert þreytu hjá báðum, sem var á margan hátt eðlilegt, þegar þess er gætt, að völlurinn var mjög laus og ójafn, sem er eðlilegt á þessum árstíma, en gerir að sama skapi keppendum erfitt fyrir. Lið Þróttar kom á óvart með þess ari góðu frammistöðu sinni. Þeir voru muu frískari og harðari í horn að taka en andstæðingar þeirra. Þeir virðast vera í all góðri þjálfun og er nú meiri ró og yfir vegun í ieik þeirra, en á undan- förnum árum. Þeir hafa að vísu oft áður komið á óvart í Rvíkur- móti, en oftast síðan dalað er á leið mótið. Verður fróðlegt að sjá hvort nú verður sú raunin á eða ekki. Lið Þróttar er skipað tiltölu lega ungum mönnum og ættu þeir því að geta náð lengra, ef vilji er fyrir hendi. Beztur Þróttara var Axel Axelsson. sem hættir þó til að einleika um of á köflum. Þá var markvörðurinn Guttormur á- gætur og greio of vel inn í leik- inn með öruggum úthlaupum sín- um. Lið Fram var mjög líklegt í leik þessum. Að vísu vantaði þá á nokkra leikmenn. er léku með lið inu í fyrra. eins og Guðjón, Hrann ar, Guðm. Óskarsson og Grétar. Ekki er vitað hvað veldur fjarveru^ þessara leikmanna, en heyrzt hef- ur að sumir þeirra séu meiddir. Hitt er svo engum efa undirorpið, að liðið eins oe bað var sl. fimmtu dag, er ekki vænlegt til mikilla af- reka. í það vantar allan kraft, — einkum voru bakverðirnir og fram verðirnir lítilsmegandi, enda hafðl það úrslitaþýðingu um gang leiks- ins. Dómari var Ólafur Hannesson. V. Staðan og úrslit í Rvíkur- 10 27. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ,*u Ji' 'ij, : ■ r.T.-.iiÁV 1,'i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.